Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór Áskirkju syngur, organisti Kári Þormar. Upphaf barnastarfs komandi vetrar. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Mola- sopi eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Einsöng í messunni syngur Halla Margrét Árnadóttir. Dómkór- inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Barnastarfið hefst nú aftur og verður alla sunnudaga á messutíma. Börn- in eru með í upphafi messunnar en fara síðan á kirkjuloftið og eiga sína stund þar, ásamt æskulýðsleiðtogum sem í vetur verða undir forystu sr. Þorvaldar Víð- issonar. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til ABC-barnahjálpar. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14:00. Altarisganga. Svala Thomsen djákni prédikar. Sr. Sveinbjörn Bjarnason þjónar fyrir altari. Organisti Sól- borg Valdimarsdóttir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Starfsfólk kirkjunnar og vetr- arstarfið kynnt og fulltrúar hinna ýmsu starfsgreina lesa ritningarorð og biðja bæn- ir dagsins. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og Magneu Sverrisdóttur djákna. Organisti Hörður Áskelsson kantor. Eftir messu verður boðið upp á kaffisopa. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Umsjón með barna- guðsþjónustu Erla Guðrún Arnmundardóttir og Þóra Marteinsdóttir. Organisti Douglas A. Brotchie. Léttar veitingar eftir messu. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 10:30 á Landspítala Hringbraut. Sr. Bragi Skúlason, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta og upphaf barna- starfs kl. 11. Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur einsöng og Elfa Rún Kristinsdóttir og Júlía Mogensen leika með á fiðlu og selló. Börnin í barnastarfinu kom fyrst í kirkjuna en síðan fara þau í safnaðarheim- ilið með Rut, Steinunni og Arnóri. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kaffisopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11:00 við upphaf sunnudagaskól- ans. Sr. Hildur Eir Bolladóttir þjónar ásamt sunnudagaskólakennurum vetrarins, Þor- valdi Þorvaldssyni söngvara og Stellu Rún Steinþórsdóttur menntaskólasúlku og Laugarnesbúa. Kór kirkjunnar leiðir söng- inn við undirleik Gunnars Gunnarssonar og Ragnar Hilmarsson er meðhjálpari. Gunn- hildur Einarsdóttir kirkjuvörður býður upp á molasopa og djús að lokinni guðsþjónustu. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Líf og fjör í upphafi sunnudagaskól- ans. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Vetrarstarfið hafið með há- tíðlegri stund í kirkjunni. Börnin fá sunnu- dagaskólabækur og poka. Biblíusagan, brúðuleikrit og að sjálfsögðu verður söng- urinn á sínum stað. Barn verður borið til skírnar. Organisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grétarsdóttir og leiðtogar sunnudagaskól- ans hafa umsjón með stundinni. Verið hjartanlega velkomin. www.seltjarn- arneskirkja.is. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Barn borið til skírnar. Al- mennan safnaðarsöng leiða Carl Möller og Anna Sigga. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina og prédikar. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Upphaf sunnudagaskólans. Brúðurnar Rebbi refur og Engilráð láta sjá sig. Unglingar úr æskulýðsfélaginu sýna dansinn Beat-less. Kirkjukaffi á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ar sr. Gísli Jónasson og sr. Bryndís Malla Elídóttir. Organisti Magnús Ragnarsson. Upphaf barnastarfsins – barnaguðsþjón- usta á sama tíma í safnaðarheimili. DIGRANESKIRKJA: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra- neskirkju. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Súpa og brauð í safnaðarsal að messu lokinni (www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Hátíð í tilefni af upphafi barnastarfsins. Skrúðganga, brúðuleikrit og mikill söngur. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Önnu Sigríði Pálsdóttur. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Ferming- arbörnum úr Foldaskóla, Hamraskóla og Húsaskóla og foreldrum er boðið sér- staklega til guðsþjónustu. Að lokinni guðs- þjónustunni er fundurog rætt um ferming- arfræðsluna, ferminguna og það sem henni tengist. Eftir fundinn verður hádeg- isverðarhlaðborð en beðið er um að hver fjölskylda komi með eitthvað matarkyns á það hlaðborð. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Undir- leikari: Stefán Birkisson. Barnaguðsþjón- usta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón: Gunnar, Díana og Dagný. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Guðsþjónusta kl. 16 á hjúkr- unarheimilinu Eir. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson syngur og leikur undir á píanó. HJALLAKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Brúður koma í heimsókn og Tóta trúður lítur inn. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bæna- og kyrrð- arstund þriðjud. kl. 18. www.hjallakirkja.is KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Börn syngja undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur kórstjóra. Sókn- arprestur, sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, predikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf í kirkjunni kl. 12:30. Umsjón: Sigríður, Þor- kell Helgi og Örn Ýmir. LINDASÓKN í Kópavogi: Vetrarstarf hefst að nýju í Lindaskóla sunnudaginn 10. sept- ember. Nánar auglýst síðar. SELJAKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11. Söngur, sögur, líf og fjör! Guðsþjónusta kl. 14. Ólafur Jóhann Borgþórsson æskulýðs- fulltrúi prédikar. Kór kirkjunnar leiðir söng- inn. Jón Bjarnason er organisti. Ath. breytt- an guðsþjónustutíma! www.seljakirkja.is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð, vitnisburðum og fyr- irbænum. Friðrik Schram prédikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ sýndur á Omega kl. 14. Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 17. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur laugard. kl. 11. Bænastund miðvikud. kl. 20. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sonja Klein verður með smálestur í Færeyska sjó- mannaheimilinu laugardagskvöldið 2. sept. kl. 20. Kaffi á eftir. Sunnudaginn 3. sept. kl. 15 verður færeysk guðsþjónusta með Sonju Klein í Háteigskirkju, kaffi á eftir í Færeyska sjómannaheimilinu, Braut- arholti 29. HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkoma sunnu- dag kl. 20. Ræðumaður Ólafur Jóhanns- son. Trond Schelander stjórnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma kl. 14. Bryndís Svavarsdóttir talar orð guðs. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir. Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7.) Vetrarstarf Grafarvogs- kirkju hafið Segja má að vetrarstarfið hafi hafist með útimessu á Nónholti við Grafarvog. Á sunnudag fjölmenna svo fermingarbörnin með foreldrum sínum til guðsþjónustu kl. 11 og barnastarfið hefst. Í öllu safnaðarstarfi koma ávallt fram nýjungar, í þetta sinn tengjast þær ekki síst nýjum æskulýðsfull- trúa, Gunnari, en hann hefur verið ráðinn í fullt starf. Tveir nýir hópar munu hittast í kirkjunni í vetur, en hún er notuð til safnaðarstarfs frá morgni til kvölds alla daga vik- unnar. Þessir tveir hópar eru hópur er mun nefnast „Musteri sálarinnar“ og hópur er tengist geðhjálp- armálum. Grafarvogskirkja. Vetrarstarf Hallgrímskirkju hafið Á morgun, sunnudaginn 3. sept., hefst formlega vetrarstarf Hall- grímskirkju. Með messu kl. 11.00 hefst hefðbundið barnastarf kirkj- unnar, en þá fá börnin fræðslu og samfélag við hæfi þegar kemur að prédikun dagsins. Í messunni verður starfsfólk kirkjunnar og vetr- arstarfið kynnt og fulltrúar hinna ýmsu starfsgreina lesa ritningarorð og biðja bænir dagsins. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og Magneu Sverr- isdóttur djákna. Organisti Hörður Áskelsson kantor. Eftir messu verð- ur boðið upp á kaffisopa að venju. Í dag laugardag kl. 16 verður opn- uð haustsýning Listvinafélags Hall- grímskirkju, en það eru myndverk eftir Hafliða Hallgrímsson. Annað helgihald verður með svip- uðu sniði og áður en þó með viðbót og nýjungum. Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta í Hjallakirkju Vetrarstarfið í Hjallakirkju í Kópavogi hefst með því að við höld- um hátíð í kirkjunni hinn 3. sept- ember kl. 11. Þetta er sannkölluð fjölskyldustund fyrir fólk á öllum aldri, þótt efni hennar miðist að mestu leyti við yngri kynslóðina. Þema stundarinnar er „Verndum bernskuna“, brúður barnastarfsins láta sjá sig og Tóta trúður kemur í heimsókn. Tónlistin verður lífleg og fjörug – alveg í takt við annað sem fram fer. Næsta sunnudag á eftir, 10. september, hefst svo formlega sunnudagaskólastarfið með barna- guðsþjónustu kl. 13. Við hvetjum alla til að koma í kirkjuna á þessum hátíðisdegi og taka fyrstu skrefin með okkur inn í komandi vetur. Barnastarf í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði Fríkirkjan í Hafnarfirði býður upp á fjölbreytt barnastarf í vetur. Barnaguðsþjónustur verða í kirkj- unni alla sunnudaga kl. 11 og hefjast á morgun, sunnudaginn 3. sept- ember. Á þriðjudögum milli kl. 16 og 18 verður svo starfandi „Krakka- kirkja“ þar sem boðið verður upp á margt skemmtilegt fyrir börn á aldrinum 6–12 ára. Meðal þess sem boðið verður upp á er söngsmiðja í umsjón Ernu Blöndal þar sem börn- in læra að koma fram og syngja. Sig- ríður Valdimarsdóttir ásamt aðstoð- arfólki leiðir svo börnin í leik og föndri, allt eftir aldri og áhuga. Kl. 16 á hverjum þriðjudegi verður tek- ið á móti börnunum í safnaðarheim- ilinu með hollri hressingu og síðan er skipt í hópa. Allir krakkar eru boðnir velkomnir til þátttöku. Fjölskylduhátíð í Fella- og Hólakirkju Fjölskylduhátíð í Fella- og Hóla- kirkju sunnudaginn 3. september kl. 11 í tilefni af upphafi vetrarstarfs- ins. Skemmtileg og fjölbreytt dag- skrá. Skrúðganga, brúðuleikrit og mikill söngur. Börn á öllum aldri eru innilega velkomin í Fella- og Hóla- kirkju. Kyrrðarstundir og hversdagsmessur í Grensáskirkju Eftir sumarhlé hefjast nú að nýju kyrrðarstundir og hversdagsmessur í Grensáskirkju. Kyrrðarstundir eru í hádeginu alla þriðjudaga. Stundin hefst með orgelleik en síðan er sunginn sálm- ur, lesinn ritningarlestur og gengið til altaris. Eftir altarisgönguna er fyrirbænastund þar sem beðið er fyrir bænarefnum sem borist hafa. Stundinni í kirkjunni lýkur upp úr kl. 12:30 og þá er hægt að kaupa léttan málsverð á sanngjörnu verði. Hversdagsmessur verða alla fimmtudaga kl. 18:15 en fyrir mess- una er söngstund frá kl. 18:00. Um er að ræða einfalda messu á rúm- helgum degi. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng en einnig er ritning- arlestur, hugleiðing út frá orði Guðs og altarisganga. Messunni lýkur rétt fyrir kl. 19:00. Tilvalið er að koma við í kirkjunni að loknum vinnudegi eða skreppa þangað rétt fyrir kvöld- mat í hversdagsmessu. Sunnudagaskóli og breyttur guðsþjón- ustutími í Seljakirkju Sunnudaginn 3. september hefst sunnudagaskólinn aftur í Selja- kirkju kl. 11 eftir sumardvala. Þá syngjum við saman, heyrum sögur og njótum hressandi stundar. Sr. Valgeir Ástráðsson hefur umsjón með stundunum og til aðstoðar eru þeir sr. Bolli Pétur Bollason og Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson, æskulýðs- fulltrúi kirkjunnar. Almennar guðsþjónustur færast frá kvöldtíma yfir til kl. 14 frá og með umræddum sunnudegi, 3. sept- ember. Í fyrstu guðsþjónustunni kl. 14 prédikar Ólafur Jóhann Borg- þórsson, æskulýðsfulltrúi kirkj- unnar, kórinn leiðir sönginn undir stjórn Jóns Bjarnasonar tónlistar- stjóra. Vetrarstarf Seljakirkju er að hefj- ast. Allar upplýsingar um það eru á heimasíðu kirkjunnar seljakirkja.is eða í síma kirkjunnar 567 0110. Ver- ið velkomin. Upphaf sunnudagaskól- ans í Árbæjarkirkju Sunnudaginn 3. september kl. 11.00 hefst sunnudagaskólinn eftir Grafarvogskirkja KIRKJUSTARF EÐ A LD A G A R Laugavegur Audi A4 avant quattro 3,2 skráður 02/05 ek. 9.000 verð 5.450.000 kr. Laugavegur MMC Pajero 3,2 GLX skráður 02/01 ek. 86.000 verð 2.490.000 kr. Laugavegur Audi A4 2,0 skráður 04/04 ek. 40.000 verð 2.890.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.