Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 11 : Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Teg. 68745 Stærð: 36-41 Litur: Brúnt og svart Verð: 14.995 Teg. 031 Stærð: 36-41 Litur: Svart og brúnt Verð: 8.995 Teg. 25365 Stærð: 36-41 Litur: Svart og brúnt Verð: 17.995 Teg. 12905 Stærð: 36-41 Litur: Svart og brúnt Verð: 13.995 Teg. 31513 extra víð Stærð: 36-42 Litur: Svart Verð: 28.950 Nýjar haustvörur Mikið úrval Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson johaj@mbl.is SJÁLFSTÆTT starfandi sérfræð- ingar í hjartalækningum sögðu sig af samningi við Tryggingastofnun ríkisins (TR) 1. apríl á þessu ári. Samdægurs tók gildi reglugerð sett af heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra um greiðsluþátttöku TR vegna þjónustu þeirrar sem hjarta- læknarnir, sem eru án samnings við TR, veita. Samkvæmt reglugerðinni endur- greiðir TR hluta kostnaðar sem sjúklingar þurfa að leggja út fyrir þjónustu sem sjálfstætt starfandi hjartalæknar veita, að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Er það skil- yrði endurgreiðslunnar að fyrir liggi tilvísun á sérfræðiþjónustuna frá heilsugæslulækni eða heimilis- lækni. Vilji hjartasjúklingur fá endur- greiðslu þarf hann því fyrst að fara til heilsugæslu- eða heimilislæknis og fá tilvísun, síðan fer hann til hjartalæknis og leggur út fullt verð fyrir þjónustunni samkvæmt gjald- skrá. Hjá TR fær sjúklingurinn endurgreitt gegn framvísun reikn- ings fyrir þjónustuna hjá hjarta- lækninum auk tilvísunarinnar frá heilsugæslu- eða heimilislækni. Sjúklingur hefur þ.a.l. val um það hvort hann leitar tilvísunar heilsu- gæslu- eða heimilislæknis áður en hann fer til hjartalæknis, en sam- kvæmt reglugerðinni er endur- greiðsla hluta kostnaðar sjúkra- tryggðra úr hendi TR bundin því skilyrði að tilvísun frá heilsugæslu- eða heimilislækni sé framvísað. Útgjöld TR hafa lækkað Útgjöld Tryggingastofnunar rík- isins vegna hjartalækna hafa að sögn Jóns Sæmundar Sigurjóns- sonar, formanns samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, lækkað mikið frá því að hjartalæknar sögðu sig af samningi við TR. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að útgjöld TR eru miklu minni en þegar hjartalæknar voru á samn- ingi við okkur,“ segir Jón Sæmund- ur. „Fjöldinn allur af þeim skoð- unum sem hjartalæknar framkvæma er heilsugæsla sem heilsugæslulæknar eiga að sinna og sinna í öðrum löndum. Því kemur til greina að færri sjúklingar fari til hjartalæknis eftir að hafa farið til heilsugæslulæknis. Sumir þeirra sem til hjartalækna leita sækja ekki endurgreiðslu sína til TR, til dæmis vegna þess að upphæð end- urgreiðslu yrði svo lág að það þykir ekki fyrirhafnarinnar virði að ná í hana. Eins getur verið að fólk komi sjaldnar í eftirlit, til dæmis tvisvar á ári í staðinn fyrir fjórum sinnum.“ Jón Sæmundur segist ekki vera hrifinn af tilvísanakerfinu að því leyti til að það sé önugt að gera sjúklingum jafnerfitt fyrir með snúningum og tilheyrandi fyrir- höfn. Kerfið geti aftur á móti ekki boðið upp á annað ef kostur á end- urgreiðslu eigi að vera fyrir hendi. Með setningu reglugerðarinnar var að sögn Jóns Sæmundar komið til móts við sjúklingana með því að opna endurgreiðslumöguleikann. Ef hún hefði ekki verið sett hefðu sjúklingar ekki átt rétt á endur- greiðslu frá TR fyrir þjónustu hjá samningslausum hjartalæknum. Endurgreitt er samkvæmt gjald- skrá sem hjartalæknar og TR sömdu um og fylgdi reglugerðinni. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar sem samningsbundnir eru TR eru bundnir af gjaldskrá en það eru hjartalæknar ekki. Hjartalæknar starfa á frjálsum markaði og ráða sjálfir því verði sem þeir krefjast fyrir þjónustuna sem þeir veita. Dýrara og tímafrekara „Tryggingastofnun myndi endur- greiða sjúklingi áfram samkvæmt umsaminni gjaldskrá ef hjarta- læknir myndi hækka taxtann hjá sér umfram gjaldskránna. Sjúk- lingurinn myndi því greiða þann mismun sem kæmi til af því að hjartalæknir hækkaði sinn taxta umfram það sem samningsbundnir læknar gera,“ segir Jón Sæmund- ur. „Okkur hafa borist miklar kvart- anir út af þessu greiðslufyrirkomu- lagi. Þetta fyrirkomulag er bæði dýrara og tímafrekara, sérstaklega fyrir eldra fólk sem hefur ekki bíl. Þessi þróun er til þess verra, það fer ekkert á milli mála,“ segir Mar- grét Margeirsdóttir, formaður fé- lags eldri borgara í Reykjavík, um tilvísanakerfi hjartalækna. Fulltrúar félagsins hafi farið á fund heilbrigðisnefndar Alþingis og gert þar grein fyrir athugasemdum sínum. Segir hún kvartanir hafa borist bæði vegna aukins kostnaðar við ferðir og vegna þess að nú þurfi að leggja út fyrir allri þjónustunni. Tekur hún fram að um sé að ræða kvartanir sem borist hafi skrifstofu félagsins en engar kannanir hafi verið unnar á því hvernig öldruðum hafi tekist að aðlaga sig nýja greiðslufyrirkomulaginu. Endurgreiðsla bundin tilvísun ÁRIÐ 2005 störfuðu 339 sér- greinalæknar eftir samningi við Tryggingastofnun ríkisins um sér- fræðilæknishjálp. Alls 22 hjarta- læknar sögðu sig af samningi við stofnunina 1. apríl sl. og því má ætla að nú starfi 317 læknar samkvæmt samningnum. Geðlæknar eru flestir, 37 talsins, en þar á eftir koma barnalæknar, augnlæknar, kven- læknar og skurðlæknar. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar, for- manns samninganefndar læknanna, hefur keyrsla einstakra sérgreina umfram fjárheimildir aðallega átt sér stað meðal skurðlækna, augn- lækna, meltingarlækna, geðlækna og þvagfæraskurðlækna. Hann telur að umframkeyrsla skurðlækna nemi um 20% og um 14% hjá augnlækn- um, sé miðað við fyrstu sex mánuði ársins. Aðskilja beri hlutverk ráðherra Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir rót vandans vera að magn þeirrar þjón- ustu sem heilbrigðisyfirvöld ákveða á hverju ári sé minna en eftirspurn eftir henni. „Þetta er ein hliðin á af- leitu fyrirkomulagi fjármögnunar þjónustu ríkisins, þ.e.a.s vanáætlun alls sem ríkið þarf að greiða,“ segir Sigurbjörn. Spurður um hvernig ráða megi bót á kerfinu segir Sig- urbjörn fyrsta skrefið í átt að bættu kerfi vera það að aðskilja hlutverk kaupanda og seljanda heilbrigð- isþjónustu. Með því móti væri ekki sami aðili sem bæri ábyrgð á því að heilbrigðisþjónusta er veitt og standi á sama tíma fyrir rekstri þjónustunnar. „Eðlilegast er að skipta þessu hlutverki ráðherra upp, þannig að annar ráðherra eða stofnun beri ábyrgð á að þjónustan sé veitt og geti keypt þjónustuna annaðhvort af ríkinu eða einkaaðilum,“ segir Sig- urbjörn og tekur undir hugmyndir um sérstaka innkaupastofnun heil- brigðisþjónustu, sem hugsanlega gæti samanstaðið af aðilum frá rík- isspítölunum og Tryggingastofnun. „Það skortir svolitla djörfung og áræði í nýrri sköpun á þessu sviði. Við viljum halda hlífiskildi yfir hvert öðru þegar eitthvað bjátar á, en það þýðir ekki að útiloka eigi við- skiptalögmálin,“ segir Sigurbjörn. „Það er hægt að vera góður maður þó að maður láti ágóðann ráða svo- lítið um reksturinn, hvort sem um kúabú eða spítala er að ræða,“ segir Sigurbjörn að lokum. Um 320 læknar starfa eftir samningi &% ' &% (#&% )* &% + ,  &% '&% &% -% &% $&% -*& #&% $.,  , "#  &% + / 0  # / + / 0 #&% + / 0 ## &% 1#&% / /      /  2*# & &% + / 0 %3/ +4&% ) !! &% ' ,"# #/ # / 5%&% + / 0 !  / + / 0 4 &% 56# &% + / 0 " / "# &/ 78  &% + / 0   -  /          /  /                    !!" # $   -* 968 -* 968 $ 8: 15 %  ###* „SJÚKRATRYGGING fólks er í fullu gildi. Það var gerður samningur við sérfræðilækna fyrir tiltölulega stuttu síðan. Það kemur mér frekar á óvart ef læknar vilja almennt fara aðra leið núna,“ segir Siv Friðleifs- dóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, aðspurð um fréttir af því að bæklunarlæknar íhugi að segja sig af samningi við Tryggingastofnun ríkisins. „Hjartalæknar völdu að ganga af samningi sjálfir. Ákjósanlegast hefði verið að þeir hefðu verið áfram á samningi. Ég vona að aðrir sérfræðilæknar segi sig ekki af samningi en ef þeir kjósa að gera það þurfum við að skoða viðbrögð til að tryggja endurgreiðslurétt sjúklinga. Þá hlýtur meðal annars að koma til skoðunar sama fyrirkomulag og er gagnvart hjartalæknum,“ segir Siv og tekur fram að framundan séu viðræður við bæklunarlækna. Sjúkratryggingin er í fullu gildi »Greiða þarf fullt verð fyrirþjónustu hjá sjálfstætt starfandi hjartalæknum. »Tryggingastofnun ríkisins end-urgreiðir hluta kostnaðar gegn framvísun reiknings frá hjarta- lækni og tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni. »Sjálfstætt starfandi hjartalækn-ar eru ekki bundnir við gjald- skrá þá sem TR endurgreiðir eftir. »Færi svo að hjartalæknarhækkuðu taxta sinn umfram gjaldskrá myndu sjúklingar greiða mismuninn. »Dýrara og tímafrekara, segirtalsmaður eldri borgara Í HNOTSKURN Morgunblaðið/Árni Torfason Fréttaskýring | Tilvísanakerfi hefur verið við lýði vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga í hjarta- lækningum síðan þeir sögðu sig af samningi við Tryggingastofnun ríkisins í apríl síðastliðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.