Morgunblaðið - 02.09.2006, Síða 30
tíska
30 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
GÓÐ kápa eða úlpa er
ómetanleg í vetrarkulda
og ekki er verra ef hún er
bæði hlý og töff.
Á tískusýningunum á
haust- og vetrarlínunum
voru yfirhafnir af ýmsu
tagi algengar, sem ætti að
gleðja kulsækna Íslend-
inga.
Flestar eru þær ekki til
þess gerðar að fela sig úti
í horni heldur eru káp-
urnar umfangsmiklar og
kalla á athygli. Efni og lit-
ir eru af ýmsu tagi en flík-
urnar eiga það sammerkt
að vera glæsilegar og
sæma dramatískum kon-
um.
Sterkar
yfirlýs-
ingar
Smekklegt Fjólublá og falleg yf-
irhöfn frá Donnu Karan.
Reuters
Dömulegt Sérstæð flík úr fórum japanska
hönnuðarins Ekjo.
Svart og sykurlaust Peter Dundas
fyrir tískuhús Emanuel Ungaro.
Hlýlegt Falleg gæruskinnskápa
frá Blumarine-tískuhúsinu.
Gallafatnaður hefur öðlastfastan sess í fataskáp nú-tímamannsins og -konunnarog hafa flestir mjög svo
ákveðna skoðun á því hvernig galla-
fatnaði þeir eru tilbúnir að klæðast.
Eins og svo margir aðrir gallafatnaða-
hönnuðir þá á hollenska G-Star merk-
ið sína aðdáendur. En fyrirtækið, sem
var stofnað undir lok níunda áratug-
arins, hefur orð á sér fyrir að vera
bæði frumlegt og skapandi í með-
förum sínum á gallaefninu.
„Oh, G-Star,“ sagði einn kollega
blaðamanns þegar nafn fyrirtækisins
bar á góma. „Þetta voru draumagalla-
buxurnar þegar ég bjó úti í Hollandi.
En á námsárunum gat maður nátt-
úrlega ekkert gert nema láta sig
dreyma.“
Stöðug tilraunastarfsemi þegar kem-
ur að fatahönnun er í gangi í her-
búðum G-Star, enda meiningin að
hanna fatnað sem sé í senn fram-
úrstefnulegur og íhaldssamur og henti
fyrir vikið bæði þeim sem vilja vera á
jaðrinum og þeim sem fjöldanum
fylgja. Fatnaðurinn er líka afslappaður
og snjáður þar sem við á, en þó ekki
svo að ekki megi líka finna fínlegri
flíkur fyrir formlegri tækifæri. Sú
formúla virðist líka virka vel því G-
Star línuna má nálgast á einum 4.000
sölustöðum víðsvegar um heiminn,
m.a. hér heima í Retro-verslununum
og nú nýlega í sérstakri G-Star verslun
við Laugaveg.
Opnun nýju verslunarinnar var fylgt
eftir með tískusýningu í Loftkast-
alanum á fimmtudagskvöldið, þar sem
hrátt yfirbragð gallabuxnatískunnar
sveif yfir vötnum, tilvalið fyrir unga
fólkið sem fötunum klæddist, ekki síð-
ur en þá eldri og íhaldssamari.
Íhaldssöm framúrstefna
Klassík Hvítur stuttermabolur og
gallabuxur eiga alltaf vel saman.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Aðsniðið Þröngar gallabuxur setja áfram svip sinn á tískuna.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Afslappað Víðar og þægilegar buxur
kallast vel á við litríka hettupeysu.
Töff Rauður bolur með dökkum bux-
um. Einfalt en stendur fyrir sínu.