Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 33 Félagsmálaráðuneytið hefurundanfarin misseri tekið virk-an þátt í undirbúningi aðsamþykkt alþjóðlegs sáttmála á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til verndar réttindum fatlaðra einstaklinga um allan heim. Því var afar ánægjulegt að verða vitni að því þegar tveir Íslend- ingar á vegum félagsmálaráðuneytisins og fulltrúar utanríkisþjónustunnar lögðu ásamt fulltrúum fjölda annarra þjóða hönd á plóg þegar lokaskrefin voru stigin á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag. Sáttmála Sameinuðu þjóðanna er ætlað að vernda og efla réttindi fatl- aðra og virðingu fyrir fötluðum. Hann ber yfirskriftina „Convention on the Protection and Promotion of the Rights and Dignity of Persons with Disabilities“ og var samþykktur af yfir 100 þátttökulöndum. Ráð- stefnan var haldin í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York en vinna við gerð sáttmálans hófst í desember 2001. Þátttaka hagsmuna- samtaka fatlaðra um allan heim hefur verið mjög virk frá upphafi starfsins. Þessi alþjóðlegi samn- ingur mun auka rétt og frelsi barna og fullorðinna sem búa við fötlun um heim allan á sambærilegan hátt og mannréttinda- og barnasáttmálar Sameinuðu þjóðanna hafa gert. Það er von þátttökuríkjanna að samningurinn muni leiða til veru- legra breytinga á umönnun og aðbún- aði fatlaðra í heiminum en áætlað er að um 650 milljónir manna teljist í dag til fatlaðra samkvæmt skilgreiningu sátt- málans. Í meirihluta aðildarríkjanna hefur ekki verið sett sérstök löggjöf um málefni fatlaðra og ljóst er að sátt- málinn mun stuðla að breyttum við- horfum til málefna fatlaðra. Sáttmálinn verður lagður fyrir allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna nú í haust og í kjölfar- ið geta aðildarríki staðfest hann með undirritun sinni. Sáttmálinn er ítarlegur og kveður á um margs konar grundvallarréttindi í þágu fatlaðra. Þegar lokaeintak liggur fyrir verður það birt í heild á heima- síðu félagsmálaráðuneytisins, www.fe- lagsmalaraduneyti.is. Að mínu mati er sérstaklega mikilvægt að í sáttmál- anum er kveðið á um sérstakt eftirlits- kerfi til að tryggja að ríkin fari eftir ákvæðum sáttmálans. Skipuð verður sérstök eftirlitsnefnd og er ríkjum gert að rita nefndinni skýrslu um stöðu mála í viðkomandi landi. Nefndin mun eiga viðræður við fulltrúa ríkisins og fara í vettvangsheimsóknir til einstakra landa ef þurfa þykir. Nefndinni er ætlað að vinna skriflega grein- argerð um ástand mála í ríkjunum, auk þess að halda ráðstefnur þeirra ríkja er hafa tekið á sig þessar skyldur. Enn frem- ur er lögð áhersla á að ein- stök ríki geti fengið aðstoð við að hrinda efni sáttmál- ans í framkvæmd og veita fötluðum þau réttindi sem tryggð eru samkvæmt efni hans. Ég þakka þeim sem voru á vegum félagsmálaráðuneytisins og fyrir tilstyrk þess á fundi Samein- uðu þjóðanna fyrir þeirra framlag. Hið sama á við um fulltrúa íslensku utan- ríkisþjónustunnar. Á þessum fundi urðu merk tímamót. Málefni fatlaðra er málaflokkur sem er í sífelldri þróun og fyrir liggur að margt hefur verið afar vel unnið á því sviði hér á Íslandi und- anfarna áratugi. En sú staðreynd breytir því ekki að við verðum að vera vel vakandi. Við verðum að nýta okkur þá reynslu sem við öðlumst og þekk- ingu sem hefur byggst upp til að búa enn betur að fötluðum í okkar sam- félagi en við höfum gert fram að þessu. Félagsmálaráðuneytið er nú að leggja lokahönd á stefnumótun í málefnum fatlaðra til næstu ára og ég stefni að því að kynna hagsmunaaðilum og al- menningi heildardrög á næstu vikum. Ég hvet til almennrar umræðu um málaflokkinn og stöðu hans í nútíð og framtíð sem nýst getur í áframhaldandi uppbyggingarstarfi hér á landi næstu ár. Sáttmáli til verndar réttindum fatlaðra um allan heim Eftir Magnús Stefánsson »Málefni fatlaðra ermálaflokkur sem er í sífelldri þróun og fyrir liggur að margt hefur ver- ið afar vel unnið á því sviði hér á Íslandi undanfarna áratugi. En sú staðreynd breytir því ekki að við verðum að vera vel vakandi. Magnús Stefánsson Höfundur er félagsmálaráðherra. ngunum undir stíflunni er ing frá síðasta jökulskeiði k fyrir meira en 10.000 ár- t viðtekinni skilgreiningu rk hafi hún hnikast eftir ís- kki meginmál varðandi flu sjálfa þar sem hönnun á upphafi miðast við að að verða á sprungum í undirstöðu hennar og við atburði sem óveruleg líkindi eru á. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir því við hönnunina að sprungurnar séu virkar. Nú er það svo að hvert stíflustæði hefur sína sérstöðu. Vegna hinnar sérstöku jarðfræði Íslands eru okkur ekki kunnugt um algerlega sambærileg dæmi annars staðar frá. Hins vegar er algengt að stíflur séu reistar á virkum svæðum víða um heim. Þá má benda á að á yfir hundrað stöðum í heiminum er aukin jarð- skjálftavirkni vegna áhrifa frá uppistöðu- lónum án þess að það hafi áhrif á rekstur viðkomandi virkjunar. Leki er við allar stíflur, mismikill eftir aðstæðum. Hafa ber í huga í þessu sam- bandi að margt má gera og hefur verið gert við Hálslón til að minnka leka og draga úr leka um sprungur. 2a) Hversu djúpt ná sprungur niður í berggrunninn undir Kára- hnjúkastíflu samkvæmt rann- sóknum þeim sem Landsvirkjun hefur látið gera? Rannsóknarboranir ná 100 til 200 metra niður í berggrunninn. Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði hefur unnið að gerð tölvulíkana af sprungukerfinu undir stíflunum við Kára- hnjúka. Í þeirri líkangerð hefur einkum verið miðað við að sprungur séu 2,5 til 3,5 km að dýpt en áhrif dýpri sprungna hafa einnig verið könnuð. 2b) Hversu mikil getur gliðnun sprungna eins og þeirrar sem sýnd er á myndinni [ Mbl. 29. ágúst] orðið vegna vatnsborðshækkunarinnar? Kannað hefur verið hversu mikil hnikun verður á einstökum sprungum vegna áhrifa vatnsborðshækkunar lónsins. Það var gert með áðurnefndum tölvulíkönum og tekið tillit til upplýsinga sem kannanir á jarðfræði svæðisins höfðu leitt í ljós. Gliðnun sprungu eins og þeirrar sem sýnd er á teikningunni í Morgunblaðinu 29. ágúst er innan við 10 cm. Þá er miðað við 2,5 til 3,5 km djúpa sprungu, fullan vatnsþrýsting í sprungunni og þétt berg umhverfis. Efniseiginleikar bergsins mið- ast við rannsóknir íslenskra og erlendra jarðvísindamanna á íslenskri jarðskorpu. Rétt er taka fram að áðurnefnd teikn- ing prófessors Magnúsar Tuma Guð- mundssonar jarðeðlisfræðings gefur ekki rétta mynd af þeim sprungukerfum sem niðurstöður jarðfræðirannsókna á svæð- inu hafa leitt í ljós. Prófaðar hafa verið fjölmargar útfærslur á sprungukerfinu með það að markmiði að finna stærð þeirrar mismunahreyfingu sem mann- virkin á svæðinu gætu orðið fyrir. Nið- urstöður leiða í ljós að reikningsleg hreyf- ing á sprungum er siggengishreyfing en gliðnun sprungna undir stíflunum er óveruleg eða engin. Mælt var með að hönnuðir gerðu ráð fyrir allt að 10 cm mis- munahreyfingu yfir sprungur. 2c) Hver er munurinn á mestu gliðnun sem einhverjar líkur eru á að verði vegna aukins vökvaþrýstings og þeirri gliðnun sem stíflan þolir? Stíflurnar við Kárahnjúka eru hann- aðar með tilliti til þess að hreyfing kunni að verða á sprungum undir þeim. Hönnun miðast við allt að 10 cm sprunguhreyfingu án skemmda á mannvirkjum. Hins vegar þola stíflurnar margfalt meiri hreyfingu án þess að öryggi þeirra sé hætt. Til viðbótar þessum svörum vill Lands- virkjun ítreka það sem fram kom á blaða- mannafundinum að undir Kára- hnjúkastíflu er mjög umfangsmikið „þéttitjald“ niður á 100 metra dýpi í berg- grunninum sem gert er með því að dæla sementsblöndu niður í borholur undir miklum þrýstingi (sjá meðfylgjandi snið- mynd). Þéttitjaldið er einn mikilvægasti þátturinn í lekavörnum stíflunnar. Auk þess hefur ídælingin þjappað berginu saman á þessum stað, sem dregur umtals- vert úr líkum á því að þar opnist sprungur. Þungi stíflunnar sjálfrar hefur hliðstæð áhrif því til viðbótar. Á teikningunni eru líka sýnd sérstök eftirlits- og bergþétting- argöng undir stíflunni sem gera frekari aðgerðir mögulegar síðar. núsar lu a greinanlega ng á sprungunum unni er siggeng- g frá síðasta jökul- ld) sem lauk fyrir 10.000 árum. mt viðtekinni ngu telst sprunga hún hnikast Höfundur er verkfræðingur hjá Landsvirkjun. 630,5 650 500 400 600 550 450 Steypukápa Steyptur táveggur Bergþétting Bergþéttingar- og eftirlitsgöng m y.s. 1 0 0 m Kárahnjúkastífla - Langsnið við að slátra fiskinum og verðmæti, í stað þess að láta lfdauðan í kvíunum. ð veiða ofan af,“ sagði Ing- n, fiskifræðingur hjá Sæ- rði, í samtali við Morgun- ær. „Fiskurinn lónar í ef við náum að veiða ofan n sekkur ættum við að get- tjónið dálítið og fá ein- ni út úr því.“ Ingólfur segir á hversu miklu af fiski þarf annski 100 þúsund stykki m alveg klárlega að slátra, nnað eins, en maður vonast ekki upp fyrir það. Maður af þessu hefur orðið fyrir nskaða. Sá fiskur sekkur í n.k. trekt í botni kvíanna, gt að hífa upp og losa. Von- ægjast um eftir helgina hjá jáum við til hvernig þróast, en það væri betur að ekki kæmi annar við- líka straumur hér inn í fjörðinn.“ Slátrað dag og nótt „Við erum bara að vinna áfram úr þessu vandamáli sem upp er komið og það er núna slátrað stanslaust allan sólar- hringinn,“ segir Jóhannes Pálsson, fram- kvæmdastjóri landvinnslu hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað. Brunnbátur hefur verið leigður frá Djúpavogi og segir Jóhannes að með honum og brunnbáti Sæsilfurs muni þessir tveir bátar hafa undan afköstum í fiskiðjuverinu allan sól- arhringinn. Ennþá er óljóst hversu miklu þarf að slátra. „Við höldum áfram þar til við sjáum fyrir endann á vandanum en um miðjan dag í gær var búið að slátra 25 þúsund löxum. Fjórtán starfsmenn frá Samherja á Akureyri og Dalvík eru á leið- inni austur til að hjálpa okkur að manna vaktirnar. Laxinn er unninn eins og áður, þ.e. pakkað til fullvinnslu í Færeyjum og Evrópu en auðvitað er þetta miklu meira magn í einu en áætlað var og laxinn er minni en ella,“ sagði Jóhannes. Jón Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri laxeldis hjá Samherja, segir mar- glyttur hafa verið vandamál í Mjóafirði. Talsvert drapst af eldislaxi hjá Sæsilfri árið 2002 og var í kjölfarið komið upp loft- bólugirðingum framan við kvíarnar, en loftbólurnar fara inn í marglytturnar og fleyta þeim upp á yfirborðið þar sem þær valda ekki vandræðum. Straumurinn feiknasterkur „Það má líkja þessu við það þegar menn sturta niður úr klósetti,“ segir Ingólfur. „Allt í einu kom þessi feiknastraumur inn og þrátt fyrir loftbólugirðingarnar var straumurinn svo feiknasterkur að mar- glytturnar hafa ekki náð upp á yfirborðið áður en þær komust að kvíunum. Þegar straumurinn skellur á pokana lyftast þeir upp og þrengja að fiskinum, sem á þá erf- iðara um vik að forðast fálmarana á mar- glyttunum. Ef fiskurinn væri frjáls og ekki í búri myndi hann sökkva sér niður við þessar aðstæður. Menn vita ekkert hvernig framhaldið verður eftir svona áfall og þetta hjálpar mönnum ekki að vilja halda áfram með eldið,“ segir Ing- ólfur og vísar þar til þess að litlu mátti muna að rekstri Sæsilfurs yrði hætt árið 2008, en frá því var horfið í kjölfar ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar að bæta rekstr- arumhverfið. „Ég held þó að um mjög sérstakt tilvik sé að ræða og á ekki von á öðru eins næstu árin nema því aðeins að eitthvað mikið sé að ske í sjónum,“ heldur Ingólfur áfram. „Áætlanir hafa gert ráð fyrir því að færa 3–4 þorskeldiskvíar úr Norðfirði yfir í Mjóafjörð, setja þorsk- seiði í eina kví í mars nk. og e.t.v. að veiða einhvern þorsk í kví til áframeldis. Næsta vor átti að setja út rúm þrjú hundruð þús- und laxaseiði, en það er um það bil allt sem til er í landinu af laxaseiðum.“ Ingólfur segir að loftbóluvarnirnar verði teknar til endurskoðunar. Þær séu ekki ýkja dýrar nema að eldsneytiskostn- aður við að keyra loftpressur sé nú orðinn svimandi hár. Þá sé hugsanlegt að skoða eitthvað fleira og margt sé til í þeim efn- um. E.t.v. safnarar fyrir innan girðing- arnar sem taki marglytturnar þegar þær berast upp á yfirboðið. „Menn þurfa að setjast niður og hugsa þetta upp á nýtt.“ umnum hamfarir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Áfall Sigfús Vilhjálmsson bóndi og útgerðarmaður í Brekku í Mjóafirði segir marglyttufárið áfall fyrir eldið í firðinum. ústsdóttir Laxaslagur Jón H. Aðalsteinsson, Örn Ómarsson og Sig- urður H. Jónsson gerðu sig klára í laxaslátrunina. nni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.