Morgunblaðið - 23.07.2006, Síða 52
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri
í Reykjavík, var mættur ásamt fleirum í full-
um herklæðum er hann setti af stað um-
hverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar
í gær. Breiðholtið er fyrsta hverfið sem tekið
verður í gegn og var safnast saman á þrem-
ur stöðum, við Breiðholtsskóla, við Breið-
holtslaug og við Hólmasel í Seljahverfi, og
stefnt að því að vinna fram eftir degi við að
snyrta hverfin; tína rusl, hreinsa veggjakrot,
sópa og bæta girðingar svo fátt eitt sé nefnt.
Átakið nefnist Tökum upp hanskann fyrir
Reykjavík og er lögð áhersla á að virkja al-
menning og fá hann til liðs við starfsmenn
borgarinnar.
Hanskinn tekinn upp fyrir borgina
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
MIKIL fjölgun hefur orðið á um-
sóknum vinnuveitenda vegna
beiðna um útgáfu kennitalna fyrir
erlenda ríkisborgara hjá Þjóðskrá
upp á síðkastið. Hafa umsóknir oft
farið vel yfir 100 á dag.
„Hjá Þjóðskrá er óbreyttur
starfsmannafjöldi þannig að þessi
sérstaka umsóknaaukning hefur
dregið úr afgreiðsluhraða,“ segir
Skúli Guðmundsson, skrifstofu-
stjóri Þjóðskrár, og bætir við að
mikið rýmra sé um för fólks um
EES-svæðið og að meiri hreyfing
virðist vera á atvinnulífinu en áður.
Er Skúli er spurður að því
hversu lengi afgreiðsla einnar um-
sóknar taki nú segir hann að
starfsmenn séu farnir að upplifa
svipaðar tafir og lengi hafi verið í
nágrannalöndunum. „Það getur nú
tekið tvær til þrjár vikur að af-
greiða mál,“ segir Skúli.
„Það er álag fyrir starfsfólkið að
sjá ekki út úr augum og þegar kúf-
arnir eru svona háir tekur það
kannski einhvern tíma að vinna úr
þeim,“ segir Skúli er hann er
spurður að því hvort ástandið sé
farið að valda áhyggjum. En geta
slíkar tafir á afreiðslu valdið því að
umsækjendur séu ekki réttilega
tryggðir fari þeir að vinna áður en
þeir hafa fengið kennitölu?
„Það að fá kennitölu er ekki
sjálfkrafa ávísun á tryggingar í ís-
lenska almannatryggingakerfinu
fyrr en síðar. Þeir sem koma af
Evrópska efnahagssvæðinu eiga í
flestum tilvikum að vera tryggðir
frá heimalandinu,“ segir Skúli og
bætir við að vinnuveitendur eigi
líka oft í samstarfi við trygginga-
félög hér á landi til að tryggja við-
komandi þar til hann hefur dvalið
hér í sex mánuði, sem almennt sé
sá tími sem taki að fá skráð lög-
heimili hérlendis.
„Útgáfa kennitölu verður til
þess að mál viðkomandi eru á yf-
irborðinu, sem þýðir að skattayfir-
völd eru þá komin með upplýsingar
um viðkomandi. Þetta er lykillinn
að því að hægt sé að vinna með
réttindi og skyldur viðkomandi.
Það er góðs viti að sjá að atvinnu-
rekendur keppist við að fá fólk
skráð því það bendir til þess að
þeir vilji hafa sína starfsemi sem
best skráða gagnvart stjórnvöld-
um landsins,“ segir Skúli að lokum.
Umsóknir um kennitölur
fyrir 100 útlendinga á dag
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
„MYNDIN um Skaftfelling hefur undið upp
á sig og fer sínar eigin leiðir. Ég ferðast
með skipinu, allt frá byrjun 20. aldar og
fram yfir stríðsárin. En ég er farinn að sjá
uppbyggingu myndarinnar skýrt fyrir mér
og stefni á að ljúka henni á næsta ári,“ segir
Helgi Felixson kvikmyndagerðarmaður í
Tímariti Morgunblaðsins í dag.
Helgi hefur búið í Svíþjóð í þrjátíu ár.
Hann rekur fyrirtækið FelixFilm og hefur
gert fjölda heimildarmynda um allan heim.
Nú er hann kominn heim og að þessu sinni
á slóðir móðurfjölskyldu sinnar í Vík í Mýr-
dal. Þar er hann að vinna mynd um skipið
Skaftfelling VE 33, sem var smíðað í Dan-
mörku árið 1918 og hélt uppi samgöngum
milli Reykjavíkur, Vestmannaeyja, Víkur
og ýmissa staða við sanda Vestur- og Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Skaftfellingur fór
einna flestar ferðir íslenskra skipa milli Ís-
lands og Bretlands á árum síðari heims-
styrjaldarinnar. Skipið var að grotna niður
í Vestmannaeyjum þegar Sigrún heitin
Jónsdóttir, kirkjulistakona og sjálf Skaft-
fellingur, stóð fyrir flutningi þess heim í
Vík fyrir nokkrum árum.
Helgi hefur mörg járn í eldinum. Um
þessar mundir er hann að leggja lokahönd
á kvikmynd um sænska ljósmyndarann
Marianne Greenwood og mynd um afleið-
ingar kjarnorkutilrauna Frakka í Kyrra-
hafi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Helgi Felixsson kvikmyndagerðarmaður.
Kvikmynd
um Skaftfelling
á næsta ári
GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur
hefur samið við stórkylfinginn
Nick Faldo um að halda unglinga-
mót í golfi á Korpuvelli dagana 7.
til 9. ágúst næstkomandi. Nefnist
mótið Faldo Series Icelandic
Championship en áður en Opna
breska meistaramótið í golfi hófst
gaf Faldo sér tíma til að skrifa
undir samninginn. Hann komst
reyndar ekki í gegnum nið-
urskurðinn en mótinu lýkur í dag.
Undir samninginn fyrir hönd
klúbbsins skrifuðu Gestur Jóns-
son, formaður GR, og Margeir
Vilhjálmsson framkvæmdastjóri.
til að íslenskir afrekskylfingar
geti séð strax af eigin raun hvar
þeir eru staddir miðað við fremstu
ungu áhugamenn Evrópu.
Ísland er fyrsta landið utan
Bretlands þar sem unglingamót
undir nafni Nick Faldo er haldið í
Evrópu, en í burðarliðnum er að
halda það í fimm eða sex Evr-
ópulöndum á næsta ári.
Nick Faldo hefur lagt mikla
áherslu á að kenna yngri kylf-
ingum og beina þeim á réttar
brautir í golfinu þannig að efnileg-
um kylfingum takist að gera
drauminn um að verða atvinnu-
menn að veruleika, segir í tilkynn-
ingu frá GR. Fulltrúi Faldos kom
til landsins fyrr á árinu og valdi
Korpuna sem keppnisvöll fyrir
mótið. Markmiðið er að mótið
verði árlegur viðburður hér á
landi. Tveir leikmenn úr unglinga-
liði Faldos munu leika á mótinu,
Gestur Jónsson, Nick Faldo og Margeir Vilhjálmsson.
Sömdu við Faldo
AÐ MATI lögreglumanna stærstu embætta
landsins hófst helgin fremur rólega. För sjö
ökumanna á höfuðborgarsvæðinu var stöðv-
uð í fyrrinótt og þeir grunaðir um ölvun við
akstur, þrír í Hafnarfirði og fjórir í Reykja-
vík. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
kallað út til að aðstoða fólk sem fast var í
lyftu í útibúi Glitnis við Lækjargötu í fyrri-
nótt.
Grjótkast í Keflavík
Í Keflavík var einn ökumaður grunaður
um ölvunarakstur auk þess sem lögreglan
hafði hendur í hári tveggja unglingspilta
sem hún grunar um að hafa kastað grjóti í
rúðu leikskólans Garðasels. Lögregla fékk
greinargóða lýsingu á öðrum piltinum sem
sést hafði á gangi við leikskólann og hand-
tók í kjölfarið tvo 17 ára pilta þar sem lýs-
ingin passaði við annan þeirra. Að sögn lög-
reglu voru piltarnir báðir ölvaðir og sögðust
ekkert kannast við málið. Eftir viðtal á lög-
reglustöð var þeim komið í hendur forráða-
manna sinna.
Á Akureyri, Ísafirði og Selfossi var allt
með kyrrum kjörum, aðeins einn ökumaður
tekinn á Selfossi, grunaður um ölvun við
akstur.
Festust í lyftu
í útibúi Glitnis