Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKIPULAGSSTOFNUN telur að fyrirhugað ál- ver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með allt að 346.000 tonna ársframleiðslu eins og það er kynnt í matsskýrslu, sé viðunandi og muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á loftgæði, ásýnd, hljóðvist og menningarminjar að uppfylltum þremur skilyrðum: Ekki verði heimil föst búseta innan þynningarsvæðis álversins, við frágang verði sérstaklega að huga að því að draga úr sjónrænum áhrifum vegna framkvæmdanna og í þriðja lagi að Alcoa Fjarðaál standi fyrir reglu- bundnum mælingum á styrk loftborinnar meng- unar, þ.e. brennisteinsdíoxíðs, flúors, svifryks í lofti innan og utan þynningarsvæðis. Þynning- arsvæðið nær skv. matsskýrslunni frá mörkum friðlandsins á Hólmanesi í austri að Hagalæk í vestri, um 1–2 km frá þéttbýlinu í Reyðarfirði, og nær frá sjávarmáli upp í um 100 m hæð austast og í um 175 m hæð við vesturmörkin. Það er álit Skipulagsstofnunar að matsskýrsla Alcoa Fjarðaáls uppfylli í meg- inatriðum skilyrði laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum. Í álitinu kemur fram að stofn- unin telur að framkvæmdir vegna álversins hafi gjörbreytt ásýnd framkvæmdasvæðisins þar sem svæði sem nýtt hefur verið til landbúnaðar er breytt í iðnaðarsvæði fyrir stóriðju. Er það nið- urstaða stofnunarinnar að í matsskýrslu hafi verið sýnt fram á að báðir framlagðir kostir við hreinsun útblásturs, þ.e. þurrhreinsun eingöngu eða þurr- hreinsun að viðbættri vothreinsun, séu fullnægj- andi til að halda loftmengun neðan tilgreindra marka. Skipulagsstofnun telur því að álver Alcoa Fjarðaáls muni ekki hafa veruleg neikvæð áhrif á loftgæði. Þó telur hún að útblástur frá álverinu muni óhjákvæmilega rýra loftgæði við inn- anverðan Reyðarfjörð óháð því hvor kosturinn á mengunarvörnum verði valinn en að ekki séu líkur til að fólki, dýrum eða gróðri sé hætta búin vegna þess. Lyftistöng fyrir atvinnulíf Skipulagsstofnun telur auðsýnt að starfsemi Al- coa Fjarðaáls hefur verið og verður veruleg lyfti- stöng fyrir atvinnu og búsetuþróun á Mið- Austurlandi. Áhrifin eru þó ólík eftir því hvort um er að ræða byggingartíma álversins eða rekstur. Í umsögn Fjarðabyggðar kemur fram að bygg- ing álvers Fjarðaáls hafi nú þegar haft afar jákvæð samfélagsleg áhrif í Fjarðabyggð, meiri en talið var í byrjun. Bygging álvers Fjarðaáls hafi breytt stöðnuðu samfélagi í framsækið. Skipulagsstofnun telur jákvætt að Alcoa Fjarða- ál hafi sett sér markmið um að nýta aðkeypta þjón- ustu og telur að þannig muni samstarf álversins og hluta þeirra fyrirtækja sem starfa á Mið- Austurlandi þróast með jákvæðum hætti og draga úr neikvæðum áhrifum á samkeppni um vinnuafl. Í athugasemdum Guðmundar Beck kemur fram að ljóst sé að fjölgun íbúa á Mið-Austurlandi sé helst til komin vegna innfluttra verkamanna. Árið 2003 hafi 3.110 íbúar búið í sveitarfélaginu en 2005 hafi þeir verið 3.907, þar af hafi 824 íbúar verið inn- fluttir frá öðrum löndum og tala innfæddra því 3.083 eða færri en árið 2003. Árið 2005 hafi 410 manns flutt frá Austurlandi til höfuðborgarsvæð- isins en aðeins 329 komið til baka svo fólksflóttinn haldi áfram. Í svörum Alcoa Fjarðaáls kemur fram að varanleg fólksfjölgun á svæðinu muni tengjast rekstrartíma álversins og því komi ekki á óvart að fjölgun Íslendinga á svæðinu hafi ekki enn hafist að neinu marki. Varanleg fólksfjölgun verði þegar dragi nær gangsetningu álversins. Í matsskýrslu kemur fram að álver Alcoa Fjarðaáls muni losa um 504.000 tonn/ári af kol- díoxíði (CO2) og um 37.200 tonn/ári af CO2 ígildum í formi flúorkolefna. Álverið muni ná mjög lágu hlutfalli flúorkolefnis eða minna en 0,11 tonnum CO2 ígilda fyrir hvert unnið áltonn. Þetta sé mun lægra en viðmiðunarmörk fyrir áliðnað á Íslandi sem sett séu fram í samþykktri þingsályktun Al- þingis frá apríl 2002 um aðild að Kyoto-bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar. Við rekstur álversins verði notkun orku sem leiði til útblásturs CO2 ígilda haldið í lág- marki. Í steypuskála verði ofnar hitaðir með raf- magni og heitt vatn frá kælikerfum verði leitt í fjarvarmaveitu þar sem það sé nýtt til að hita upp byggingar álversins o.fl. Til mótvægis við losun gróðurhúsalofttegunda sé markmið Alcoa að planta 10 milljónum trjáa um heim allan fyrir árið 2020 sem geti bundið allt að 250.000 m3 CO2 á ári og Alcoa Fjarðaál hafi þegar hafið ræktun skóga í Reyðarfirði. Í vöktunaráformum fyrirtækisins verði fylgst með losun gróðurhúsalofttegunda. Skipulagsstofnun telur augljóst að losun Alcoa Fjarðaáls af gróðurhúsalofttegundum muni vega allhátt í heildarlosun þeirra á Íslandi. Telur stofn- unin brýnt að íslensk stjórnvöld móti hið allra fyrsta reglur um hvernig heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda verði ráðstafað. Ekki verði heimil föst búseta á þynningarsvæði Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sjónræn áhrif Skipulagsstofnun segir að við frágang álversins á Reyðarfirði þurfi að huga að því að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmdanna. Skipulagsstofnun telur fyrirhugað álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði viðunandi »Álver við Reyðarfjörð á vegum Reyðaráls(Norsk-Hydro), sætti mati á umhverfis- áhrifum árin 1999 og 2001 en ekki kom til þess að verksmiðjan yrði byggð. »Árið 2002 tók Alcoa yfir verkefnið og til-kynnti Skipulagsstofnun um breytt áform um byggingu álvers í Reyðarfirði. » Í ákvörðun Skipulagsstofnunar í desem-ber 2002 kom fram að breytingar á áform- um um byggingu álvers í Reyðarfirði, Fjarða- byggð, væru ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. »Ákvörðun Skipulagsstofnunar var kærðtil umhverfisráðherra sem kvað upp þann úrskurð 16. apríl 2003 að ákvörðun Skipu- lagsstofnunar um matsskyldu álvers í Reyð- arfirði skyldi standa óbreytt. »Úrskurður umhverfisráðherra var kærð-ur til Héraðsdóms Reykjavíkur sem ómerkti úrskurðinn í janúar 2005. »Dómi Héraðsdóms var áfrýjað til Hæsta-réttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í júní 2005 um ómerkingu úr- skurðar umhverfisráðherra og skyldi fram- kvæmdin því háð mati á umhverfisáhrifum. Í HNOTSKURN NIÐURSTAÐA Skipulagsstofnunar er „í sam- ræmi við það sem við héldum og lögðum fram. Við höfum lagt mikla vinnu í málið, kallað til færustu sérfræðinga og met- ið margar og góðar ábend- ingar frá hagsmunaaðilum og áhugasömum á umsagn- artímanum. Okkur sýnist niðurstaðan vera í samræmi við það og erum mjög ánægð með hana,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, um álit stofnunar- innar á matsskýrslu um ál- ver fyrirtækisins í Reyð- arfirði. Tómas Már segir öll framkvæmdaleyfi hafa verið fyrirliggjandi og því hafi það engu breytt um framkvæmdir að mat Skipulags- stofnunar hafi ekki legið fyrir fyrr en nú. Ein- ungis hafi þurft að gera ráðstafanir vegna bæði þurrhreinsunar og þurrhreinsunar með vothreinsun, þannig að hægt væri að bæta síð- arnefndu aðferðinni við ef þyrfti, en nið- urstaða Skipulagsstofnunar hafi verið sú, að með bestu fáanlegu tækni sé þurrhreinsun fullnægjandi. „Höfum lagt mikla vinnu í málið“ Tómas Már Sigurðsson Lífið eftir virkjun rætt á Byggðaþingi LÍFIÐ eftir virkjun er yfirskrift Byggðaþings sem Landsbyggðin lifi (LBL) og Framfarafélag Fljótsdals- héraðs (FFF) standa fyrir um helgina á Hallormsstað. Þingið verð- ur sett í dag kl. 13 og mun Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, verða fundarstjóri. Meðal þeirra sem flytja erindi á þinginu eru Sveinn Jónsson, verk- fræðingur og byggingarstjóri Fjarðaáls, Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi á Austurlandi, Skúli Björn Gunnarsson, for- stöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, Sigurborg Kr. Hann- esdóttir, ráðgjafi hjá Alta, Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar og stjórn- armaður Alcan Island, og Andri Snær Magnason skáld en einnig munu fara fram umræður í umræðu- hópum og í pallborði. Í tilkynningu frá Byggðaþingi eru tíndar til ýmsar spurningar sem leit- að verður svara við en í tilkynning- unni segir orðrétt m.a.: „Hvernig sjá menn fyrir sér lífið eftir „útfallið“ þegar virkjun við Kárahnjúka og bygging álvers Alcoa í Reyðarfirði lýkur. Er verið að gera eitthvað markvisst og nægilegt í því máli og þá hvað og af hverjum? Undir hverj- um verður lífið eftir virkjun helst komið? Austfirðingum, lands- mönnum öllum, stjórnvöldum og/ eða aðaleigendum mannvirkjanna, Alcoa og Landsvirkjun eða jafnvel bönkum og útrásarfólki? Hver verð- ur þróun þessara mála áfram á landsvísu?“ „Matsskýrsla Alcoa og álit Skipulags- stofnunar staðfestir að losun meng- andi efna frá álveri Alcoa er langtum meiri en gert var ráð fyrir sam- kvæmt mati á stærra álveri Norsk Hydro,“ segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi al- þingismaður, sem var meðal þeirra sem sendu Skipulags- stofnun athugasemdir vegna matsskýrslu Alcoa. „Varðandi losun brennisteinsdíoxíðs er þessi munur stórfelldur þar eð Alcoa er ekki gert að koma upp vothreinsibúnaði við verksmiðjuna,“ segir Hjörleif- ur í athugasemdum sem hann sendi Morgunblaðinu í gær. Þá segir hann að mats- skýrslan leiði í ljós að ekki sé beitt bestu fáanlegri tækni í mengunarvörnum verksmiðj- unnar, þ.e. samþættum meng- unarvörnum með vothreinsun til viðbótar þurrhreinsun. Al- coa beri fyrir sig umfram- kostnaði við vothreinsun sem nemi 60–85 milljónum banda- ríkjadala við uppsetningu og 5 milljóna dala rekstrarkostn- aði á ári auk meiri orkunotk- unar. „Hér eru því fjárhagslegir þættir látnir vega meira en umhverfisgæði sem við- urkennt er að rýrni stórum með tilkomu verksmiðjunnar,“ segir Hjörleifur. Þá bendir Hjörleifur á að skýrsla Alcoa og álit Skipulagsstofnunar koma fram þegar bygging ál- versins sé á lokastigi. „Bygg- ingu verksmiðjunnar var haldið áfram í skjóli stjórn- valda eftir að Hæstiréttur úr- skurðaði fyrir meira en ári að umhverfisáhrifin skyldu metin lögum samkvæmt. Matið sem átti að vera forsenda ákvörð- unar um verksmiðjuna fer því fram eftir á. Álit Skipulags- stofnunar er því ekki óvilhallt og sú staðreynd blasir við að verksmiðjan hefur verið reist andstætt lögum og þvert á ákvæði alþjóðasamþykkta um umhverfismat sem forsendu ákvarðana,“ segir Hjörleifur. Verksmiðjan reist andstætt lögum Hjörleifur Guttormsson VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mann- úðar- og neyðaraðstoðar á sjálfs- stjórnarsvæðum Palestínumanna sem nemur 200.000 Bandaríkjadöl- um, 13,7 milljónum króna, en áður hafði 90.000 Bandaríkjadölum ver- ið veitt til hjálparstarfs Rauða hálf- mánans í Palestínu og 100.000 Bandaríkjadölum til Flótta- mannaaðstoðar Palestínumanna. Framlag Íslands til aðstoðar íbú- um sjálfsstjórnarsvæða Palest- ínumanna nemur því nú 390.000 Bandaríkjadölum á þessu ári, eða sem svarar rúmlega 27 milljónum króna, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Sameinuðu þjóðirnar áætla að þörf sé á 382 milljón Bandaríkja- dala stuðningi vegna aðstoðar hinna ýmsu stofnana SÞ á sjálfs- stjórnarsvæðum Palestínumanna. 13,8 milljónir til hjálparstarfs í Palestínu ANNA Kristín Gunnarsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. til 2. sæti á lista flokksins í kjördæmi sínu. Anna Kristín tók fyrst sæti á Alþingi við síðustu kosn- ingar og hefur setið í fjárlaga-, landbúnaðar- og samgöngunefnd þingsins á yf- irstandandi kjör- tímabili. Í tilkynningu frá Önnu Krist- ínu segir að kjördæmisráð Samfylk- ingarinnar þingi nú hvert af öðru til að ákveða með hvaða hætti raðað verði á framboðslista og að ým- islegt bendi til þess að víðast verði um að ræða prófkjör af einhverri gerð. Þá segist Anna Kristín vona að sú reynsla og þekking sem hún hafi aflað sér af mönnum og mál- efnum í sínu víðfeðma kjördæmi geti komið að góðum notum í stjórnartíð Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili. Anna Kristín gefur kost á sér Anna Kristín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.