Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 52
Staðurstund Á fjórða tug myndlistarmanna sýnir í Kling og Bang undir handleiðslu Snorra Ásmunds- sonar. » 54 myndlist Sæbjörn Valdimarsson hreifst af Volver Almódóvars og gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. » 55 kvikmynd Brettafélag Reykjavíkur hefur vetrarstarfsemi sína í dag með frumsýningu nýrrar íslenskrar brettamyndar. » 54 hjólabretti Poppsöngkonan Gwen Stefani hefur fest kaup á glæsivillu. »56 PARIS je t’aime (París, ég elska þig) hefur verið tekin til sýningar á kvikmyndahátíðinni Iceland Film Festival. Myndin er nokkurs kon- ar tilraunaverkefni sem hefur ver- ið í undirbúningi um margra ára skeið og var útkomunnar beðið með nokkurri eftirvæntingu. Um er að ræða safn átján stuttmynda en leikstjórar þeirra fengu fyr- irmæli um að segja sögu á innan við fimm mínútum, sem fjallaði á einn eða annan hátt um ástina í því hverfi Parísarborgar sem þeir fengu úthlutað. Afraksturinn er safn sagna þar sem efnistökin spanna allt frá ástarþrá og ást við fyrstu sýn til endurlífgunar í gömlum glæðum, frá móðurást og ástvinamissi til átaka í sam- böndum. Meðal leikstjóra eru Joel og Ethan Coen, Alexander Payne, Gurinder Chadha, Sylvain Chom- et, Wes Craven, Gerard Dep- ardieu, Gus van Sant og Walter Salles. Í framlagi Coen-bræðra fer Steve Buscemi með broslegt hlut- verk einmana túrista á neðanjarð- arlestarstöð í borginni sem græskulaus flækist inn í ástríðu- þrungið tilhugalíf ungs pars. Þá fjallar Walter Salles um fátæka einstæða móður sem á ekki ann- arra kosta völ en að geyma ung- barn sitt langa daga á vöggustofu á meðan hún annast ungbarn vinnuveitenda sinna. Alexander Payne segir vel heppnaða sögu af miðaldra amerískri konu, sem Margo Martindale leikur, sem seg- ir í ritgerðarstíl ferðasögu sína um París, á lélegri frönsku með þykk- um amerískum hreim. Þess má geta að Payne leikur aukahlutverk í sögu leikstjórans Wes Craven. Ástæðan: Craven lenti í vandræð- um með leikara og Payne var nær- tækasti maðurinn með sítt hár. Fjöldi þekktra leikara kemur við sögu víðs vegar í Paris je t’aime. Þannig eiga Gena Row- lands og Ben Gazzarra, í leikstjórn Gerard Depardieu, magnaða stund saman á kaffihúsi í Latínuhverfinu til að ganga frá skilnaði sínum. Nick Nolte bögglast við, á frönsku, að gera bragarbót á samskiptum sínum við franska snót. Og Jul- iette Binoche er við það að bugast af sorg eftir að hafa misst ungan son sinn. Elijah Wood, Bob Hosk- ins, Fanny Ardant, Willem Dafoe, Maggie Gyllenhaal, Natalie Port- man og Marianne Faithfull eru einnig meðal leikara í myndasafn- inu. Efnistök í sögunum átján eru jafn mismunandi og sögurnar eru margar, þarna er jafnvel að finna vampýrur, látbragðsleikara og kú- reka. Árangurinn af þessari til- raun er áhugaverður þó svo að sögurnar séu ef til vill helst til margar. Paris je t’aime var valin opnunarmynd í flokki 25 kvik- mynda sem kvikmyndahátíðin í Cannes vildi vekja sérstaka at- hygli á („Un Certain Regard“- flokknum) í vor. Á fundi með blaðamönnum í Cannes voru leik- stjórarnir nokkuð sammála um ágæti stuttmyndaformsins. Stund- um væri hægt að koma sögu mun betur til skila í stuttmynd en mynd í fullri lengd enda krefðist formið mikils aga af mönnum. Ná- lægðin við hina leikstjórana hafi auk þess gefið mönnum kost á að læra hver af öðrum. Ástin í mörgum myndum Stjörnufans Nokkrir af aðstandendum myndarinnar Paris, je t’aime. Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@islandia.is Hafliði Hallgrímsson opnar í dag myndlist-arsýningu í anddyri Hallgrímskirkju þar semsýnd verða 12 málverk sem hann málaði í vet-ur. Hafliði er trúlega þekktari fyrir tón- smíðar og sellóleik, en hann hefur þó lengi fengist við myndlist meðfram tónlistinni. „Ég hef verið í tímum í listaskólanum í Edinborg og þess vegna unnið meira í myndlistinni en nokkru sinni áður,“ segir Hafliði, en hann er búsettur í Edinborg. „Þessi sýning á að passa við andrúmsloftið í kirkjunni, hún er ekki beint trúarlegs eðlis, en það er mikil kyrrð og yfirvegun yfir myndunum. Þær hafa yfir sér draumkenndan, kyrran blæ sem á að passa við þetta fordyri kirkjunnar.“ Að sögn Hafliða er það engin tilviljun að Hallgríms- kirkja varð fyrir valinu sem sýningarstaður. „Ég hef haft svolítið með kirkjuna að gera því árið 2000 pöntuðu þeir hjá mér stórt og mikið kórverk sem var flutt skömmu seinna. Svo er ég alltaf mjög hrifinn af kirkjum og fer inn í kirkjur hvar sem ég er, og mér finnst alltaf gott að koma inn í Hallgrímskirkju.“ Nýtur skilningarvitanna Aðspurður segist Hafliði ekki ætla að snúa sér meira að myndlist en tónlist. „Nei nei, síður en svo. Ég er hins vegar búinn að semja sleitulaust í ein 23 ár og hef ekki tekið mér frí sem heitið getur. En núna er eitthvað að gerjast í mér sem kemur til með að beina mér í svolítið aðra átt í tónsmíðunum, þann- ig að það er mjög gott að gefa þeim hluta undirmeðvit- undarinnar frið. En ég fer beint út að semja og það verð- ur minna málað í vetur.“ Þegar Hafliði er spurður hvort eigi betur við hann, tónsmíðarnar eða málaralistin, segir hann ekki hægt að gera upp á milli. „Þetta er eins og að spyrja hvort sé betra að hafa augu eða eyru. Þetta er tvennt sem er til í okkur öllum en í misjafnlega ríkum mæli og menn skerpa sjónina og heyrnina misjafnlega mikið. Ég er í því að skerpa hvort tveggja mér til ánægju, til þess að njóta þess að hafa þessi skilningarvit,“ segir hann. „En þetta er ólíkt að því leyti til að þú hefur alltaf ár- angurinn beint fyrir framan þig í myndlistinni, þú sérð heildina eins og hún leggur sig og það er gífurlegur kost- ur. Í tónlist verður þú að taka svolitla áhættu hvað formið snertir, og það er erfitt að sjá heildina. Þegar maður er að semja tónlist er hún aðeins dauf tákn á pappír og það er svolítið erfitt að átta sig á hvað þú ert í raun og veru að segja, þótt þú vitir það í stórum dráttum. Það liggur allt- af ljóst fyrir í myndlistinni. Hins vegar er ekkert auð- veldara að mála góða mynd en að semja gott tónverk, það er jafnerfitt en á ólíkan hátt.“ Lætur sellóið vera Hafliði þótti á árum áður einn besti sellóleikari í Evr- ópu og spilaði hann mikið á Íslandi, Englandi, í Skotlandi og víðar. Hann hefur hins vegar engan hug á því að spila aftur á sellóið. „Nei, það verður aldrei tekið aftur fram, ég seldi mitt selló þegar ég fór að semja tónlist og það var auðvitað mikið skref. Svo er ég að selja mitt síð- asta selló núna. Því miður höfum við bara eina ævi og hún líður hratt,“ segir Hafliði, sem viðurkennir þó að vissulega sakni hann sellósins. „En það er mjög ljúfur og elskulegur söknuður og það er gott að hafa sagt skilið við það að vissu leyti því að með aldrinum verður það erfiðara eins og svo margt annað þegar maður eldist, snerpa og lík- amlegir eiginleikar dofna en maður verður kannski betri tónlistarmaður en maður var. En það þarf lík- ama til.“ Skerpir bæði sjón og heyrn Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Yfirvegun Að sögn Hafliða hafa myndirnar yfir sér kyrran blæ sem á að passa við fordyri kirkjunnar. fólk |laugardagur|2. 9. 2006| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.