Morgunblaðið - 02.09.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 237. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
TÓNLISTIN EIN
TÍSKUSVEIFLAN
LOPAPEYSUR AÐ HÆTTI
JEAN PAUL GAULTIER
FER ENN Í HRINGI >> 24
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL FANN BÚLGARSKAN
HLJÓM Í DÖNSKUM KÓR >> LESBÓK
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs, sagði í ræðu sinni á
flokksráðsfundi VG í gær að stjórn-
arandstöðuflokkarnir þyrftu að stilla
saman strengi sína fyrir komandi al-
þingiskosningar til að þeir gætu boð-
ið upp á skýran valkost til mótvægis
við hægri stjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Hann tók skýrt
fram að hann væri ekki að leggja til
sameiginlegt framboð og í samtali
við Morgunblaðið sagði hann að það
væri villandi að ræða um kosninga-
bandalag í þessu samhengi.
Steingrímur sagði að annars veg-
ar gætu stjórnarandstöðuflokkarnir
stillt saman stefnu sína í einstökum
málefnum og hins vegar lýst yfir
vilja til stjórnarsamstarfs. „Það teldi
ég tvímælalaust jákvæða þróun fyrir
íslensk stjórnvöld. Og það myndi
gera þessa klisju, til dæmis fram-
sóknarmanna um að þeir gengju
óbundnir til kosninga, nokkuð hlægi-
lega,“ sagði hann. Það væri raunar
séríslensk hefð að flokkar gæfu ekki
upp með hverjum þeir vilji starfa að
loknum kosningum. Þetta væri þar
að auki ólýðræðislegt því með þessu
hefðu kjósendur ekki skýra valkosti.
Vilji VG væri skýr, flokkurinn vildi
koma núverandi stjórnarflokkum frá
völdum og mynda græna velferðar-
stjórn. Ef hins vegar kæmi upp patt-
staða og fylkingar væru jafnar að
loknum kosningum gæti dregið til
óvæntra tíðinda og kvaðst hann ekki
útiloka samstarf við nokkurn flokk.
Tækist ekki að ná fram samstill-
ingu við hina stjórnarandstöðuflokk-
ana sagði Steingrímur að þá yrði ein-
faldlega að taka á því. Það væri hins
vegar verra fyrir kjósendur sem
hefðu þá ekki eins skýra valkosti. | 6
Steingrímur J. Sigfússon vill að stjórnarandstaðan lýsi vilja til stjórnarsamstarfs
Bjóða skýran valkost
gegn ríkisstjórninni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Samstilling Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill að
stjórnarandstaðan stilli saman strengi sína varðandi einstök málefni.
Eftir Rúnar Pálmason
og Berg Ebba Benediktsson
Hundrað
ára og enn
í vinnunni
London. AFP. | Margir kjósa að eyða
ævikvöldinu á sólarströnd og rifja
upp liðna daga í heitum sumaryl,
fjarri argaþrasi hversdagsins. Elsti
launamaður Bretlands, vélvirkinn
„Buster“ Martin, tilheyrir ekki þess-
um hópi fólks. Þannig brá hann út af
vananum í gær og tók sér frí frá
störfum til að fagna hundrað ára af-
mæli sínu í góðra vina hópi.
Martin, sem á 17 börn og 70
barnabörn, settist í helgan stein fyr-
ir þremur árum en gat ekki afborið
leiðann sem því fylgdi að sitja heima
aðgerðalaus. „Leiðinn gengur frá
mörgum manninum,“ sagði Martin í
samtali við breska dagblaðið Daily
Telegraph. Ég fór aftur að vinna því
ég kýs að hafa nóg fyrir stafni.“
Martin, sem ólst upp á mun-
aðarleysingjahæli, segir síma
óþarfa. „Ég hef aldrei á ævinni átt
síma – þeir eru árans óáran. Ég hata
þá.“ Né heldur er hann mikið fyrir
ferðalög. „Þú eyðir miklu fé í að fara
og gera sömu hlutina og þú myndir
gera hér.“
ESB skorar á leiðtoga Hamas
Lappeenranta. AFP, AP. | Evrópusam-
bandið (ESB) hvatti í gær leiðtoga
Hamas-samtakanna til að mynda
eins konar þjóðstjórn til að tryggja
einingu palestínsku þjóðarinnar.
Hamas er nú á lista ESB yfir hryðju-
verkasamtök og gáfu talsmenn sam-
bandsins í skyn í gær að slík þjóð-
stjórn gæti leitt til breytinga á
afstöðunni til samtakanna.
„Við þurfum að meta hvernig við
getum komið friðarferlinu af stað að
nýju,“ sagði Erkki Tuomioja, utan-
ríkisráðherra Finnlands, í gær, en
Finnar fara nú með forsæti í ESB.
Jafnframt sagði Tuomioja að Jav-
ier Solana, aðaltalsmaður Evrópu-
sambandsins í utanríkismálum,
myndi fara til Mið-Austurlanda til að
koma friðarviðræðum í gang að nýju.
Að sögn Tuomioja mun Solana
tala við „alla aðila sem máli skipta“,
einkum Sýrlendinga. Við sama til-
efni lofaði Tuomioja Sýrlendinga
fyrir það heit sitt að efla eftirlit með
landamærunum og vinna með líb-
önskum hersveitum til að koma í veg
fyrir flutning vopna til Hizbollah.
Þurfa að viðurkenna Ísraelsríki
Til að formleg samskipti við Ham-
as geti orðið að veruleika fara ESB,
Sameinuðu þjóðirnar, Rússar og
Bandaríkjamenn fram á að samtökin
uppfylli nokkur skilyrði, þ.m.t. að
viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.
Mikil neyð | 18
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, seg-
ist þeirrar skoðunar að mynda
þurfi nýja ríkisstjórn undir forystu
Samfylkingarinnar. Hún segir að
stjórnarflokkarnir tveir hafi límt
sig æ fastar saman og engin teikn
væru um annað en að þeir vildu
halda samstarfinu áfram. Það væri
því mjög eðlilegt að stjórnarand-
staðan léti á það reyna hvort vilji
væri fyrir samstarfi ef ríkisstjórnin
fellur. Hún taldi Steingrím þó hafa
farið fullbratt af stað.
Skylda til að ræða saman
um stjórnarmyndun
Guðjón Arnar Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins, segir
spurður að flokkurinn hafi ekki
tekið neina formlega afstöðu til
samstarfs við Vinstri græna. Á hinn
bóginn bæri stjórnarandstöðunni
skylda til að ræða saman um stjórn-
armyndun, takist henni að fella rík-
isstjórnina.
Fer fullbratt
af stað
gaman að slá met.
„Þetta var erfið
skák í dag. Ég var
kominn með fína
stöðu en þá kom
Héðinn með
sterkan leik og ég
missti þráðinn. Í
framhaldi af því
kom sama staðan
upp þrisvar þann-
ig að þetta endaði með jafntefli og ég
er alveg sáttur við það,“ sagði hann í
STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar
Stefánsson sló tvö met er hann sigr-
aði alþjóðlega meistarann Héðin
Steingrímsson í fjögurra skáka ein-
vígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák
í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði
hann sér Íslandsmeistaratitilinn í átt-
unda sinn en enginn annar skákmað-
ur hefur unnið titilinn svo oft. Þá varð
hann með sigrinum fyrsti skákmað-
urinn til að hljóta titilinn sex ár í röð.
Hannes kvaðst vera mjög ánægður
með árangurinn, enda væri alltaf
samtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins í gærkvöldi.
Hannes sagði sigurinn hvetjandi
en nýja metið breytti þó ekki mjög
miklu fyrir hann. „Þetta snýst allt um
að safna stigum. Þannig að fram-
haldið felst bara í því að halda áfram
að undirbúa sig og tefla og reyna að
hækka sig,“ sagði hann. Fjórða skák
einvígisins var tefld í gærkvöld og
lauk henni með jafntefli eftir 34 leiki,
en Héðinn þurfti að sigra til þess að
að jafna metin í einvíginu.
Íslandsmeistari í áttunda sinn
Hannes Hlífar
GIANFRANCO Zola, Ítalinn sem
lék með Chelsea um árabil við góð-
an orðstír, var staddur hér á landi í
vikunni ásamt ungmennalandsliði
Ítalíu. Zola segir að Eiður Smári
Guðjohnsen, fyrirliði íslenska
landsliðsins, sé vanmetinn leik-
maður og að hann hafi notið þess að
leika með Eiði Smára þann tíma
sem þeir léku saman í framlínu
Chelsea. | Íþróttir 4
Eiður er
vanmetinn
»ESB hvetur Hamas til aðmynda þjóðstjórn.
»Solana, aðaltalsmaður ESBí utanríkismálum, mun fara
til Mið-Austurlanda.
»Til að formleg samskipti viðHamas komist á þurfa sam-
tökin að viðurkenna tilverurétt
Ísraelsríkis.
Í HNOTSKURN