Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 16
STARFSKJARANEFND Straums-Burðaráss Fjárfestinga- banka hefur samþykkt kaupréttar- áætlun fyrir alla stjórnendur og lyk- ilstarfsmenn bankans. Samningarnir gilda í þrjú og hálft ár en starfsmenn öðlast rétt til að kaupa bréf 1. sept- ember 2007, 1. mars 2009 og 1. mars 2010, alls 3,28% af heildarhlutafé bankans að útgáfu viðbótarhluta me- töldum. Innlausnarverð kaupréttanna er 16,18 sem er meðalverð bréfa í bank- anum síðustu fimm viðskiptadaga. Skilyrði fyrir innlausn er að starfs- maður hafi ekki látið af störfum fyrir innlausnardag kaupréttar. Kaupréttaráætlun fyrir lykilstarfsmenn Morgunblaðið/Eyþór STJÓRN Atlas Cold Storage In- come Trust hvetur hluthafa félags- ins til þess að hafna yfirtökutilboði dótturfélags Avion Group í félagið. Á kanadísku fréttasíðunni CNW er haft eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Avion Group, að þessi viðbrögð stjórnarinnar valdi vonbrigðum en hann bendir á að tilboðið sé mjög gott ef litið er til hagnaðar af rekstri Atlas í ár. Ólík- legt sé að betra tilboð berist í kan- adíska félagið. Tilboðið í Atlas er gert fyrir hönd dótturfélags Avion, Eimskip Atlas Canada. Tilboðið stendur til föstudagsins 22. september 2006, og hljóðar upp á um 574 milljónir kanadískra dollara, eða um 36 milljarða íslenskra króna. Atlas rekur 53 kæli- og frysti- geymslur í Norður-Ameríku og er skráð í kauphöllinni í Toronto. Eimskip Atlas Canada hefur nú þegar náð yfirráðum yfir 13,9% hlutafjár í félaginu með hluthafa- samningum við Avion Group, sem á um 9,5% hlutafjárins, og King Street, sem ræður yfir 4,4% hluta- fjár. Yfirtakan er háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkj- unum og Kanada og jafnframt því að meira en tveir þriðju hluthafa samþykki það. Stjórn Atlas Cold Storage mælir gegn tilboði Avion 16 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                % &$ %   ' (  '   (;* "3 / ( ; / (" % "3 / (*" "3 / '%%*6 "3 / <#!  / 9+ "3 /  !% / )3=# !% / +8!% >8 / ?  / ?"; 9 " / @A9 (; @  "  -  ,'  . 9. /!% / 7 / ) *   +  9# "3 / $' 8 / B; 8; "3 / C4  / 1 ###6 / D6 / *,  "  -%.% -. E# - 8 * / - $#   / BF G -H *%/*                    ' # .   *%/*  , , , ,    , ,   ,  , , , , , , I , JK I , JK , I  JK I JK I ,JK I JK I  JK I JK I JK , I JK I , JK I  JK I , JK I ,JK , I JK , , , , I JK $ 8 *%3 8# 1!" H "% 8#: )3 - / / / /  /  /  /  /  / /  / /  /  / / / , , , , /                        ,                          ,  ,  D%3 H =/ % / (1$/ L ( #  968 *%3         , , , ,  C8M -N@      J J 91- <(O     J J F(F  P?O -"%%      J J P?O ) 6  C%%      J J BF O <"Q R"       J J BARR PHARMACEUTICALS ætl- ar að svara tilboði Actavis í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva fyrir 8. september. Actavis lagði fram í fyrradag nýtt tilboð í Pliva sem mun vera um 7% hærra en tilboð Barr og jafngildir um 2,5 milljörðum dala eða 175 milljörðum íslenskra króna. Fyr- ir á Actavis um fimmtungshlut í Pliva en félagið er skráð bæði í kaup- höllinni í Króatíu og London. Ef Barr næði Pliva yrði við sam- runa fyrirtækjanna til eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims með veltu upp á um 165 milljarða króna á ári. Í erlendum fjölmiðlum kemur fram að fyrirsjáanlegt sé að draga muni úr vexti Barr á næstunni, fyrst og fremst vegna þess að tímabundið einkaleyfi þess á „Seasonale“- getnaðarvarn- arpillu rennur út í næsta mánuði en hún stendur fyrir um 10% af veltu Barr og enn hærra hlutfalli af hagn- aði félagsins. Barr stefndi að því að gera Pliva að vörumerki og aðal- stöðvum sínum í Evrópu og flytja hluta af lyfjaframleiðslu sinni þang- að. Harður slagur Í Morgunkorni Glitnis segir að gamanið geti farið að kárna ef til- boðsstríðið haldi lengi áfram og hvorugt fyrirtækjanna, Actavis eða Barr, vilji gefast upp. Bent er á að bæði félögin hafi fjárhagslegan styrk og nægt aðgengi að fjármagni til að kaupa á hærra verði en þau hafa nú boðið. Spurningin sé hins vegar hvort kaupverðið verði á endanum svo hátt að allt hagræði af kaupunum gufi upp. „Fyrir Barr er þetta spurning um að koma sér fyrir í Evrópu en félagið hefur eingöngu starfsemi innan Norður-Ameríku. Actavis vill hins vegar með yfirtöku á Pliva staðsetja sig og festa sig í sessi sem eitt af þremur leiðandi félögum innan sam- heitalyfjageirans á heimsvísu,“ segir greining Glitnis. Tilboðsstríð milli Barr og Actavis Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Hart barist Barr hyggst svara tilboði Actavis í Pliva. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Enn hækkar úrvalsvísitalan ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,8% í rúmlega 12,5 milljarða króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær en vísitalan nam 6.064 stigum í lok dags. Mestu hlutabréfaviðskipti voru með bréf Landsbanka Íslands fyrir 718 milljónir króna. Bréf Straums- Burðaráss hækkuðu um 2,4% og bréf Landsbankans hækkuðu um 2%. Bréf Alfesca lækkuðu mest í gær, eða um 2,4% og þá lækkuðu bréf P/F Atlantic Petroleum um 1,9%. Þá styrktist krónan lítillega í gær, eða um 0,08%. Gengisvísitalan nam 121,9 stigum við lok markaða. Birtíngur útgáfufélag varð fyrir valinu ● BIRTÍNGUR útgáfufélag er nafnið sem valið hefur verið fyrir Íslend- ingasagnaútgáfuna, sem keypti ný- verið útgáfuréttinn á öllum tímaritum Fróða. Í tilkynningu segir að nafn- giftin sé niðurstaða samkeppni sem efnt var til meðal starfsmanna hins nýja fyrirtækis. Birtíngur útgáfufélag gefur út sjö tímarit auk fjölda sérrita. Tímaritin eru: Hús og híbýli, Gestgjafinn, Bleikt og blátt, Mannlíf, Séð og Heyrt, Nýtt líf og Vikan. Hjá félaginu starfa um 80 manns. Sigurður G. Guðjónsson er stjórnarformaður, Elín G. Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri, Mikael Torfason aðalritstjóri og Mar- teinn Jónasson yfirmaður sölu- og markaðssviðs. Nýsir tapar 940 milljónum ● TAP VARÐ á rekstri Nýsis hf. á fyrri helmingi ársins og nemur það tæpum 940 milljónum króna. Á síðasta ári var hagnaður félagsins 318 milljónir. Í fréttatilkynningu segir að helsta ástæða tapsins í ár sé óhagstæð gengisþróun, en gjaldfært gengistap vegna lána í erlendum gjaldmiðlum nam 688 milljónum króna. Velta sam- stæðunnar á tímabilinu nam tæpum 1,2 milljörðum króna. Eignir samstæðunnar við lok júní- mánaðar voru rúmir 34,8 milljarðar króna, en voru 16,4 milljarðar sex mánuðum fyrr. Eigið fé nam 3,7 millj- örðum, en var 3,9 milljarðar um síð- ustu áramót. Eiginfjárhlutfall fór úr 23,8% um áramót í 10,7% hálfu ári síðar, en veltufjárhlutfall hélst því sem næst óbreytt, var 0,61 um ára- mót en 0,60 í júnílok. TM með 90% í trygg- ingafélaginu NEMI ● TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN (TM) hef- ur eignast 90,01% af útgefnu hlutafé í norska tryggingafélaginu NEMI for- sikring. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að TM þurfi því ekki að gera yfirtökutilboð í NEMI og muni leysa til sín þá hluti sem eftir eru, eða 9,99% af útgefnu hlutafé í félaginu. Í byrjun ágústmánaðar síðastlið- ins heimilaði fjármálaeftirlitið í Nor- egi TM að eiga á milli 74,5% til 100% hlut í NEMI, en TM gerði öllum hlut- höfum yfirtökutilboð hinn 12. apríl sl. Samþykkið var háð því skilyrði að TM kaupi að minnsta kosti 74,5% hluta- fjár í NEMI innan þriggja mánaða frá dagsetningu samþykkis fjármálaeft- irlitsins, sem dagsett var hinn 4. ágúst sl. TM átti 10% hlut í NEMI 30. júní síðastliðinn, samkvæmt sex mán- aða uppgjöri félagsins. FYRIRHUGUÐ skráning Iceland- air Group í Kauphöll Íslands mun skila FL Group 200 milljónum evra í söluhagnað en það samsvarar tæp- um 18 milljörðum íslenskra króna. Þetta hefur fréttavakt DowJones eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, en eins og kunnugt er til- kynnti félagið um þær áætlanir sínar að skrá Icelandair Group á markað síðasta vetur. Ekkert hefur hins veg- ar orðið af skráningunni. Í frétt DowJones er haft eftir Hannesi að FL Group hyggist halda um þriðjungi hlutafjár í Icelandair Group eftir við skráninguna. Í samtali við Morgunblaðið í febr- úar sl. sagði Hannes ljóst að FL Group myndi innleysa umtalsverðan söluhagnað í tengslum við skráningu Icelandair Group. Þá segir í frétt DowJones að stjórn FL Group sé einnig að íhuga að skrá lággjalda- flugfélagið Sterling á markað. Söluhagn- aður gæti numið 18 milljörðum » 18. mars Actavis leggurfram óformlegt tilboð í allt hlutafé Pliva. Pliva hafnar til- boðinu þremur dögum síðar. » 21. apríl Actavis hækkaróformlegt tilboð sitt í 1,85 milljarða dala. » 30. maí Fréttir birtar umað Barr Pharmaceuticals hafi lagt fram hærra tilboð í Pliva en Actavis. » 26. júní Greint frá því aðstjórn Pliva styðji yfirtöku- tilboð Barr. » 29. júní Actavis leggurfram nýtt tilboð og býður 2,3 milljarða fyrir fyrirtækið. Actavis hefur keypt samtals 20,4% í Pliva. » 1. júlí Barr leggur framnýtt tilboð sem er 2,8% hærra en tilboð Actavis. » 5. júlí Actavis leggur framformlegt tilboð upp á 2,3 milljarða dala. » 1. ágúst Barr leggur framformlegt tilboð í Pliva upp á 2,3 milljarða dala. » 31. ágúst Króatíska fjár-málaeftirlitið samþykkir til- boð Actavis sem hljóðar upp á 2,5 milljarða dala. Í HNOTSKURN FlyMe kaupir 51% í Astraeus SÆNSKA lágfargjaldaflugfélagið FlyMe, þar sem Fons, eignarhalds- félag þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti hluthafi, hefur keypt 51% í breska leiguflugfélaginu Astraeus sem flýg- ur með um átta hundruð þúsund far- þega á ári. FlyMe greiðir um 790 milljónir íslenskra króna fyrir hlutinn en hin 49% eru í eigu Aberdeen Asset Management og stjórnenda félagsins. Astraeus flýgur einkum frá Gat- wick-flugvelli, að stærstum hluta til áfangastaða í Vestur-Afríku og fyrr- um lýðveldum Sovétríkjanna. Félagið er með tíu farþegavélar og með kaup- umum stækkar flugfloti FlyMe úr 5 í 15 vélar og farþegum fjölgar úr tæp- lega 450 þúsund í 1,25 milljónir. FlyMe var rekið með um 1,1 millj- arðs íslenskra króna tapi á fyrri helm- ingi ársins en á sama tíma í fyrra nam tapið um 688 milljónum miðað við nú- verandi gengi sænsku krónunnar. Velta FlyMe nær tvöfaldaðist milli tímabila og nam rúmum 3,2 milljörð- um íslenskra króna og var mesti hluti aukningarinnar til kominn á öðrum fjórðungi ársins. Veltufé félagsins jókst um nær 90% á tímabilinu og nam í lok júní liðlega 1,7 milljörðum íslenskra króna. Í vikunni var samþykkt að auka hlutafé FlyMe um 1,8 milljarða ís- lenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.