Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | „Mér finnst mjög mik- ilvægt að fólk þekki sögu síns byggðarlags og finnst við eiga of lítið af rituðum heim- ildum sem þessum,“ sagði Dagný Gísladótt- ir sem nú vinnur við ritun minningarbókar um brunann í samkomuhúsinu Skildi í Keflavík, en í honum létust níu manns. Dagný fékk á fimmtudag styrk frá Sam- kaupum ásamt Jóhanni Rúnari Kristjáns- syni íþróttamanni, Kvennakór Suðurnesja, Grindavíkurkirkju og Björgunarsveitinni Suðurnesjum. Styrkir Samkaupa að þessu sinni voru í heildina 900 þúsund krónur. Skúli Þ. Skúla- son, starfsmannastjóri Samkaupa, sagði við athöfnina að fyrirtækið væri með styrkjum sínum að senda til baka út í samfélagið það sem fólk hefði lagt til fyrirtækisins. Þeir væru veittir eftir föngum einu sinni til tvisvar á ári og dreift á þá staði sem Sam- kaupaverslanir væru staðsettar. Styrkþegarnir að þessu sinni eiga það all- ir sameiginlegt að standa í kostnaðarsömum verkefnum. Kvennakór Suðurnesja hefur fjárfest í nýjum kórbúningum, Grindavík- urkirkja safnar fyrir nýju orgeli og hvert útkall hjá Björgunarsveitinni Suðurnesjum er kostnaðarsamt. Jóhann Rúnar Krist- jánsson mun í næsta mánuði keppa í borð- tennis á heimsmeistaramóti fatlaðra í Sviss og Dagný Gísladóttir stefnir að útgáfu minningarbókar um Skjaldarbrunann í lok þessa árs. Má ekki bíða lengur Dagný las við athöfnina stutt brot úr handritinu og þar kom meðal annars fram að bruninn í Skildi hefði markað djúp spor í það litla samfélag sem Keflavík var þá og að mörg sárin væru ekki gróin enn. Sex manns létust þegar eldur kviknaði út frá lif- andi ljósi á jólatré og samkomuhúsið varð alelda á skammri stundu. Flestir þeirra sem létust voru börn yngri en 10 ára en á jóla- trésskemmtuninni voru 180 börn en ein- ungis 20 fullorðnir. Þrír létust skömmu síð- ar af sárum sínum. „Ég hef orðið vör við það að fólk þekkir þessa sögu ekki vel þó margir hafi heyrt á þetta minnst. Þessi atburður hafði mjög mikil áhrif á samfélagið hér og ég finn á samtölum mínum við fólk sem upplifði þess- ar hörmungar að það er ekki allt tilbúið til þess að tala um þetta þótt rúmlega 70 ár séu liðin frá brunanum. Margt af þessu fólki er orðið fullorðið og því finnst mér það ekki mega bíða lengur að skrá þessa sögu. Auk þess finnst mér mikilvægt að fólk hér þekki hana og ég vona að þessi minning- arbók verði aðeins fyrsta bindi af mörgum í sagnaritun sem þessari af svæðinu,“ sagði Dagný í samtali við Morgunblaðið. Samkaup styrkja einstaklinga og félagasamtök Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sagnaritun Dagný Gísladóttir við minnis- merkið sem reist var á grunni Skjaldar. Mikilvægt að fólk þekki sögu byggðarlagsins Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Keflavík | Bíósalurinn í Duushúsum í Keflavík hefur verið opnaður eftir gagngerar endurbæt- ur sem miðað hafa að því að færa hann í upp- runalegt horf. Í fyrradag var opnuð í Bíósaln- um sýning frá Handverki og hönnun. Bíósalurinn telst elsti kvikmyndasalur landsins sem enn stendur. Hann var byggður árið 1890. Var raunar port í upphafi sem síðar var byggt yfir og notað sem salthús. Hafnar voru fastar árið 1927 í Salthúsinu sem síðan hefur verið nefnt Bíóhúsið, þótt húsið hafi að- eins haft það hlutverk í 2-3 ár. Endurbygging hússins kostaði um 20 millj- ónir kr., að sögn Stefáns Bjarkasonar, fram- kvæmdastjóra hjá Reykjanesbæ. Bærinn stóð fyrir framkvæmdinni en fékk stuðning frá Al- þingi í gegn um Húsafriðunarsjóð. Bíósalurinn er fjórði salurinn sem gerður er upp í Duushúsum og eru allir hugsaðir sem fjölnota menningarsalir. Bátafloti Gríms er með fasta sýningu í einum salnum, Listasafn Reykjanesbæjar er með annan salinn sem aðal sýningarsal og Byggðasafn Reykjanesbæjar er með sýningu í þriðja salnum. Fimmta og syðsta húsið í lengjunni nefnist Bryggjuhúsið. Stefán Bjarkason segir að nú verði hafist handa við að undirbúa viðgerðir á því. Þetta er þriggja hæða hús sem er illa farið og segir Stefán mikið verk fyrir höndum. Stefán segir að Bíósalurinn verði notaðir til tónleika, myndlistarsýninga og fyrirlestra og áhugi sé á að tengja hann kvikmyndum með einhverjum hætti, í ljósi sögunnar. Þar mætti til dæmis sýna gamlar kvikmyndir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Opið hús Björn Samúelsson, eftirlitsmaður fasteigna Reykjanesbæjar, er stoltur af endurbót- unum á Bíósalnum. Hér sýnir hann hurðirnar inn í Bíósalinn sem hann segir einstakar. Nýr fjölnota menningarsalur LOKIÐ er við að raða grjóti sem myndar úti- listaverkið Lífstaktinn, Rhytm of Life, í brekk- unni neðan við Fálkafell, ofan Akureyrar. Rignt hefur linnulítið undanfarna daga og töluverð leðja var á svæðinu þegar myndin var tekin í gær enda mikil mold í brekkunni. Verkið er eftir ástralska listamanninn And- rew Rogers, sem verið hefur að störfum á Ak- ureyri síðustu daga ásamt hópi fólks, en Ro- gers hyggst setja Lífstaktinn upp á 12 stöðum í heiminum. Bæjarstjórn Akureyrar veitti í sumar leyfi fyrir uppsetningu tveggja verka Rogers í landi bæjarins – annars vegar við Fálkafell og hins vegar norðan skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli – en Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því, og í umsögn stofnunarinnar var mælst til þess að fundinn yrði annar staður undir verkin vegna hættu á umhverfisspjöllum. Listaverk Rogers eru gerð úr misstórum steinum sem raðað er upp í hlíðarnar á fyr- irfram ákveðna staði, sem listamaðurinn hefur merkt inn á hnit eftir gervitunglamynd. Umhverfisráð Akureyrar taldi athugasemd- ir Náttúrufræðistofnunar á misskilningi byggðar og lagði því til við bæjarstjórn að veita framkvæmdaleyfið, sem gert var um miðjan ágúst og Rogers hófst handa fljótlega eftir það. Náttúrufræðistofnun hélt fram að umræddir staðir væru óraskaðir og mismikinn gróður þar að finna. Nauðsynlegt yrði að leggja slóða til að koma vinnuvélum að svæðunum og illmögulegt að jafna út að verki loknu. Traðk og spark yrði talsvert í næsta nágrenni og ómögulegt að færa umhverfi verkanna í upprunalegt horf. Stofnunin taldi hugsanlegt að framkvæmdir við verkin þyrftu í umhverfismat vegna um- fangs röskunar og stærðar og að fram- kvæmdin væri skipulagsskyld. Í svari umhverfisráðs við athugasemdum Náttúrufræðistofnunar segir meðal annars að óskað hafi verið eftir umsögn Náttúru- fræðistofnunar Íslands snemma í kynning- arferlinu og án þess að fullnægjandi upplýs- ingar fylgdu með erindinu. Því gætti ákveðins misskilnings stofnunarinnar við framkvæmd- ina í heild sinni. „Ekki er gert ráð fyrir að stór björg verði notuð við uppbyggingu listaverk- anna, heldur er um að ræða keilulaga 60 cm háa garða sem hlaðnir verða úr því grjóti sem á staðnum er. Þeir staðir sem um er að ræða eru gróðursnauðir og sérstaklega valdir með það í huga. Tekið skal fram að umhverfisvitund listamannsins er mikil og hefur hann alla tíð lagt mikið upp úr því að vinna verkin í sátt við náttúruna og gengið frá umhverfi verkanna af mikilli natni,“ segir í svari umhverfisráðs. Maður sem Morgunblaðið ræddi við í gær, kunnugur staðháttum við Fálkafell, sagði að mikið rof hefði verið í stórum hluta brekk- unnar áður en framkvæmdir hófust og að- standendur framkvæmda segja að svæðið verði enn betur ræktað eftir að framkvæmdum lýkur en það var áður. Sáð verður í jarðveginn við listaverkin í samstarfi við sérfræðinga á því sviði. Lítillega var hafist handa við annað verk Rogers í gærmorgun, í Hlíðarfjalli, en vinnu var hætt vegna þess hve mikið rigndi. Þess má geta að nú liggur einnig fyrir sam- þykki sveitarstjórnar Svalbarðsstrand- arhrepps um að þriðja verk Rogers verður sett upp á svæðinu; í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Landskemmdir eða lagfæringar? Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.