Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 37 AUÐLESIÐ EFNI Hjálpar-stofnanir vöruðu í vikunni við því að neyðar-ástand það sem skapast hefur í Líbanon gæti orðið til þess að allt að milljón manns gætu þurft að flýja heimili sín á næstunni ef átökin halda áfram. Þegar hefur um hálf milljón manna flúið heimili sín til svæða innan landsins sem eru talin öruggari. Slíkir fólks-flutningar geta haft mjög alvarlega afleiðingar þar sem aðstæður fólks versna vegna verri aðbúnaðar, matar- og lyfja-skorts en um þriðjungur flótta-fólksins eru börn. Kofi Annan krafðist þess í gær að átökin á milli Ísraela og Hizbollah yrðu stöðvuð svo koma mætti í veg fyrir frekara mannfall og lagði hann sömuleiðis til að friðar-gæslusveitir yrðu sendar á vettvang til að draga úr spennunni. Fordæmdi Kofi Annan mannrán Hizbollah-hreyfingarinnar og þá hörku sem Ísraelsmenn hafa beitt í kjölfar mann-ránanna. Flóttamenn gætu orðið allt að milljón Leikfang liggur við rústir höfuðstöðva Hizbollah í Beirút, Líbanon eftir sprengjuárás Ísraela. Vasa-peningar verða hækkaðir um 25%, heima-þjónusta við aldraða verður bætt, starfslok verða sveigjanleg og lífeyris-greiðslur munu þá hækka ef töku lífeyris er frestað og að lokum verður auknu fjármagni varið til framkvæmda við hjúkrunar-rými á næstu fjórum árum. Áætlað er að heildar-kostnaður ríkisins þegar aðgerðirnar eru komnar í fulla framkvæmd muni nema um 12 milljörðum króna að sögn Geirs H. Tekju-skerðing mun minnka, starfslok verða sveigjanleg og heima-þjónusta mun verða aukin í aðgerðum ríkis-stjórnarinnar eftir að samkomulag náðist við Lands-samband eldri borgara. Lífeyris-greiðslur almanna-trygginga hækka um 15 þúsund krónur á mánuði frá 1. júlí, skerðing bóta frá Trygginga-stofnun ríkisins vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega mun minnka. Haarde forsætis-ráðherra. „Þetta er verulega aukning bóta-greiðslna og mun skipta verulega miklu máli fyrir bóta-þegana, sérstaklega þá sem hafa ekkert annað en bætur,“ sagði forsætis-ráðherra. Breytingarnar á lífeyris-bótunum ná líka til örorku-lífeyrisþega að sögn forsætis-ráðherra „við erum að tala um að stórauka bætur til beggja þessara hópa“ sagði Geir og þakkaði forystu-mönnum Lands-sambands eldri borgara fyrir samstarfið. Ólafur Ólafsson fagnaði sérstaklega verulegri hækkun á lífeyris-greiðslum, sérstaklega til þeirra sem væru með lægstu lífeyris-greiðslurnar. „Maður nær ekki alltaf öllu fram þegar gengið er til samninga en margur vandinn hefur þó verið leystur en sumt ekki“ sagði Ólafur. Hækkanirnar munu fela í sér um 5–6% kaup-máttar-aukningu ellilífeyris-þega. Kjör og aðbúnaður aldraðra bætt „Maður metur það svo mikils að vera Íslendingur, hér er hvert mannslíf svo mikils metið,“ sagði Arndís Kjartansdóttir í biðsal Icelandair á Kastrup-flugvelli eftir 60 tíma linnulaust ferðalag til að komast frá átaka-svæðinu í Beirút í Líbanon til Íslands. Arndís sagði að allar útgöngu-leiðir hefðu verið að lokast og staðan hefði verið orðin mjög erfið enda Íslendingar ekki vanir slíkri frelsis-sviptingu. Íslendingarnir nutu aðstoðar utanríkis-ráðuneytisins og Hreins Pálssonar starfsmanns þess við að komast heim. Alma Hannesdóttir, sem var líka í Líbanon ásamt manni sínum og dóttur, sagði að Íslendingar hefðu staðið sig vel í að koma fólkinu heim. „Við hefðum aldrei komist burt án hjálpar. Íslendingarnir hjálpuðu okkur frá A til Ö og það er ótrúlegt að finna hve vel þjóðin stendur á bak við okkur.“ Nokkur hræðsla hafði sótt að henni þar sem dóttir þeirra er bara 4 mánaða gömul og því var ákveðið að flýja en öðrum kosti hefði verið hægt að halda ástandið út í smátíma. Morgunblaðið/ Jim Smart Íslendingarnir þurftu að takast á hendur langt og strangt ferðlag til að komast heim og voru að vonum glaðir með að vera komnir úr hættu. Íslendingar á flótta frá Líbanon Það er vel fylgst með fyrstu skrefum Eiðs Smára Guðjohnsens eftir að hann flutti sig til Barcelona frá Chelsea og hóf æfingar með sínum nýju samherjum á mánudaginn. Þar sem Eiður Smári er eini leikmaðurinn sem Barcelona hefur keypt í sumar hefur verið fylgst sérlega vel með honum í fjölmiðlum og hjá félaginu. „Ég hitti nýju samherjana þegar ég mætti í rannsóknina. Fyrsti dagur undirbúnings-tímabils var áþekkur því sem ég hef þekkt hjá öðrum félögum, þó sumt hafi verið öðruvísi,“ er haft eftir Eiði á heimasíðu Barcelona. Eiður viðurkenndi að hitinn, en hann er að jafnaði um 40 gráður á þessum tíma árs, væri sér frekar erfiður og svo sagði hann hafa verið óvanalegt að sjá áhorfendur á æfingunni. Eiður Smári í sviðsljósinu Reuters Sóknarmaður Barcelona, hinn franski Ludovic Giuly spjallar við Eið Smára Guð- johnsen á fyrstu æfingu þeirra félaga. það knúið áfram að auki með tveimur vélum. Skipið mun verða búið miðstöð og kælingu og mun ekki rista djúpt og því ætti að vera hægt að sigla um ár og skurði víða um Evrópu enda uppfyllir skipið strangar alþjóðlegar siglinga-kröfur. Áætlað er að smíðinni ljúki í maí á næsta ári. Í Stykkishólmi stendur nú yfir smíði á 16,6 metra löngu víkinga-skipi sem ætlað er til sölu og er það Sigurjón Jónsson, fyrrverandi útgerðar-maður og eigandi skipasmíða-stöðvarinnar Skipavíkur, sem stendur fyrir smíðinni. Sigurður telur að skipið verði einstætt og munu kaupendur þurfa að greiða um 100 milljónir króna fyrir skipið sem hefur fengið nafnið „Rerr“ og helst er búist við því að skipið verði selt úr landi. „Skipið er eftirlíking Gaukstaða-skipsins sem fannst í Noregi og svipar því einnig til Íslendings sem Gunnar Marel [Eggertsson] smíðaði. Mitt skip er þó ívið styttra eða um 16,6 metrar en þau eru yfir 20 metra löng,“ segir Sigurjón. Þó skipið muni líta út eins og víkinga-skip verður það líkara snekkju, með hátækni-legu segli og mastri úr koltrefjum. Skrokkur skipsins er smíðaður úr mahóní-viði og verður 16,6 metra löng snekkjan í víkinga stíl mun uppfylla ströngustu alþjóðlegar siglingakröf- ur og verða búin hátækni búnaði. Víkinga- skemmtisnekkja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.