Morgunblaðið - 23.07.2006, Side 27

Morgunblaðið - 23.07.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 27 ið er að gæta öryggis borgaranna hafi sambæri- legar lögheimildir og starfsbræður þeirra er- lendis til að sinna störfum sínum. Með ákvæðinu um greiningardeild við embætti rík- islögreglustjóra er verið að leggja lögreglu- yfirvöldum til tæki sem síðan verður beitt í samræmi við heimildir í lögum um meðferð sakamála.“ Í greinargerðinni sagði sömuleiðis: „Um rannsóknaraðferðir og starfsheimildir greining- ardeilda fer samkvæmt lögum um meðferð sakamála.“ Það var m.ö.o. skýrt að ekki væri verið að veita lögreglunni nýjar heimildir, t.d. varðandi rannsóknaraðferðir, en almennt hafa verið notaðar í starfi hennar hingað til. Hins vegar tók dómsmálaráðherra fram að slíkt gæti komið til umfjöllunar á Alþingi síðar. Engu að síður varð þessi grein í frumvarpinu tilefni mikils uppnáms í þingsalnum. Þar fóru fremstir í flokki Össur Skarphéðinsson, Ög- mundur Jónasson og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem þráspurðu hvort verið væri að setja á stofn „leyniþjónustu“ á Íslandi og „njósnastarfsemi“. Af ræðum þingmanna, sem voru í þessum ham, mætti helzt ætla að þeir hefðu horft á of margar bíómyndir um leyniþjónustumanninn James Bond. Ögmundur Jónasson sagði til dæmis er hann ræddi hlutverk greiningardeildar ríkislög- reglustjórans: „En það hefur verið bætt í um hlutverk hennar frá fyrri lögum, nefnilega að annast það sem kallað er áhættumat, mat á áhættu á hryðjuverkum. Hvernig er unnið að því að gera slíkt mat? Maður þarf væntanlega að reyna að grafast fyrir um hvað hugsanlega vakir fyrir aðilum sem líklegir eru til slíkra verka. Og hvað þarf til að afla slíkra upplýsinga, því ekki bera þeir slík áform á torg? Það þarf væntanlega að njósna um þá. Þarf að fylgjast með því sem þeir gera. Hér er komið að þessari tengingu við leyniþjónustu og þegar við heyrum það síðan að heimildir embættisins til vinnu- bragða og verka munu ráðast af því hvað leyni- þjónustur í Evrópu komi til með að gera, þær vinnureglur sem þær komi til með að setja sjálf- um sér, þá erum við komin ansi nærri leyni- þjónustuhugsuninni.“ Hvernig halda þeir, sem svona tala, að lög- reglumenn vinni vinnuna sína nú þegar? Hvern- ig halda þeir að lögreglan grípi umsvifamikla fíkniefnasmyglara? Gæti það verið með því að frá erlendu lögregluembætti berist t.d. ábend- ing um að á leið hingað til lands sé maður, sem vitað sé að hafi tengsl við fíkniefnaheiminn og skipulagða glæpastarfsemi? Og að þá taki ís- lenzka lögreglan til við að fylgjast með viðkom- andi? Hann er væntanlega ekki spurður, þegar hann kemur til landsins, hvort hann ætli að smygla fíkniefnum. Það er fylgzt með honum, t.d. fenginn dómsúrskurður til að fá að hlera síma hans eða manna, sem eru í tengslum við hann. Ætti lögreglan að láta þetta ógert? Ætti hún ekki heldur að fylgjast með fólki, sem hugs- anlega er grunað um tengsl við hryðjuverka- starfsemi? Eða að stunda mansal og kynlífs- þrælkun? Það er merkilegt að stjórnmálamenn, sem í öðru orðinu segjast vilja berjast með oddi og egg gegn fíkniefnavanda og mansali, séu í hinu orðinu fullir efasemda um að gera beri lög- regluna í stakk búna til að berjast gegn slíkri starfsemi með aðferðum sem duga og reiðubún- ir hvenær sem er til að gera slíkt tortryggilegt. Skemmd- arverkin sem urðu þjóð- þrifaverk Í umræðunum um greiningardeild lög- reglu var skrýtinn undirkafli, sem fjallaði um skemmd- arverk. Össur Skarp- héðinsson spurði t.d. hvort lögfesta ætti „heimildir sem eiga að gefa ríkislögreglustjóra færi á því með lögum að fylgja eftir umhverfisverndarsinnum sem hing- að koma til lands og hafa uppi mótmæli að ógna þeim með því að elta þá við hvert fótmál eins og í sumar?“ Er Össur þeirrar skoðunar að hópur manna, sem kom hingað beinlínis í þeim yf- irlýsta tilgangi að valda eignaspjöllum og að trufla löglega starfsemi fyrirtækja, hefði átt að vera eftirlitslaus og lögreglan að standa að- gerðalaus hjá? Ber henni ekki einmitt að vernda eignir borgaranna? Ögmundur Jónasson rifjaði upp í sömu um- ræðum að á fundi Heimsviðskiptastofnunarinn- ar, WTO, hefðu verið mikil mótmæli, „rúður brotnar í ráðstefnuhöllum o.s.frv. Í augum ráð- stefnuhaldara var þar eflaust verið að fremja skemmdarverk en í mínum augum og augum hundruða og þúsunda manna og milljóna tuga var verið að koma á framfæri öflugum mótmæl- um gegn stefnu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem hefur því miður gengið þvert á almannahag og sérstaklega hagsmuni fátækra þjóða heims- ins. Skemmdarverk í augum eins getur verið þjóðþrifaverk í augum annars.“ Ætli Ögmundi Jónassyni fyndist sniðugt, ef hingað til lands kæmi hópur útlendinga, sem grýtti ráðstefnusalinn á landsfundi VG eða for- mannafundi BSRB til að láta í ljós „öflug mót- mæli“ gegn meintri skaðlegri stefnu þessara samtaka? Ætli hann myndi sleppa því að hringja í lögregluna og biðja um vernd? Og ætli nokkrum, jafnvel þeim, sem ekki væru sammála VG eða BSRB, þætti það þjóðþrifaverk að grýta fundarstaðinn? Eftirlit með lögreglunni Burtséð frá svona furðulegum málflutn- ingi komu hins vegar fram fullkomlega gildar og réttmætar röksemdir hjá „leyniþjón- ustuandstæðingunum“ í hópi þingmanna á ein- um punkti í þessum þingumræðum í febrúar. Þeir voru sammála um að ef færa ætti lögregl- unni í hendur meiri heimildir en hún hefur nú til sérstakra rannsóknaraðferða, yrði beiting slíkra aðgerða að vera háð auknu eftirliti Al- þingis og gæta þyrfti sérstaklega að vernd per- sónuupplýsinga og mannréttinda. Til þessa hef- ur enn ekki komið, en að því kann að draga. Um þetta atriði er fjallað í skýrslu tveggja sérfræðinga Evrópusambandsins á sviði hryðju- verkavarna, sem gerð var opinber í síðasta mánuði. Þar var lagt til að stofnsett yrði við embætti ríkislögreglustjóra sérstök þjóðarör- yggisdeild, sem hefði víðtækari heimildir en sú greiningardeild, sem Alþingi hefur nú ákveðið að verði við embættið. Röksemdir sérfræðing- anna fyrir þessari ráðstöfun eru m.a. þær, að slík deild, sem samræmi allar hryðjuverkavarn- ir (en margar stofnanir sjá um þær í dag), sé nauðsynleg til að Ísland geti tekið þátt í því evr- ópska samstarfi, sem komið hefur verið á. Þeir benda ennfremur á að „slík miðlæg stofnun er fyrir hendi í öllum aðildarríkjum Evrópusam- bandsins, annaðhvort sem deild undir yfirstjórn og innan stofnunar áþekkrar og embætti rík- islögreglustjóra, eða sem sérstök og sjálfstæð stofnun, sem þá er oftast undir beinni stjórn viðeigandi ráðuneytis.“ Í skýrslunni segir líka: „Enn fremur eru eng- ar reglur nú til um beitingu sérstakra rann- sóknarúrræða, einkum forvirkra, sem örygg- isþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu eða réttar kem- ur, og eru því forvirkar aðgerðir óheimilar að lögum.“ Sérfræðingarnir segja ennfremur: „Í því skyni er mælst til þess að sameiginlega ... verði samin drög að löggjöf er skilgreini forvirk verkefni og störf slíkrar miðlægrar deildar, heimildir hennar og takmörk, og hvernig eft- irliti verði háttað með henni, bæði í daglegum störfum hennar og af hálfu Alþingis.“ Þeir tiltaka síðan dæmi um það hvernig slíkt eftirlit fari fram. Í Þýzkalandi er innanríkisráð- herra t.d. falið að ákveða að aðgerðum sé beitt á borð við þær að nota leynierindreka, heimila að skjöl eða númeraplötur séu falin, afla upplýs- inga leynilega o.s.frv. Ráðherranum ber að skýra sérstakri nefnd frá notkun slíkra aðgerða mánaðarlega. Í nágrannalöndum okkar, Írlandi, Danmörku og Svíþjóð, ákveður nefnd hátt settra dómara beitingu slíkra aðferða á lok- uðum fundi með lögmanni, sem ver stöðu hins grunaða eða þess sem aðgerðin beinist að, og eru allir þagnarskyldir. Þá er í flestum aðild- arríkjum ESB sérstakri þingnefnd, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna eru þagnarskyld- ir, falið að hafa eftirlit með öryggisþjónustunni og starfsaðferðum hennar. Dómsmálaráðherra skipaði starfshóp til að vinna úr tillögum í matsskýrslunni og að ákvæð- um nýju lögreglulaganna, sem fjalla um grein- ingu og áhættumat. Með öðrum orðum er nú komin út skýrsla og búið að skipa starfshóp til að fjalla um nákvæm- lega það, sem þingmenn stjórnarandstöðunnar báðu um í umræðunum um lögreglulagafrum- varpið, þ.e. eftirlit og aðhald með sérstökum rannsóknaraðferðum lögreglunnar. Það virðist þó ekki hafa dugað til. Í pistli á vef sínum daginn eftir að skýrslan birtist, talar Össur Skarphéðinsson enn um „leyniþjónustu“ og er engan veginn viss um að ráðast eigi í aðgerðir af þessu tagi. Hann spáir „margs konar torfærum“ á leið málsins sem verður varla skilið öðruvísi en þannig, að hann hyggist halda áfram að tala á móti því. Annað dæmi um málflutning samfylkingar- manna í þessu máli er grein flokksbróður Öss- urar, Eiríks Bergmann Einarssonar stjórnmála- fræðings, sem birtist í Blaðinu 3. júlí. Hún byrjar svona: „Nú veit ég ekki hvort dóms- málaráðherra telur brýnna að hlera farsímann hjá Steingrími J. Sigfússyni eða ritstjórnar- skrifstofur Múrsins.is. Nema að meining sé að fylgjast í laumi með ferðum baráttukonunnar Amal Tamini eða jafnvel að ráða tvítuga tölvu- nerði til að vakta tölvupóstssendingar Sveins Rúnars Haukssonar og annarra stjórnarmanna í félaginu Ísland – Palestína. Kannski að fyrsta verkefni leyniþjónustu Björns Bjarnasonar verði að þefa ofan í pípu Stefáns Pálssonar og félaga á spurningakeppni Herstöðvarandstæð- inga í Friðarhúsinu. Ég veit það ekki, enda átta ég mig ekki alveg á hvað þessi þjóðarörygg- isdeild, sem dómsmálaráðherra boðar nú sam- kvæmt skýrslu tveggja evrópskra sérfræðinga, á eiginlega að gera.“ Eiríkur vissi það kannski ef hann hefði lesið skýrslu sérfræðinganna og greinargerðina með nýju lögreglulögunum. En getur verið að sumir íslenzkir vinstrimenn séu svona æstir yfir tali um þjóðaröryggi af því að þeir séu haldnir ein- hverri rómantískri duld um að fylgzt verði með þeim sem hættulegum stjórnarandstæðingum? Greiningardeild lögreglunnar mun áreiðanlega hafa brýnni verkefnum að sinna. Hver er skýringin á því, að svona margir vinstrisinnaðir stjórnmálamenn eru svona and- snúnir því að Ísland komi sér upp svipuðu kerfi til að tryggja öryggi lands og þjóðar og öll önn- ur vestræn ríki hafa gert, mörg hver undir for- ystu skoðanasystkina þeirra í evrópskum jafn- aðarmannaflokkum? Hvernig stendur á því að gamlir „herstöðvaandstæðingar“, sem á árum áður vildu standa dyggan vörð um varnarleysi Íslands, eru nú orðnir „herandstæðingar“ og „leyniþjónustuandstæðingar“, jafnvel þótt hvorki standi til að stofna leyniþjónustu né her? „Umræðurnar um eflingu sérsveit- arinnar eru eitt dæmi um það, hvernig mörgum stjórnmálamönnum á vinstri kantinum finnst alveg sjálf- sagt að Ísland sé jafnvarnarlaust gegn utanaðkom- andi hættum og þeir hafa alltaf viljað hafa það. Annað dæmi og nýlegra er umræðurnar um störf greining- ardeildar eða þjóð- aröryggisdeildar ríkislögreglustjóra.“ Laugardagur 22. júlí Morgunblaðið/Júlíus Sérsveit Ríkislögreglustjórans á æfingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.