Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691122 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 5–10 m/s. Súld eða dálítil rigning öðru hverju um N- og A-land, Annars skýjað með köflum. Hlýjast SV. » 8 Heitast Kaldast 18°C 8°C HINN spræki hjólreiðamaður fær því miður ekki að njóta heiðurs af afreki sínu þar sem þetta mikla stökk hans í blíðunni í Grafarvogi í gær nær út fyrir mynd. Hann hefur því sem betur fer vitni að atburðinum sem geta sagt til um hver hann er, mælt sökkið og aðstoðað hann eftir lendinguna. Um helgina er gert ráð fyrir ágætu veðri. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við norðaustan fimm til tíu metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning verður norðan- og austanlands, en bjart veður og yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert. Hiti verður á bilinu átta til fimmtán stig að deginum og hlýjast suð- vestan til. Morgunblaðið/RAX Stökkglaður hjólhestaknapi í haustblíðunni „ÉG TEL mjög líklegt að við munum mæta þessu að einhverju leyti með fjáraukalögum, vegna þess að þetta eru utanaðkomandi aðstæður,“ segir Sif Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra um 477 milljóna króna halla- rekstur LSH á fyrstu sex mánuðum ársins. Sif segir að henni hafi verið kunn- ugt um hvert stefndi í fjárhagsmál- um spítalans og hún hafi fengið upp- lýsingar um að gengisbreytingar og launagjöld hefðu þar veruleg áhrif. „En þetta er í fyrsta skipti í sex til sjö ár sem við sjáum halla af þessu tagi, það hefur verið jafnvægi í rekstrinum á síð- ustu árum þannig að spítalinn hefur staðið sig mjög vel,“ segir Sif og bætir við að þarna séu afleið- ingar þenslunnar að sýna sig. Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri á LSH, segir tvo kosti í stöðunni þegar um er að ræða svona stórar upphæðir. „Annaðhvort að það komi með einhverju lagi meira fé inn í reksturinn eða úr kostnaði verði dregið, og það mun óhjákvæmilega verða af þeirri stærð að það komi verulega við þjónustuna og verður því ekki gert nema í fullu samráði við yfirvöld.“ Fara einnig yfir hallarekstur FSA í ráðuneytinu Heilbrigðisráðherra gat ekki svar- að því á þessari stundu hvort þjón- usta á LSH yrði skert í kjölfarið en sagði málin verða rædd á næstu vik- um og mánuðum. „Við sjáum einnig einhverjar hallatölur hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri en við mun- um fara yfir þetta í ráðuneytinu með viðkomandi stofnunum og ég mun væntanlega í kjölfarið gera frekari grein fyrir þessu í ríkisstjórninni.“ Henni þykir þó líklegast að ríkið mæti þessum halla að mestum hluta með fjáraukalögum. | 10 Segir líklegt að ríkið komi til móts við LSH Siv Friðleifsdóttir Eftir Andra Karl andrik@mbl.is LANDSFLUG hefur sagt upp sautján manns vegna skipulags- breytinga á viðhaldi og fyrir- sjáanlegs samdráttar í verkefnum í vetur. Rúnar Árnason, framkvæmda- stjóri félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fimm flugmönnum af um tuttugu hefði verið sagt upp vegna minni verkefna í vetur. Þá hefði flugvirkjum og starfsfólki við viðhald einnig verið sagt upp vegna endurskipulagningar á því sviði. Landsflug segir upp sautján manns SKIPULAGSSTOFNUN leggur blessun sína yfir báða þá kosti til hreinsunar útblásturs frá álveri Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði sem lagðir eru fram í matsskýrslu á umhverfisáhrifum álversins, þ.e. þurrhreinsun eingöngu eða þurr- hreinsun að viðbættri vothreinsun. Telur stofnunin að báðir kostirnir séu fullnægjandi til að halda loft- mengun neðan tilgreindra marka. Telur Skipulagsstofnun að álver- ið með allt að 346.000 tonna árs- framleiðslu, sé ásættanlegt og muni ekki valda verulega neikvæð- um og óafturkræfum áhrifum á loftgæði, ásýnd, hljóðvist og menn- ingarminjar að uppfylltum þremur skilyrðum; að ekki verði heimil föst búseta innan þynningarsvæðis álversins, að við frágang verði sér- staklega hugað að því að draga úr sjónrænum áhrifum vegna fram- kvæmdanna og að Alcoa-Fjarðaál standi fyrir reglubundnum mæl- ingum á styrk loftborinnar meng- unar. Matsskýrsla Alcoa og álit Skipulagsstofnunar svarar ekki mörgum óvissuatriðum, m.a. um áhrif verksmiðjunnar á byggða- og atvinnuþróun, áhættu af hugsan- legu straumrofi sem valda myndi mikilli losun mengunarefna í Reyðarfirði og hættu af mengun- arslysum í sjó vegna flutninga að og frá álverinu, að mati Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi al- þingismanns. „Matsskýrsla Alcoa og álit Skipulagsstofnunar staðfestir að losun mengandi efna frá álveri Al- coa er langtum meiri en gert var ráð fyrir samkvæmt mati á stærra álveri Norsk Hydro,“ segir Hjör- leifur. | 14 Telja loftmengun álvers neðan tilgreindra marka Óvissuatriðum enn ósvarað, segir Hjörleifur Guttormsson Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir HELGI Eiríksson, lýsingarhönn- uður og ábúandi á Kolsstöðum í Hvítársíðu, er áhugamaður um það, að fólk sjái og upplifi hlutina í öðru ljósi. Búið er að breyta fjárhúsi og hlöðu á bænum í svokallað ljósmenn- ingarhús. „Okkar fag er lýsing- arhönnun og við leyfum fólki að koma hingað og vinna. Í stuttu máli sagt byggist hugmyndin á okkar þekkingu á lýsingu og birtu og þeirri tilraun að tengja hana og listsköpun saman.“ Frá árinu 2000 hafa um það bil 1.500 manns staldrað við á Kols- stöðum til lengri eða skemmri tíma og nú stendur til að byggja „kirkju ljóssins sem hönnuð verður út frá ljósi, hljóði og mynd og byggð sam- kvæmt hefðum íslenska torfkofans með rekaviði og hleðslugrjóti, en í nýtískustíl“. Húsin sem þegar er komin mynd á, eru knúin af hátækni. „Ljósi og litum er blandað sjálfvirkt í gegnum tölvu, þannig að ef haldin er veisla í fjóra klukkutíma er húsið lifandi á meðan án þess að manns- höndin komi þar nærri.“ | 28 Morgunblaðið/Ásdís Ljósagangur Skálinn á Kolsstöðum mun í vetur hýsa 20 Japani sem hyggjast horfa á norðurljósin úr svefnpokunum sínum. Húsið er ljóslifandi Mjóafirði | Mikið tjón varð er mar- glyttur komust í laxeldiskvíar hjá fiskeldisstöðinni Sæsilfri í Mjóafirði aðfaranótt fimmtudags. Það er tal- ið mikið áfall fyrir laxeldið í firð- inum. Menn sem starfa við eldið líkja hinum óvænta, sterka haf- straumi sem bar risavaxna mar- glyttutorfu inn með sér við nátt- úruhamfarir. Unnið er sleitulaust nótt og dag að því að dæla laxi úr 14 kvíum í brunnbáta og flytja lif- andi í sjó yfir í Neskaupstað, þar sem honum er slátrað í laxaslát- urhúsi Síldarvinnslunnar á sólar- hringsvöktum sem standa munu eitthvað fram í næstu viku. Giska menn á að slátra þurfi á milli 100 og 200 þúsund löxum. Fyrirséð er að eitthvað af fiski drepst í kvíunum í Mjóafirði. Í 14 kvíum Sæsilfurs í firðinum voru 3 þúsund tonn, eða 600–700 þúsund laxar, þegar marglyttufárið reið yfir og er þetta þriðja og lang- versta marglyttuskotið sem fisk- eldið þarna verður fyrir í sumar. Væntanlega verða varnaraðgerðir gegn marglyttum í firðinum end- urmetnar þegar um hægist hjá Sæ- silfri. | Miðopna Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kappi att við tímann Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is »Skipulagsstofnun telur aðálver Alcoa í Reyðarfirði sé viðunandi að uppfylltum þrem- ur skilyrðum. »Skilyrðin eru að ekki verðiheimil föst búseta innan þynningarsvæðis álversins, að frágangur sé með þeim hætti að ekki verði sjónmengun og að Alcoa muni standa fyrir mæl- ingum á mengunarstyrk. Í HNOTSKURN VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst verður settur í 89. skipti á morgun. Rúmlega 700 nemendur munu þá hefja eða halda áfram námi en það er mesti fjöldi síðan skólinn var stofnaður. Aðsókn að skólanum hefur aldrei verið meiri. Rúmlega 700 umsóknir bárust frá nýnemum. Metfjöldi á Bifröst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.