Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 39 ✝ Sigurður Sig-urðsson fæddist á Hamraendum í Stafholtstungum í Mýrasýslu 5. desem- ber 1931. Hann lést á heimili sínu í Há- túni 12 í Reykjavík 17. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólöf Ólafs- dóttir húsmóðir, f. í Kalmanstungu í Mýrasýslu 13.7. 1894, d. 17.12. 1960, og Sigurður Gísla- son bóndi á Hamraendum, f. á Hvammi í Dýrafirði 29.3. 1989, d. 12.3. 1982. Ólöf stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík fyrir búskap og Sigurður hafði lokið bú- fræðinámi frá Hvanneyri 1911. Systkini Sigurðar: Sigríður, f. 1916, Sesselja, f. 1919, d. 2002, Ólöf, f. 1920, Sveinbjörn Gísli, f. 1922, d. 1972, Þórunn, f. 1925, d. 1990, Bjarnfríður, f. 1929, og Ída, f. 1934. Hinn 26. júní 1954 kvæntist Sig- urður Guðrúnu Birnu Hann- esdóttur, f. 14.1. 1936, tónmennta- og píanókennara. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, starfar með- al annars við óhefðbundnar lækn- ingar, f. 31.3. 1955, börn hennar og Helgu Halldórsdóttur, skrif- stofustjóra Búnaðarsamtaka Vest- urlands, f. 2.9. 1962. Móðir: Inga Guðjónsdóttir, f. 26.6. 1943. Kjör- faðir: Halldór Ásgrímsson, f. 3.8. 1931, d. 6.10. 1998. Maður Helgu er Gunnar Jónsson, húsasmíða- meistari og múrari, f. 2.5. 1960. Börn Helgu og Gunnars eru: Haf- þór Ingi, f. 1981, iðnnemi; Halldór Óli, f. 1988, nemi; og Íris, f. 1990, nemi. Sigurður ólst upp á Hamraend- um í Stafholtstungum og lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Foreldrar hans hættu búskap þegar hann var á unglingsárum og starfaði hann þá meðal annars sem þjónn á far- þegaskipinu Heklu. Á árunum 1950 til 1952 stundaði hann síðan búfræðinám í Noregi. Eftir heim- komuna vann hann í um tvö ár hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli áður en hann kvæntist Guðrún Birnu. Þau tóku við búinu á Hamraendum og stunduðu búskap þar í tæpan áratug. Eftir að þau skildu brá Sigurður fljótlega búi og fluttist til Reykjavíkur. Hann starfaði síðan á ýmsum togurum landsins í yfir tvo áratugi, eins og Neptúnusi, Karlsefni, Sigurði og Snorra Sturlusyni. Sigurður starf- aði aðallega sem matsveinn á tog- urunum. Útför Sigurðar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Stafholti. Hauks Ragnarssonar, f. 5.6. 1961, veitinga- manns, eru Sara. f. 1984, dreifing- arfulltrúi, sonur hennar og Bjarka Long, f. 1977, veit- ingamanns, er Gabrí- el Frosti, f. 2005; Ólöf Erla, f. 1986, nýstúd- ent, og Ragnar Gauti, f. 1988, framhalds- skólanemi. 2) Jóhann, leikari, f. 21.4. 1956, kvæntur Guðrúnu Sesselju Arnardóttur lögmanni, f. 23.8. 1966. Börn þeirra eru: Örn Gauti, f. 1995, og Jóhann Ólafur, f. 1996. 3) Ólöf, læknir, f. 23.7. 1958, í sambúð með Stíg Snæssyni, f. 1.3. 1966. Sonur þeirra er Steinn Logi, f. 1996. 4) Þorsteinn Gauti, píanóleikari og skólastjóri, f. 24.2. 1960, kvæntur Halldóru Björk Friðjónsdóttur söngkonu, f. 20.9. 1974. Barn þeirra er Sóley, f. 2004. Sonur Halldóru og Grétars Guðlaugs- sonar er Matthías Hugi, f. 1997. Sonur Þorsteins Gauta af fyrra hjónabandi, búsettur í Florida er Nicholas Jóhann Vincent, f. 1985, háskólanemi. Móðir Nicholas: Jo- Ann Calabrese, f. 10.2. 1955, flug- stjóri. Auk þess var Sigurður faðir Pabbi minn. Það var gaman að sjá glampann í augum þínum þegar þú hélst á langafabarninu í sumar. Ég fékk líka kipp í hjartað þegar ég sá smá tár laumast með. Þú fórst alltof fljótt og við áttum eftir að kynnast betur og spjalla meira. Við klárum það seinna. Í grenndinni veit ég um vin sem ég á í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er því viðtöl við áttum í símann. ..... Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess er að gröf hans ég gekk að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymd’ ekki, hvað sem á dynur. Að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók.) Hvíl í friði Þín dóttir Sigrún. Eftir að börnin mín höfðu komið til mín til að tilkynna mér um lát föður síns, þá helltust minningarnar yfir mig. Við Sigurður kynntumst árið 1952, þá var ég aðeins 16 ára og hann var tvítugur. Tveimur árum síðar gengum við í hjónaband og hófum búskap á föður- og móðurleifð hans, að Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Við vorum ung og ástfangin og trúðum því að við ættum bjarta fram- tíð fyrir okkur. Viðbrigðin voru samt mikil fyrir mig, borgarstúlkuna sem aldrei hafði búið í sveit, en ég eignaðist brátt frá- bærar nágrannakonur, sem leið- beindu mér vel og dyggilega með störf sveitahúsmóðurinnar. En fyrir Sigurði var það jafn eðlilegt og sjálft náttúrulögmálið að búa í sveit og stunda búskap, því þarna var hann fæddur og uppalinn og kunni því vel til allra bústarfa. Jörðin Hamraendar er mjög gjöf- ul. Við rákum töluvert stórt kúabú og túnin eru góð og stór, auk þess til- heyra jörðinni grösugar engjar. Við áttum vænt fjárbú og höfðum góðan afrétt, áttum hóp af hrossum og jörð- in er góð laxveiðijörð. Sigurður hafði mjög margt til brunns að bera því Skaparinn var af- ar örlátur þegar hann færði honum vöggugjafirnar. Hann var glæsi- menni svo af bar, hreystin uppmáluð og margþættur persónuleiki. Hann var víkingur til allrar vinnu, var skarpgreindur og mikill lestrarhest- ur, auk þess var hann mikill völundur í höndunum. Svo var hann mjög mús- íkalskur og hafði afar fallega bary- tonrödd. Eins blunduðu í honum leik- listarhæfileikar, og þegar hann tók sig til við að herma eftir hinum ýmsu persónum, þá lá við að nærstaddir grétu af hlátri, því kímnigáfa hans var hreint óborganleg. Hann var snjall spila- og skákmaður, einnig var hann góður hestamaður og tamn- ingamaður. Einnig var hann góður íþróttamaður í frjálsum íþróttum, fótbolta og sundi. Hann var mikill frelsisdýrkandi og sannarlega mikið náttúrunnar barn. Hann annaðist bústofninn, heyjaði, veiddi lax í net í Hvítá, fór í leitir og smalamennsku eins og aðrir bændur, fór stundum á rjúpnaskytterí og vann fjöldamörg minkagreni. Það gerði hann í samvinnu við skosku veiðitík- ina okkar, en alltaf hafði hann samt byssuhólkinn meðferðis ef á þyrfti að halda. Að dýrunum drepnum, skar hann af þeim skottin og geymdi, og þegar hann var búinn að vinna nokk- ur greni og safna slatta af skottum, tók hann hnakk sinn og hest, þeysti til oddvita sveitarinnar, skellti skott- unum á skrifborðið hans og sagði: „Ég ætla að borga þér skattana núna.“ Í þá daga borguðu sveitar- félögin drjúgan skilding fyrir hvern unninn mink og skottin voru sönnun þess að dýrið væri dautt. Ég minnist þess ekki að Sigurður borgaði skatt- ana nokkurn tíma á annan hátt en með minkaskottum. En sorgin gleymir engum. Og ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Þrátt fyrir mikil umsvif í búskapnum, kærleikann sem var á milli okkar Sig- urðar og mannvænlegu börnin okkar fjögur, tókst illum vágesti að taka æ oftar hús á Sigurði, eftir því sem árin liðu, og sýndi ekki á sér neitt farar- snið. Eftir sjö ára hjónaband flutti ég með börnin til Reykjavíkur og við Sigurður skildum. Skilnaðurinn var okkur öllum mjög erfiður og sár, Sig- urði, mér og börnunum. Sigurður hélt samt áfram búskap í nokkur ár í viðbót, en brá síðan búi og fór til sjós. Hann vann á togurum sem matsveinn, sem alltaf fór honum vel úr hendi, og í rúm 20 ár stóð hetjan vaktina, oft í snarvitlausum veðrum lengst norður í ballarhafi. Eftir þessa löngu útivist kom hann í land og settist að í Reykjavík. Undanfarin ár hefur Sigurður átt við margvíslega vanheilsu að stríða og 17. ágúst síðastliðinn lést hann á heimili sínu. Hann verður jarðsettur í Stafholtskirkjugarði við gömlu sókn- arkirkjuna okkar í Borgarfirði og mér finnst, að þá muni hann loksins vera kominn heim. Að leiðarlokum vil ég, kæri Sigurð- ur minn, þakka þér fyrir góðu tíma- bilin sem við áttum saman. Ég þakka þér fyrir börnin sem þú gafst mér, þau hafa svo sannarlega erft marga af góðu eðliskostunum þínum. Ég bið góðan Guð að veita þér við- töku inn í eilíft dýrðarríki sitt, og að þar megir þú una sæll og glaður. Hinsta kveðja. Hvíldu í Guðs friði. Guðrún Birna. Hann Diddi frændi er dáinn. Hann var móðurbróðir minn. Ég á yndis- legar minningar um hann. Sigurður afi og Ólöf amma byggðu og bjuggu á Hamraendum í Stafholtstungum, þar sem öll börn þeirra fæddust og ólust upp, öll vel af Guði gerð. Ég átti einn- ig því láni að fagna að fæðast á heimili þeirra á Hamraendum og á því sterk- ar taugar þangað. Þegar afi og amma brugðu búi tók Diddi frændi við jörðinni og hóf bú- skap þar. Hann eignaðist góða og fal- lega konu, sem ól honum mannvæn- leg börn, sem honum þótti mjög vænt um. Hann talaði oft við mig í síma og leitaði frétta af frændfólki sínu og sagði mér í leiðinni fréttir af börn- unum sínum, sem hann var mjög hreykinn af og hvað þau væru dugleg í námi og starfi. Alltaf mundi Diddi eftir afmælis- degi mínum og hringdi þá í mig til þess að óska mér til hamingju með daginn. Þá var hann vanur að segja: „Ólöf mín, þú varst nú fyrsta kaupa- konan mín, ég gleymi því nú ekki.“ Mér fannst nú kaupakonutitillinn varla hæfa mér, því meira fór í leiki en vinnu. Þegar hann brá búi á Hamraend- um og flutti suður til Reykjavíkur, stundaði hann sjómennsku í mörg ár. Þá kom það ósjaldan fyrir, að hann kom með nýjan fisk til okkar Hilm- ars, sem var okkur alveg ómetanlegt og vel þegið. Mér fannst þessi fiskur miklu betri en annar fiskur, vegna þess að Diddi kryddaði hann með um- hyggju sinni. Þegar ég kom í heimsókn til hans, þá opnaði hann dyrnar, horfði á mig og sagði: „Ólöf mín! og ég sem er ekki búinn að taka til.“ Alltaf jafn léttur í lund og með húmorinn í lagi. Diddi var mjög fallegur og mynd- arlegur maður, innst sem yst. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða, síð- ustu árin sem hann lifði, sem Guð hef- ur nú leyst hann frá og kallað hann til sín. Ég óska fjölskyldu hans allri Guðs blessunar. Helen Keller sagði: „Horfðu mót ljósinu, þá sérðu ekki skuggana.“ Ólöf Magnúsdóttir. Sigurður Sigurðsson ✝ Margrét Karls-dóttir fæddist í Efstadal í Laug- ardal 10. nóvember 1936. Hún lést á Kumbaravogi 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl Jónsson, f. 1. júlí 1904, d. 4. júní 1979, og Sig- þrúður Guðnadótt- ir, f. 8. október 1896, d. 29. apríl 1967. Systkini Mar- grétar eru Helga, f. 1928, d. 1997, Jón, f. 1929, Guð- rún, f. 1931, Ingimar, f. 1932, d. 1987, Guðni, f. 1933, Arnór, f. 1935, Gunnar, f. 1939, og Ólöf, f. 1943. Margrét giftist 13. júní 1958 Guðmundi Stefánssyni, f. 3. mars 1931. Börn Margrétar og Guð- mundar eru: 1) Sigrún, f. 4. apríl 1958, sonur hennar er Ásgeir, f. 1991, 2) Úlfar, f. 17. júlí 1964, synir hans eru Guðmundur Hrannar, f. 1988, og Dagur, f. 2003, 3) Sigþrúður, f. 9. maí 1967, dóttir hennar er Ylfa, f. 1989, 4) Karl, f. 24. janúar 1969, kona hans er Valný Guð- mundsdóttir, f. 31. desember 1971, börn þeirra eru Flosi Þór, f. 1991, Anna Marý, f. 1998, Bjartur, f. 1999, og Hjörný, f. 2003. Margrét bjó fyrstu árin í Efstadal en 1943 flutti hún með fjölskyldu sinni í Gýgjarhólskot í Biskupstungum. Margrét hóf búskap í Skipholti í Hrunamannahreppi 1957 og bjó þar á meðan heilsa leyfði. Síð- ustu tvö árin dvaldi hún á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumb- aravogi. Margrét verður jarðsungin frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Eftir að amma mín veiktist hélt ég alltaf að hún myndi ná sér og koma heim til okkar aftur. En svo fór hún frá okkur en ég held að henni líði betur þar sem hún er núna. Vonandi man hún eftir okkur. Vonandi gleymir hún aldrei þegar hún tók á móti mér þegar ég fæddist, þegar hún hélt á mér undir skírn og hversu hress og fín hún var í fermingunni minni. Það var svo gott að sjá hana brosa svona þótt hún væri berjast við þennan hræðilega sjúkdóm. Ég á aldrei eftir að gleyma svipnum á ömmu þegar hún sat og prjónaði vettlinga á okkur krakkana og ekki heldur hvað henni varð alltaf kalt þegar hún sá mig hlaupa úti, bara í stuttbuxum og bol (og hún tók ekk- ert mark á mér þegar ég sagði að mér væri aldrei kalt af því að það væri ,,ofnur inni í mér“). Ef ekki væri fyrir ömmu myndi ég ábyggi- lega ennþá nota snuð og pela því hún lagði það á sig að venja mig af því. Ég man þegar ég missti tönn og setti hana undir koddann minn og vaknaði morguninn eftir með 50 kr. undir koddanum, ég labbaði rosalega glöð fram til að sýna ömmu minni 50 kall- inn, en einhverra hluta vegna fann ég tönnina í skál uppi í eldhúshillu. Amma saumaði og prjónaði ótal flíkur á mig og núna vantar mig oft einhvern til að stökkva til og sauma á mig pils eða eitthvað annað sem mig vantar. Amma var ótrúlega snjöll í höndunum og hlutirnir sem hún bjó til handa mér eru mér mjög dýrmæt- ir. Hún var líka flink í eldhúsinu og bjó til bestu pönnukökur og besta jólamat í heimi. Hún var alltaf dug- leg að taka mig með sér í kirkju og mér fannst gaman að fara með henni og hlusta á afa syngja. Ég fékk eig- inlega að fara með henni hvert sem hún fór. Við fórum oft saman í fjósið, hún í fjósagallanum og ég í pilsi og prjónapeysu. Amma vildi að ég talaði rétt og reyndi að fá mig til að segja komdu sæl og vertu sæl í staðinn fyr- ir hæ og bæ. Ég er heppin að hafa átt svona góða ömmu. Amma, ég á aldrei eftir að gleyma þér, megi allir englar Guðs vaka yfir þér. Vertu sæl amma mín. Þín Ylfa. Bernskuminningar okkar systkin- anna tengjast margar samskiptum við Margréti móðursystur okkar í Skipholti og fjölskyldu hennar. Vin- fengi foreldra okkar og þeirra Skip- holtshjóna hefur enda ávallt verið mjög gott. Á vorin var farið í Skipholt til að reka fé á afrétt. Allir fengu að taka þátt, háir sem lágir, ríðandi, hlaup- andi eða bara í bílnum. Á sumrin var gjarnan farið í heyskap, enda þá enn þörf fyrir margar hendur við þau störf til sveita. Þegar haustaði var svo farið í Hrepparéttir með tilheyr- andi gleði en umfram allt miklum mat; smurðu og heimabökuðu í rétt- unum og kjötsúpu er heim var kom- ið. Víst er að Magga gætti þess alltaf að allir fengju nóg að borða. Á haust- in var líka farið í Skipholt í slátrun og bjúgnagerð, en ,,Skipholtsbjúgu“ hafa alltaf verið uppáhaldsmatur í okkar fjölskyldu. Þegar litið er til baka virtist alltaf vera pláss fyrir alla í Skipholti, jafn- vel til lengri tíma. Og dagarnir voru viðburðaríkir og skemmtilegir fyrir kaupstaðarbörnin. En það var ekki bara mannfólkið sem var velkomið í Skipholt, því árum saman áttum við vísa hagagöngu fyrir hrossin okkar þar. Við minnumst líka skemmti- legra stunda með Möggu, Guðmundi og börnunum heima á Selfossi, en oftast þegar Skipholtsfjölskyldan átti leið í kaupstað leit hún við á Hjarðarholtinu í hádeginu. Það er góð hefð sem haldist hefur fram á þennan dag og gerir vonandi lengi enn. Þó að Magga hefði alltaf nóg að gera við búskapinn og oft hafi verið heilmikill erill á heimilinu fékkst hún gjarnan við hannyrðir, mest prjóna- skap. Ótal ,,Möggupeysur“ og sokka- buxur hafa verið og eru enn til í okk- ar fjölskyldu. Þær eru uppáhald allra, vekja hvarvetna athygli fyrir útlit og notagildi og bera duglegri handverkskonu fagurt vitni. Nú hefur Magga fengið hvíldina, líkn frá erfiðum veikindum. Að leið- arlokum þökkum við henni liðnar stundir og kveðjum með virðingu kæra frænku. Fjölskyldunni frá Skipholti biðjum við Guðs blessunar á þessum erfiðu tímum. Systkinin Hjarðarholti 8. Margrét Karlsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.