Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn er yfirleitt góður í því að
sýna barnslega einlægni og fyllast að-
dáun þegar töframaður dregur kanínu
upp úr hatti sínum. Í dag langar hann
hins vegar til að vita hver galdurinn er.
Hann kemst að því.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nýtt fólk sem kemur inn í líf þitt sýnir
hvar þú ert í tilfinningaþroska. Ef þú
heldur að þú sért ekki á réttum stað
skaltu hugsa þig um tvisvar. Útgeislun
þín sést best á félagsskapnum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Misskilningur gerir tvíburann brjál-
aðan, ekki síst vegna þess að hann er yf-
irleitt mjög flinkur í því að miðla upplýs-
ingum. Deildu þörfum þínum með
öðrum. Það er ekki víst að þú vitir
hverjar þær eru fyrr en þú gerir það.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Viðurkenning skiptir þig máli. Þú gerir
það sem tiltekinn hópur viðurkennir og
færð þá staðfestingu sem þú þarft á að
halda. Þegar hún er fengin getur þú lagt
þig fram um að gera það sem virkilega
gefur hjarta þínu byr undir báða vængi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Eyddu tíma í að skrifa niður það sem
þig langar í – sama hversu yfirgengilegt
og óhugsandi það kann að virðast. Sam-
band við einhvern í fjarlægð kveikir ást-
ríður innra með þér. Hver eða hvaðeina
sem ekki gerir þér gott kemur líka við
sögu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan setur met í einhverju sem yf-
irleitt er ekki mælt. Eins og til dæmis
fjölda brosa til ókunnugra eða umburð-
arlyndi gagnvart ástvini.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin hefur fullkomna stjórn á þeirri
einveru og samveru sem hún vill upplifa.
Það er gott að deila með öðrum en ekki
alltaf. Vogin er meistari í því að hafna
félagsskap af háttvísi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Haltu þig við sérviskuna í sjálfum þér.
Þú ert eins og kringlóttur snagi í fer-
hyrndu gati núna. Þess vegna á einhver
eftir að reyna að messa yfir þér, selja
þér eitthvað, lokka þig, umbera og á
endanum lofsyngja.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn þarf að mæta harðri sam-
keppni en kemst á leiðarenda með því
að gera það sem hann gerir alltaf, feta
ókunna stigu. Hið ófyrirséða er það sem
gerir kvöldið í kvöld svo spennandi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Himintunglin draga fram í dagsljósið
hið vísindalega eðli steingeitarinnar.
Hún gerir tilraunir, spyr, velur, raðar,
tekur sundur, setur saman, smakkar,
snertir, lyktar og tekur svo ákvörðun
eða smíðar kenningu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hugsjónir vatnsberans verða truflaðar
af skynsömu jarðarmerki á borð við
naut, steingeit eða meyju, sem heimta
að allar framfarir séu áþreifanlegar.
Saman eruð þið hið fullkomna par.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nýttu þér tæknina til hins ýtrasta, þó
að það þýði að þú þurfir að mennta þig.
Ótti við framtíðina er jafnalgengur og
kvef þessa dagana. Slakaðu á. Maður
getur lært eitthvað nýtt án þess að eitt-
hvað gamalt þurfi að víkja úr heila-
búinu.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Sólin er sest í hásæti sitt í
ljóninu. Þegar sólin er í
sínu eigin merki þurfa ljón
svo sannarlega á athygli að halda og
haga sér reyndar eins og kóngafólk eða
hætta ekki fyrr en ósk þeirra er uppfyllt.
Ljónsins gætir í stjörnukorti hvers og
eins. Leyfðu ljóninu í sjálfum þér að vera
svolítið kröfuhart. Kannski er kominn
tími til að þú dekrir við ljónsungann
innra með þér.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 afskekkt land-
svæði, 8 saltlög, 9 malir,
10 afkvæmi, 11 láðs, 13
korns, 15 byltu, 18 slitv-
inna, 21 lítið býli, 22 set-
ur, 23 trylltir, 24 við-
skotaillur.
Lóðrétt | 2 guggin, 3
truntu, 4 krumla, 5 duft-
ið, 6 hljóðfæraleikur, 7
tölustafur, 12 blett, 14
megna. 15 menn, 16 dáin,
17 ósannindi, 18 sæti, 19
deilu, 20 hreina.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 dútla, 4 bógur, 7 rípur, 8 rella, 9 set, 11 sorg, 13
hani, 14 ærnar, 15 þörf, 17 ótrú, 20 fró, 22 gruna, 23 Víf-
il, 24 rotta, 25 tínum.
Lóðrétt: 1 durgs, 2 tæpur, 3 aurs, 4 burt, 5 gilda, 6 róaði,
10 Einar, 12 gæf, 13 hró, 15 þægur, 16 raust, 18 tófan,
19 útlim, 20 fata, 21 óvit.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Akureyrarkirkja | Sumartónleikar kl. 17.
Guðný Einarsdóttir orgel.
Café Rosenberg | Gítarsnillingurinn Andr-
eas Öberg ásamt fiðluleikaranum góðkunna
Dan Cassidy og hljómsveitinni Hrafnaspark
mun spila sígaunajazzsveiflu eins og hún
gerist best á sunnudag kl. 21.
Hallgrímskirkja | Sophie–Véronique
Cauchefer–Choplin, annar organisti St Sul-
pice–kirkjunnar í París, leikur á kvöld-
tónleikum á vegum Alþjóðlegs orgelsumars
í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 23. júlí kl. 20.
Á efnisskránni eru verk eftir Bédard, J.S.
Bach, Mendelssohn, Pierné, Mulet, Duruflé
og leikur af fingrum fram.
Myndlist
Anima gallerí | Múni – Árni Þór Árnason og
Maríó Múskat (Halldór Örn Ragnarsson). Á
sýningunni, sem er þeirra fyrsta einkasýn-
ing, eru málverk sem þeir hafa unnið saman
að síðan sumarið 2005. Sýningin stendur til
12. ágúst. Opið fim. fös. og lau. kl. 13–17.
Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur
Hlynur“ (portret af Hlyni Hallssyni myndlist-
armanni) er þriðja sýningin í röðinni af
stjörnumerkjaportrettum unnin sem inn-
setning í rými. Sýningin stendur til 4. ágúst.
Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey-
nomatic myndir, nærmyndir af náttúrunni,
einstakar ljósmyndir unnar á striga. Opið frá
kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð.
DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým-
isverk til 26.ágúst eða fram yfir menning-
arvöku. Opið virka daga og laugardaga kl.
14–18 í sumar.
Gallerí BOX | Þórarinn Blöndal, Finnur Arn-
ar og Jón Garðar með sýninguna „Far-
angur“. Á sýningunni getur að líta hugleið-
ingar um drauma, galdra, harðviðargólf,
eldhúsgólf og ástarævintýri. Til 27. júlí.
Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson
sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga.
Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin
blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og
með henni beinir Hafnarborg sjónum að
hrauninu í Hafnarfirði. Listamennirnir tólf
sem að sýningunni koma hafa allir sýnt víða
og lagt drjúgan skerf til listalífsins und-
anfarin ár. Til 28. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir
sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Ásgerður er
frumkvöðull nútímaveflistar á Íslandi og
hafa verk hennar ætíð haft sterka skír-
skotun til landsins og til náttúrunnar. Sýn-
ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Ís-
lands. Til 26. ágúst.
Handverk og hönnun | Á sumarsýningu er
til sýnis bæði hefðbundinn íslenskur listiðn-
aður og nútímahönnun úr fjölbreyttu hrá-
efni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlutir úr
leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Sýn-
ingin stendur til 27. ágúst. Aðgangur er
ókeypis.
Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds-
dóttir sýnir handverk og málun í Menning-
arsal til 15. ágúst.
Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í
borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning-
unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu
hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns
Hákonar Magnússonar. Meðal listamanna
má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dag-
verðará, Stórval og Kötu saumakonu. Til 31.
júlí.
Jónas Viðar Gallerí | Snorri Ásmundsson
sýnir hjá Jónas Viðar galleríi í Kaupvangs-
træti 12, Akureyri. Snorri hefur komið víða
við í listsköpun sinni og á að baki sérkenni-
legan feril sem listamaður. Sýningin mun
standa til 30. júlí.
Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berjalandi,
Kjós með málverkasýningu. Opið í sumar,
alla daga kl. 12–20.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til
6. okt.
Kirkjuhvoll Akranesi | Listsýning á verkum
eftir 12 nýútskrifaða nema frá Listaháskóla
Íslands. Listasetrið er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 15–18. Til 13. ágúst.
Kling og Bang gallerí | Hinn heimsþekkti
myndlistarhópur Gelitin frá Austurríki sýnir í
Kling & Bang gallerí, en hópurinn hefur m.a.
tekið þátt í Feneyjatvíæringnum og Gjörn-
ingatvíæringnum í New York. Sjá:http://
this.is/klingogbang.Opið fim.–sun. kl. 14–18.
Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur
Smith, Hafstein Austmann og Kristín Þor-
kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einnig
eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar
Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17.
Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega
nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð-
urinn við Freyjugötu er alltaf opinn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo-
uisa Matthíasdóttir. Umfangsmesta sýning
sem haldin hefur verið á verkum Louisu og
rekur allan hennar listamannsferil í sex ára-
tugi. Til 20. ágúst.
Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri lands-
lagslist frá upphafi 20. aldar og túlkun þjóð-
sagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms
Jónssonar. Leiðsögn á ensku þriðjudaga og
föstudaga kl. 12.10 í júlí. Opið í safnbúð og í
Kaffitári í kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Opið
daglega kl. 11–17, lokað mánudaga.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Í samvinnu við Náttúru-
fræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Safnbúð og
kaffistofa
Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í eigu
Landsbanka Íslands. Í tilefni af 100 ára af-
mæli bankans. Til 30. júlí.
Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinn-
aður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir
verk sem spannar sviðið frá tvívíðum hlut-
um í skúlptúra og innsetningar. Í hópnum
eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann Chuc-
hvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha
Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero
Baker, Tsehai Johnson. Til 31. júlí.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
gifs, stein, brons og aðra málma – og hvern-
ig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum.
Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning
á listaverkum sem voru valin vegna úthlut-
unar listaverkaverðlaunanna Carnegie Art
Award árið 2006. Sýningin endurspeglar
brot af því helsta í norrænni samtímalist en
meðal sýnenda eru fjórir íslenskir lista-
menn, meðal annars listmálarinn Eggert
Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta
árið. Til 20. ágúst.
Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós þær nýjustu frá síðast-
liðnu ári. Við vinnslu málverka sinna gerir
Erró samklipp, þar sem hann klippir og límir
saman myndir sem hann hefur sankað að
sér úr prentmiðlum samtímans. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem
fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val verk-
anna og hefðbundin listasöguleg viðmið lát-
in víkja fyrir samhljómi þeirra. Margir af
helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn-
ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót-
unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Til 17.
sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portrettum Sig-
urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema
mánudaga kl. 14–17. Kaffistofan er opin á
sama tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum.
Sjá nánar á www.lso.is
Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri
Norræna hússins til 27. ágúst. Ljósmyndir
frá Austur–Grænlandi eftir danska ljós-
myndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga
kl. 9–17. Laugardaga og sunnudaga kl. 12–17.
Out of Office – Innsetning. Listakonurnar
Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn Knútsdóttir
í sýningarsal Norræna hússins fram til 30.
september. Opið alla dag kl. 12–15, nema
mánudaga. Gjörningar alla laugardaga og
sunnudaga kl. 15–17.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða