Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 43 Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Kvaddur er traust- ur og elskulegur vinnufélagi til nokk- urra ára og kær vinkona æ síðan; María Þorgeirsdóttir. Við vorum um tíma þríeykið sem sá um alla vinnu við þann erfiða málaflokk forsjár- og umgengnis- deilur hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Ekki var laust við smá kvíða hjá okkur sem vorum ríflega tíu árum yngri að fara að vinna með konu með svona mikla reynslu og sem hafði þar á ofan kennt við Há- skólann. En kvíðinn var strax fyrir bí því ljúfari samstarfsmann var vart hægt að hugsa sér. María var góður og traustur fagmaður, víðsýn, umburðarlynd og gefandi í öllu sam- starfi. Hún var dugleg að lesa sér til og fylgjast með nýjum hugmyndum og var lagin við að lyfta umræðunum á hærra og faglegra plan í amstri og á stundum nokkurri þreytu hvers- dagsins. Henni var lagið að ýta und- ir sjálfstraust manns þannig að mað- ur fór ævinlega ánægðari með sig af hennar fundi. Svo var hún svo skemmtileg. Margan fundinn héld- um við á stéttinni sunnan við hús þeirra Hannesar í Huldulandinu og var þá oft lengi verið að, mikið gam- an og umræðurnar gáfulegar. Á síð- kvölda- og næturfundum í vikudvöl á ráðstefnu í Glasgow urðu umræð- urnar ekki minna en djúpvitrar og hávísindalegar. María var afar glæsileg kona, svo glæsileg að þá tvítugur strákur ann- arrar okkar hafði orð á því hvað hún væri falleg, þó hún væri þá ríflega fimmtug. Hún var lagleg, fremur há- vaxin, grönn, með þetta þykka, fal- lega, stuttklippta, liðaða hár og bar sig alltaf eins og drottning, og í okk- ar huga var hún aldrei annað en ein- mitt drottning sem bar af öðrum. Hún var fagurkeri, unnandi allra lista og hafði fallega söngrödd. Hún var mikil áhugamanneskja um garð- rækt og bar litli garðurinn hennar því fagurt vitni, þar var allt vand- lega skipulagt með tilliti til blómg- unartíma og lita. Við breytingar á störfum fækkaði samverustundum en við náðum þó alltaf annað slagið að hittast, taka stöðuna og hafa það skemmtilegt og aldrei gleymdi María afmælisdögun- um okkar – hvernig sem á stóð barst alltaf afmæliskveðja frá Maríu. Trygglyndi hennar og umhyggju- semi var ofar eigin erfiðleikum þó á stundum væri af meira en nógu að taka, en sjálf barðist hún við krabbamein í annað sinn og hjúkraði síðan Hannesi dauðvona um lengri tíma. Við hefðum svo sannarlega viljað eiga fleiri samverustundir með Mar- íu okkar. Samtalinu var hvergi nærri lokið, viskubrunnurinn sem hún sat að ekki tæmdur og því erfitt að sætta sig við orðinn hlut. En víst er að hún gleymist okkur ekki sem vorum svo heppnar að fá að eiga hana að. Göngunni löngu er lokið. Og við setjumst upp í vagninn og ökum endalausa sléttuna. Þannig kvað faðir Maríu í ljóðinu „Að unnum sigri“ í ljóðabókinni Vís- ur jarðarinnar. Þannig kjósum við að sjá Maríu, – akandi um sléttuna og Hannes heldur um taumana. Bróður hennar, mágum og fjöl- skyldum þeirra, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís H. Hjartardóttir, Sigríður H. Hjörleifsdóttir. María H. Þorgeirsdóttir ✝ María HalldóraÞorgeirsdóttir fæddist á Laugum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 29. júlí 1940. Hún lést á heimili sínu 8. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Laugarneskirkju í kyrrþey 24. ágúst. Einn af frumkvöðl- um í félagsráðgjöf, hún María Þorgeirs, er látin og fyrir störf hennar, já og líf henn- ar allt ber að þakka. Hún var faglega sterk, jafnframt til- finningarík og mjög greind. Hún hafði eig- inleika, sem okkur langar öll til að hafa, eins og kímnigáfu góða, hlýju og einstak- an hæfileika til að sýna skilning. Hún kenndi mörgum kolleganum hvað virk hlustun er í raun og veru og það gerði hún einungis með því að vera virkur hlustandi sjálf. Það er nú einhvern veginn svo, að erfitt er að hugsa sér hvert leita skal, þegar horfinn er fagmaður, kollegi og vinur, horfinn á vit skap- ara síns, sem hún trúði á. Það rædd- um við á undanförnum hálfum öðr- um áratug. Trú sína rækti hún með því kyrrlæti, sem var einn af eðl- isþáttum hennar. Hún starfaði í kirkjukór, vildi ekki láta mikið á sér bera. Hún hafði áhuga á að sam- þætta jazz og kirkjutónlist. Fyrir átta árum hafði hún samband við undirritaða og færði þetta áhugamál sitt í tal. Hana langaði að koma þessari samþættingu að í sem flest- um kirkjum. Undirrituð hafði ekki ein forsvar fyrir þeirri kirkju, sem hún starfaði í þá svo ekkert varð úr samstarfi um þetta áhugamál Maríu. Tvisvar sinnum naut sú er þetta ritar þess að vera með þeim Hannesi í útlöndum. Þá treystust böndin. Þau voru skemmtilegir ferðafélagar. Nú er vegferð Maríu lokið, hún lifir ekki lengur í söknuði eftir kæran eiginmann, bæði eru þau nú í hvíld- inni hjá Guði sínum. Þeim góða Guði vil ég þakka fyrir þau, þakka fyrir kynnin, gleðistundir, ráðgjöf, stuðn- ing og það ekki síst að fá að veita stuðning, þegar það átti við. Í speki- ritum Biblíunnar stendur skrifað (Orðsk 15:33 og áfram): Ótti Drottins er ögun til visku, og auð- mýkt er undanfari virðingar. Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi, en svar tungunnar kemur frá Drottni. Manninum þykja allir sínir vegir hreinir, en Drottinn prófar hugarþelið. Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða. Allt hefir Drottinn skapað til síns ákveðna marks.– Með elsku og trúfesti er friðþægt fyrir misgjörð, og fyrir ótta Drottins forðast menn hið illa. Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni einhvers manns, þá sættir hann –. Með þessum orðum viljum við Leif þakka fyrir kynnin og biðjum góðan Guð að blessa og hugga syrgj- endur. Þórey Guðmundsdóttir. Ekki hefði ég trúað því árið 1968 þegar ég kynntist Maríu að hún myndi kveðja lífið svo snemma. Hún stendur mér nú ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum þegar hún tók á móti mér óreyndum nemanda frá erlend- um háskóla þá um vorið í litla gang- inum í húsakynnum Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur í Traðarkotssundi. Hún bauð mér inn á skrifstofuna til sín, horfði á mig þessum fallegu, alvarlegu augum og ábyrga svip og byrjaði að leiða mig í sannleikann um óburðugt ástandið í barnaverndarmálum á Íslandi. Sjálf var hún þá nýkomin frá Danmörku með próf í fræðunum og reynslu af starfi þar, bjartsýn og kraftmikil. Það var gott að njóta leiðsagnar hennar og aldrei kvíðvænlegt að bera upp óöryggi sitt og vangavelt- ur, slík var viðurkenningin og stuðn- ingurinn. Allt var skiljanlegt, en þurfti einfaldlega íhugunar við í hennar augum. Henni var afar lagið að beita lögunum rétt og fagleg nálgun var sömuleiðis sjálfsögð þannig að þung og flókin barna- verndarmál komust fljótt í heppileg- asta farveg. Þegar kom að því að vinna með dagála hafði hún einstakt næmi fyrir siðfræðilegum atriðum og virðingin fyrir skjólstæðingunum var í fyrirrúmi. Stundum horfðum við hvor á aðra og vissum ekki hvort við áttum að hlæja eða gráta yfir skelfilegum skrifum og tilþrifum pólitískt skipaðra „barnaverndar- kellinga“ sem vildu vera hvort tveggja í senn, nefndarmenn og sjálfskipaðir framkvæmdaaðilar, sem áttu það jafnvel til að grípa inn þvert á öll fagleg lögmál! Það var þá. María var ein af frumkvöðlunum í Stéttarfélagi íslenskra félagsráð- gjafa og var gjarnan í framvarðar- sveit um eflingu fagsins, löggjöf okkar og aðferðaþróun. Þá var fjör í félaginu og oft haldnir hálfgerðir „saumaklúbbsfundir“, m.a. á heimili þeirra Maríu og Hannesar. Þau hjón voru náin og miklir félagar sem kom til dæmis fram í því að hann sýndi málefnum okkar áhuga og lagði oft gott til mála. María var fyrsti fé- lagsráðgjafinn sem starfaði í heilsu- gæslu og ófáir samráðsfundir um fjölskyldumeðferð, þýðingar, þróun hópeflis o.s.frv. voru haldnir í hinni fögru byggingu Heilsuverndar- stöðvarinnar. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Um alllangt skeið starfaði María á Kvennadeild Landspítalans og próf- uðum við okkur þá áfram með sam- starf við geðdeildina um fjölskyldu- fræðslu ásamt kollegum okkar Nönnu K. Sigurðardóttur og Svövu Stefánsdóttur. Einn liður í því var samskiptanámskeið fyrir pör sem áttu von á fyrsta barni. Kringum 1980 unnum við líka saman í nefnd um undirbúning félagsráðgjafar- náms við Háskóla Íslands. María var frá upphafi meðal okkar bestu stundakennara og leiðbeinenda á vettvangi. Þar er nú skarð fyrir skildi. Síðustu árin voru Maríu erfið, heilsan þverrandi og skerandi sárt að missa Hannes. Því var stutt í dep- urð sem hún tjáði í ljóðum og öðrum listrænum farvegi. Þegar við hitt- umst, sem var of sjaldan síðustu ár, var samt brugðið á glens og léttleik- inn – kannski með ofurlitlum broddi – var ekki langt undan. Þannig minnist ég hennar. Þorsteinn maðurinn minn var í sama árgangi og Hannes og María í menntaskóla og var við nám sam- tímis þeim í Kaupmannahöfn. Hann á einnig margar góðar minningar um þau frá þessum árum mótunar- innar. Við þökkum samfylgdina og sendum aðstandendum samúðar- kveðjur. Sigrún Júlíusdóttir. ✝ Unnur Sam-úelsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. des 1919. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 9. ágúst 2006. Foreldrar hennar voru Samúel Ólafsson söðla- smiður frá Efra-Seli í Stokkseyr- arhreppi, f. 16.8. 1859, d. 11.11. 1934, og Sigríður Björns- dóttir frá Skála- brekku í Þingvallasveit, f. 11.4. 1885, d. 20.3. 1929. Systkini Unn- ar voru Guðrún Svava Sam- úelsdóttir, f. 6.9. 1921, d. 6.1. 2001. Hálfsystkini hennar eru: Jónas Sverrir Samúelsson, f. 1906, d. 1989, Una Guðný Lára Samúelsdóttir, f. 1894, d. 1988, Svava Samúelsdóttir, f. 1897, d. 1913, og Ólöf Unnur Sam- úelsdóttir, f. 1908, d. 1912. Unnur giftist Erlingi Brynjúlfs- syni fulltrúa hjá Eimskipafélagi Íslands, f. 20.5. 1917, d. 3.11. 1995. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sigríður Erlingsdóttir Wilson, f. 17.2. 1943, maki Harold Wilson 31.3. 1947, d. 11.8. 1996. Börn þeirra eru Patrick Erlingur Wilson, Kevin Björn Wilson. 2) Samúel Örn Erlingsson f. 20.8. 1948 maki Guðbjörg Ragna Ragn- arsdóttir f. 6.6. 1951. Börn þeirra eru Erlingur Örn Samúelsson, Unnur Samúelsdóttir, Silja Magnúsdóttir (stjúpdóttir). 3) Brynjúlfur Erlings- son f. 15.3. 1950, maki Margrét Björnsdóttir f. 21.12. 1952. Börn þeirra eru Björn Brynjúlfsson, maki Hildur Björk Kristjánsdóttir, börn þeirra eru Úlfur Örn Björns- son, Birkir Hrafn Björnsson, Rán Björnsdóttir; Erlingur Brynjúlfs- son, sambýliskona Anna Lilja Oddsdóttir; og Árni Brynjúlfsson. Barnabörnin eru átta og lang- ömmubörnin eru þrjú. Unnur ólst upp í Reykjavík og bjó þar til æviloka. Hún varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík og starfaði á lögmanns- skrifstofu þar til hún eignaðist sitt fyrsta barn. Eftir það var hún heimavinnandi húsmóðir. Árið 1947 dvaldi Unnur í Kaupmanna- höfn þar sem eiginmaður hennar var við störf fyrir Eimskipafélag Íslands. Útför Unnar var gerð í kyrr- þey. Ég hitti Unni tengdamóður mína fyrst árið 1973 og næstu árin og áratugina fékk ég að kynnast henni betur og betur. Unnur kom mér fyrir sjónir sem falleg, stórbrotin, sterk kona með ákveðnar skoðanir. Hún var ekki allra, hafði yfirbragð heimskonu, var vönd að virðingu sinni og hafði sterka réttlætiskennd. Unnur var aðeins níu ára þegar hún missti móður sína og föður sinn missti hún snemma á unglingsár- um. Kröfur um ábyrgð og sjálf- stæði hafa því eflaust verið meiri til hennar en margra jafnaldra. Unni gekk vel í skóla, hún tók stúdentspróf úr M.R. á þeim tíma þegar fáar stúlkur luku slíku prófi. Hún byrjaði nám í H.Í., var alla tíð þyrst í fróðleik og stundum var hægt að merkja hjá henni trega yf- ir því að hafa ekki fengið tækifæri til að háskólamennta sig meira en hún gerði. Unnur var ekki heilsu- hraust og setti það henni nokkrar skorður. Unnur var spennandi kona, hafði skarpa hugsun og minni, var óvenju ættfróð og áhugasöm um menn og málefni. Á Þingvöllum, þar sem hún og Erlingur byggðu sér og sínum fal- legan bústað, var hún óþreytandi við að segja börnum og barnabörn- um nöfn á jurtum, fuglum og fjöll- um. Unnur elskaði að lesa og var alæta á bókmenntir, það var mikið tekið frá henni þegar hún missti þann hæfileika. Sat hún þá stund- um í Eskihlíðinni með stækkunar- gler og las sig í gegn um greinar í Mogganum sínum, vakandi fróð- leiksfús, með brennandi áhuga á líf- inu í kring um sig. Unnur hafði fína kímnigáfu, hún naut þess mjög að eiga mennta- skólavinkonur sem hittust reglu- lega og sagði: „Við heyrum kannski ekki jafn vel og áður, þurfum að hvá oftar og misskiljum ýmislegt, en það er svo gaman hjá okkur.“ Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að þekkja Unni og þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir ömmu barnanna minna. Hvíl í friði. Ragna. Við fráfall Unnar Samúelsdóttur er okkur skólasystkinum hennar úr gagnfræða- og menntaskóla efst í huga þakklæti fyrir áratuga vináttu og tryggð. Með henni er gengin mannkostamanneskja sem við mát- um mikils og munum sakna. Unnur var að eðlisfari fremur al- vörugefin og dul, en kát og skemmtileg í vinahópi. Hún var glæsileg ung stúlka á götum Reykjavíkur, dökkhærð og brú- neyg og augun eilítið skásett. Hún ólst upp við Laugaveginn, þar sem mannlífið var fjörugt og fátt markvert á þeim slóðum fór framhjá henni. Eins og við mátti búast um svo fallega stúlku trúlofaðist hún strax í menntaskóla og voru þau Erlingur flott par á dansgólfinu á salnum, með málverk genginna merkis- manna á veggjum. Þau hófu búskap í fjölskylduhúsinu við Laugaveg og keyptu sér glæsileg stofuhúsgögn, þar sem fór vel um gesti. Erlingur hóf störf hjá Eimskipa- félaginu og fór til Kaupmannahafn- ar til að afla sér starfsmenntunar. Unnur var þar með honum nokkra mánuði og minntist oft þess tíma með dálitlum söknuði. Það hafa verið nokkur viðbrigði fyrir Unni að setjast að við Eskihlíð sem var nýtt hverfi, eftir uppvöxt- inn við Laugaveg, en hún aðlagað- ist fljótt og undi sér þar vel. Unnur var heimavinnandi húsmóðir, eins og flestar konur á þeim tíma og annaðist heimili sitt af kostgæfni og snyrtimennsku, þó hún gengi ekki heil til skógar um árabil. Að leiðarlokum viljum við þakka gestrisni og gleðistundir á heimili hennar. Börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. Unnur Samúelsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil |Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.