Morgunblaðið - 02.09.2006, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÍFELLT verður myndin skýrari
af því hvernig raunverulega var
staðið að ýmsum þáttum Kára-
hnjúkavirkjunar. Þykir
margt vafasamt í ferl-
inu, jafnvel svo að sum-
ir telja að um alvarleg
lögbrot sé að ræða.
Sérstaklega í þeim til-
fellum þar sem þýðing-
armiklum upplýs-
ingum er varða öryggi
virkjunarinnar hefur
verið haldið leyndum.
Íslenska þjóðin tekur
afleiðingunum af fram-
kvæmdunum, hvernig
svo sem fer, svo nú
hlýtur það að verða
skýlaus krafa að öll spil séu uppi á
borðinu áður en byrjað verður að
hleypa á vatni sem fyrirhugað er nú í
september. Upplýsingar m.a. varð-
andi líkur á stíflurofi sem fram komu
í greinargerð Gríms Björnssonar,
jarðeðlisfræðings, í febrúar 2002,
voru ekki kynntar Alþingi en gætu
hafa breytt afstöðu þess til málsins
og jafnframt sett það í annan og
heillavænlegri farveg. Alþingismenn
sem lýstu sig meðmælta fram-
kvæmdinni í atkvæðagreiðslu sem
fram fór 8. apríl 2002 eiga því rétt á
að fá að endurskoða afstöðu sína áð-
ur en myndun Hálslóns hefst. Og nú
hefur Grímur loksins fengið leyfi til
að tjá sig opinberlega
um Kárahnjúkavirkjun
eftir að banni yf-
irmanna hans hjá OR
þess efnis var aflétt og
verður fróðlegt að sjá
hvað af því leiðir. At-
hyglisvert viðtal við
hann birtist í Mbl. 26.
ágúst sem vekur ýmsar
spurningar s.s. hvort
hann fái svör við því
hvort Desjarárstífla og
Sauðárstífla taki við
hreyfingum á jarð-
skorpuflekum með
sama hætti og Kárahnjúkastíflan.
En makalaus finnast mér viðbrögð
forsætisráðherra á þessum tíma-
punkti, en hann segir í Frétta-
blaðinu 26. ágúst að hann telji ekki
tilefni til að Alþingi komi saman til
að ræða greinargerð Gríms Björns-
sonar um Kárahnjúkavirkjun og
ástæðulaust sé að fólk hafi áhyggjur
af að hún sé ekki örugg, um leið og
hann segist treysta því sem fram er
komið um málið af hálfu Landsvirkj-
unar og Orkustofnunar. Hann tekur
svo fram að hann hafi ekki lesið
skýrslu Gríms. Þess vegna tók ég
það upp hjá sjálfum mér að senda
honum eintak í tölvupósti (fór inn á
Google leit og sló inn „Kára-
hnjúkavirkjun, sýnd veiði en ekki
gefin“). Reyndar sendi ég öllum al-
þingsmönnum eintak og ráherrum
líka, nema utanríkisráherra sem
fékk greinargerðina 2002, sem iðn-
aðarráðherra, og eftirmaður hennar
hefur sjálfsagt þegar fengið afhenta.
Greinargerð
Gríms Björnssonar
Eftir lestur greinargerðarinnar er
yfirlýsing Valgerðar Sverrisdóttur
mér illskiljanleg; að í henni hafi ekk-
ert verið sem heyrði undir Alþingi.
Þvert á móti þar sem atkvæða-
greiðsla var á næsta leiti, um hvort
veita skyldi heimild fyrir Kára-
hnjúkavirkjun, hefði mátt ætla að
brýnt væri að koma athugasemdum
Gríms á framfæri við þingmenn. Í
Mbl. 28. ágúst sl. er haft eftir Val-
gerði að menn hafi tekið at-
hugasemdum Gríms af fullri alvöru
og að þeim hafi verið svarað með
fullnægjandi hætti, utan einni sem
sneri að rekstrarhagkvæmni virkj-
unarinnar sem hún taldi ekki á dag-
skrá Alþingis að fjalla um. Hér birt-
ist niðurlag greinargerðar Gríms:
„Eftirfarandi atriði tel ég óskýrð
og/eða verulega áhættuþætti við
gerð Kárahnjúkamiðlunar, sem
skýra/hrekja verði áður en Alþingi
samþykkir lög um virkjunina.
Þungi miðlunarinnar getur
valdið landsigi svo nemi e.t.v. metr-
um og þar með skertri afkastagetu
lónsins.
Verulegar líkur eru til þess að
sjálf Kárahnjúkastíflan verði reist á
virku sprungusvæði.
Því telur undirritaður hættu-
mat það sem kynnt er í matsskýrslu
Landsvirkjunar algerlega óvið-
unandi, líkur á stíflurofi séu umtals-
verðar, og meðan svo er eigi virkj-
unin ekkert erindi inn á Alþingi.
Þungi Hálslóns veldur til-
færslum á kviku og kann þannig að
hafa áhrif á eldvirkni nærri lóninu.
Til stendur að bora jarðgöng
virkjunarinnar með tækni sem er
óþekkt og óreynd á Íslandi.
Þétting jarðganga getur orðið
tímafrek og tafsöm, og þannig hægt
á lúkningu virkjunar.
Gera verður ráð fyrir tals-
verðum leka Hálslóns og þar með
skertum afköstum virkjunar.
Miðlunin dregur úr nátt-
úrulegri bindingu gróðurhúsa-
lofttegunda í hafi.
Lífmassar í hafi kunna einnig
að finna fyrir lónsmíðinni.
Orkustofnun, 14. febrúar 2002,
Grímur Björnsson, jarðeðlisfræð-
ingur.“
Fyrst að Valgerður segir að þess-
um athugasemdum Gríms hafi verið
svarað með fullnægjandi hætti er þá
ekki brýnt að þau svör verði birt op-
inberlega sem fyrst? Er ekki jafn-
framt tímabært að Morgunblaðið
birti greinargerð Gríms í heild sinni?
Öryggi Kárahnjúkavirkjunar
Öryggi Kárahnjúkavirkjunar er
svo stórt mál að það ætti að vera yfir
allar pólitískar flokkslínur hafið.
Hvort menn telja sig virkjunarsinna
eða umhverfissinna, með eða á móti
ríkisstjórninni, áliðnaði o.s.frv. á
ekki að skipta megin máli, heldur
hvort virkjunin sé örugg. Og hvort
verði þjóðinni farsælla; að halda
áfram með hana eða hreinlega hætta
við hana. Þeirri spurningu verður að
svara áður en lengra er haldið.
Stjórnarflokkarnir hljóta að gjalda
þess í næstu þingkosningum verði
þeir ekki við þessari eðlilegu ósk.
Svar sérfræðings á vegum Lands-
virkjunar varðandi öryggi Kára-
hnjúkavirkjunar: „I feel the dam is
safe“ er ekki viðunandi.
Forsætisráðherra hefur ekki
lesið greinargerð Gríms
Jóhann G. Jóhannsson fjallar
um greinargerð Gríms Björns-
sonar jarðeðlisfræðings varð-
andi Kárahnjúkavirkjun
» Öryggi Kárahnjúka-virkjunar er svo
stórt mál að það ætti að
vera yfir allar pólitískar
flokkslínur hafið.
Jóhann G. Jóhannsson
Höfundur er tónlistar-
og myndlistarmaður.
HALLDÓR Ásgrímsson er
hættur þátttöku í stjórnmálum
eftir mikið afhroð Framsókn-
arflokksins
í sveitarstjórnarkosningunum á
liðnu vori.
Halldór hefur verið áberandi í
íslenskum stjórn-
málum um meira en
þrjátíu ára skeið og
gegnt þar ýmsum
ráðherraembættum,
eins og alþjóð er
kunnugt. Það lætur
að líkum, að maður,
sem svo lengi hefur
gegnt æðstu trún-
aðarstörfum í þágu
þjóðarinnar, hafi
komið víða við og átt
hlut að mörgum mál-
um, sem varða hag
og framtíð lands og
þjóðar.
Þó hygg ég það
verði einkum þrjú
stórmál, sem tengjast
munu nafni Halldórs
Ásgrímssonar, er
fram líða stundir. Því
miður eru það ekki
mál, sem þjóðin hef-
ur staðið sameinuð
um, heldur mál er
valdið hafa djúp-
stæðum ágreiningi
meðal þjóðarinnar og
skipt henni í andstæðar fylkingar.
Þar má kannski fyrst nefna
kvótakerfið, en Halldór hefur
löngum verið nefndur einn af feðr-
um þess kerfis sem verið hefur
mjög umdeilt, svo ekki sé meira
sagt, og valdið mikilli byggð-
aröskun í sjávarplássum landsins.
Veruleg eignatilfærsla hefur átt
sér stað í þjóðfélaginu með fram-
sali kvótans, sem gert hefur pen-
ingamönnum kleift að maka krók-
inn með eigin hagsmuni og gróða
fyrir augun. Kvótakerfið hefur
ekki reynst þess megnugt að
vernda og viðhalda fiskistofn-
unum, þrátt fyrir að svo væri látið
í veðri vaka, og nægir að benda á
ástand þorskstofnsins um þessar
mundir því til staðfestingar.
Sem utanríkisráðherra ákvað
Halldór ásamt þáverandi forsætis-
ráðherra, Davíð Oddssyni, að lýsa
yfir stuðningi Íslands við hið vit-
firrta innrásarstríð kúrekans
Bush, Bandaríkjaforseta, á hendur
Írak, stríð sem nú hefur staðið í
meira en þrjú ár og engan veginn
sér fyrir endann á. Segja má, að
allar hrakspár andstæðinga Íraks-
stríðsins hafi ræst nú þegar. Stríð
þetta var frá upphafi bæði lög-
laust og siðlaust.
Bandaríkjamenn hafa
reynst gjörsamlega
ófærir um að koma
þar á friði, þótt komið
hafi á fót innlendri
leppstjórn. Fjöldi
þeirra, sem látið hafa
lífið í þessum hild-
arleik, er orðinn geig-
vænlegur, og daglega
berast fréttir af sjálfs-
morðsárásum stríð-
andi fylkinga sem
kosta tugi óbreyttra
borgara lífið. Með
stuðningi við Íraks-
stríðið rufu „hinir
staðföstu“ leiðtogar
aldalanga hefð vopn-
lausrar þjóðar að
blanda sér hvergi í
stríðsátök, og ákvörð-
un sína tóku þeir án
þess að leggja hana
fyrir Alþingi.
Enn hafa þeir ekki
séð ástæðu til að biðja
þjóðina afsökunar á
frumhlaupi sínu.
Á hálendi Austurlands eiga sér
nú stað mestu umhverfisspjöll,
sem unnin hafa verið í einni að-
gerð í sögu þjóðarinnar, sem setja
munu mark sitt á áhrifasvæði
Kárahnjúkavirkjunar allt frá jökli
og til sjávar. Álver Alcoa á Reyð-
arfirði mun senda um 520 þúsund
tonn af koltvísýringi (CO2) árlega
út í andrúmsloftið eða álíka mikið
magn og 172 þúsund bifreiðar. Dá-
góður viðauki af mengun það.
Miklum blekkingaráróðri hefur
verið beitt í sambandi við mik-
ilvægi virkjunarinnar, m.a. gagn-
vart Austfirðingum, og andstæð-
ingar hennar úthrópaðir sem
óvinir Austurlands. Þeir sem leyfa
sér að mótmæla, eru ofsóttir og
handteknir af lögreglu og beittir
ýmiss konar harðræði, eins og
nýjustu dæmin fyrir austan sýna.
Áfram er þjösnast með þessar
framkvæmdir, þótt margar skoð-
anakannanir hafi sýnt, að nálægt
helmingur þjóðarinnar sé þeim
andsnúinn, fyrst og fremst vegna
umhverfissjónarmiða, og þrátt
fyrir alvarleg aðvörunarorð ým-
issa sérfróðra manna um það,
hvað þarna geti gerst af náttúr-
unnar völdum. Á þá er ekki hlust-
að og þjóðinni meinað að tjá hug
sinn til framkvæmdanna í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Enginn hefur þurft að efast um
stuðning Halldórs Ásgrímssonar
við þetta verkefni. Hann hefur
margoft lýst því yfir, að það skuli
komast í framkvæmd, helst fyrir
næstu Alþingiskosningar, hvað
sem það kostar. Hér var um póli-
tíska framtíð hans að tefla, fram-
tíð sem þó hefur tekið á sig dálít-
ið breytta mynd. Ekki verður
annað séð en Framsóknarflokk-
urinn með Halldór sem formann
og forsætisráðherra hafi m.a.
goldið umhverfismálanna í nýaf-
stöðnum sveitarstjórnarkosn-
ingum, þótt margt fleira hafi þar
auðvitað komið til. Í það minnsta
virðist sá tónn, sem nú er sleginn
þar á bæ af væntanlegum for-
ystukandídötum, benda til þess.
Það er nefnilega orðið alveg ljóst,
að flokkur, sem ekki tekur um-
hverfismálin alvarlega, er flokkur
fortíðarinnar, svo mjög hefur við-
horf fólks til þeirra mála breyst
síðustu árin. Umhverfismálin eru
sannarlega orðin mál málanna og
dauðans alvara, sem enginn
kemst hjá lengur að taka afstöðu
til, hvort sem það eru ein-
staklingar eða flokkar, svo einfalt
er það.
Þessi þrjú mál, sem hér hafa
verið nefnd, verða pólitísk arfleifð
Halldórs Ásgrímssonar, nú þegar
hann hefur kvatt. Fyrir þau mun
sagan dæma hann eins og aðra
stjórnmálamenn. Hvernig sá dóm-
ur verður, skal ósagt látið.
Halldór lýsti því yfir, er hann
sté upp úr ráðherrastólnum, að
hann hætti sáttur við sjálfan sig
og verk sín. Persónulega er hægt
að samgleðjast honum með það.
Ég er hins vegar ekki viss um, að
stór hluti þjóðarinnar sé jafn
sáttur við verkin hans.
Arfleifð Halldórs
Ólafur Þór Hallgrímsson
skrifar um samtímamál
Ólafur Þ. Hallgrímsson
»Hygg ég þaðverði eink-
um þrjú stór-
mál, sem tengj-
ast munu nafni
Halldórs Ás-
grímssonar, er
fram líða
stundir.
Höfundur er sóknarprestur.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Sagt var: Mestur hluti sjúklinganna hafði fótavist.
BETRA VÆRI: Flestir höfðu sjúklingarnir fótavist.
(Ella kynni svo að skiljast, að búkur sjúklinga hafi verið
á flakki höfuðlaus.)
Gætum tungunnar
AÐ ÞIGGJA hjálp frá samfélaginu
er hlutskipti allt of margra. Ósk-
andi væri að enginn, ekki nokkur
kjaftur, þyrfti á aðstoð að halda.
En raunveru-
leikinn er annar,
við erum nokkuð
mörg í þeirri
stöðu að þurfa
að þiggja aðstoð
frá samfélaginu.
Er það aum-
ingjaskapur eða
sjálfsögð réttindi
í íslensku þjóð-
félagi? Kannski
er það kerfið sem hefur valdið því
að við lítum á aðstoðarþega sem
„aumingja“. Við höfum krafist
þess að fólk leggist á „skeljarnar“
og bíði í biðröðum eftir að einhver
drottnari sjái aumur á þeim og
rétti eitthvað til þess þurfandi
sem viðkomandi á þó sjálfsagðan
rétt á.
Hvernig má það vera að fólki
sem starfar hjá ríkinu við að veita
aðstoð sé uppálagt að læðast með
veggjum í von um að notandinn
gleymi eða yfirsjáist að sækja um
réttindi sem eru sjálfsögð? Væri
ekki skemmtilegra og eðlilegra að
starfsfólki Tryggingastofnunar
væri uppálagt að „selja“ okkur
þjónustuna?
Okkur bráðvantar „þjónustufull-
trúa“, einhvern einn aðila sem
tekur á móti okkur, fyllir út allar
umsóknir, hvort sem þær fara til
ríkis eða sveitarfélaga, og fylgir
þeim eftir til enda. Ég get alveg
lofað ykkur því að ég bið ekki um
hjálpartæki eða aðstoð sem ég
ekki þarf. Það að þurfa aðstoð er
ekki spennandi kostur, ekki eft-
irsóknarvert hlutskipti.
Við Íslendingar erum þannig
innrættir að við viljum aðstoða þá
sem minna mega sín! Er það ekki
rétt skynjun hjá mér? Það er einn
og einn „stráklingur“ sem fæddur
er með silfurskeið í munni sem
heldur öðru fram og auðvitað
hlustum við ekki á svoleiðis kjaft-
æði. Við þurfum sterka sameig-
inlega sjóði til að taka áföllum,
förum vel með féð, en spörum
ekki við þjónustuna.
„Stráklingar“ sem hrópa á torg-
um að lækka skuli skatta, akandi
um á nýlegum sportbílum sem
pabbinn eða afinn gaf þeim,
þekkja ekki raunveruleikann sem
við mörg búum við. Ég vil endi-
lega að við öll gerum hróp þeirra
að okkar en hnýtum aftan við:
… þegar við höfum bætt þjón-
ustuna við minnihlutahópa, til
samræmis við það sem best gerist
í heiminum. Þetta er lengri setn-
ing en lýsir vilja Íslendinga mun
betur.
Fögnum þeim sem hafa of-
urlaun! Ef þeir hinir sömu sýna
samfélagslega ábyrgð, aðstoða
samborgarana eins og þeim ber.
Menn eins og Jóhannes og Björg-
ólfur eru menn sem eiga mína
virðingu. Við sem sláumst um
aura hvern dag og njótum vel-
gengni þessa fólks vitum hve mik-
ilvæg þeirra aðstoð er. Ég vona að
fjölgi í hópnum sem sýnir ábyrgð-
ina og réttir samborgurum hjálp-
arhönd.
GUÐJÓN SIGURÐSSON,
formaður MND-félagsins.
Aumingjaskapur eða
sjálfsögð mannréttindi?
Frá Guðjóni Sigurðssyni:
Guðjón Sigurðsson