Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÚR ÚTIVERUNNI kemur þér af stað. Þarftu að hreyfa þig, en ...? BERGÞÓR Pálsson barí- tónsöngvari ætlar að flytja nokkrar þekktar perlur úr heimi dægurbókmenntanna í Þorgeirskirkju í dag og í Laug- arborg á morgun, en tónleik- arnir hefjast kl. 15.00 báða dagana. Með Bergþóri verður Þórarinn Stefánsson píanóleik- ari. Á efnisskránni eru nokkur sígild dægurlög eftir Sigfús Halldórsson, en einnig erlend dægurlög á borð við My Way, New York, New York, Memory og It ain’t necessarily so. Að tónlistarflutningnum lokn- um reiða kvenfélagskonur í Þingeyjarsveit annars vegar og í Iðunni hins vegar fram kaffiveitingar. Tónlist Dægurflugur Bergþórs Bergþór Pálsson AÐ sýningunni Mega vott sem opnar í Hafnarborg í dag koma fjórar íslenskar listakonur og ein bandarísk. Þetta eru þær Anna Eyjólfs- dóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Jessica Stockholder. Er sýningunni ætlað að setja í samhengi verk lista- kvennanna fimm og vera til vitnis um nýjar nálg- anir í listgreininni og þá ekki síður um femínísk sjónarhorn á viðfangsefnin, en allar eiga listakon- urnar það sameiginlegt að hafa tekið þátt í þeirri umbreytingu sem orðið hefur á höggmynda- listinni undanfarið. Myndlist Höggmyndlist í Hafnarborg NÝ tónleikaskrá Salarins fyrir starfsárið 2006– 2007 kemur út í dag og verður því efnt til dag- skrár þar í dag kl. 13.30. Þar kynnir Jónas Ingimundarson TÍBRÁR- tónleika starfsársins, sagt verður frá Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs og Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri greinir frá kanadískri menningarhátíð sem haldin verður í Kópavogi vik- una 14.–22. október nk. Að því búnu fer fram árleg styrkveiting úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal að upphæð 500.000 krónur, en sjóðnum er ætlað að styrkja unga söngvara og fiðluleikara. Í lok dagskár flyt- ur nýbakaður styrkþegi nokkur lög og að því búnu verður boðið upp á veitingar í forrými Salarins. Allir eru velkomnir. Opið hús Kynning og styrk- veiting í Salnum JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur hefst með formlegum hætti þann 27. þessa mánaðar og stendur yfir í fimm daga, eða til 1. október. Halldór Kvaran hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, en hann tók við starfinu af Friðriki Theó- dórssyni. Halldór segir að engar af- gerandi breyt- ingar verði gerð- ar á hátíðinni, þótt vissulega muni eitthvað breytast með nýj- um manni. „Það verða nú kannski ekki miklar stefnubreyt- ingar, við erum hins vegar að setja upp eina stóra tónleika í Há- skólabíói, en áður hafa stóru tónleik- arnir verið á minni stöðum,“ segir Halldór, en um er að ræða tónleika með hinum þekkta bandaríska söngvara Kurt Elling. „Við stillum hátíðinni líka þannig upp að það verða aldrei tvennir stór- ir tónleikar á sama tíma heldur verða þeir hver á eftir öðrum,“ segir Halldór. „Svo er nýlunda að það er hægt að fá gullpassa á alla viðburði hátíðarinnar, en flestir tónleikarnir verða á NASA en ekki hér og þar þannig að fólk getur í rauninni kom- ið með sængina þangað og verið þar í þessa fimm daga.“ Þá segir Halldór að í ár verði farið í samstarf við pólsku menningarhátíðina, en hún er haldin á sama tíma. „Við erum með pólska Jagodzinski-tríóið á hátíðinni okkar þannig að það má segja að við tvinnum hátíðirnar saman.“ Reykjavíkurborg styrkir Jazzhá- tíð Reykjavíkur en að sögn Halldórs nægir sá styrkur ekki til þess að reka hana, og því er einnig stólað á framlög fyrirtækja. „Mér finnst hins vegar að þetta þurfi að standa sæmi- lega undir sér. Ég vil allavega fá fullt hús í Háskólabíói, það eru 970 manns, og svo eru 19 tónleikar til viðbótar,“ segir Halldór. „Svo verð- um við með upphitun um miðjan september og svo verður fólki náð niður á jörðina um miðjan október.“ Tónlist | Halldór Kvaran, framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Nýjar áherslur með nýjum manni HINN 30. september heldur bandaríski djasssöngvarinn Kurt Elling tón- leika í Háskólabíói ásamt hljómsveit sinni. Elling er einn heitasti djass- söngvari samtímans og á rúmlega sjö árum hefur hann náð alþjóðlegum frama sem byltingarkenndur djasslistamaður. Byltingarkenndur djasslistamaður HITLER-STÚKAN sem áður var staðsett í Admiral Palast-leikhús- inu í Berlín, sem nú er m.a. í eigu Helga Björnssonar, leikara og söngvara, er komin til landsins. Þegar Helgi og félagar réðust í breytingu á leik- húsinu var stúk- an rifin niður en myndlistarmað- urinn Ragnar Kjartansson fal- aðist eftir henni því hann hafði áhuga á að end- urgera hana. Honum varð að ósk sinni og nú eru ósamsettar fjalirnar og tjöldin sem tilheyrðu stúku þessa umdeilda manns komin til landsins og verða á sýningunni Pakkhús postulanna sem var opnuð í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi í gærkvöldi. Til að byrja með geta gestir virt fyrir sér sundurtekna stúkuna og gert sér í hugarlund hvernig stúkan hafi litið út, hvernig listamaðurinn hyggist setja hana saman aftur og hvort hann muni leysa það vanda- sama verk af hendi. Ragnar hefur höggvið skilaboð í marmaratöflu sem hangir fyrir of- an fjalirnar úr stúkunni og þar stendur ritað: ÉG HRINGDI Í HELGA BJÖRNS, HANN ÚTVEG- AÐI MÉR STÚKU HITLERS. RAGNAR KJARTANSSON 2006. Mánudaginn 18. september kl. 14 hyggst Ragnar byrja á því að setja stúkuna saman og verður við iðju sína í Hafnarhúsinu daglega frá kl. 14–17 fram til 15. október. Gestum er velkomið að fylgjast með Ragn- ari að störfum, sem ófyrirséð er hvert muni leiða hann. Hitler-stúk- an lifnar við á Íslandi Verður samansett af Ragnari Kjartanssyni í Hafnarhúsinu Ragnar Kjartansson LEIÐRÉTTING var gerð í endur- útgáfu nýjustu bókarinnar um Harry Potter. Að sögn talskonu út- gáfufyrirtækisins Bloomsbury var það glöggur lesandi sem kom auga á misræmi í frásögn, þar sem á ein- um stað kom fram að Hermione Granger hefði verið með hæstu ein- kunn í öllum 11 fögum sínum en áð- ur hafði komið fram að hún hefði einungis verið í 10 fögum. Mistök í Harry Potter NATORI-leikhúsið frá Japan heimsækir Þjóðleikhúsið um helgina með sýningu sína Tvö andlit Noru eða Double Nora. Að undanförnu hefur verkið verið sýnt víðs- vegar um Norðurlönd í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá andláti leikritaskáldsins Henriks Ibsens en verkið byggir á einu af þekktustu leikritum Ibsens; Brúðuheimili. Hefur sýningin hlotið góða dóma þar sem hún hefur verið sett upp. Verkið er sett fram í anda hinnar jap- önsku Noh-leikhúshefðar sem á rætur sín- ar að rekja aftur til 14. aldar, en sérkenni hennar eru hægar, merkingarþrungnar danshreyfingar, söngur, grímur og litríkir búningar. Er togstreita Nóru, aðal- persónu Brúðuheimilis, milli hlutverka sinna sem eiginkona og móðir annars veg- ar og einstaklingur og kona hins vegar þannig túlkuð með grímum og dansi. Leikstjórar verksins eru tveir og koma hvor úr sinni áttinni; Mitsuya Mori er einn helsti sérfræðingur Japans í verkum Ibsens og Kuniyoshi Ueda hefur sett upp mörg vestræn leikhúsverk í anda Noh- hefðarinnar. Sýningar fara fram í Kassanum í kvöld og annað kvöld og hefjast þær kl. 20. Leiklist | Japönsk gestasýning í Kassanum Sérstakt Togstreita Nóru er túlkuð í dansi og með grímum. Brúðuheimili Henriks Ibsens eftir Noh-leikhúshefðinni UMFJÖLLUN um uppsetningu Baltasars Kormáks á Pétri Gauti eft- ir Ibsen birtist á fréttavef norska rík- isútvarpsins í gær undir fyrirsögninni „Heitur og grípandi Pétur Gautur frá Íslandi“. Þar fullyrðir gagnrýnandinn Lisa Kristin Strindberg að aldrei fyrr hafi hún séð jafn margbrotinn og mennskan Pétur Gaut. Hún segir að með því að staðsetja Pétur Gaut í raunveruleika dagsins í dag nái Balt- asar að kalla fram nálægð og tilfinn- ingar hjá þessari frægustu persónu Ibsens. Hann verði manneskja af holdi og blóði. Þá hrósar hún frammi- stöðu Björns Hlyns Haraldssonar í aðalhlutverkinu sérstaklega og minn- ist á leikmynd Grétars Reynissonar með velþóknun. Leikhópur frá Þjóð- leikshúsinu sýndi tvær sýningar á hinni umtöluðu uppfærslu Baltasars á Ibsen-hátíðinni í Osló á fimmtu- dagskvöldið og í gærkvöldi. Saknaði textavélar Hún kvartar þó undan því að ekki hafi verið boðið upp á þýðingu á textavél þar sem leikið hafi verið á ís- lensku. Hún kveður Baltasar hafa meinað Nationaltheatret að hafa textavél í gangi meðan á sýningin færi fram. Leikhúsgestir hafi reynd- ar fengið samantekt um öll atriðin í tímaröð sem hafi vissulega hjálpað en í síðasta hlutanum hafi hins vegar verið slæmt að vita ekki nákvæmlega hvað Pétur og aðrar persónur voru að segja hverju sinni. Pétur Gautur lofaður Uppsetning Baltas- ars Kormáks fær góða dóma í Noregi Halldór Kvaran Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is www.jazz.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.