Morgunblaðið - 02.09.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 53
menning
LJÓSMYNDA
SAMKEPPNI
UNGA
FÓLKSINS
ANDLIT VÍSINDAMANNSINS
Reglur og skil:
● Myndin þarf að þola prentun og stækkun í A4 eða stærra.
● Skila skal mynd á geisladiski auk útprentaðrar myndar.
● Myndir mega vera hvoru tveggja .jpg eða .tif, en án layera eða maska.
● Gæði myndanna og frágangur hafa áhrif á mat dómnefndar.
● Síðasti skiladagur er 8. september 2006.
Myndin sendist til:
Ljósmyndasamkeppni, Vísindavaka, Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík
Merkja þarf diskinn og myndina með dulnefni. Umslag þarf að fylgja merkt dulnefni með upplýsingum um sendanda
(nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer).
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina: Canon EOS 350D hágæða myndavél frá Nýherja.
Frekari upplýsingar veitir Ása Hreggviðsdóttir hjá alþjóðasviði Rannís, asa@rannis.is eða í síma 515 5811
Dómnefnd: Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, Steinunn Thorlacius, líffræðingur og Páll Vilhjálmsson, sviðstjóri.
16 - 23 ára
Í tilefni af Vísindavöku 22. sept. nk. efnir Rannís til ljósmyndakeppni meðal ungs fólks á aldrinum
16 - 23 ára. Þema keppninnar er „Andlit vísindamannsins“ og er ætlast til að ljósmyndarar fangi
vísindamanninn og vinnu (umhverfi) hans.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Á sunnudaginn var fjallað um MySpacehér í blaðinu, en það er vefsetur semgerir fólki kleift að kynna sig og
kynnast öðrum og hefur nýst hljómsveitum
og tónlistarmönnum einkar vel. MySpace hef-
ur vaxið gríðarlega hratt en annað fyrirbæri
á netinu, YouTube, sem ekki er nema árs-
gamalt, hefur notið enn meiri hylli og á að
líkum eftir að hafa meiri áhrif til lengri tíma
litið en MySpace.
YouTube er vefsetur fyrir myndskeið þar
sem notendur vefsetursins lesa sjálfir inn efn-
ið. Ef marka má stofnendur YouTube var það
ætlun þeirra að vefsetrið yrði vettvangur fyr-
ir myndbönd almennings, myndbönd sem fólk
gerði sjálft, hvort sem um væri að ræða list-
rænar stuttmyndir eða myndir af gæludýrum
eða börnum. Það hefur og orðið raunin, á
YouTube eru milljónir myndbanda eftir millj-
ónir höfunda, en einnig er þar að finna tug-
þúsundir myndbanda sem sett eru inn án vit-
undar og vilja höfundarréttareigenda;
myndskeið úr íþróttakappleikjum, tónlistar-
myndbönd, brot úr sjónvarpsþáttum og bíó-
myndum og svo má telja. Samkvæmt nýleg-
um upplýsingum frá fyrirtækinu senda
notendur YouTube inn um 70.000 myndskeið
á sólarhring.
Mest ber þó enn á því efni sem almenn-ingur hefur sjálfur sett saman enda
eiga milljónir manna myndbandstökuvélar,
enn fleiri síma með myndbandsmöguleika og
grúi á líka vefmyndavélar sem tengdar eru
beint við tölvur. Þetta notar fólk sér og sem
dæmi má nefna mashup-myndbönd sem eru
gríðarlega vinsæl á YouTube, en þá hafa
menn blandað saman efni úr ólíkum áttum til
að gera úr eitt verk. Eins er nokkuð um það
að tónlistarmenn noti YouTube til að kynna
sig, til að mynda með því að sýna færni á
hljóðfæri.
Upphaflegur tilgangur YouTube, að gerafólki auðveldara að tjá sig með mynd-
böndum, hefur því gengið eftir en einna
mestur vaxtarbroddur er þó í að setja inn for-
vitnileg myndskeið úr sjónvarpi. Þannig rata
flest þau myndskeið sem vekja athygli vestan
hafs beint á YouTube og oft nánast um leið.
Gera má og ráð fyrir því að í kosningabarátt-
unni sem framundan er vestan hafs muni
YouTube skipta miklu máli, enda lifir á You-
Tube öll vitleysa sem frambjóðendur láta frá
sér fara í hita leiksins.
Samkvæmt vefmælingum er YouTube ein
af vinsælustu vefsíðum heims, í þrettánda
sæti og á uppleið. Gestir á mánuði eru í
kringum tuttugu milljónir og alls er horft á
um hundrað milljón myndbönd á dag hjá
YouTube. Mismunurinn á fjölda gesta og
myndbanda skýrist af því að auðvelt er fyrir
notendur að vísa á myndbönd sem vistuð eru
hjá YouTube og láta þau spilast á viðkomandi
vefsíðu. Gríðarlega vinsælt er að birta You-
Tube-myndbönd á bloggsíðum og einnig hafa
sprottið upp vefsíður sem veita aðgang að
ýmislegu efni sem er í raun vistað hjá You-
Tube. Gott dæmi um það eru vefsetur sem
veita aðgang að anime, japönskum teikni-
myndum, en þau haga mörg málum svo að
þau halda utan um lýsingar á þáttum, yfirlit
yfir þá og tilheyrandi, en þegar notandi vill
síðan horfa er myndbandinu streymt frá You-
Tube.
Kvikmyndafyrirtæki hafa mörg áttað sig áað YouTube er fín leið til að kynna kvik-
myndir og hafa því séð í gegnum fingur sér
þótt einstaklingar hafi verið að setja inn brot
úr myndum eða kynningarmyndbönd nýrra
mynda. Eins hafa mörg plötufyrirtæki látið
afskiptalaust þó að á YouTube sé að finna
tónlistarmyndbönd, enda eru slík myndbönd
alla jafna hreinræktaðar auglýsingar hvort
eð er (og geta haft mikið heimildagildi – leitið
til að mynda að sugarcubes birthday andy á
YouTube til að sjá tónleikaupptöku frá öðr-
um tónleikum Sykurmolanna í Lundúnum
(1987)). Reyndar hafa aðstandendur You-
Tube lýst því yfir að fljótlega muni fyrirtækið
vista öll tónlistarmyndbönd sem gerð hafi
verið vestan hafs og hvað verður þá um
MTV?
70.000 myndskeið á sólarhring
» Gestir á YouTube eru íkringum tuttugu milljónir á
mánuði og alls er horft á um
hundrað milljón myndbönd á
dag.
Vinsælt Áhrif YouTube fara vaxandi.
AF LISTUM
Eftir Árna Matthíasson
blog.arnim.is