Morgunblaðið - 23.07.2006, Side 46

Morgunblaðið - 23.07.2006, Side 46
46 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ NÝR þrettán laga diskur kom út í vikunni og má vænta þess að honum verði dreift í verslanir borgarinnar á næstu dögum. Hljómsveitin Dr. Mister & Mr. Handsome stendur á bakvið diskinn. Þetta er fyrsti diskur hljómsveitarinnar, sem hefur vakið nokkra athygli að undanförnu, og ber platan heitið Dirty Slutty Hooker Money. Kjölfestan í Dr. Mister & Mr. Handsome eru þeir Ívar Örn Kol- beinsson (Dr. Mister) og Guðni Rún- ar Gunnarsson (Mr. Handsome). Með þeim spila Egill Tómasson gít- arleikari (sem kallar sig Snake á plötunni) og Pétur Jökull Jónasson hljómborðsleikari (Gentleman). Á plötunni fá þeir einnig til liðs við sig nokkra þekkta tónlistarmenn, t.d. Svölu Björgvinsdóttur og Þröst og Krumma úr Mínus. Að sögn Ívars hefur hljómsveitin alltaf leikið frumsamda danstónlist, en hún var stofnuð í nóvember árið 2004. Á Dirty Slutty Hooker Money er talsvert mikið talað um krafta- verkalyfið hans Sigmunds Freud, kókaín, og auk þess mikið um kven- fyrirlitningu eins og titillinn vísar til. Ívar tekur það hins vegar fram að um sé að ræða svartan húmor. „Hljómsveitin varð til þannig að ég bjó til ákveðinn karakter, Dr. Mis- ter, til að gera grín að þessari klúbbamenningu hjá hljómsveitum eins og Scooter,“ segir Ívar. Þegar gamanið varð að meiri alvöru þurfti hann að fá annan mann með sér í dæmið. „Þá datt mér enginn annar í hug en góðvinur minn Guðni,“ en Guðni var áður í þungarokks- hljómsveitinni Klink. Sjálfur hafði Ívar áður fengist við raftónlist allt frá því hann var 16 ára. Á disknum er að finna fjögur lög sem hafa komist hátt á vinsældalist- um hjá útvarpsstöðvunum Xfm og FM 957: „Kokaloca“, „Is It Love?“, Boogie Woogie Sensation“ og „Was That All It Was?“. Auk þess hafa hringitónar með lögum hljómsveit- arinnar verið vinsælir á www.ogvo- dafone.is. Upptökur og hljóðblöndun hófust sl. vor og tóku stuttan tíma. Ívar seg- ir samstarfið við Stúdíó Sýrland hafa gengið vel og einnig við Cod Records sem gefur plötuna út . Að sögn Ívars hafa Dr. Mister og Mr. Handsome mikinn áhuga á að koma plötunni að erlendis. „Já, það er alveg pottþétt. Þetta er bara svo lítill markaður hérna að við verðum að sækja út til að geta haldið uppi þeim lífsstíl sem við sækjumst eftir.“ Einnig er á döfinni að fara að spila erlendis og fá dreifingu á meginland- inu og í Evrópu. Stefnan er sett hátt og takmarkið er hvorki meira né minna en að spila á öllum stærstu tónlistarhátíðunum erlendis á næstu árum, að sögn Ívars. Hér heima hafa Dr. Mister og Mr. Handsome aðallega spilað á Nasa, en þeir ætla hins vegar að halda útgáfu- partíið á Rex í ágúst. Í kvöld verða þeir svo á Áttunni í Hafnarfirði. Tónlist | Fyrsta platan frá Dr. Mister og Mr. Handsome komin út Kóksvart grín að Scooter og klúbbamenningu Dr. Mister (í hvíta bolnum) og Mr. Handsome hafa vakið athygli fyrir tónleika á Nasa að undanförnu, en þeir spila á Áttunni í Hafnarfirði í kvöld. www.myspace.com/drmistermr- handsome Allt stefnir í að yfirvöld í Ark-ansas-fylki í Bandaríkjunum hreinsi sakaskrá Keiths Richards, gítarleikara Rolling Stones, en hann var á sínum tíma tekinn fyrir vítaverðan akstur í fylkinu. Sak- aruppgjöfin kemur 31 ári eftir að brotið átti sér stað. Fyrirgefning synda Richards er nú í höndum ríkisstjórans sem sjálfur átti upp- tökin að því að málið hefur nú ver- ið tekið upp. Fólk folk@mbl.is Tónlistarmaðurinn Victor Willis,sem gerði garðinn frægan á diskótímabilinu sem „löggan“ í Vil- lage People, hefur játað á sig sök í dómsmáli sem höfðað var á hendur honum. Willis, sem er annar höfunda hinna hýru smella „In the Navy“ og „YMCA“, var handtekinn í mars fyr- ir að hafa fíkniefni og skotvopn í fór- um sínum. Hann hefur verið góð- kunningi lögreglunnar allt frá því að hann sjálfur kastaði lögreglubún- ingnum og hætti í hljómsveitinni ár- ið 1980. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christo- pher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! Stay Alive kl. 8 og 10 B.i. 16.ára. Stick It kl. 4 (400 kr.), 8 og 10 The Benchwarmers kl. 4 (400 kr.) og 6 B.i. 10 ára Click kl. 6 B.i. 10 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3, 5 og 7 Ultraviolet kl. 4.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 9 og 11.20 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 3 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALIBLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! eee L.I.B.Topp5.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.