Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóna GuðlaugÓskarsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 16. febrúar 1930. Hún lést á Heilsugæslu- stöð Vestmannaeyja 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Krist- ín Jónsdóttir frá Hafnarnesi í Fá- skrúðsfirði, f. 9. nóv- ember 1911, d. 1. nóvember 1992, og Óskar Ólafsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986. Auk Jónu áttu þau níu börn. Þau eru: Adolf, f. 30. nóvember 1928, Að- alheiður, f. 8. nóvember 1934, Guð- munda Eygló, f. 1. desember 1937, desember 1957, kvæntur Sigríði Petru Hansen og eiga þau þrjú börn. Barnabarnabörn Jónu Guð- laugar eru nítján. Jóna Guðlaug var í sambúð frá árinu 1969 með Thyge Fog Brunz, f. 8. maí 1924, d. 27. mars 1973. Jóna Guðlaug stundaði nám við Barnaskóla Vestmannaeyja og Iðn- skólann í Vestmannaeyjum. Hún vann á meðal annars við af- greiðslustörf, netagerð og fisk- vinnslu, en lengst af vann hún sem matráðskona á leikskólunum Sóla og Rauðagerði. Á sínum yngri árum stundaði Jóna handknattleik og frjálsar íþróttir og keppti fyrir Knatt- spyrnufélagið Tý. Jóna Guðlaug verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kristín Ósk, f. 14. október 1940, Ólafur, f. 27. maí 1944, d. 9. ágúst 1986, Albína El- ísa, f. 25. júní 1945, Hrefna, f. 30. apríl 1951, Örn, f. 18. febr- úar 1953, og Guðrún, f. 12. nóvember 1957. Eiginmaður Jónu Guðlaugar var Magn- ús Kristleifur Magn- ússon, f. 23. júlí 1929, d. 8. október 1965. Eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Þur- íður Kristín, f. 24. júlí 1949, gift Guðmundi Þorláki Bjarna og eiga þau fjögur börn. 2) Þorvaldur, f. 18. febrúar 1951, kvæntur Rakel Krist- ínu Níelsdóttur og eiga þau fimm börn. 3) Magnús Kristleifur, f. 27. Mín kæra tengdamóðir, Jóna Guðlaug Óskarsdóttir, eða Lilla eins og hún var ávallt kölluð, lést á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja 15. ágúst síðastliðinn, á 101 árs fæðing- ardegi föður síns, eftir mikil og langvarandi veikindi. Æskuheimili Lillu var á Landagötu 18 í Vest- mannaeyjum. Þar átti hún heima allt þar til hún stofnaði sína eigin fjölskyldu, en þá flutti hún í kjall- arann á Hásteinsvegi 42, húsi sem tengdaforeldrar hennar Þuríður og Magnús áttu. Lilla og eiginmaður hennar, Magnús Kristleifur Magn- ússon, eða Kiddi eins og hann var alltaf kallaður, byggðu svo sitt eigið hús á Illugagötu 14 og átti Lilla sitt heimili þar allt til dauðadags. Þegar lífsskeið Lillu er skoðað veltir maður því fyrir sér hvað mikið hefur verið lagt á eina manneskju. Hvert áfallið af öðru reið yfir á ævi þessarar einstöku konu. Ung að ár- um, aðeins 35 ára gömul, með þrjú börn, missti hún eiginmann sinn. Átta árum seinna missti hún sam- býlismann sinn Thyge Fog Brunz í slysi í álverinu í Straumsvík, en þar bjó Lilla ásamt fjölskyldu sinni fyrstu mánuðina á árinu 1973, þegar eldgosið á Heimaey stóð sem hæst. Árið 1986 missti hún bróður sinn Ólaf, 42 ára. Mikil veikindi hrjáðu Lillu seinni ár, líffæri hennar, hvert af öðru, fóru að gefa sig. Þrátt fyrir það var ekki annað að heyra á Lillu en að lífið væri bara ágætt, ekkert væl þar. Helst vildi hún vera heima hjá sér, þar sem henni leið best og það mátti ekki orða það að hún færi á stofnun eins og elliheimili, það bara kom ekki til greina og vei þeim sem orðaði það oftar en einu sinni. Heima var hún sjálfri sér næg og meðan hún réð var engu að hagga í þeim efnum. Margs er að minnast frá þeim rúmlega 40 árum frá því að ég kynntist Lillu. Það má segja að í upphafi þess tíma, hafi ég verið enn eitt áfallið í lífi Lillu. Rétt fyrir and- lát Kidda kynntist ég dóttur þeirra, Þuríði Kristínu, með öllu því sem á eftir fylgdi. Við eignuðumst okkar fyrsta barn tæplega ári eftir andlát Kidda, Þura þá nýorðin 17 ára og ég tæplega 19. Ekki leit það vel út, við bara krakkar. Við Þura stofnuðum fljótlega heimili í Reykjavík þar sem ég var við nám og má því segja að Lilla hafi á þessum tíma að hluta til misst einkadótturina frá sér fljót- lega eftir að hún missti eiginmann- inn. Við fluttum síðan til Eyja tæp- lega þremur árum seinna og veit ég að okkur tókst að vinna upp mín- usana frá fyrstu kynnum. Þær mæðgur voru mjög mikið saman og leið ekki sá dagur að Þura liti ekki inn hjá mömmu sinni, fór í útrétt- ingar fyrir hana og sinnti því sem sinna þurfti. Lilla sagði einhvern tímann við mig: „Gummi, ef svo illa fer að hún Þura deyr á undan mér, þá dey ég strax á eftir. Þú getur þá jarðað okkur báðar.“ Þegar heilsan leyfði fór hún með okkur í ferðalög og þá sennilega þá eftirminnilegustu þegar við fórum hringinn og þrædd- um Austfirðina. Fáskrúðsfjörður var henni mjög kær en þar var móð- ir hennar fædd og uppalin og Lilla þar sumarlangt sem barn. Það var oft fjör á Illugagötunni hjá Lillu þegar fjölskyldan mætti. Lilla var mjög orðheppin og á stundum lét hún allt flakka, en særði engan. Maður passaði sig stundum að gefa ekki færi á sér, það kom strax öflugt til baka. Það var alltaf hægt að ræða málin í botn og skemmdi ekki ef þau voru um póli- tík. Sem betur fer fyrir mig þá er ég krati eins og hún og því ekki teknar miklar rispur í ágreiningi þar. Já, það er margs að minnast, sem ekki verður allt rakið hér. Kynni mín af Lillu voru einstök. Ég tala fyrir alla mína fjölskyldu þegar ég þakka samfylgdina. Það er mikið tómarúm sem myndast við fráfall Lillu og barnabörnin og barna- barnabörnin munu sakna ömmu Lillu eins og við öll hin. Ekki verða farnar fleiri heimsóknir á Illugagöt- una. Amma Lilla er farin annað þar sem tekið hefur verið vel á móti henni. Hún sagði fyrir skömmu: „Það er verst, Þura mín, að þegar ég dey og Kiddi tekur á móti mér, þá verður hann svo ungur og ég svo gömul.“ Svona var hún, húmorinn í lagi. Elsku Lilla mín, hafðu þakkir fyr- ir allt og allt. Guð blessi þig og varð- veiti. Minningin um þig mun lifa. Guðmundur Þ. B. Ólafsson. Fyrsta minning mín um ömmu Lillu er úr eldhúsinu á Rauðagerði, leikskólanum mínum. Amma eldaði handa okkur matinn og þegar ég fékk að ýta matarvagninum, þá gat amma séð hvað ég var dugleg að hjálpa til. Yfirleitt tók amma mig með sér heim úr vinnunni þegar hún var bú- in, en stundum settist hún og horfði á okkur krakkana því að ekki vildi hún trufla leikinn. Við löbbuðum heim til ömmu og þar hófst okkar vinskapur. Við not- uðum tímann sem við höfðum saman vel. Amma kenndi okkur barnabörn- unum ýmislegt. Hún var alltaf tilbú- in að spila, kenndi okkur ófá spilin og að leggja kapal. Oftar en ekki sagði hún okkur sögur, aldrei þurfti hún bók. Æðislegust fannst okkur Búkollusagan hennar, sem endaði yfirleitt með því að allir sem lögðu við hlustir, voru komnir undir sæng og alltaf urðum við jafn hrædd en það breytti því ekki að við vildum heyra hana aftur næst. Hjá ömmu var alltaf gott að vera, enda gistum við ósjaldan hjá henni, sum hver langt fram á unglingsárin. Þegar árin færðust yfir og fullorð- insvitið varð til, fékk maður hana ömmu til að spá í bolla. Þetta varð til þess að maður þurfti að tæma svart og sykurlaust reglulega í hennar við- urvist, því annars væri spáin ómerk, þó manni fyndist mjólkurblandið nú betra. Jólin verða undarleg í ár. Við höf- um alltaf verið á Illugagötunni á jóladag, þar sem allir hittast og kyssast og þakka fyrir sig og sína. Amma passaði alltaf upp á það að enginn færi í jólaköttinn með full vel útilátnum gjöfum. Og þegar barna- barnabörnin voru komin líka og mað- ur ætlaði eitthvað að fara að skipta sér af pakkaflóðinu frá henni, fékk maður bara pena ábendingu um að þetta væru hennar peningar. Með ömmu fer kjarnakona, bar- áttukona og mikil vinkona. Þú tókst á móti mér í þennan heim og nú skiljast leiðir okkar, þangað til næst. Takk fyrir spjallið yfir kaffi- bollanum, hálfkláruðu setningarnar sem við skildum og hlátrasköllin þegar upp komst að við misskildum. Takk fyrir vináttuna, bíómyndirnar, umhyggjuna, bækurnar, gleðina, ferðirnar, hamingjuna og allar hinar minningarnar sem þú hefur gefið mér. Takk fyrir að hafa verið þú sjálf í gegnum allt. Takk fyrir að hafa verið til. Þín Sigþóra. Mig langar til að minnast systur minnar Jónu Guðlaugu Óskarsdótt- ur. Þegar mér barst sú fregn að Lilla væri látin eftir erfið veikindi leitaði hugurinn til baka til allra ánægju– og gleðistundanna sem við áttum saman. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi þeir sem kærast glöddu mig Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið. Man er lífsins leikur brosti ljúfast okkar báðum við. (Steinn Steinarr.) Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu Lillu í sorg þeirra. Minning hennar mun lifa um ókomin ár. Kveðja. Kristín Ósk Óskarsdóttir. Ég vil minnast systur minnar Jónu Guðlaugar Óskarsdóttur. Það var svo margt sem fór gegn- um hugann þegar ég fékk fréttir af andláti þínu, margar minningar hlóð- ust upp um þá góðu tíma sem við átt- um saman. Þó að við höfum hist sjaldnar síðustu ár, síðan ég flutti frá Vestmannaeyjum, var hugur minn ávallt hjá þér. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja Þuru Stínu, Þorvald, Magnús og fjölskyldur í sorg þeirra. Hrefna Óskarsdóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við þig, elsku syst- ir, Jóna Guðlaug (Lilla), í hinsta sinn. Þú varst elst okkar systranna og alltaf tilbúin að ráðleggja og leið- beina okkur hinum. Lífið fór ekki mjúkum höndum um þig og þurftir þú svo sannarlega að hafa fyrir því, bæði vegna ástvina- missis og seinna vegna veikinda. En alltaf varst þú samt dugleg og kát og kímnin var aldrei langt und- an. Þú áttir líka svo góða að í börn- unum þínum og fjölskyldum þeirra. Ég minnist sérstaklega þeirra tíu ára þegar við unnum saman á leik- skólanum Rauðagerði og reyndist það mjög lærdómsríkur tími fyrir mig. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku Lilla systir, sem ég leit alltaf svo mikið upp til og þótti svo óend- anlega vænt um. Um leið og ég sendi fjölskyldu þinni innilegustu samúðarkveðjur langar mig að kveðja þig með þessu ljóði: Við þökkum Guði að þú ert komin heim úr þessum þrönga og mæðusama geim. Þín leidd er sál á lífsins æðra svið og ljómar þar í unaðssætum frið. Þú börn þín vafðir blítt að hjarta þér og baðst til Guðs, sem allra þarfir sér, að vernda þau í vöku og sætum blund og vera þeirra hjálp á hverri stund. Þú fólst allt Guði, friðsæl var þín lund, svo frjáls og glöð þú lifðir hverja stund og verk þín öll þú vannst með trú og dyggð. Þau voru ekki á léttum sandi byggð. Nú varstu þreytt og þráðir hvíld og ró, þín var gleði hér á lífsins sjó að hlúa vel að hrelldum, veikum lýð. Höndin þín var öllum mjúk og blíð. Og nú er liðin þrauta tíðin þín og þig við kveðjum, elsku systir mín, og biðjum Guð nú blíðan sýna þér þau blessuð ljós sem tendra náðir hér. Tengdabörn og börnin líka þín og börnin þeirra, elsku vina mín, kveðja þig nú kært í hinsta sinn og kærleik breiða yfir legstað þinn. (Sigurlaug Cýrusdóttir.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Aðalheiður og fjölskylda. Elsku Lilla frænka, nú er komið að kveðjustund og svo margs er að minnast. Þú varst mér svo miklu meira en bara frænka. Þú kenndir mér svo margt um lífið og tilveruna. Þú komst reglulega til okkar í Reykjavík og dvaldir hjá okkur og þú komst með okkur til Bandaríkj- anna í langt ferðalag og þú varst svo fróð um margvísleg efni og þú vissir allt um bíómyndir frá fjórða og fimmta áratugnum og ég sat heill- aður þegar þú sagðir mér frá þegar ég var ungur drengur og alltaf sýnd- ir þú mér þolinmæði og kærleika. Ef það kom til að heimsækja Vest- mannaeyjar þá var alltaf farið í heimsókn til þín, elsku Lilla, og fyrir fáeinum árum fór ég í dagsferð til Eyja sem var vinnutengd en ég fékk leyfi til að skjótast til þín í heimsókn og þó heilsan væri farin að gefa sig tókst þú alltaf vel á móti manni og varst alltaf sama góða Lilla frænka. Á lífsleiðinni þurftir þú á mæta ýms- um erfiðum áföllum en þú tókst á þeim með æðruleysi og trúðir alltaf á það góða í öllum. Þú varst þeim eðl- iskostum búin að öllum er kynntust þér náið, var hlýtt til þín og virtu þig mikils enda gerðir þú ekki upp á milli manna. Ég þakka almættinu fyrir að hafa fengið að kynnast þér og minning þín verður alltaf í hjarta mínu. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu Lillu, börnum og barnabörnum og öðrum aðstandend- um. Far vel, fallega frænka. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sig. frá Hlöðum.) Hrafn F. Friðbjörnsson. Jóna Guðlaug Óskarsdóttir Systir mín og mágkona, MAGDALENA ALBERTSDÓTTIR, fædd Stolpmann 12. maí 1928, hjúkrunarfræðingur, Hringbraut 23, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnudaginn 27. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu í Jósefskirkju í Hafnarfirði föstudaginn 1. september. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, María Albertsdóttir, Árni Gunnlaugsson. Elskuleg föðursystir okkar, INGEBJÖRG HÖBERG-PETERSEN, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 21. ágúst. Minningarathöfn hefur farið fram í kyrrþey en jarðsett verður í Danmörku. Lise Thorup Jensen, Sigrún Laxdal. Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og systir, HLÍN MAGNÚSDÓTTIR, andaðist á LSH við Hringbraut sunnudaginn 27. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Hlín Sveinsdóttir, Hlín Leifsdóttir, Alexander Hugi Leifsson, Carla A. Martorello, Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir, Kjartan Sigurjónsson, Guðrún Arnhildur Sveinsdóttir, Valdimar Þorsteinsson, Sigríður Hulda Sveinsdóttir, Tore Skjenstad, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurður Magnússon, fjölskyldur og systkini hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.