Morgunblaðið - 23.07.2006, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Klukkan er sjö að morgni íveiðihúsinu Hofi við urr-iðasvæðið í Laxá í Mý-vatnssveit og einungiseinn veiðimaður er á fót-
um. Þetta er Bandaríkjamaðurinn
Harry Crofton og hann flettir þögull
myndum sem sýna veiðistaði þessa
margbrotna svæðis. Hann er byrjað-
ur að veiða í huganum.
Smám saman fyllist matsalurinn af
glaðværum veiðimönnum og konum
sem taka hraustlega til matar síns.
Þarna hefst veiðin klukkan átta og
það er hugur í fólki eftir fyrstu vakt
hópsins kvöldið áður.
„Þetta fór stórkostlega af stað,“
segir Sigurbrandur Dagbjartsson,
sem veitt hefur þarna ásamt félögum
sínum á þessum tíma, um Jónsmess-
una, í tuttugu ár. „Fiskurinn tók alls
staðar í gær. Ég veiddi svo vel að ég
var eiginlega hættur um sjö í gær-
kvöldi – var farinn að skjálfa eftir
átökin!“
Hefur farið í allar eyjarnar
Himinninn er skýjaður og svalur
norðanblástur; þrátt fyrir að hilli
undir lok júnímánuðar er landið enn í
hálfgerðum vorham, sinugulir tónar
áberandi.
„Við erum öllu vanir hérna,“ segir
Sigurbrandur þegar hann kemur út.
Hann er einn margra veiðimanna
sem hafa bundist þessu svæði afar
sterkum böndum. „Það hefur snjóað
á okkur á þessum tíma. Einn morg-
unn vorum við hér í frosti en klukkan
11 var kominn 20 stiga hiti!“
Mest er veitt með 18 stöngum á
þessu margbrotna svæði, þar sem áin
streymir fram milli ótal eyja og
hólma, í misstríðum strengjum. Sig-
urbrandur leggur bílnum við brúna
skammt frá veiðihúsinu, nú á að veiða
austurbakka Hofsstaða. Magnið af
stórum og sterkum urriðanum er gíf-
urlegt í ánni, þótt hann geti verið
dyntóttur og erfitt af fá hann til að
taka. Margir eru þeirrar skoðunar að
þetta hljóti að vera eitt besta urriða-
veiðisvæði heimsins.
„Þegar ég veiði hér fer ég hratt yf-
ir,“ segir Sigurbrandur þar sem við
göngum upp með ánni. „Sumir geta
verið endalaust að berja á sama stað,
staðið jafnvel kyrrir heila vakt.
Kannski vegna þess að þeir fengu
einu sinni fisk á þessum stað – og
drápu hann! Þá er sá fiskur löngu
farinn.“
Við göngum upp að mörkum Hofs-
staða og Geirastaða, þar er kastað yf-
ir hraðan streng yfir að kjarri vöxn-
um hólma; flugan þýtur hratt niður
strauminn en fiskar á skilunum
reyna að ná straumflugunni.
„Sástu! Þarna elti einn. Það er
ótrúlegt hvað hann sér. Þetta er ekki
mjög fallegur staður miðað við
marga hér, en hann er veiðilegur.“
Hann veiðir sig niður strenginn,
bregður tvisvar eða þrisvar við fiski
en festir ekki í þeim. Á ánni svamla
endur og óðinshanar á lygnum milli
strengjanna. Sigurbrandur segist
hrifinn af öllum svæðum árinnar en
viðurkennir þó að hann verði sér-
staklega kátur þegar hann eigi að
veiða Hofsstaðaey. „Veiðistaðirnir
þar eru sérstaklega fjölbreytilegir,
mikið af skemmtilegum púpustöðum.
En fjölbreytileikinn er svo mikill
hér,“ segir Sigurbrandur, horfir nið-
ur eftir ánni og hristir höfuðið. „Allt
þetta vatn flæðir hér alla daga og í
því er allur þessi fiskur.“ Það fer ekki
á milli mála að hann er heillaður af
Laxá.
„Sumum finnst ég bilaður en ég er
búinn að fara út í allar eyjarnar hér á
svæðinu. Var með ankeri sem ég
henti yfir og dró mig síðan yfir
strauminn á bandinu. Ég er búinn að
detta um alla steina sem hægt er að
detta um hér og fara mörgum sinnum
á bólakaf.
Smám saman lærir maður hvar
fiskurinn er og hvar hann tekur. Ég
var ekki kominn með bílpróf þegar
ég kom fyrst og fór að rannsaka ána.
Á sumum stöðum fékk maður fisk
aldrei til að taka en þá tók maður
tíma í að leysa gátuna, finna lausnina.
Ég sætti mig ekki við að fara bara á
merkta og þekkta veiðistaði, ég vildi
læra sjálfur á ána og finnst skemmti-
legt að enginn kenndi mér á hana.
Þetta er Vatnsgjá, fyrir ofan veiði-
stað sem kallast Steinrass,“ segir
Sigurbrandur og bendir. „Þarna eru
ofsalega fallegir fiskar innan um.
Fólki getur brugðið þegar það fær
fisk hérna, því þótt vatnið sé grunnt
geta þeir verið svo stórir.“
Hann gerir sig kláran að kasta á
spegil langt handan straumsins.
„Þennan stað held ég mikið upp á,
hann er ekki merktur en ég hef skoð-
að hann vel. Hef farið út í eyjarnar
báðum megin á bandi og veitt allar
kvíslarnar á milli þeirra. Það er fullt
af fiski þarna. Ég var einu sinni hér
með Lárusi Karli og held ég hafi náð
15 eða 16 fiskum og fékk fullt af tök-
um. Maður kastar á spegilinn og sér
þá oft elta.“
Notar eina straumflugu
– Eykur það ekki möguleika veiði-
manna hér að ráða yfir margbreyti-
legri veiðitækni; kunna á allt vopna-
búrið?
„Jú, það er mikilvægt. Mér finnst
alltaf jafnskrýtið að sjá fréttir héðan,
þegar menn alhæfa að eitthvað eitt sé
að virka, bara púpur og ekkert gangi
með straumflugu. Það er ekki rétt.
Þarna hinum megin er gamla
tjaldsvæðið, þar gistu veiðimenn áð-
ur fyrr.“
– Og létu hinar landsfrægu Lax-
ármýflugur bíta sig?
„Þær bíta suma. Ég gerði samning
við flugurnar hér um að þær létu mig
vera. Þær bíta mig mjög sjaldan en
ég bregst vel við þessu biti. Ég nota
aldrei flugnanet, nenni ekki að hafa
það á mér.
Sjáðu hvað straumurinn er falleg-
ur hér? Já, þetta er ótrúlegt svæði.“
Fyrsta og eina straumflugan sem
Sigurbrandur velur að setja undir er
Black Ghost með marabúavæng. „Ég
nota ekki aðrar straumflugur. Ekki
til í dæminu.“ Í boxi hans eru raðir af
þessari veiðnu flugu.
„Mér finnst þetta falleg fluga og
gaman að veiða á hana. Þótt ein-
hverjir séu að fá fisk á nobbler hleyp
ég ekki til og skipti. Ég veiði bara á
þær flugur sem ég hef trú á. Það er
eins í laxveiði. Ef fluga er veiðileg, þá
nota ég hana.“
Sigurbrandur segir að svo virðist
fiskarnir eigi sín ból í ánni, hann hef-
ur verið við merkingar í Laxá og þá
sjáist það vel. „Þeir eiga sína staði og
veiðast jafnvel þar aftur og aftur.
Sumir hafa sagt að fiskarnir verði
svekktir og færi sig til við ágang, en
það er ekki mín reynsla.“
Fyrir nokkrum árum komst í tísku
og þótti bylting, að veiða urriðann í
Laxá með púpum andstreymis. Sig-
urbrandur segist þá hafa veitt í mörg
ár með þeirri tækni.
„Menn héldu að ég væri eitthvað
skrýtinn, að veiða hér með flotlínu og
litlum púpum; sumir sögðu hreinlega
að þetta gerði maður ekki hér, það
ætti bara að veiða með sökklínu! Það
er að sjálfsögðu ekki rétt.“
Eins og sturtað í klósett
Sigurbrandur gengur um bakkana
með tvær stangir, eina með sökklínu
og Black Ghost, hin er með flotlínu og
tökuvara, fyrir púpuveiðar.
„Þeir kalla þetta rakettuprik, sum-
ir gömlu kallarnir,“ segir hann og
hampar stönginni sem er nett, fyrir
línu fimm. „Þeim finnast þessar
stangir of léttar og asnalegar, fyrir
línu fjögur og fimm eins og ég kýs að
nota hérna, og líka í laxi. Það er meiri
axjón.“
Í púpuveiðinni er hann yfirleitt
með sex til átta punda taum, en fyrir
straumfluguna en styrkur taumsins
tíu pund. Púpan sem hann hnýtir nú
undir er bústin Pheasant Tail en dag-
inn áður fóru urriðarnir og beittar
tennur þeirra með átta slíkar. „Þá
kom eiginlega fiskur við fluguna í
hverju kasti. Í strengjunum við Hofs-
staðaey var eins og sturtað væri í kló-
sett þegar tökuvarinn fór niður! Það
var botnlaus veiði og í eitt skipti próf-
aði ég að bregða ekki við þótt tökuv-
arinn færi niður, en ég var þá að sýna
Bandaríkjamanni sem var með mér
þessa veiðiaðferð. Flugan fór aftur
og aftur niður, búmp, búmp, búmp,
síðast þegar hún var komin alveg nið-
ur að löppunum á mér og þá kippti ég
í – og fiskur var á. Silungurinn spýtir
púpunni út úr sér um leið og hann
finnur að þetta er ekki rétt æti.“
Uppistaðan í veiði Sigurbrands
daginn áður var urriði í kringum 48
upp í 59 cm, feitur og pattaralegur.
Tveir voru minni. Nú gengur hann að
grunnri kvísl, veiðir hana andstreym-
is og á stuttum tíma setur hann í,
landar og sleppir þremur litlum urr-
iðum, í kringum pundið.
Hér lágu ægilegir drekar
Stærsti fiskur sem Sigurbrandur
hefur fengið í Laxá var 13 pund, sá
tók á Mjósundi fyrir nokkrum árum.
„Það var ævintýraviðureign. Hátt í
klukkutími. Jónas var sem betur fer
með mér, án hans hefði ég ekki land-
að fiskinum. Mjósund er lygn staður,
mikill dammur, og fiskurinn hafði
mikið pláss til að berjast.
Hérna þarf langt kast yfir á speg-
ilinn þarna,“ segir hann og línan
leggst nákvæmlega þar sem hann
ætlast til. „Oftast nær þarf samt ekki
að kasta langt hér. Stundum hefur
maður séð menn þenja sig við að
kasta langt yfir góða tökustaði.“
– Hvenær eru bestu tökuaðstæð-
urnar hér?
„Þær eru að mínu mati ekki til. Það
er alltaf gaman að veiða hérna. Þó
getur verið svolítið leiðinlegt að eiga
við slýið þegar það kemur upp, sem
er oftast í enda júlí.“
Sigurbrandur kastar á fleiri staði
niður með veiðisvæðinu, þar til
skammt ofan brúarinnar, þar sem
hann bendir mér á hvar gamla brúin
stóð. Þarna stendur Sandvík á skilti.
„Hérna við stólpana á gömlu
brúnni lágu alveg ægilegir drekar. Ef
maður setti í þá fóru þeir alltaf niður
strenginn og slitu. Ég setti í nokkra.
Ég náði að halda í við einn en að lok-
um lak úr honum. Það var risafiskur
– sá stærsti sem ég hef glímt við í
ánni.“
Sigurbrandur veður út á svartan
sandinn í víkinni, kastar langt og
Black Ghost flugan hverfur í streng-
inn. Örskömmu síðar lyftir veiðimað-
urinn stönginni og tekur fast á fiski
sem hamast snælduvitlaus í hylnum.
Eftir nokkrar mínútur er Sigur-
brandur búinn að lempa þriggja
punda pattaralegan fisk að háfnum;
þar í fer hann þó ekki fyrr en hann
hefur tekið eina roku til, í gegnum
klof veiðimannsins. Þessi fiskur end-
ar líf sitt uppi á grösugum bakkan-
um.
Sigurbrandur tekur um bakið þeg-
ar hann bröltir upp úr ánni, hann
segist oft eiga við slæman bakverk að
stríða í kalsömum veiðiferðum.
„Vinur minn, sem er læknir og
veiðir hér með mér, skrifaði upp á
verkjalyf fyrir mig og fólkið í apótek-
inu verður alltaf jafnskrýtið á svip-
inn, þegar það sér notkunarleiðbein-
ingarnar frá honum. Á lyfseðlinum
stendur nefnilega „Við veiðiverkj-
um!““
STANGVEIÐI | VEITT MEÐ SIGURBRANDI DAGBJARTSSYNI Í LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT
Alltaf gaman að veiða hérna
Morgunblaðið/Einar Falur
Allt í keng. Sigurbrandur lempar vænan urriða inn í lygna vatnið.
Sigurbrandur Dagbjartsson hefur í tuttugu ár komið til veiða
í Laxá í Mývatnssveit. Hann er tölvunarfræðingur að mennt
og rekur eigið fyrirtæki, SR lausnir. Hlæjandi segir hann að
með því að vera sjálfstæður atvinnurekandi eigi hann auð-
veldara með að komast í veiði. „Svo er ég alltaf með ferða-
tölvuna með mér og tek syrpu í vinnunni þegar ég kemst í
netsamband.“
Í fyrra gaf hann út margmiðlunardisk um Laxá í Mývatns-
sveit, ásamt Jónasi Magnússyni, með ljósmyndum Lárusar
Karls Ingasonar.
„Þegar fólk kemur að þessu víðfeðma svæði í fyrsta skipti sýpur það bara
hveljur. Við vildum auðvelda fólki að skoða ána og lesa sér svolítið til. Við merkt-
um veiðistaðina og settum líka inn vaðleiðir. Þessar upplýsingar hjálpa ókunnug-
um og svo geta kunnugir líka velt þessu fyrir sér, fram og til baka.“
Vildum auðvelda fólki að skoða ána
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Allt um
íþórttir
helgarinnar
á morgun