Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 41 þekkja afa í nítján ár og fyrir það er ég þakklát. Við Axel munum segja frændsystkinum okkar frá honum og andi afa mun ríkja þegar við hitt- umst. Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir – Viljinn sterkur og hreinn. (Davíð Stefánsson.) Takk afi, fyrir stundirnar okkar saman. Ég á aldrei eftir að gleyma kvöldinu þegar við vorum tvö ein eft- ir í Skarðarétt að borða töggur, ganga frá og spjalla við fólkið. Takk fyrir öll sveitaböllin sem þú tókst mig með á. Það var alltaf sport að fara með þér, þú þekktir svo marga. Takk fyrir dansana sem við dönsuðum á þorrablótunum – takk fyrir allt. Þín Kristín Helga. Skjótt skipast veður í lofti. Ég dvaldi hjá afa hvert sumar frá því ég var lítill drengur. Ég vann með honum að margs konar verkum og eftir því sem ég varð eldri jókst ábyrgðarhlutverk mitt. Afi hafði allt- af mikla trú á mér og bar til mín mik- ið traust. Hann kenndi mér að vinna. Þegar við unnum saman þá þurft- um við sjaldnast að talast við. Við þurftum ekki að tala saman því við hugsuðum sem einn. Frá afa skein alltaf hlýja, kærleikur, þakklæti og stolt. Hann hafði dálæti á náttúrunni og bar mikla virðingu fyrir umhverf- inu. Þetta eru lífsgildi sem vert er að tileinka sér. Ég er ánægður með að hafa komið í byrjun sumars, þegar við kláruðum nokkur vorverk saman. Það var gott að við gátum gert allt sem þú vildir. Og við vorum ánægðir þegar við kvöddumst. Vertu sæll, höfðingi. Axel Aage Schiöth. – Ef fuglar mínir fengju vængjamátt, þá fljúga þeir um loftið draumablátt, og þér, sem hæst í himinsölum býrð, skal helgað þeirra flug og söngvadýrð. Og glæðir nokkur gleði meiri yl en gleðin yfir því að vera til og vita alla hvíta vængi fá, sem víðsýnið – og eilífðina þrá? --- Nú fljúga mínir fuglar góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Takk fyrir allt, elsku afi. Þórdís, Ríkey Þöll, Sunna, Leifur Ingi, Kristinn Knörr, Máni Þór, Þorri, Ólafur Ísar, Dagur, Logi Már og Halldóra. „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er“ kom í hugann við andlát Leifs bónda í Keldudal, hress að morgni að njóta morgunhressingar með góðum gestum missir hann máttinn og öllu er lokið að kvöldi. Sjálfur var hann þeirrar gerðar að vilja ljúka við verk- in og velkjast ekki yfir þeim lengi. Hann hafði áður þurft að glíma við erfið veikindi, er hann varð fyrir al- varlegu slysi, en með góðra manna hjálp tókst honum að ná ótrúlegum bata. Þetta alvarlega slys breytti við- horfi hans til lífsins og að ekki væri allt sjálfgefið. Fyrstu kynni mín af nafna mínum voru árið 1955 í Keflavík. Það sumar var eitt mesta óþurrkasumar í manna minnum, ekki sást þar til sól- ar fyrr en í september. Leifur kom oft á vinnustað minn til að hitta skag- firska kunningja sem þar voru. Málin voru rædd og engin lognmolla yfir viðræðum. Á þessum árum var hann að afla sér fjár og fór ekki dult með hvar hugurinn var, hann var í Skaga- firði og auðfundið að þar ætlaði hann sér ævidvöl. Hann nýtti tímann vel, vann mikið og lifði reglusömu lífi. Síðar kynntist ég honum á starfs- vettvangi bóndans, m.a. á búfjársýn- ingum. Nafn hans var orðið þekkt á landsvísu því hann átti ár eftir ár þyngsta dilkinn á landinu. Meðal- mennskan átti ekki við hann, vildi ná árangri á þeim sviðum sem hann fékkst við. Keldudalur er landlítil jörð, en er nú í raun orðin höfuðból og þekkt býli. Þar auðnaðist Leifi að sjá drauma sína rætast með dugnaði og eljusemi allrar fjölskyldunnar, hver blettur ræktaður af kostgæfni og húsakostur reistur í fremstu röð. Landið var að ýmsu leyti erfitt til ræktunar og margur grjótmolinn tíndur áður en akur varð grænn. Leifur var snilling- ur í að nýta landið vel og skynsamlega og var margt hægt að læra af honum í þeim efnum. Ræktun búfjár var hon- um hugleikin og stóð þar í fremstu röð á flestum sviðum. Seinni árin naut hann þess sérstaklega að rækta og eiga góð hross. Það var honum mikil lífsfylling. Margur gæðingurinn hef- ur komið frá Keldudal og sennilega óvíða fleiri afrekshross á skeiði en frá þeim bæ. Ekki var hann einn að verki því eitt mesta lífslán Leifs var að eignast góð- an lífsförunaut, Kristínu Ólafsdóttur. Hún reyndist honum vel í blíðu og stríðu enda með afbrigðum vinnusöm og hagsýn húsmóðir. Með henni og börnunum, sem uxu úr grasi, tókst honum að ná þeim árangri, sem löng- unin stóð til og allir sjá sem koma í hlaðið á Keldudal. Gesti sem ber þar að garði dylst ekki að þar er líf og þar er kraftur. Leifur var framkvæmdasamur og vildi að hlutirnir gengju fljótt og lagði allt sitt í að bæta jörðina. Það hygg ég að hafi veitt honum mesta ánægju og lífsfyllingu. Mér er minnisstætt, að eitt sinn vék sér að honum maður og sagði eitthvað á þá leið, að þarna væri nú einn af þeim ríku, sem ætti millj- ónir. Svarið hjá Leifi var stutt og lag- gott: „Ég safna ekki fjármunum, ef ég eignast þá, þá framkvæmi ég fyrir þá.“ Viðmælanda varð svarafátt, en þetta lýsir Leifi vel. Ekki óraði mig fyrir því við fyrstu kynni við nafna minn, að við ættum eftir að tengjast fjölskylduböndum, en Guðleif dóttir þeirra hjóna er gift Eysteini syni okkar. Fyrir það hafa heimsóknir verið nokkuð tíðar í Keldudal, oft farið í fjár- og hestarétt- ir. Í þeim heimsóknum hef ég notið gestrisni þeirra hjóna og á margar og góðar minningar frá þeim ferðum. Nafni minn kunni því vel að hafa fólk í kringum sig, helst marga og kunni því illa ef ekki væri vel mætt í Skaga- fjarðarréttir. Í tengslum við þær var oft gestkvæmt í Keldudal, oft fullt hús, samræður hressilegar og Leifur miðpunkturinn og ekki skoðanalaus. Hygg ég að margur gesturinn minn- ist þessara heimsókna, menn dáðust að áhuga og krafti bóndans á bænum og ekki var skorið við nögl í veitingum hjá Kristínu. Leifur talaði tæpitungu- laust og var enginn sérstakur jábróð- ir í skoðunum og má segja að hann hafi oft verið skemmtilega ósammála gestinum. Leifur í Keldudal var mikill Skag- firðingur, unni héraði sínu og var hreykinn af því sem vel var gert. Varla hef ég kynnst meiri kaupfélags- manni en honum, því um leið og eitt- hvað var farið að ýja að aðfinnslu á þann félagsskap var hann fyrsti mað- ur til varnar, enda mátti hann líka vera stoltur af framgöngu þess fé- lagsskapar í héraðinu. Skagafjörður er heillandi hérað og þar kaus Leifur að njóta ævinnar í heimabyggð. Næstu dagar hefðu ver- ið honum dýrmætir, framundan ýms- ir viðburðir er hann lét ekki fram hjá sér fara. Ævistarf hjónanna í Keldu- dal er mikið. Þau eignuðust sex börn, sem öll eiga sér fjölskyldur. Leifur var mikill fjölskyldumaður og lét sér mjög annt um velferð afkomendanna. Barnabörnin voru honum einkar hug- stæð og tjáði hann sig oft um það hversu gaman væri að njóta þeirra og sjá þau alast upp og þroskast. Við hjónin færum Kristínu og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning látins heiðurs- manns. Leifur Kr. Jóhannesson. Leifur bóndi í Keldudal er látinn, rétt sjötugur. Hann veiktist um há- degisbil á sunnudegi og var allur fyrir miðnættið. Ólöf dóttir hans tjáði mér að faðir hennar hefði aldrei viljað hefja nýtt verk á mánudegi. Leifur var ungur. Samt finnst mér mjög langt síðan ég kynntist honum. Hitti hann stundum hjá Kristbjörgu frænku. Þar var margt rætt. Leifur var sérstakur. Sjónarmið allra skiptu hann máli, líka stráks sem átti ekki von á slíku í orðræðu hinna fullorðnu. Eftir heimkomu úr langdvölum er- lendis fann ég sterka löngun til að hitta þennan eftirminnilega frænda að nýju. Skyldi hann muna eftir mér? Mér fannst hann gleðjast við heim- sókn mína. Þetta var á fögrum sum- ardegi í miðjum sólmánuði. Tíu dög- um síðar slasaðist Leifur og var ekki hugað líf í margar vikur. Ótrúleg þrautseigja hjálpaði honum aftur til lífsins og heim í Keldudal. Leifur var sannarlega ekki einn. Með hjálp Stínu sinnar, Tóta og dætranna fékk Leifur ríflega tíu góð ár til að taka þátt í þró- un búsins, byggja upp ferðaþjón- ustuna og fylgjast með börnum sínum og barnabörnum þroskast. Til að sjá merkar fornleifar finnast í Keldudal. Leifur og Stína hafa haft einstakt næmi fyrir öllu sem lifir. Snemma átti Leifur vænstu haustlömbin. Bestu nyt í kúm. Einstaka gæðinga. Mann- fólk og gróður jarðar hefur dafnað með eindæmum í höndum þeirra. Börnin og barnabörnin eru einstak- lega vel gerð. Sumarbörn í Keldudal skynja hve dvöl þeirra þar varð þeim heilladrjúg. Undanvillingar döfnuðu líka enda merkilegir eins og allt ann- að líf. Félagsmálastofnanir sendu þeim Leifi og Stínu afvegaleidd ung- menni og það varð fólk úr þeim. Líf Leifs Þórarinssonar er líf hins næma íslenska bónda sem áttaði sig og greip tækifærin á nýjum tímum tækniframfara. Hann lærði fljótt að nýta sér allt sem stóð til boða. Þau Leifur og Stína tóku við litlu og rýru búi í Keldudal. Þangað er nú glæsi- legt heim að sjá. Lífsverk þeirra er stórbrotið. Leifur í Keldudal hefur skilað sínu og vel það. Gísli Einarsson. Það er að byrja að hausta, kaldir skýjabólstrar umlykja hin tröllauknu og tignarlegu fjöll, sem skapa um- gjörðina um hið fagra hérað Skaga- fjörð. Útjörðin ber haustliti, grös eru farin að sölna, öldurnar falla að með þunga í fjörunni undan Hegranesinu. Harmafregn berst frá Keldudal, Leif- ur bóndi er allur, dáinn og horfinn fyrirvaralaust, … dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Hjónin í Keldudal, Leifur og Krist- ín, eru af kynslóð sem mestu breytti á Íslandi til sjávar og sveita. Með dugn- aði og elju var sótt fram til betra lífs. Hugsjónir áttu þá ítök í mönnum sem fylltu þá baráttuanda og þreki til að vaka og vinna marga vornótt. Leifur var bóndi í orðsins fyllstu merkingu og unni íslenskri náttúru; löngunin kviknaði hjá litlum dreng og sveitin átti allan hans hug. Það hefur áreiðanlega þótt áræðið þegar Leifur og Kristín tóku Keldu- dalinn, miðlungs bújörð, og hófu þar sitt mikla lífsstarf. Þessari miðlungs jörð var breytt í höfuðból með ræktun og byggingu búfjárhúsa. Þau lögðu nótt við dag og sáu drauma sína ræt- ast. Allt grænkaði og greri og dafnaði í höndum þeirra hjóna. Í dag er búið í Keldudal eitt fremsta afurða- og ræktunarbú landsins. Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR PÉTUR SIGMUNDSSON, sem andaðist á Landakotsspítala föstudaginn 25. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 4. septem- ber kl. 13.00. Guðfinna Elísabet Benjamínsdóttir, Kristján Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Sigmundur Guðmundsson, Arna Rún Óskarsdóttir, Eiríkur Ómar Guðmundsson, Margrét Kristín Blöndal og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR, Klapparstíg 5, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri miðviku- daginn 30. ágúst. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju miðviku- daginn 6. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta kvenfélagið Baldursbrá eða FSA njóta þess. Andrés Bergsson, Arnar Andrésson, Hrefna Kristín Hannesdóttir, Gísli Andrésson, Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Andrésson, Margrét Pálsdóttir, Guðrún Andrésdóttir, Jakob Tryggvason, ömmu- og langömmubörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, sonar okkar, föður, afa og tengdaföður, KRISTJÁNS RÚNARS KRISTJÁNSSONAR múrara, Lómasölum 2. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á Blóðmeinadeild 11-G , Landspítalanum við Hringbraut sem og séra Jóni Dalbú. Bára Þórarinsdóttir, Guðrún Helga Karlsdóttir, Kristján Jónsson, Guðný Helga Kristjánsdóttir, Vignir Sveinbjörnsson, Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir, Magnús Jón Björgvinsson, Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Sturla Bergsson, Kristjana Rúna Kristjánsdóttir og barnabörn. Útför elskulegrar móður okkar og ömmu, REGÍNU SVEINBJARNARDÓTTUR frá Skálabrekku í Þingvallasveit, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 21. ágúst, hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Hún var jarðsett á Þingvöllum. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hörður Guðmannsson, Guðrún Þóra Guðmannsdóttir, Óskar Arnar Hilmarsson, Guðmann Reynir Hilmarsson, Guðmann Ólafsson, Jón Ólafur Ólafsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA PÁLSDÓTTIR frá Skál á Síðu, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu þriðjudaginn 5. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Prest- bakkakirkju. Anna Hildur Árnadóttir, Steingrímur Lárusson, Guðrún Árnadóttir, Sigurbjörn Árnason, Hjördís Sigurðardóttir, Guðríður Árnadóttir, Páll Árnason, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.