Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 45
lega orð umhyggja kemur upp í hugann þegar hún átti í hlut. Það var því ekki tilviljun að hún var kölluð til að annast móðurbróður okkar, kempuna gömlu Einar Guð- finnsson, þegar elli kerling sótti að honum undir lokin. Í því hlutverki komu hennar bestu eiginleikar í ljós – röggsemi og skörungsskap- ur við húsverk en mikilvægast af öllu hlýja og nærgætni. Þegar ég hitti Einar frænda einsamall á síð- ustu mánuðum ævi hans hvíslaði hann að mér: „Hún Dæja er alveg einstök kona.“ Gamla hetjan skynjaði fullvel hver það var sem var að leggja sig alla fram til að honum mætti líða sem best. Að leiðarlokum viljum við Sal- björg og börn okkar þakka Dæju margar indælar samverustundir á heimilum okkar og skemmtilegum sameiginlegum ferðalögum þar sem ferðin til Færeyja árið 2002 ber hæst í minningunni. Öllu starfsfólki heilbrigðisstofn- ana á Ísafirði, Bolungarvík, Reykjavík og Hveragerði eru færðar hugheilar þakkir fyrir þátt þeirra í að gera þessa erfiðu bar- áttu léttbærari. Nöfn þeirra eru of mörg upp að telja. Þó verður ekki skilið við öðru vísi en að nefna nafn þess sem fylgdist með veik- indunum frá fyrsta til síðasta dags, uppörvaði og hughreysti Dæju og Guðmund og var þeim ómetanleg stoð og stytta. Það er gott að vera góður læknir. Það er enn betra að leggja alúð og hug í starfið. Hafðu heila þökk, Halldór Jónsson frændi. Kæri bróðir. Það er stórt skarð fyrir skildi hjá þér, börnum, tengdabörnum og öllum afkom- endum ykkar. Við vitum þó að kjarninn í lífi Dæju var að gefa og miðla frekar en að þiggja og taka við. Þegar getan til þess var brost- in var dauðinn sá líknargjafi sem hún var orðin sátt við. Við skulum því gleðjast yfir því góða sem hún veitti og lifa áfram í þeirri trú að hún uppskeri nú líf í þeirri unaðs- sælu sem hún sáði til. Guð veri með ykkur öllum. Ólafur Bjarni Halldórsson. Elsku Dæja. Það eru ljúfar minningar sem ég á um dvöl okkar og ykkar Guðmundar á Heilsuhæl- inu í Hveragerði á liðnum vetri. Við Benedikt nutum þess að sitja með ykkur til borðs í matsalnum. Þar ræddum við um liðnar stund- ir, hlógum og gerðum að gamni okkar. Þá varst þú orðin fárveik. Oft kom það fyrir að þú gast ekk- ert borðað. En sálarró þinni var ekki haggað. „Þetta hlýtur að lagast fljótlega,“ varst þú vön að segja. Þú varst alltaf bjartsýn og jákvæð og mjög ánægjulegt og gefandi að vera með ykkur. Guð- mundur ók með okkur á bílnum ykkar. Við sáum mikið af næsta nágrenni og öll nutum við þessara ferða. Þið dvölduð í Reykjavík á með- an þú fórst í læknismeðferð. Guð- mundur var mjög umhyggjusamur og bæði horfðuð þið björtum aug- um til framtíðar. Dæja, þú komst heim til Bol- ungarvíkur, þar heimsótti ég þig og þú sagðir með bros á vör: „Ég held að héðan í frá verði heilsa mín aðeins á uppleið. Ég er búin að fara út í tvo daga.“ Þú varst alltaf vongóð og æðrulaus. Þegar foreldrar mínir Elísabet og Einar Guðfinnsson voru orðin öldruð og þurftu á hjálp að halda buðust þau Dæja og Guðmundur til að flytja í kjallaraíbúð, sem var í húsi mömmu og pabba, og vera þeim til aðstoðar. Þetta var vel þegið og við systkinin erum ákaf- lega þakklát þeim hjónum. Foreldrar mínir héldu mikið upp á Dæju. Hún var hlý og góð, háttprúð og vann verk sín vel og hljóð en Guðmundur hélt uppi samræðum og kom pabba til að hlæja með mælsku sinni og sög- um. Oft sátu þeir frændur á tali. Guðmundur kunni ótal sögur af pabba, sem ég hafði aldrei áður heyrt, en voru mjög skemmtilegar. Fyrir umhyggju þeirra hjóna við foreldra okkar vil ég af heilum hug þakka þeim hjónum. Guð- mundur er ófeiminn við að segja meiningu sína, en við konu sína var hann mikið ljúfmenni, enda mat hann hana mikils og reyndist henni góður förunautur. Ég vil að lokum votta Guðmundi og börnum þeirra innilega samúð. Hildur Einarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 45 þér vel. Við trúum því að heyrnin sé aftur orðin góð og að þér líði vel. Það var gott að geta kvatt þig og faðmað áður en þú sofnaðir, hvíslað að þér þakklætisorðum fyrir ljúfa samleið. … En ár og eilífð skilja okkur að og enginn getur komið í þinn stað, þó skal minningin lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég … (Friðrik Erlingsson.) Við pössum ömmu fyrir þig. Guðný, Stefanía, Heiða, Sigríður og Sigurður Óli. Elsku afi. Þetta verður skrítið. Við erum svo dekruð að hafa alltaf átt tvo afa. Það verður erfitt að venjast því að eiga allt í einu bara einn. En við vitum að þú ert kominn á betri stað. Stað þar sem enginn þarfnast líkama. Það var gott fyrir þig að komast þangað. Við erum þér innilega þakklát fyrir góðar stundir í Flatey að klappa kollunni við rólustaurinn. Fyrir dansana sem stignir voru í samkomuhúsinu. Fyrir göngutúrana niður í Eiðið. Fyrir útskýringarnar á lífinu á landinu, í sjónum og loft- inu. Takk, elsku afi. Við munum sakna þín sárt. En við sjáumst, Kveðja. Eyja, Ína og Gunnar Óli. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig deyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku langafi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Pála Margrét, Sigurveig Anna, Bryndís Heiða og Styrmir Franz. Föstudaginn 1. september síðast- liðinn voru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Jenna Kristins Jónssonar, hljóðfæraleikara, laga- og textahöf- undar. Jenni fæddist í Ólafsvík, sonur Jóns Hafliðasonar skipstjóra, sem ættaður var úr Fljótum í Skagafirði og konu hans, Anínu Sigrúnar Krist- mundsdóttur, sem ættuð var af Snæ- fellsnesi. Jenni fluttist ungur með foreldrum sínum til Patreksfjarðar og leit jafnan á sig sem Patreksfirð- ing og Barðstrending. Jenni var aðeins átta ára þegar hann eignaðist fyrstu harmóníku sína. Tónlistin virðist hafa verið hon- um í blóð borin og sextán ára var hann farinn að leika fyrir dansi á dansleikjum fyrir vestan. Það var upphafið að löngum og farsælum tón- listarferli, sem stóð næstu áratugina. Í kreppunni á þriðja og fjórða ára- tug síðustu aldar var vinna stopul og þá drógu margir sem eitthvað kunnu fyrir sér í hljóðfæraleik fram lífið með spilamennsku. Liðtækir hljóð- færaleikarar áttu ágæta möguleika til að drýgja tekjurnar og Jenni Jóns var einn þeirra. Á þessum árum lék hann víða um land og var langdvölum á stöðum eins og Ísafirði, Akureyri og Siglufirði. Í stríðsbyrjun, 1939, fluttist Jenni til Reykjavíkur og þar lék hann nær óslitið fyrir dansi með annarri vinnu í hartnær þrjátíu ár. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur lagði hann harmóníkuna á hilluna og settist við trommurnar sem urðu aðalhljóðfæri hans upp frá því. Meðal harmóníku- leikara sem léku með Jenna á þessum árum má nefna Gretti Björnsson, Jó- hann Eymundsson og Ágúst Péturs- son, en þeir tveir síðarnefndu léku ár- um saman með Jenna í hljómsveit hans sem hann nefndi Hljómatríóið. Í minningargrein um Jenna látinn árið 1982 ritar Ágúst Pétursson með- al annars: „Ég kynntist Jenna árið 1942 þegar hann var fenginn til Vest- mannaeyja til að spila í Alþýðuhúsinu þar í bæ. Við spiluðum þar oftast bara tveir um eins og hálfs árs skeið. Betri félaga hefði ég ekki getað hugsað mér að vinna með. Engan, hvorki fyrr né síðar, hef ég þekkt, sem hafði eins næmt auga fyrir broslegu hliðum lífs- ins, og gerði allt svo lifandi og ljóst með sinni snilldarlegu frásagnar- gáfu.“ Jenni var ávallt ákaflega reglu- samur og naut jafnan mikils álits samferðamanna sinna. Þegar Grettir Björnsson var að hefja feril sinn sem harmóníkuleikari, kornungur, var móður hans um og ó að sjá á eftir honum í næturlífið. En þar sem Jenni var hljómsveitarstjórinn sætti hún sig við það, gegn því að Jenni sækti Gretti heim og skilaði honum aftur að balli loknu. Hljómsveitir Jenna Jóns þóttu jafnan mjög lagnar við að halda uppi fjöri á dansleikjum. Fræg var saga af Þorrablóti Barðstrendingafélagsins einhvern tíma á sjötta áratugnum. Það þótti svo skemmtilegt að það var endurtekið mánuði síðar! Miklar sög- ur fóru af fjörinu á dansleikjum hljómsveitarinnar í Skátaheimilinu við Snorrabraut, Gúttó í Hafnarfirði, Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði og fleiri stöðum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær fyrstu lög Jenna Jóns urðu til, en það hefur líklega verið fljótlega eftir að hann fór að spila á dansleikjum. Þess- um lögum var ekkert sérstaklega haldið til haga og það var ekki fyrr en 1953 þegar lagið Vökudraumur vann til verðlauna að Jenni Jóns komst á blað meðal dægurlagahöfunda. Næstu árin komu fjölmörg lög frá Jenna og mörg þeirra náðu miklum vinsældum. Í óskalagaþáttum þess tíma voru lög eins og Vökudraumur, Brúnaljósin brúnu og Ömmubæn fastir liðir eins og venjulega – og á böllunum dönsuðu menn Lipurtá í jenkatakti. Textarnir við lög Jenna þóttu ákaflega vandaðir og vel ortir, en um þá hlið mála sá hann líka sjálf- ur, enda ágætlega hagmæltur. Það var árið 1954 sem Jenni komst á toppinn. Það ár unnu Brúnaljósin brúnu til fyrstu verðlauna í danslaga- keppni SKT. Tveimur árum síðar vann lagið Viltu koma? önnur verð- laun í sömu keppni. Það var svo í danslagakeppni Ríkisútvarpsins 1966 að tvö lög eftir Jenna Jóns unnu til verðlauna; sigurlagið Lipurtá og Ólafur sjómaður, vals sem tileinkaður var Ólafi Sveinssyni sem var mágur Jenna. Fjölmargir söngvarar hafa sungið lög Jenna Jóns inn á plötur og má þar nefna Hauk Morthens, Alfreð Clau- sen, Elly Vilhjálms og Einar Júl- íusson. Fyrstu ár Jenna í Reykjavík var aðalstarf hans hjá bifreiðastöðinni Hreyfli, en síðustu árin hjá KRON, þar sem hann var verslunarstjóri. Jenni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigfríður Sigurðardóttir og með henni eignaðist hann eina dóttur, Erlu. Síðari kona Jenna var Svava Sveinsdóttir og áttu þau einn son, Er- ling. Þá gekk Jenni syni Svövu af fyrra hjónabandi, Kristni Stefáns- syni, í föðurstað. Jenni Jónsson lést hinn 11. janúar 1982 eftir löng og erfið veikindi. Vilhelm G. Kristinsson. Jenni Kristinn Jónsson – (Jenni Jóns) ALDARMINNING Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við and- lát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS AÐALSTEINS JÓNSSONAR fyrrverandi orðabókarstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3 N, hjúkr- unarheimilinu Eir, fyrir góða umönnun. Vilborg Guðjónsdóttir, Jón Viðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Elísabet Sólbergsdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir, Birgir Karl Knútsson og afabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður og ömmu, BIRNU FJÓLU VALDIMARSDÓTTUR, Rauðagerði 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki gjörgæslu- deildar Landspítalans í Fossvogi fyrir góða um- önnun. Sigrún Halldórsdóttir, Jóhann Hjaltason, Björn Davíð Kristjánsson, Alfreð Halldórsson, Elín Sigurðardóttir, Valdimar Halldórsson, Sigríður S. Heiðarsdóttir og barnabörn. Bróðir okkar, ÞORSTEINN SKÚLASON frá Hólsgerði, Fellsmúla 16, Reykjavík, andaðist á Skjóli miðvikudaginn 30. ágúst. Skúli Skúlason, Kristveig Skúladóttir, Þorkell Skúlason. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru BJARGAR ÞURÍÐAR GUÐFINNSDÓTTUR, Hofteigi 4. Erla Hólmfríður Ragnarsdóttir, Guðfinna Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir, Hrönn Hilmarsdóttir, Þorgeir Adamsson, Björg S. Juto, Ingvar Bjarnason, Ragnar K. Juto, Guðrún Lína Thoroddsen, Adam Þór, Ragnhildur Erla, Garðar og Ragnar Björn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.