Morgunblaðið - 02.09.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.09.2006, Qupperneq 26
bækur 26 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Áhverjum armi er úr, upp um allaveggi hanga klukkur og á hverjumsíma eða tölvuskjá blasir tíminnvið. Við reynum að nýta þennan tíma sem best; borðum hratt, hugsum hratt, göngum hratt og vinnum hratt og engin mín- úta má fara til spillis. Breski blaðamaður Carl Honoré lifði slíku lífi eða þangað til hann rak augun í frétt um það að foreldrar gætu stytt kvöldsöguna fyrir börnin sín niður í eina mínútu. Þar sem hann skipulagði hvernig hann gæti rutt út úr sér nokkrum sögum á innan við tíu mínútum fyrir son sinn áttaði hann sig á því að líf hans snerist orðið um að gera eins mikið og hann gæti á sem stystum tíma. Þá fór hann að velta fyrir sér af hverju okkur lægi alltaf svona á og hvern- ig væri hægt að draga úr hraðanum. Hann sá að við höfðum þróað innra með okkur sí- fellt vaxandi hraðaþörf sem gengur út á að spara tíma og hámarka afköst. Út frá þess- um vangaveltum skrifaði Honoré bókina Lif- um lífinu hægar sem var að koma út hjá Eddu útgáfu í íslenskri þýðingu Geirs Svans- sonar. „Eftir að ég sá að ég var fastur í fimmta gír ákvað ég að gera eitthvað í því og þar sem ég er blaðamaður fann ég að mig lang- aði til að skrifa um það líka og reyna að ná utan um þetta hegðunarmynstur nútíma- mannsins. Í þessari bók er ég ekki að hugsa fyrir fólk heldur er ég bara að segja frá því sem ég komst að um þennan hraða,“ segir Honoré. Fullnæging á 30 sekúndum Lifum lífinu hægar nýtur mikilla vinsælda og hefur nú verið þýdd yfir á 26 tungumál. „Hraðinn er alheimsvandamál og það er eins og allir vilji hægja á sér og minnka áreitið en viti ekki hvernig þeir eiga að fara að því. Bókin kom út á réttum tíma, fyrir 15 til 20 árum hefði hún vakið áhuga nokkurra grúsk- ara og útbrunninna viðskiptamanna á fimm- tugsaldri en á seinustu árum, með spreng- ingu í efnahagslífinu og miklum tækniframförum, hefur hraðinn auk- ist. Í upphafi gerði hraðinn meira gott en slæmt en á undanförnum ár- um hefur það snúist við.“ Honoré segir alla smitaða af hraðavír- usnum. „Nýlega sá ég tímarit þar sem fyr- irsögn sagði; „Fáðu fullnægingu á 30 sek- úndum“, við erum meira að segja farin að elskast eftir skeiðklukku. Það þarf ekki að hægja á sér í öllu en það er skynsamlegra að gera margt hægar.“ Honoré segir að auðvitað sé erfitt að hægja á sér ef enginn í kringum mann gerir það. „Heimurinn mun aldrei vera þannig að allir geri allt á hárréttum hraða en við mun- um komast á stig þar sem margir reyna að gera hlutina hægar. Ég sé að fólk er ekki eins hrætt og áður við að hægja á sér þótt aðrir í kringum það geri það ekki. Jafnvel stórfyrirtæki sem þrífast á hraða eru farin að skipa starfsmönnum sínum að fara í frí.“ Kaldhæðnin í þessu að mati Honoré er að við erum svo óþolinmóð að við viljum jafnvel hægja á okkur hratt. „Þetta er langtíma- uppreisn sem gerist smátt og smátt. Við njótum ekki lífsins í dag þótt við höfum það efnahagslega gott, við erum óheilbrigð, ekki tengd ástvinunum og höfum ekki tíma fyrir börnin eða makann. Heimurinn verður að endurhugsa samband sitt við tímann.“ Líf Honoré hefur breyst heilmikið eftir út- komu bókarinnar. „Áður var ég alltaf að reyna að gera eitt í viðbót eða tvennt í einu og gera það hratt, en núna tek ég gæði fram yfir magn, minna er meira. Ég geri færri hluti betur og nýt lífsins í leik og starfi. Ég hætti að hafa áhyggjur af hverri mínútu og fór að njóta tímans. Í vinnunni segi ég orðið nei við verkefnum og tek mér pásur en það gerði ég aldrei áður. Ég nýt þess að lesa kvöldsöguna fyrir son minn og hann nýtur þess að ég gefi honum þennan tíma. Farsími og tölvur eru með off-takka og ég er farinn að ýta á hann. Ég mæti ekki á alla viðburði sem mér er boðið á, ég var í of mörgum íþróttum í frístundum og hætti því að spila tennis. Það koma hraðar stundir en ég á orðið fleiri hægari og er orkumeiri fyrir vikið,“ segir Honoré sem hætti meira að segja að ganga með úr. „Úr getur verið eins og ofhert hálsól. Ég hef góða tilfinningu fyrir tímanum en sam- band mitt við hann er sveigjanlegra núna. Það er of mikið af klukkum út um allt til að stressa fólk upp.“ Haltu í hefðirnar Vert er að spyrja þennan boðara betra lífs hvernig fólk eigi að hægja á sér. „Í fyrsta lagi á að gera minna, vinna hvert verkefni betur og njóta þess. Þetta er auðveldara en fólk heldur. Sjónvarpið er dæmi um eitthvað sem má taka út, en það og netið eru tíma- þjófar sem fólk verður að stjórna notkun sinni á. Í öðru lagi á fólk að taka úr sam- bandi, tæknin er til staðar en maður þarf ekki að vera tengdur henni allan tímann. Það á t.d. ekki að hætta í miðjum ástaratlotum til að svara í símann eða kíkja á tölvupóstinn. Byrjaðu á sunnudegi, slökktu á símanum og ekki kveikja á tölvunni, þér mun líða miklu betur og komast að því að þú ert ekki ómiss- andi, sem er mjög gott. Í þriðja lagi skaltu finna eitt athæfi yfir daginn sem neyðir þig til að slaka á, það gæti verið jóga, hugleiðsla, göngutúr, bókalestur, fjölskyldumáltíð eða langt bað. Reyndu að gera þessar stundir að hefð og þér mun líða betur,“ segir hinn yf- irvegaði Carl Honoré að lokum. Hraðinn er vandi sem þarf að laga Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Stress Klukkur og úr eru úti um allt til að minna okkur á hvað tíminn líður hratt. Morgunblaðið/Sverrir Afslappaður Carl Honoré, höfundur bókarinnar Lifum lífinu hægar, hætti að láta tímann stjórna sér. Að slökkva á farsímanum og kíkja ekki á tölvupóstinn í lang- an tíma virðist mörgum okkar óhugsandi en samkvæmt bók- inni Lifum lífinu hægar er það liður í því að njóta lífsins. Ingveldur Geirsdóttir hitti Carl Honoré, höfund bókarinnar, í af- slöppuðu spjalli. Jákvæðni Í umferðinni gerir jákvæðni bíltúrinn miklu skemmtilegri og þú kemur rólegri á áfangastað. Morgunblaðið/RAX ingveldur@mbl.is hönnun SVALIR morgnar minna okkur á að sumarið er að kveðja og haustið í nánd. Hlýrri föt eru kannski æskileg en helst ekki dregin fram fyrr en sumardressið nær ekki lengur að halda þokkalegum hita á kroppnum. Sólþyrstir og seinþreyttir til vandræða halda Ís- lendingar því áfram að klæða sig eins og enn sé hásumar og þá getur verið býsna gott að eiga góða værðarvoð til að skríða undir þegar heim er komið, kíkja í bók og fá sér kakó. Framundan er tími rökkurs og rómantíkur, kerta og kósýheita í kólnandi veðri. Huggulegt á haustkvöldi Ljúft Þessi ofurmjúku ullarteppi eru frá Rolf Benz og kosta 19.900 kr. Fást í Exó, Fákafeni. Rómantík Kósý ábreiða. Frú Fiðrildi, Laugavegi, 15.900 kr. Falleg Hettu- teppin eru líka til í barnalegum stærðum. Fást í Kisunni, Lauga- vegi, og kosta 4.600 kr. Sígilt Alíslensk ullarteppi. Fást í Islandia í Kringlunni. Kosta frá 5.490–7.360 kr. Morgunblaðið/Eyþór Hlýtt Fyrir þá sem vilja sveipa sig alla. Ullarflísteppi með hettu. Fæst í Kisunni, Laugavegi, og kostar 8.300 kr. Eftir Katrínu Brynju Hermannsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.