Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa Stokkhólmi. AP, AFP. | Einstök ríki og stofnanir ákváðu í gær að styðja Palestínumenn með 35 milljörðum ísl. kr. og er sá stuðningur raunar meiri en Sameinuðu þjóðirnar höfðu farið fram á. Var þetta samþykkt á sérstakri ráðstefnu, sem efnt var til í Stokkhólmi um Líbanon, en til uppbyggingarstarfs þar hefur verið heitið 65 milljörðum kr. Jan Egeland, sem sér um að sam- ræma neyðaraðstoð á vegum SÞ, sagði í gær við upphaf umræðna um þrengingar Palestínumanna, að Gaza-svæðið væri „tifandi tíma- sprengja“. Efnahagslífið væri hrun- ið, rafmagn og vatn af skornum skammti, vannæring mikil og allar aðstæður fólksins hinar ömurleg- ustu. Sagði hann, að eftir að Palest- ínumenn á Gaza hefðu rænt ísr- aelskum hermanni hefðu Ísraelar haldið uppi látlausum hernaði á svæðinu. Í þessari óöld hefðu 11 Ísraelar látið lífið en 200 Palest- ínumenn. „Eins og dýr í búri“ Egeland kvaðst hafa komið til Palestínu öðru hverju sl. 25 ár en aldrei orðið var við „jafnmikið hatur og örvæntingu og nú“. Sagði hann, að á Gaza byggju 1,4 millj. manna og væru þar „eins og dýr í búri“. Jan Eliasson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær, að hörmung- arnar í Palestínu hefðu fallið í skuggann af atburðunum í Líbanon. Meðal Palestínumanna og sérstak- lega á Gaza ríkti allsherjarneyðar- ástand. Mikil neyð á Gaza-svæðinu Reuters Örvænting Skelfing og neyð eru nú hlutskipti Palestínumanna á Gaza. »Margir helstu innviðir sam-félagsins á Gaza eru í rúst og um 80% íbúanna búa við sár- ustu fátækt. »Vannæring meðal íbúanna,sem eru 1,4 millj., er svo mikil, að margar mæður korna- barna eru ófærar um að mjólka þeim. »Um 70% íbúanna eru alvegupp á matargjafir hjálpar- stofnana komin en núverandi matarbirgðir þar endast ekki nema í mánuð. Í HNOTSKURN Berlín. AP, AFP. | Fyrsta tunglfar Geimvísindastofnunar Evrópu, ESA, á að brotlenda á tunglinu á morgun, sunnudag, eftir þriggja ára ferð frá jörðinni. Í geimfarinu eru rannsóknartæki sem voru notuð til að afla gagna um yfirborð tunglsins. Tunglfarið er knúið með fareindavél og tækni sem ESA hyggst nota til að senda geimfar til Merkúrs árið 2013 í samstarfi við geimvísindastofnun Japans. Hugsanlega verður þessi tækni einnig notuð til að senda menn til Mars. Gerhard Schwehm, leiðang- ursstjóri ESA, sagði að slík far- eindavél hentaði mjög vel til að koma geimskipum mjög langt út í geiminn með litlu eldsneyti. Vélin býr til straum rafhlaðinna frum- einda sem nefnast fareindir. Þann- ig er búinn til þrýstikraftur sem er ekki meiri en svo að hann rétt dugir til að halda uppi póstkorti. Með því að nýta þennan litla en stöðuga þrýstikraft komst SMART-1 á braut um tunglið á fjór- tán mánuðum, eftir að því var skot- ið á loft með Ariane-5 eldflaug. Hraðinn jókst jafnt og þétt og braut geimfarsins um jörðina stækkaði smám saman þar til það var komið inn á þyngdarsvið tunglsins og á braut um það. Ferðin tók langan tíma saman- borið við fyrsta mannaða geimfar Bandaríkjamanna, Apollo 11, sem komst á braut um tunglið á aðeins rúmum þremur sólarhringum árið 1969. SMART-1 fór löngu leiðina til tunglsins – rúma 100 milljónir km, en beina leiðin er um 350.000 til 400.000 kílómetrar. Geimferðin var hins vegar tiltölulega ódýr, kostaði ESA sem svarar tæpum 10 millj- örðum króna. Um 80 kílógrömm af xanon-gasi voru eina eldsneytið sem þurfti alla þessa leið. Geimfari brotlent á tunglinu             $ 8 : -(S 1 @   -";    /" &  &/$ " &   01+2 3"  ,4  4 5&  &  *, &   &  ! 5  &  %       67 01+2 % &$ %       % ( ! " #$%&  '( )()(( % ," % *+ ,#  & ,&( ( -"   "+  ,"  ( ($" &", % /% .    ,& 1  /+    &",, ,  (  ,& % &$ % / &" #  ,&  <    R.%*& 3          +689:+;<= C %*& 3  5  #* %  .%*&   8 8998 >89: ?8 >89: -?(51, #    %    8*E "# .#   " H% *E H    8 #  6  ?  "# ? % / 0/ # #  0&   '  1"  ," (  & 2$%&  '    ! ",  8# 961+ 34567 "  (% -'   "  ("  " $  (8  +186 4+ #$%&(" "  &)(' " ) " , &   +     ,&( ( 08 9  8 , "  (" ,"  #(" # , ($ ),), :8&  :2@8A0 6 ," 8 , "  ("   &",, # "  ,(" # +     ;" "   +  <$),"   &" # &    )(&" (  )  / &" # , ," <8    ( #  + " ,"  &" #  &&"  ( # () "  &" # , (  " #& >&  *, & #  !  ,"  ( (    (' (  (  < &< $   <+ ,# ($ ,&( ( ,  (  <     B       Teheran. AP, AFP. | Um 30 manns að minnsta kosti fórust er eldur kom upp í farþegaþotu við lendingu í borginni Mashhad í Austur-Íran í gær. Var það haft eftir yfirmanni flugmála í landinu í gær en áður voru fréttir um, að allt að 80 hefðu farist. Flugvélin var að koma frá borg- inni Bandar Abbas í suðurhluta landsins og sagði fréttamaður sjón- varpsins, að eldur hefði komið upp eftir að hjólbarði sprakk í lendingu. Rann vélin logandi út af flugbraut- inni og brotnaði í tvennt. Þotan, sem var í eigu íranska flug- félagsins Iran Airtours, var rúss- nesk, af gerðinni Tupolev 154, með 148 farþega um borð. Eru flestar ír- anskar farþegaþotur komnar vel til ára sinna og vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar hefur Írönum gengið illa að afla sér varahluta í bandarískar vélar. Mohammad Rahamti, samgöngu- ráðherra Írans, lagði á það áherslu í gær, að flugslysið í Mashhad hefði ekki stafað af aldri flugvélarinnar eða varahlutaskorti. Sagt var, að enginn úr áhöfn flug- vélarinnar hefði látið lífið í eldinum og reynist það rétt, að um 30 hafi far- ist, er líklegt, að tekist hafi að bjarga um 120 manns. Margir voru þó sagð- ir slasaðir. Til Mashhad, sem er um 1.000 km norðaustur af höfuðborginni, Teher- an, koma um 12 milljónir manna ár- lega en þar eiga sjítar marga helgi- dóma. Flugslys hafa verið mjög tíð í Íran að undanförnu en alls hafa 1.460 manns látið lífið í 17 flugslysum þar síðasta aldarfjórðunginn. Reuters Stórslys Hópur björgunarmanna við flak Tupolev-vélarinnar. Mannskætt flugslys í Íran YFIRVÖLD í Volgograd, áður Stal- íngrad, í Rússlandi hafa ákveðið, að umferðarlögreglan í borginni verði eingöngu skipuð konum. Tilgang- urinn með því er að uppræta rót- gróna spillingu í lögreglunni. Míkhaíl Tsúkrúk, yfirmaður lög- reglunnar í Volgograd, sagði í viðtali við dagblaðið Ízvestíja, að til að byrja með yrði sveit 26 kvenna falið að hafa eftirlit með umferðinni í mið- borginni vegna þess, að „rannsóknir sýna, að það er erfiðara að múta kon- um en körlum“. Sagði frá þessu á fréttavef Berlingske Tidende. Spilling meðal rússneskra lög- reglumanna er mikil og það getur verið dýrt spaug að lenda í klónum á þeim. Þeir eru alræmdir fyrir að láta fólk borga háar sektir á staðnum fyr- ir mismikil brot, jafnvel uppspunnin, og stinga síðan fénu í eigin vasa. Tsúkrúk segir, að þetta hafi ekk- ert með kynjajafnrétti að gera og tekur fram, að konur, sem vilji sækja um, þurfi ekki að vera langleggjaðar ljóskur. „Það skaðar þó ekki, að þær líti vel út,“ sagði lögreglustjórinn. Konur gegn spillingunni TEKIST hefur að lækna tvo menn af banvænum húðkrabba með því að breyta erfðafræðilega þeirra eigin ónæmisfrumum, að sögn BBC. Kem- ur þetta fram í grein í vísindatímarit- inu Science en það voru vísindamenn á vegum bandarísku krabbameins- stofnunarinnar, sem að þessu unnu. Fram kemur í greininni, að erfða- breyttu ónæmisfrumurnar, T-frum- urnar, hafi breyst í sérhæft vopn gegn krabbameinsfrumum og segj- ast vísindamennirnir hafa sýnt fram á, að til dæmis sé unnt að breyta þeim þannig, að þær ráðist sérstak- lega á krabbamein í brjóstum, lifur og lungum. Í tilrauninni voru það raunar aðeins tveir af 17 sjúklingum, sem losnuðu alveg við meinið á hálfu öðru ári, en sérfræðingarnir segja, að niðurstaðan sé samt mjög spenn- andi og sýni, að þessi aðferð virki. Dr. Stephen Rosenberg, fyrirliði rannsóknahópsins, segir, að T-frum- ur úr sjúklingunum sjálfum hafi ver- ið einangraðar og síðan ræktaðar eða fjölgað á rannsóknastofu. Síðan er veira látin flytja viðtaka inn í T- frumurnar en hann gerir þeim kleift að þekkja tilteknar krabbameins- frumur. Þegar þessum breyttu T- frumum er sprautað í sjúklinginn ráðast þær strax gegn æxlunum. Breyttar frumur gegn krabbameini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.