Morgunblaðið - 23.07.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 49
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
TAKTU AFSTÖÐU.
GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND
SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER
ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR
HREINLEGA Á KOSTUM.
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
KVIKMYNDIR.IS
VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU
S.U.S. XFM 91,9„SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í
ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR.
M.M.J. KVIKMYNDIR.COM
eeee
SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU
MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ
V.J.V. Topp5.is
H.J. MBL.
eee
FRÁBÆR SUMARMYND HLAÐIN SPENNU
OG MÖGNUÐUM ATRIÐUM.
Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA.
OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 12 - 2 - 4 - 6
OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10
SUPERMAN kl. 12:30 - 3:50 - 4:50 - 7 - 8 - 10:10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA.
SUPERMAN LUXUS VIP kl. 3:20 - 8 - 11:10
THE BREAK UP kl. 8 - 8:15 - 10:20
BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 12 - 2 - 3 - 5:30
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 10:30 B.I. 12.ÁRA.
16 ÁRA
10 ÁRA
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 1 - 3 - 5 - 7 DIGITAL SÝN.
OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 1 - 3 - 5 - 7 - 9 - 11:15 DIGITAL SÝN.
SUPERMAN kl. 2:40 - 5:50 - 9 - 11 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN.
THE BREAK UP kl. 9
EKKI er langt síðan söngkonan Sandy Thom
var á allra vörum fyrir „útsendingar“ sínar yfir
netið sem gert hefðu hana að stjörnu. Á daginn
kom að útsendingarnar fóru líklega aldrei fram,
en það segir sitt um hvað menn eru spenntir yfir
þeim möguleikum sem vefurinn gefur tónlist-
armönnum að allir voru tilbúnir til að trúa því.
Nú hampa menn söngkonunni Lily Allen sem
nýtti sér vefinn til að safna vinum og búa þannig
í haginn fyrir tónlistarferil sem hófst svo með
látum í vor.
Þrettán skólar á tíu árum
Lily Allen er dóttir breska grínarans Keith
Allen, en hafði víst lítið af honum að segja sem
barn þó það hafi komið til góðs síðar. Eins og
hún hefur lýst æsku sinni var hún á sífelldu
flandri með móður sinni, alltaf að flytja milli
hverfa í Lundúnum. Hún var fædd í Hamm-
ersmith en segist hafa búið einhvern tíma í öll-
um hverfum meira og minna, sem sést meðal
annars af því að hún var í þrettán skólum á aldr-
inum fimm til fimmtán ára. Getur nærri að
henni hafi reynst erfitt að eignast vini en hún
fann sér fróun í bókmenntum og tónlist.
Allen varð snemma sjálfri sér nóg og þótti
ódæl, var rekin úr skólum og strauk að heiman,
fór meðal annars á Glastonbury-hátíðina þegar
hún var fjórtán ára. Þegar hún var fimmtán ára
var ljóst að hún átti ekki heima í skóla og hætti,
hékk heima og samdi lög. Það haust fór hún
með fjölskyldunni í sólarferð til Ibiza og fékk
síðan leyfi til að vera eftir, sagðist vera komin
með gistingu hjá vinum, en hún var í raun ein á
ferð, bjó á farfuglaheimili, vann í plötubúð á
daginn og seldi e-pillur á kvöldin.
Á Ibiza komst hún í kynni við útsendara
plötufyrirtækis sem kom henni á samning við
Warner-útgáfuna, en hún heldur því fram sjálf
að samninginn hafi hún fengið vegna ætternis
fyrst og fremst. Þegar til Englands var komið
komst hún síðan að því að Warner var eiginlega
ekki að semja við hana vegna hennar eigin tón-
listar heldur voru menn þar á bæ að leita að
stúlku í stúlknahljómsveit sem heita átti Suga-
babes.
Þetta var nokkuð annað en Allen hafði ætlað
sér og kemur kannski ekki á óvart að ekkert
varð úr útgáfu hjá Warner að svo stöddu og
samningurinn var felldur út gildi. Hún var þó
ekki hætt að fást við tónlist, hélt áfram að semja
og tók upp lög.
Haustið 2005 gerði hún annan samning, að
þessu sinni við Regal Records, sem er reyndar í
eigu sama risa og á Warner. Allen segir svo frá
að þessi útgefandi hafi líka viljað móta hana eft-
ir sínu höfði, fá þrautreynda lagasmiði til að
semja fyrir hana lög og útlitssmiði til að kenna
henni að klæða sig og hreyfa. Hún fór þó sínu
fram, kom sér upp MySpace-síðu og bloggaði
sem mest hún mátti á milli þess sem hún setti
inn kynningarupptökur af lögum á væntanlega
sólóskífu.
MySpace svínvirkaði, svo vel reyndar að það
varð kveikja að umfjöllun blaða og tímarita sem
ýtti svo undir enn frekara umtal. Þegar fyrsta
smáskífan, LDN, kom út í apríllok var hún með
gríðarstóran áheyrendahóp tilbúinn sem skilaði
laginu á toppinn á breska smáskífulistanum.
Fyrsta stóra platan, Alright, Still, kom svo út
fyrir stuttu, fyrst í takmörkuðu vínylupplagi 3.
júlí sl. og síðan almenn útgáfa 17. júlí.
Lily Allen = bitchpop
Þegar hlustað er á Alright, Still kemur vel í
ljós hve fjölbreyttan tónlistarsmekk Lily hefur.
Þar ægir öllu saman, frá léttu sumarlegu poppi
eins og í laginu vinsæla LDN, í skalega sveiflu
eins og heyra má í upphafslagi plötunnar, Smile.
Söngurinn er líka fjölbreyttur, allajafna ekki
svo langt frá talsöng að hætti Mike Skinner, en
hún getur líka sungið. textarnir eru svo sér-
stakur kapítuli út af fyrir sig, kæruleysislegir en
þó útpældir. Gjarnan er fjallað á niðrandi hátt
um fyrrverandi kærasta eða fyrrverandi
vinkonur og fyrir vikið flokka sumir tónlist
Allen sem „bitchpop“. Hún er þó ekki bara að
syngja um sína fyrrverandi – sjá til að mynda
textann við LDN þar sem meðal annars er
sungið um að ekki sé allt sem sýnist; strákurinn
sem tekur að sér að bera þungu bónuspokana
fyrir gömlu konuna er að ræna hana.
MySpace hefur dugað Lily Allen vel til að
komast á samning, en þó takmarkinu sé eig-
inlega náð heldur hún áfram að skrifa inn á það
og rétt er að benda fólki á að kíkja þar inn, hún
er oft hressilega hreinskilin og skemmtilega
ósvífin, sjá www.myspace.com/lilymusic.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Söngkonan knáa Lily Allen.
Hæfileikaríkur æringi
arnim@mbl.is