Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 35
MINNINGAR
✝ Ágústa MaríaÁgústsdóttir
fæddist á Brekku í
Ytri-Njarðvík 9.
september 1932.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 8. júní síð-
astliðinn. Hún ólst
upp á Brekku hjá
móðurforeldrum
sínum Guðrúnu
Magnúsdóttur og
Georg Pétri Péturs-
syni en foreldrar
Ágústu Maríu voru
Guðríður Elínborg Georgsdóttir
og Ágúst Austmann Bjarnason.
Ágústa María kynntist 1950
manni sínum Guðmundi Sverri
Runólfssyni, f. 8. mars 1931, d.
17. janúar 2001. Ágústa María og
Guðmundur Sverrir
eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1)
Einar, f. 20. októ-
ber 1951, kvæntur
Hörpu Guðmunds-
dóttur, 2) Gunnar
Elís, f. 17. janúar
1957, kvæntur
Mundínu Freydísi
Marinósdóttur, 3)
Guðrún, f. 22. apríl
1958, maður henn-
ar er Guðjón Svav-
ar Jensen, og 4)
Hrafnhildur, f. 28.
ágúst 1961, gift Helga Guðmundi
Jósepssyni. Barnabörn Ágústu
Maríu og Guðmundar Sverris eru
13.
Ágústa María var jarðsungin í
kyrrþey.
Trúlega er ein af fyrstu minningum
mínum um ömmu, þar sem ég sit við
eða nálægt eldhúsborðið sem allt var
fullt af fólki. Ég man nefnilega ekki
eftir öðru frá unga aldri en að Klapp-
arstígur 8 væri eins og félagsheimili,
þar sem alltaf var fullt af fólki frá
morgni og fram eftir hádegi. Og það
sem ég man líka eftir var kaffikannan.
Amma var sífellt að hella upp á meira
og meira kaffi og ekki varð komist hjá
því að heyra hljóðið sem kemur alltaf
þegar síðustu vatnsdroparnir sogast
upp í trektina.
Amma fæddist á Brekku í Ytri-
Njarðvík 9. september 1932 og ólst þar
upp hjá ömmu sinni og afa. Eitt sem
kom fyrir hana mjög unga var að falla
fram af húsþaki og missa meðvitund í
heilan dag og margir töldu hana liðna
þegar hún loksins vaknaði. Henni var
ætlaður meiri tilgangur en þetta.
Amma gekk fyrst í skóla í Keflavík og
til er saga þar sem drengur á hennar
aldri lagði hana í einelti eins og það
kallast í dag. Amma var þó fljót að
leysa úr málunum þar sem hún reif af
honum öll fötin og jöfnuðust öll þeirra
mál eftir það. Þannig varð amma mjög
ung ákveðin og lét aldrei neinn valta
yfir sig.
Árið 1950 var amma að vinna í
Hafnarfirði 18 ára gömul og kynntist
afa þar. Sama ár flytur hún aftur í
Njarðvíkurnar með Reykvíkingnum
honum afa mínum. Þar eignast þau
fjögur börn, það fyrsta fæddist árið
1951 og það síðasta árið 1961. Alla tíð
voru þau iðulega á ferðalögum út um
allt land og alveg fram á síðasta dag
hafði amma mikinn áhuga á hverskyns
ferðum jafnt innanlands og utan.
Þegar ég kom í þennan heim árið
1976 var amma á Spáni og fræg er sú
saga þegar senda átti símskeyti þang-
að með viðkomu í Skotlandi og þar
sem skeytið þurfti að vera á ensku
breytist kynið úr dreng í stúlku þar
sem ,,lad“ varð að ,,lady“ og gjafirnar,
sem miðuðust allar við stúlkubarn,
þurftu að bíða þangað til fyrsta stúlkan
fæddist. Lík var sú stund þegar amma
kvaddi þennan heim, þar sem ég var
þá staddur í Mexikó, öðru spænsku-
mælandi landi. Komið var að kveðju-
stundinni.
Eins og ég man eftir ömmu var hún
léttlynd en þó ákveðin. Amma var
ótrúlega þolinmóð við barnabörn sín,
tók á ólátum með mýkt og ákveðni og
gat alltaf tekið þátt í leikjum og leyft
okkur að hertaka stofuna sína og snúa
henni á hvolf, bara með því skilyrði að
hlutir yrðu settir heilir á sinn stað aft-
ur.
Hvert sem ég fer og hvað sem ég
mun taka mér fyrir hendur mun minn-
ingin um ömmu mína fylgja mér. Á
Klapparstíg 8, Ytri-Njarðvík svífur
minningin ein og nú hefur verið hellt
upp á kaffi í síðasta sinn, en hljóðinu úr
kaffikönnunni þegar síðustu droparnir
fóru upp í trektina gleymi ég aldrei.
Aldrei langt undan er amma mín.
Guðmundur Skarphéðinsson.
Elsku amma, ekki datt okkur í hug
að þú færir svona fljótt, ekki nema 73
ára gömul.
Þegar síminn hringdi í hádeginu 8.
maí og okkur var tilkynnt að elsku
amma okkar væri dáin. Þú sem varst
alltaf svo hraust og aldrei veik, síðan
allt í einu veikistu og það tók ekki lang-
an tíma þangað þú kvaddir þennan
heim. Við munum eftir því þegar þú
komst heim af spítalanum, þá komstu
hingað austur á Selfoss í heimsókn til
okkar og dvaldir í tvær vikur. Og þeg-
ar þú tókst nokkur létt dansspor með
honum Jósep afa datt engum í hug að
þú ættir svo stutt eftir. Eða þegar þið
pabbi voruð að gantast með ,,tryllitæk-
ið“ og þú hafðir mikið gaman af.
Elsku Gústa amma, þú munt ætíð
verða í hjarta okkar.
Fjóla María, Kristín Ósk
og Jósep.
Okkur datt aldrei í hug að þú færir
svona fljótt. Þegar við heimsóttum þig
eftir að búið var að greina þig með
krabbamein varstu svo ákveðin að
verða hraust aftur að við héldum að
ekkert annað myndi koma til greina.
Amma hafði alltaf verið til og við héld-
um að hún myndi alltaf vera til. Hún
var 44 ára þegar sá elsti af okkur
fæddist en var að verða 59 ára þegar
sá yngsti fæddist.
Við munum eftir ömmu sem ákveð-
inni en léttlyndri konu, alltaf til staðar
og alltaf þolinmóð og var alltaf tilbúin
að taka þátt í alls kyns leikjum. Tefldi
mikið við þann elsta af okkur, þóttist
vera hrædd við öll leikfangaskordýr
sem sá yngsti af okkur átti. Nú er
amma farin.
Við minnumst þín með hlýju og ást
og sú minning mun fylgja okkur alla
okkar ævi.
Guðmundur Ágúst, Einar,
Guðbjörn, Valdimar og Ástþór.
Til minningar um ástkæra systur og
vinkonu.
Þín mildhlý minning lifir,
svo margt að þakka ber.
Þá bjart og blítt var yfir,
er brosið kom frá þér.
Þú sólargeisla sendir
og samúð, vinarþel.
Með hlýrri vinar hendi
mér hjálpaðir svo vel.
Hve veglegt starf að vinna
að veita þjáðum lið
og sjálfur sárt til finna,
er sjúkan vantar frið.
Að eiga innst í hjarta
til aumra kærleiksbál.
Sú ástarbirtan bjarta
æ blessar hönd og mál.
Með hjartans þökkum hlýjum
nú hrærð við kveðjum þig.
Á lífsins leiðum nýjum
sért leidd á gæfustig
af Meistaranum mesta,
sem mannkyn leysti hrjáð.
Þín brúðargjöfin bezta
sé blessun Guðs og náð.
(Guðríður S. Þóroddsdóttir).
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til barna og fjölskyldna þeirra.
Jóna Björg Georgsdóttir og
Jóhann Ólafsson.
Í minningunni finnst mér hún Gústa
frænka mín alltaf hafa verið brosandi
og hlæjandi. Nokkrar af fyrstu
bernskuminningunum eru tengdar
henni Gústu þegar þær systur sátu í
eldhúsinu heima hjá mömmu, hjá Ellu
á Hæðarenda eða á Klapparstígnum
hjá Gústu og Sverri. Þar drukku þær
kaffi, spáðu í bolla, röbbuðu um daginn
og veginn og skiptust á skoðunum.
Stundum voru fleiri í hópnum, en
sjaldan færri, því þær voru samrýnd-
ar.
Móðir mín og Gústa voru í raun
frænkur, mamma var móðursystir
Gústu og Ella systir mömmu, móðir
Gústu. En Guðrún amma mín á
Brekku tók Gústu að sér og ólust þær
upp sem systur upp frá því en móður
sína kallaði Gústa alltaf bara Ellu. Nú
eru þær báðar fallnar frá, Ella og
Gústa, og orðið fámennt í spákaffinu í
eldhúsinu hjá mömmu.
Það var hálfgert ævintýri fyrir ung-
an dreng að koma heim til Gústu og
Sverris og barna þeirra á Klappar-
stígnum í þá daga. Þar voru páfagauk-
ar í stóru búri, þar bjuggu skjaldbökur
í búrum og hundurinn Bangsi sem af
öllum hundum bæjarins bar af varð-
andi stærð og myndugleik. Frændur
mínir Einar og Gunnar, synirnir á
bænum, voru töffarar sem áttu mót-
orhjól og Mustang, kafarabúning og
flugu flugvélum. Já, það var ekki ónýtt
að eiga slíka frændur og frænkur mín-
ar, Guðrún og Hrafnhildur, dætur
þeirra, pössuðu mig og systur mínar
endrum og sinnum og var það ætíð til-
hlökkunarefni ef það stóð til.
Nú er hún fallin frá þessi sómakona,
fallin fyrir manninum með ljáinn sem
eirir engum sem hann hefur ákveðið
að fella. Það gerðist skyndilega og allt-
of fljótt. Börnum hennar og fjölskyld-
um þeirra sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Við minnumst henn-
ar með söknuði og hlýhug.
Blessuð sé minning Gústu frænku.
Kristján Jóhannsson
og fjölskylda.
ÁGÚSTA MARÍA
ÁGÚSTSDÓTTIR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNNUR Þ. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Miklubraut 42,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 14. júlí, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 13.00.
Sigríður Viborg,
Málfríður Viborg,
Kristján Viborg, Margrét Unnarsdóttir,
Gísli Jens Viborg,
barnabörn og aðstandendur.
Okkar ástkæri
RAGNAR MARNÓ BJARNASON
rafvirkjameistari,
Háagerði 31,
sem lést fimmtudaginn 13. júlí, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. júlí
kl. 13.00.
Diana Ragnarsdóttir, Þorsteinn Kárason,
Sigurbjörg Laufey Þorsteinsdóttir,
Ragna Huldrún Þorsteinsdóttir, Jeffrey Sokolov.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SÆMUNDUR BJÖRNSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 24. júlí kl. 15.00.
Brynjúlfur Sæmundsson,
Ásta Ásdís Sæmundsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÖRN J. PETERSEN,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudag-
inn 25. júlí kl. 13.00.
Berglind Ólafsdóttir,
Sandra Bragadóttir, Mikael Jörgensen,
Hrafnhildur Arnardóttir,
Arnór Dan Arnarson,
Karen Arnardóttir,
Heiðdís Arnardóttir
og Ágústa Marý.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HERMANÍA KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR,
Skálagerði 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn
24. júlí kl. 13.00.
Andrea Danielsen, Páll Ragnarsson,
Sigurþór Charles Guðmundsson, Málfríður Sjöfn Hilmarsdóttir,
Bjarni Ólafur Guðmundsson, Martina Gudmundsson,
Þórarinn Guðmundsson, Guðbjörg Ívarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BENEDIKT BJÖRNSSON
húsagagnasmíðameistari,
Aratúni 38,
Garðabæ,
sem lést laugardaginn 15. júlí, verður jarðsunginn
frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 15.00.
Ólöf H. Guðnadóttir,
Jóhanna Benediktsdóttir,
Rósa Kristín Benediktsdóttir, Gunnar Jónatansson,
Hrönn Benediktsdóttir, Hörður Bjarnason,
Hildur Benediktsdóttir, Björn Þór Guðmundsson,
Ingvar, Pétur Smári, Guðni Bergur, Sunna Hrund,
Hilmar Benedikt og Brynjar Kári,
Elín Jóna Benediktsdóttir, Gylfi Ragnarsson,
Björn Benediktsson, Þórdís Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Benediktsdóttir.