Morgunblaðið - 23.07.2006, Page 29

Morgunblaðið - 23.07.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 29 UMRÆÐAN STJÓRNARÞINGMENN vakna nú af værum blundi hver af öðrum og skrifa um starfsnám og brottfall. Nýjustu dæmin eru skrif Dag- nýjar Jónsdóttur, varaformanns menntamálanefndar Alþingis, og svo 18. júlí sl. skrif Ástu Möller um brottfall nemenda. Skrif þessara þing- kvenna bera eftirfar- andi með sér:  Mikið og gott verk hefur verið unnið í eflingu starfsnáms á kjörtímabilinu.  Efling náms- og starfs- ráðgjafar er veruleg.  Ástæða mikils brottfalls á Ís- landi er of löng skólaganga.  Það er ekki hægt að bera sam- an atvinnuástand á Íslandi og umheiminum.  Brottfall er vitlaust skilgreint af fagmönnum.  Brottfall er mun minna á Ís- landi heldur en fagmenn halda fram og brottfallstölur jafnvel minni á Íslandi en umhverfis okkur. Kjósendum til fróðleiks Áður en kjósendur fá sitt gullna tækifæri til að hylla eða refsa við- komandi þingmönnum er rétt að upplýsa almenning um störf þess- ara þingmanna og afkastagetu. Það má ekki koma fram fyrir kjós- endur korteri fyrir kosningar og láta þannig að almenningur fylgist ekki með þingmálum. Á þessu kjörtímabili hefur haugur af þingályktunartillögum safnast fyrir á þingborðum, að- allega frá þingmönnum Samfylk- ingarinnar og nefni ég Björgvin G. Sigurðsson fremstan meðal jafn- ingja. Þessar þingkonur hafa aldeilis haft áhrif og völd til þess að hreyfa málum en lítið hefur enn gerst. Er þá brottfall? Það eru stór orð að segja að lít- ið hafi gerst. Ég get því til stuðn- ings vitnað í ræður mennta- málaráðherra þar sem hún lýsir því yfir (2004) að náms- og starfs- ráðgjöf verði efld í grunnskólum með nýjum lögum. Við það tæki- færi sagði Pétur H.Blöndal að frekar ætti að kalla námsráðgjöf, fjárfestingarráðgjöf. Þegar menn vilja svo fela vand- ann þá fara menn alltaf út í skil- greiningar. Það gerir Ásta Möller rækilega í grein sinni í Mbl. 18. júlí sl. Til samanburðar eru Danir að gera ráðstafanir vegna brottfalls úr starfs- námi og telja vand- ann mikinn. Ég skal vitna í eina setningu úr skýrslunni Frafald i erhvervsudd- annelserne (2005): – Vandinn er mikill (brottfallið) og verður að leita til Íslands til að sjá sam- bærilegar tölur. Efling náms- og starfs- ráðgjafar – núna Allar ályktanir fagaðila og at- vinnulífsins kalla á eflingu náms- og starfsráðgjafar á öllum skóla- stigum. Því fyrr sem kynning á at- vinnulífi og störfum er gerð því betra. Hvað sagði núverandi umhverf- isráðherra Jónína H. Bjartmarz við eina umræðuna: – En burt séð frá því, frú for- seti, hvert brottfallið er þá er ljóst að það er ekki mörgum íslenskum rannsóknum til að dreifa á þessu sviði og ein meginheimildin um brottfallið og ástæður þess er skýrsla Kristjönu Stellu Blöndal og Jóns Torfa Jónassonar frá því í nóvember 2002 um afstöðu til skóla og félagslega og sál- fræðilega þætti en í niðurlagi þeirrar skýrslu er fjallað um for- spár um brottfall og þar segir m.a., og það kom ekki á óvart, að fyrri námsárangur spái fyrir um það, en samkvæmt niðurstöðum virðist jafnmiklu máli skipta að nemendum finnist þeir fá stuðning frá foreldrum sínum í námi og að þeir upplifi samræmi á milli eigin námsvals og áherslna foreldra sinna. Eigum við nokkuð að halda áfram að þrasa um tölfræði og skilgreiningar? Ég efast ekki um það að allar þessar ágætu þing- konur eiga sér draum og mein- ingar. En þær fá ekki vængi í þeim flokkum sem þær teljast til. Er ekki allt í góðum gír? Gísli Baldvinsson fjallar um starfsnám og brottfall ’Allar ályktanir fagaðilaog atvinnulífsins kalla á eflingu náms- og starfs- ráðgjafar á öllum skóla- stigum. Því fyrr sem kynning á atvinnulífi og störfum er gerð því betra.‘ Gísli Baldvinsson Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. OPIÐ HÚS SÓLEYJARIMI 17 OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAGINN 23. JÚLÍ MILLI KL. 14-16. Um er að ræða 112 m2, 4ra herb. íbúð á jarðhæð, endaíbúð nær götu, í nýlegu húsi sem byggt er 2005. Sérinngangur og stæði í bílageymslu. Verð kr: 28.000.000.- Áhugasamir kaupendur velkomnir. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM, s. 550 3000, einnig á fmeignir.is DRAUMAHÚS LEIGUMIÐLUN KYNNA: CA. 250.000 Á MÁNUÐI. Glæsilegt og vandað 227,5 fm, 6 herb. einbýlis- hús á einni hæð. Húsið stendur á kyrrlátum stað innst í botnlangagötu. Stór og fallegur garður! Húsið sjálft er 181,6 fm en bílskúr 45,9 fm. Frekari upplýsingar á skrifstofu Draumahúsa. Tjarnarflöt - Garðabæ Til leig u FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali FAGRAKINN GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Fallegt og vel skipul. einbýlishús á þremur hæðum á góðum stað við Fögrukinn í Hafnarf. Húsið er alls 153 fm, þar af 21,2 fm bílskúr. Öll gólfefni og innréttingar eru vönduð og falleg. Fjögur svefnherb. og þrjár stofur. Tvö baðherb. eru í húsinu. Mjög fallegur garður og viðarverönd. Stórar um 35 fm svalir. Eign sem er vönduð og falleg í alla staði. Verð 47 milljónir.Kristinn Valur Wiium sölumaður s. 896 6913 og Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 ÍBÚÐARHÓTEL - GLÆSIÍBÚÐIR Íbúðirnar, sem eru alls fimm, eru staðsettar í góðu steinhúsi í miðborginni. Heildarstærð er 565,8 fm. Möguleiki á kaupum á tveimur íbúðum í húsinu til viðbótar. Vaxandi rekstur. Miklir möguleikar. Upplýsingar veita Dan V.s. Wiium í síma 896 4013 og Kristinn Wiium í síma 896 6913. Glæsileg 5 herb. efri sérhæð í 3-býlishúsi í Hlíðunum. Íbúðin skiptist m.a í stofu, borðst. og þrjú herb. Íbúðin hefur öll verið standsett á smekklegan hátt, m.a eldhús og baðherbergi. Suðursvalir. Sérinngangur. Verð 31,9 m. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Drápuhlíð - 5 herbergja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.