Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 47
Ath. breyttan samkomutíma. Nú eru sam- komurnar á sunnudögum kl. 14. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Vörður Leví Traustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lof- gjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Aldurs- skipt barnakirkja meðan á samkomu stendur. Bein útsending á Lindinni eða www.gospel.is. Á Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. www.gospel.is. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garðabæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdegis á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Reykjavík, Mar- íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga:Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Rift- ún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jós- efskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Karmel- klaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Bar- börukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Aust- urgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolung- arvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafna- gilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: LANDA- KIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 fjöl- skylduguðsþjónusta. Kunnuglegir sálmar úr sunnudagaskólanum. Stutt kynning á barnaefni vetrarins, en reglulegar barna- guðsþjónustur hefjast sunnudaginn 10. september. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur Kjalarnesprófastsdæmis, þjónar fyrir altari, prédikar og tekur ef til vill fram gítarinn. Guðrún Jónsdóttir barna- fræðari tekur á móti börnunum. Kór Landa- kirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar organista. Sr. Kristján Björnsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduhátíð kl. 11. Prestar sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Kjartan Jónsson. Hljómsveitin Gleðigjaf- ar leikur. Aðalsöngvari Edgar Smári. Nýir leiðtogar sunnudagaskóla og barnastarfs- ins kynntir, Guðrún Hafliðadóttir og Edgar Smári. Aðrir leiðtogar: Karen Varðardóttir og Andri Jóhannesson. Engilráð andarungi kemur í heimsókn. Börn fá afhenta Bros- bók Engilráðar. Allir velkomnir en þess er vænst að börn, mömmur og pabbar, afar og ömmur fjölmenni. Góðgæti í boði í Strandbergi eftir hátíðina. Sætaferð frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55 og til baka eftir hátíðina. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 13. Kirkjukór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Óla- sonar. Barnastarf hefst sunnudaginn 10. september. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Edda og Örn. Börnin fá afhent nýtt barnaefni. Guðsþjónusta kl. 13. Kór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Arnar Arnarsonar. Org- anisti Skarphéðinn Hjartarson. Prestar: Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helga- dóttir. VÍDALÍNSKIRKJA: Skóla- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Nönnu Guð- rúnar Zoëga djákna. Jóhann Baldvinsson organisti leiðir lofgjörðina ásamt kór Vídal- ínskirkju. Hans Guðberg Alfreðsson, verð- andi skólaprestur, og Jóhanna Ólafsdóttir, verðandi skóladjákni í Garðaprestakalli, verða boðin velkomin. Sunnudags- kólabækur og pokar verða afhent í lok guðsþjónustunnar. BESSASTAÐAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sunnudagaskólinn hefur starf sitt – Kristjana Thorarensen og Ásgeir Páll Ágústsson kynna starfið. Laufey Brá Jóns- dóttir, nýr æskulýðsfulltrúi safnaðarins, segir frá sér og sínu starfi. Álftaneskórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organinsta. Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna. Kaffi, djús og kleinur eftir guðsþjónustu. Allir velkomnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Innsetning í presta- kall. Guðsþjónusta kl. 11. Prófastur, dr. Gunnar Kristjánsson, setur sr. Elínborgu Gísladóttur inn í embætti sóknarprests í leyfi sr. Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur. Þau þjóna öll í athöfninni. Organisti Friðrik Vign- ir Stefánsson. Kór Grindavíkurkirkju syng- ur. Sóknarnefndin býður upp á léttar veit- ingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni og hvetur söfnuðinn til að fjölmenna í kirkju. STRANDARKIRKJA: Uppskerumessa kl. 14. Prestur Baldur Kristjánsson. Organisti Jón Bjarnason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaginn 3. september kl. 11 verður fyrsta fjölskyldu- guðsþjónustan í vetur. Æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, Erla Guðmundsdóttir, og sr. Skúli S. Ólafsson stýra samkomunnni. Allir velkomnir. Samkirkjuleg dagskrá á Ljósa- nótt með kaffihúsastemningu verður kl. 16. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Kórar Hvalsnes- og Út- skálakirkna syngja. Organisti Steinar Guð- mundsson. Sóknarprestur, Björn Sveinn Björnsson. HJARÐARHOLTS- og Hvammsprestakall: Sunnudaginn 3. september kl. 14 verður haldið upp á síðbúið 80 ára afmæli Kvennabrekkukirkju og að framkvæmdum við kirkjugarðinn sé lokið. Séra Óskar Ingi Ingason þjónar fyrir altari. Kirkjukór Hjarð- arholtsprestakalls leiðir sönginn undir stjórn Halldórs Þ. Þórðarsonar organista. Allir velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. GLERÁRKIRKJA: Barnastarf og messa kl. 11. Upphafsdagur barnastarfs vetrarins. Börn ásamt foreldrum hvött til að koma. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Hádegissamvera miðviku- daginn 6. sept. Orgelleikur, bænagjörð og sakramenti. Léttur hádegisverður í safn- aðarsal. STÓRA-NÚPSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Fermingarbörn vetrarins eru boðuð til kirkjunnar og taka á móti Bibl- íu og hefja með þeim þætti ferming- arstörfin. Messað verður í Ólafsvallakirkju og barn borið til skírnar sunnudaginn 10. september kl. 14. Fermingarbörn vetrarins eru boðuð til kirkjunnar og taka á móti Bibl- íu og hefja með þeim þætti ferming- arstörfin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Kvöldguðs- þjónusta sunnudag kl. 21. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11 sunnudag. Léttur hádegisverður og kaffisopi eftir emb- ætti. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 11 6. sept. Sr. Gunnar Björnsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Hjúkrunarheimilið Ás: Guðsþjónusta kl. 15. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju, messar. Organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. sumarleyfi. Það er hátíð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Sæunn Ragnarsdóttir mun leika á fiðlu og Guðmundur Már Þórsson á píanó. Barn verður borið til skírnar. Skemmtilegir hreyfisöngvar og æskusálmar og leikrit. Brúðurnar Rebbi refur og Engilráð láta sig ekki vanta í kirkjuna. Unglingar úr æskulýðsfélaginu sýna dans, „Beat- less“, sem þau lærðu í Rúmeníu í sumar. Boðið verður, eins og hefð er fyr- ir, upp á kirkjukaffi og myndasýn- ingu frá ferð ungmennanna í safn- aðarheimili kirkjunnar. Öll börn fá fræsðsluefni og fallegar myndir til að skreyta með. Hvetjum við for- eldra, afa og ömmur til að fjölmenna með börnum sínum. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju Sunnudaginn 3. september kl. 11.00 verður haldin fyrsta fjöl- skylduhátíðin í Hafnarfjarðarkirkju á nýbyrjuðu síðsumar- og haustmiss- eri en slíkar hátíðir munu fara fram mánaðarlega. Sætaferð verður í boði frá Hvaleyrarskóla kl. 10:55 og til baka eftir hátíðina. Prestar verða sr. Gunnþór Inga- son sóknarprestur og dr. Kjartan Jónsson. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur en Edgar Smári er aðalsöngv- ari hennar. Nýir leiðtogar sunnu- dagakóla kirkjunnar verða kynntir, þau Guðrún Hafliðadóttir og Edgar Smári, sem stýra stundinni með prestunum og einnig leiðtogunum Karen Varðardóttur og Andra Jó- hannessyni. Engilráð andarungi kemur í heim- sókn og börn fá afhenta Brosbók Engilráðar. Góðgæti er í boði í Strandbergi eftir hátíðina. Allir eru velkomnir en þess er vænst að börn, mömmur og pabbar, afar og ömmur fjölmenni. Uppskerumessa í Strandarkirkju Sunnudag 3. september verður hin árlega uppskerumessa í Strand- arkirkju. Þessi messuhefð komst á fyrir nokkrum árum að frumkvæði húsfreyjunnar í Vogsósum, Jóhönnu Eiríksdóttur, sem ávallt útbýr græn- metisskreytingu í tilefni dagsins. Messan er þakkargjörð þar sem gjafir almættisins eru vegsamaðar og þakkaðar. Ávallt er prédikunin tengd náttúru landsins, gjafmildi skaparans og hvernig ráðsmenn vér viljum vera. Fjölskylduguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju Nú fer allt vetrarstarfið í gang af fullum krafti og hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu sunnudaginn 3. september kl. 11. Börnin fá sunnu- dagaskólabækur og poka. Bibl- íusaga og brúðuleikrit og mikill söngur að venju. Barn verður borið til skírnar. Starf fyrir 6–8 ára börn verður á fimmtudögum kl. 14:30 og fyrir 9–12 ára á fimmtudögum kl. 16. Æsku- lýðsstarf fyrir 8.–10. bekk verður á sunnudagskvöldum kl. 20 og hefst sunnudaginn 10. sept. Kyrrð- arstundir eru alla miðvikudaga kl. 12. Kíkið á heimasíðu kirkjunnar til að fá nánari upplýsingar um starf kirkjunnar: www.seltjarn- arneskirkja.is. Allir eru velkomnir til kirkju. Upphaf barnastarfs – einsöngur Höllu Margrétar Við hefjum barnastarf safnaðar- ins og bjóðum börn og fjölskyldur þeirra hjartanlega velkomin til messunnar á morgun. Sr. Þorvaldur Víðisson kemur nú til starfa við Dómkirkjuna, en hann hefur þjónað Vestmannaeyjum und- anfarin ár. Dómkórinn er að hefja vetrarstarf sitt og syngur við messuna undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. Sérstakur gestur verður Halla Margrét Árnadóttir sópransöngkona og syngur hún nokkur lög. Allir velkomnir. Dómkirkjan. Bessastaðasókn í sókn Á sunnudaginn verður hleypt af stokkunum vetrarstarfi Bessa- staðasóknar með fjölskylduguðs- þjónustu í Bessastaðakirkju. Leið- togar sunnudagaskólans, þau Kristjana Thorarensen og Ásgeir Páll Ágústsson, kynna starfið, sem að jafnaði fer fram í sal Álftanes- skóla. Ráðinn hefur verið til starfa nýr æskulýðsfulltrúi, Laufey Brá Jóns- dóttir. Hún státar af fjölþættri menntun og reynslu og mun kynna sig og helstu þætti starfs síns, en hún mun stjórna æskulýðsfélagi og sinna fermingarfræðslu. Gréta Konráðsdóttir djákni held- ur utanum foreldramorgna, eldri- borgarastarf og fleiri þætti. Hún mun m.a. kynna fyrirbænastarf í söfnuðinum og taka þátt í þjónust- unni. Fyrsti fermingarfræðslutíminn er þriðjudaginn 12. sept. kl. 17.00 en skráning í athafnir hefur þegar far- ið fram. Fundur verður með for- eldrum og fermingarbörnum í Bessastaðakirkju þriðjudaginn 5. sept. kl. 18.00. Í fjölskylduguðsþjónustunni mun Álftaneskórinn leiða almennan safn- aðarsöng undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organinsta. Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta Konráðsdóttir djákni þjóna. Kaffi, djús og kleinur eftir guðsþjónustu. Allir velkomnir. Skóla- og fjölskyldu- guðsþjónusta í Vídalínskirkju Sunnudagaskóli er alla sunnu- daga í Vídalínskirkju kl. 11 yfir vetratímann. Sunnudagaskólinn hefst alltaf í kirkjuskipinu sjálfu í hefðbundnu helgihaldi safnaðarins. Þegar kemur að predikun fara börn- in ásamt sunnudagaskólaleiðtogum yfir í safnaðarheimilið til að vera með í samveru þar sem er stílað upp á þarfir og þroska barnanna. Sunnu- dagaskólinn skiptist í eldri og yngri deild svo öll fái að njóta sín sem best. Ármann Hákon Gunnarsson, æsku- lýðsfulltrúi í Garðasókn, leiðir sunnudagaskólann í vetur ásamt Jó- hönnu Ólafsdóttur, verðandi skóla- djákna í Garðaprestakalli, og Hjör- dísi Rós Jónsdóttur. Fyrsta sunnudag í mánuði eru svo skóla- og fjölskylduguðsþjónustur í Vídalínskirkju kl. 11. Þá sunnudags- morgna verða börnin svo sann- arlega í fyrirrúmi í kirkjunni. Það er Hans Guðberg Alfreðsson, verðandi skólaprestur í Garðaprestakalli, sem leiðir þessar guðsþjónustur í vetur. Fyrsta skóla- og fjölskylduguðs- þjónusta haustsins verður í Vídal- ínskirkju sunnudaginn 3. september kl. 11. Þá verða Hans Guðberg Al- freðsson og Jóhanna Ólafsdóttir boðin velkomin til starfa. Það er djákni safnaðarins, Nanna Guðrún Zoëga, sem leiðir stundina ásamt okkar nýja fólki og Hjördísi Rós Jónsdóttur. Jóhann Baldvinsson org- anisti og kór Vídalínskirkju leiða lof- gjörðina. Sunnudagaskólabækur og pokar afhent í lok guðsþjónust- unnar. Allir velkomnir. Vetrarstarf Fríkirkj- unnar í Reykjavík Vetrarstarfið hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu á sunnudag kl. 14. Barn borið til skírnar. Almennan safnaðarsöng leiða að venju þau Carl Möller og Anna Sigga. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina og prédikar. Allir velkomnir Nanda kirkjuvarða býður upp á kaffi í anddyrinu eftir guðsþjón- ustuna. Minnum á bænastundir í safnaðarheimilinu á þriðjudögum kl. 11:30. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 47 Laugavegur Mercedes Benz C200 Kompressor skráður 07/06 ek. 700 verð 5.250.000 kr. Laugavegur VW Passat VR6 2,8 skráður 01/03 ek. 70.000 verð 2.950.000 kr. *M.v. SP-bílasamninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.