Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ V.J.V. TOPP5.IS eeee eeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS B.J. BLAÐIÐ ICELAND FILM FESTIVAL 2006 Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER AN INCONVINIENT TRUTH THE SISTERS A COCK AND BULL STORYJASMINE WOMAN LOOKING FOR ... THE LIBERTINEWHERE THE TRUTH... SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 2 - 4 Leyfð LITTLE MAN kl. 8 - 10 SNAKES ON A PLANE kl. 10:10 B.i. 16 YOU ME AND DUPREE kl. 8 B.I.14 GRETTIR 2 kl. 6 B.I.16 UNITED 93 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 THE ANT BULLY M/- Ísl tal.kl. 2 - 4 - 6 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 9 B.i. 12 OVER THE HEDGE M/- Ísl kl. 2 Leyfð 5 CHILDREN AND IT kl. 4 Leyfð PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 SAMBÍÓIN KEFLAVÍKSAMBÍÓIN AKUREYRI FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. FRAMLEIDD AF TOM HANKS. FRAMLEIDD AF TOM HANKS. FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. „the ant bully“ 4 vikur á toppnum á Íslandi ! V.J.V. TOPP eee eeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS www.haskolabio.isHAGATORGI • S. 530 1919 MAURAHRELLIRINN / ANT BULLY M/ÍSL TALI kl. 3 - 6 leyfð PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8 - 10:45 B.i. 12.ára. DOWN THE VALLEY HETJAN... SKRÍMSLIÐ... GOÐSÖGNIN. DÝRASTA KVIKMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI. BJÓLFSKVIÐA BJÓLFSKVIÐA kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 .ára. The Libertine kl. 3 - 8 B.i.12 .ára. An Inconvenient Truth kl. 10 Leyfð A Cock and Bull Story kl. 3 - 8 B.i.16 .ára. Down in the Valley kl. 5:30 - 10:30 B.i. 16.ára. The Sisters kl. 5:30 B.i. 12.ára. Where the Truth Lies kl. 5:45 - 10:10 B.i.16 .ára. Looking for Comedy in the Muslim World kl. 8 Leyfð Jasmin Women kl. 3 B.i.12 .ára. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Víkverji þurfti,vinnu sinnar vegna, að ferðast til Oslóar á dögunum. Víkverji átti góða dvöl hjá Norðmönnum, en ferðalagið, þótt stutt væri, var ekki eins auðvelt og Vík- verji átti von á. Icelandair velur nefnilega skelfilegan tíma til að fljúga til Oslóar. Það er um tvennt að velja: vakna kl. fimm árdegis fyrir morgunflugið kl. 7:40, og vera þá meira og minna í ólagi vegna þreytu það sem eftir lifir dags, eða fara í síðdeg- isflugið kl. fjögur og vera ekki kom- inn inn í Osló fyrr en kvöldið er hálfnað. Víkverji varð að taka árdegis- flugið, enda þurfti að koma miklu í verk þennan daginn og brúka kvöld- ið vel. En sökum flugsins var Vík- verji hálfsambandslaus við umhverf- ið fyrsta daginn. Hún er líka hræðileg, tilfinningin sem hríslast um kroppinn þegar maður þarf að rífa sig á lappir fyrir allar aldir, stressaður að ná fluginu í tíma, líkamsklukkan öll farin úr skorðum og morgunninn svo ein- kennilega hranalegur. Ekki batnaði ástand- ið þegar komið var í Leifsstöð, því þar var röðin svo löng að lá við að hún næði út úr húsi. Hvernig stendur á því að það þarf að hrúga öllum morgunflugferð- unum á sama klukku- tímann eða svo? Og hvernig dettur flugfélögunum í hug að leggja það á fólk að standa svona í röð, rétt nývaknað og van- svefta? Væri ekki hægt að nýta aðstöðu og starfsfólk betur með því að dreifa umferðinni yfir daginn? x x x Víkverji losnaði blessunarlega viðröðina því hann notaði sjálfs- innritunarstandana sem nýlega var komið fyrir í flugstöðinni. Þar var varla nokkur röð og ekkert mál að hantera innritunina. Mælir Víkverji með að lesendur séu óhræddir við að innrita sig sjálfir, og að sjálfs- afgreiðslustöðvum verði fjölgað að sama skapi. Víkverji vonar líka að flugfélögin reyni að velja ferðatíma á skaplegri tíma sólarhringsins. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is           Orð dagsins: Verið eftirbreytendur mínir eins og ég er eftirbreytandi Krists. (1Kor.11, 1.) Í dag er laugardagur 2. september, 245. dagur ársins 2006 árnað heilla ritstjorn@mbl.is velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fjárlög Í MÍNUM huga eru Fjárlög bók, sem er með mynd af kindum á for- síðu og innihaldið er gömul og góð sönglög. Þetta eru einu fjárlögin sem standast. Æðstu lög Íslenska ríkisins heita líka Fjárlög. Þau standast aldrei. Mig hefur oft langað til að leggja orð í belg varðandi þessi fjárlög. Ég var að hlusta á tíufréttir sjónvarpsins með öðru eyranu áðan (29. ágúst 2006) og mér heyrðist að þurft hefði að skera niður fé til tækjakaupa á einhverju sjúkrahúsi, vegna þess að fjöldi sjúklinga hefði farið fram úr fjárlögum (fjárlögin byggjast jú á áætlunum). Ég get gjarnan upplýst það hér og nú að Fjárlög koma aldr- ei til með að standast á meðan þau eru aðallega notuð til að vanefna ákvæði annarra laga. Ég hef kynnst fjárlagatillögum opinberrar stofnunar, þar sem fag- ráðuneyti uppálagði stofnuninni að gera lágmarksáætlun, sem síðan var skorin niður. Ef fjárlög eiga að virka, þurfa stjórnendur stofnana að fá læsilega „kristalkúlu“ og síðan þarf að fara eftir því sem þeir lesa. Ekki væri úr vegi að gera ráð fyrir einhverju fé í ófyrirséða hluti, þ.e. því sem ekki sæist í kúlunum, sem væri svo úthlutað löglega, þegar ástæða þætti til. Ég geri ekki ráð fyrir að Alþing- ismenn séu svo skini skroppnir að þeir haldi að þeir geti séð fyrir hve margir veikjast. Þess vegna reikna ég með að með fjárlögunum sé verið að tilgreina, hve margir megi veikj- ast. Þessir sjúklingar, umfram fjár- lög, hljóta því að vera lögbrjótar. Það er illt að það skuli ekki vera til fangelsispláss fyrir þá. Þórhallur Hróðmarsson. Hundahald eða ekki BANN við hundahaldi var samþykkt í almennum kosningum. Eðlilegt er því að því banni verði aðeins aflétt í almennum kosningum. Annað er lít- ilsvirðing við lýðræðið. Gísli Marteinn, þú ert ekki félagi í norður-kóreska kommúnista- flokknum. Þú ert lýðræðislega kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn og mundu það. Þórður Björnsson, kt. 080863-6759. Hvenær linnir þessari vitleysu? ÉG er ellilífeyrisþegi og þarf að fara til hjartasérfræðings á 6 mánaða fresti og einn þeirra 20 þúsunda á Reykjavíkursvæðinu sem ekki hafa neinn heimilislækni. Tryggingastofnun krefst tilvís- unar frá heimilislækni til að taka þátt í kostnaði. Mér var tjáð hjá Tryggingastofnun að krefja mætti heilsugæslulækni um tilvísun þó að viðkomandi hefði engin afskipti haft af sjúklingnum og vissi ekkert um hann. Mér er spurn: Er það sanngjarnt að setja heilsugæslulækninn í hlut- verk afgreiðslumanns á skrifstofu? Hvenær linnir þessari vitleysu? Hjartasjúklingur. Morgunblaðið/Jim Smart 60 ára afmæli. Ídag, laug- ardaginn 2. sept- ember, er sextugur Björn Ingi Gíslason, rakarameistari á Sel- fossi. Hann er að heiman ásamt Hólm- fríði Kjartansdóttur, eiginkonu sinni, á eyjunni Fuertevent- ura ásamt vinum og félögum. Hann er með símann sinn og tekur við kveðjum í síma 898 1500 og 864 9611 á afmæl- isdaginn. 50 ára afmæli. Ídag, 2. sept- ember, er fimmtug Kristín Magn- úsdóttir, Víðihlíð 7, Reykjavík. 50 ára afmæli. Ídag, 2. sept- ember, er fimmtugur Ólafur Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri, Meistaravöllum 31, Reykjavík. Gullbrúðkaup | Í dag, laugardaginn 2. september, eiga 50 ára hjúskapar- afmæli hjónin Ingunn Tryggvadóttir og Hörður Lárusson. Þau giftu sig 2. september 1956 á Grenjaðarstað í Að- aldal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.