Morgunblaðið - 23.07.2006, Side 36
36 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Klemenz Erl-ingsson fæddist
í Reykjavík 30. maí
1937. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi föstudaginn 7.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Erlingur Klemens-
son og Valgerður
Stefánsdóttir.
Klemenz giftist
eftirlifandi eigin-
konu sinni, Sigríði
Erlu Haraldsdóttur,
hinn 4. júlí 1959. Foreldrar henn-
ar voru Haraldur Runólfsson og
Guðrún Laufey Ófeigsdóttir. Börn
Klemenzar og Sigríðar Erlu eru:
1) Katrín Stefanía, f. 1959. 2) Elín
Hekla, f. 1960, sambýlismaður
hennar er Anton
Kröyer. 3) Klemenz
Geir, f. 1969, sam-
býliskona hans er
Svanbjörg Ólafs-
dóttir. 4) Erlingur
Reyr, f. 1973, sam-
býliskona hans er
Helma Þorsteins-
dóttir. 5) Guðrún
Hrafnhildur, f.
1975, sambýlismað-
ur hennar er Róbert
Sverrisson.
Klemenz og Sig-
ríður Erla eiga 15
barnabörn og eitt barnabarna-
barn. Útför Klemenzar fór fram
frá kapellu Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands á Selfossi fimmtudag-
inn 13. júlí, í kyrrþey að ósk hins
látna.
Elsku pabbi minn. Óskaplega finnst
mér þetta allt saman ótrúlega óraun-
verulegt og erfitt. Það er einhvern
veginn eins og maður hugsi stundum
að þetta geti bara ekki verið satt. Þú
ert bara í vinnunni að keyra ferða-
menn um landið og kemur aftur eftir
nokkra daga. En sú er því miður ekki
raunin og ég verð að reyna að átta mig
á því.
Þú greindist með þinn sjúkdóm
daginn fyrir þrítugsafmælið mitt. Og
þvílíkt högg! Ég vildi slá veisluna af og
helst liggja uppi í rúmi með breitt upp
fyrir höfuð. En þú hélst nú ekki. Og
auðvitað mættir þú og varst hrókur
alls fagnaðar eins og þín var von og
vísa. Nákvæmlega ári eftir að þú
greindist birtist dánartilkynningin um
þig í blaðinu. Sumir myndu segja að
þetta væri kaldhæðnislegt en ég segi
að þetta sé bara lýsandi fyrir það
hversu nákvæmur þú varst alltaf.
Nú leita ótal minningar á hugann.
Manstu til dæmis eftir laginu okkar?
Ef þú varst að vinna, og ég vissi að ég
yrði sofnuð þegar þú kæmir heim, þá
skrifaði ég þér bréf og skildi eftir á
hillunni í forstofunni. Í bréfinu stóð að
lagið okkar hefði komið í útvarpinu.
Og manstu þegar ég skreið upp í fang-
ið á þér ef mér fannst eitthvað hræði-
legt í sjónvarpinu, eins og t.d. Djákn-
inn á Myrká? Og manstu þegar þú
kenndir mér að setja á rjómatertu og
þegar þú sýndir mér hvernig ætti að
halda á hamri? Og manstu þegar þú
leyfðir mér að keyra Fiat-inn í sveit-
inni löngu áður en ég fékk bílpróf og
þegar þú kenndir mér að bakka með
kerru? Þú hafðir alltaf svo mikla trú á
mér og ég var alltaf svo örugg þegar
þú varst nærri. Ég man að þegar ég
var lítil sagði mamma alltaf að eitthvað
gæti komið fyrir alla, líka þig, en það
fannst mér óhugsandi. Mér fannst að
þú gætir allt og kynnir allt og ekkert
gat komið fyrir þig. Og alltaf var hægt
að leita ráða hjá þér, hvort sem vantaði
leiðbeiningar við bakstur eða bílavið-
gerðir, þú vissir alltaf svarið.
Eitt var það í lífinu sem þú varst
ákveðinn í að gera ekki og það var að
ganga inn kirkjugólf með einhverri af
okkur systrunum í þeim tilgangi að
gefa okkur. Svo þegar að því kom að
ég ætlaði að gifta mig stóðst þú fastur
á þínu, þú ætlaðir ekki að gefa mig frá
þér. En það var ekki þar með sagt að
þú ætlaðir ekki að ganga inn kirkju-
gólfið með mér en það yrði þá bara í
þeim tilgangi einum að passa að ég
dytti ekki á háu hælunum því þú vissir
auðvitað að það er ekki mín sterkasta
hlið. En það varð aldrei úr því að við
gengjum saman inn kirkjugólfið þar
sem þú varst orðinn svo veikur. Þann-
ig að enn og aftur stóðst það sem þú
varst alltaf búinn að segja.
Sennilega gæti ég haldið endalaust
áfram en held að ég láti staðar numið
hér. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú
kenndir mér og allt sem við gerðum
saman í lífinu, pabbi minn. Þú veist að
mér þykir óendanlega vænt um þig og
vona að allar góðar vættir séu með
þér.
Farðu í friði, elsku kallinn minn,
minningin um besta pabba í heimi lifir
í hjarta mér um ókomna tíð.
Þín
Guðrún Hrafnhildur (Stubba).
Elsku afi. Mig langar að kveðja þig
og segja takk fyrir samveruna. Það
var nú ýmislegt sem við brölluðum
saman og mikið rosalega vorum við
alltaf góðir vinir. Alltaf sömu fagnað-
arlætin þegar við hittumst og mátti
ekki á milli sjá hvort okkar fagnaði
ákafar. Ég kom nokkrum sinnum á
sjúkrahúsið í heimsókn til þín þegar
þú varst orðinn lasinn og alltaf knús-
uðumst við jafnmikið. Og nú er nóg að
mamma og pabbi keyri framhjá
sjúkrahúsinu þá byrja ég að kalla á
þig. En ég ætla að vera dugleg að biðja
mömmu og pabba að sýna mér myndir
og tala um þig við mig. Þá veit ég að ég
gleymi þér aldrei.
Þín
Hugrún Tinna.
Elsku afi. Mig langaði að segja bless
við þig og þakka þér fyrir allt sem við
gerðum saman. Þegar ég vissi að þú
værir dáinn þá ákvað ég að skrifa til
þín kveðju. Ég bjó þetta til alveg sjálf:
Þú sem ert á himnum! Þetta er
sorgleg saga því afi minn er farinn upp
til himna. Ég sakna þín og þú veist að
ég elska þig endalaust. Ég hitti þig
þegar ég kem upp til himna. Sittu hjá
Guði, þá finn ég þig og knúsa þig.
Þín
Aldís Elva.
„Sæl frænka mín“ og mjúkur
bangsakoss þar sem skeggið kitlaði og
glettið augnaráð, þrungið umhyggju
og kærleik. Og glettnin jókst og
stríðnin tók við, jafnvel án þess að
svipurinn breyttist. Klemmi var fjöl-
skylduþráður sem snart alla stórfjöl-
skylduna, hélt henni saman, með alla
ættfræðina á hreinu og það var unun
að heyra hann segja frá gamla ætt-
aróðalinu í Grímsnesinu og af prakk-
arastrikum systkinanna á Fossi. Hann
þekkti alla og þá sem hann þekkti
minna kynntist hann, enda kunni hann
fullt af sögum, og ekki fannst honum
verra að það væru skemmtisögur.
Hann átti svo gott með að umgangast
fólk og ekki síst fötluðu vini sína sem
hann keyrði svo oft, enda héldu þeir
mikið upp á hann. Það hefur alltaf ver-
ið gott að koma á Birkivellina til
Klemma og Erlu, frá því að ég kynnt-
ist þeim fyrir 26 árum, og þau buðu
mig hjartanlega velkomna inn á sitt
heimili. Þar var undantekningarlaust
hlegið og gantast og oft svo mikið að
tárin runnu niður kinnar af hlátri. Ég
minnist þeirra stunda með gleði og
þakklæti og varðveiti í hjarta mér. Ég
á eftir að sakna þeirra stunda með
frænda og sem betur fer heldur þessi
kankvísi áfram í gegnum börnin hans
og Erlu.
Elsku Erla mín, Kata, Hekla,
Klemmi Geir, Krummi og Guðrún, ég
votta ykkur og fjölskyldum ykkar
mína dýpstu samúð. Öll stórfjölskyld-
an hefur misst „Klettinn“ sinn.
Berglind frænka og börn.
Það var alltaf svo gott að vera ná-
lægt honum Klemma, hann var alltaf í
góðu skapi, átti alltaf til falleg orð
handa manni og var óspar á þau.
Hjálpsamari mann var ekki hægt að
finna, hann vildi allt fyrir alla gera.
Það var svo gaman að hitta þig um
daginn og ég er svo þakklát fyrir þá
samverustund sem við áttum og við
gátum rifjað upp ferðina okkar saman
sem við fórum 1989, þú sem rútubíl-
stjóri og ég á eldhúsbílnum í 12 daga
tjaldferð. Ég man hvað ég var ánægð
þegar ég sá græna rútu koma til okkar
og þú varst bílstjórinn. Þú bjargaðir
þeirri ferð með því að stríða mér
stanslaust þegar ég var eitthvað að
kvarta. Þú varst ekkert að búa til
vandamálin heldur frekar að hlæja að
þeim. Þrátt fyrir að það séu 17 ár síðan
við fórum í þessa ferð saman þá mund-
ir þú allt frá ferðinni og mundir hvað
það var sem þú gast strítt mér á. Þú
hefur reynst mér og börnum mínum
sem afi og vonandi næ ég að kenna
þeim eitthvað af lífsviðhorfi þínu, já-
kvæðnina og hjálpsemina sem ég mun
alla tíð minnast.
Elsku Sigríður Erla, Hekla, Kata,
Klemmi, Krummi, Guðrún Hrafnhild-
ur og fjölskyldur. Guð veri með ykkur.
Berglind Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
Fallinn er í valinn nágranni okkar,
Klemenz Erlingsson. Við höfum búið
hér sitt hvorum megin við götuna í
röska fjóra áratugi. Þetta hefur verið
einstaklega ljúft og gott nágrenni,
krakkarnir á bæjunum léku sér saman
og allt lék þá í lyndi. Nú eru börnin
uppkomin og flogin úr hreiðrunum, en
vinátta sem vel er til stofnað heldur
þótt bústaðir verði fjarlægir.
Það var alltaf gott að hitta hann
Klemma, spaugsyrði voru títt á vörum
svo maður komst í gott skap við að
hitta hann og ekki vantaði gestrisnina,
þar var gott að koma til að spjalla. Það
er um eitt ár síðan Klemmi sagði okk-
ur að læknarnir hefðu gefið sér þrjá til
sex mánuði lífs, en hann gerði betur og
náði næstum árinu. Hann notaði tím-
ann vel að okkur sýndist, smíðaði, las
og spjallaði, skoðaði gamlar myndir til
að eiga í huga sér þær minningar sem
þeim fylgdu. Hann tók þessu af æðru-
leysi eins og lífsreyndir menn gera,
þetta er jú leiðin okkar allra, þótt sum-
ir fari fyrr en æskilegt er.
Fjölskyldan á Birkivöllum 24 þakk-
ar Klemenzi fyrir góða viðkynningu og
vottar aðstandendum innilega samúð.
Hergeir, Fanney og börn.
KLEMENZ
ERLINGSSON Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem sýndu
mér samúð og hlýhug og veittu mér aðstoð við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
BALDURS KARLSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir
góða umönnun og yndislegt viðmót í veikindum
hans. Guð blessi ykkur öll.
Vigfúsína G. Danelíusdóttir.
Okkar innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ARNDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi,
áður til heimilis í Yztu-Görðum,
Kolbeinsstaðahreppi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis
aldraðra Borgarnesi.
Markús Benjamínsson,
Ölver Benjamínsson, Ragnhildur Andrésdóttir,
Rut Benjamínsdóttir,
Þorsteinn Benjamínsson,
Rebekka Benjamínsdóttir, Þorgeir Guðmundsson,
Guðmundur Benjamínsson, Ingibjörg Gústafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför
systkinanna
HJÖRDÍSAR JÓNSDÓTTUR,
Sólheimum 12,
Reykjavík,
og
MAGNÚSAR JÓNSSONAR,
Brekkubæ 16,
Reykjavík.
Aðstandendur.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug, samúð og hjálp við andlát
og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
FRIÐRIKS HALLDÓRS VALGEIRSSONAR,
Suðurgötu 72,
220 Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær Karitas hjúkrunarþjónustan
og læknar og hjúkrunarfólk á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut. Guð blessi ykkur öll.
Hólmfríður Ragnheiður Jónsdóttir,
Jón Valgeir Halldórsson,
Ingþór Halldórsson,
María Dögg Halldórsdóttir, Ívar Örn Magnússon
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR P. HELGADÓTTUR
fyrrverandi skólastjóra,
Aragötu 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana
í veikindum hennar.
Ólafur Oddsson, Dóra Ingvadóttir,
Helgi Jónsson, Kristín Færseth,
Jón Jóhannes Jónsson, Sólveig Jakobsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar dóttur okkar, systur og barnabarns,
SIGRÚNAR KRISTINSDÓTTUR,
Vesturgili 5,
Akureyri.
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, Kristinn Tómasson,
Ragnar Páll, Baldur,
Ásta Sigurlaug, Ketill,
Sigurlaug Ingólfsdóttir,
Gerður Lárusdóttir.