Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 2
UMTALSVERT magn af fíkniefn- um, að líkindum amfetamín, fundust í tveimur bílum sem komu með Nor- rænu til Seyðisfjarðar á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa tveir Litháar verið úr- skurðaðir í fjögurra vikna gæslu- varðhald vegna rannsóknar málsins. Annar bíllinn var með íslensk skrán- ingarnúmer. Fíkniefnin munu hafa verið vand- lega falin og a.m.k. í öðrum bílnum hafði þeim verið komið fyrir á bak við mælaborð bílsins. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur tekið við rannsókninni en í gær var ekki hægt að upplýsa um magn eða teg- und fíkniefnanna, né vildi lögregla greina frá því hve margir sætu í gæsluvarðhaldi. Miðað við lengd gæsluvarðhaldsúrskurðanna má þó áætla að magnið skipti fleiri kílóum. Aðstoð víða að Við afgreiðslu málsins í Seyðis- fjarðarhöfn naut embætti Sýslu- mannsins á Seyðisfirði aðstoðar toll- varðar frá Tollstjóranum í Reykjavík, lögreglumanns og toll- varða frá Sýslumanninum á Eski- firði, lögreglumanna frá ríkislög- reglustjóra og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá voru einnig notaðir fíkniefnahundar frá Toll- stjóranum í Reykjavík og sýslu- manninum á Eskifirði. Mikið magn fíkniefna fannst í tveimur bifreiðum í Norrænu Tveir Litháar hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Ljósmynd/Snorri Emilsson Gripnir Fíkniefni fundust falin á bak við mælaborð í a.m.k. öðrum bílnum. 2 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag laugardagur 2. 9. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Grikkir og Spánverjar leika til úrslita á HM í körfubolta >> 2 GIANFRANCO ZOLA „MARADONA ER ÁN EFA SÁ LEIKMAÐUR SEM HAFT HEFUR HVAÐ MEST ÁHRIF Á MIG SEM KNATTSPYRNUMANN.“ FJÖLMIÐLAR hér á N-Írlandi eru flestir sammála um að íslenska liðið sé mun sterkara á „pappírnum“ og er greinilegt að sálfræðistríð ríkir fyrir einvígi þjóðanna á Windsor Park á í dag. Þetta er fyrsti leikur N-Íra og Ís- lendinga í riðlakeppni EM 2008 eru landslið beggja þjóða staðráðin í að lyfta sér upp úr þeim doða sem ríkti yfir þeim í riðlakeppni heimsmeist- aramótsins. N-írskir fjölmiðlar, sem hafa rætt við leikmenn og forsvarsmenn ís- lenska liðsins, eru flestir á því að Ís- lendingar séu líklegri til afreka í leiknum. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar hafa leikmenn N-Írlands látið hafa það eftir sér að liðið stefni á að komast í úrslit Evrópukeppinnar sem fram fer í Sviss og Austurríki árið 2008. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Barcelona á Spáni, er aðalumfjöllun- arefni dagblaða í Belfast. Eiður er sagður ætla að bæta markamet Rík- harðs Jónssonar í leiknum gegn N- Írum. Eiður hefur skorað 16 mörk í 40 leikjum en Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 leikjum á tímabilinu 1947– 1965. David Healy, framherji N-Íra og samherji Gylfa Einarssonar hjá Leeds, bætti markamet N-Íra á dög- unum, er hann hefur skorað 20 mörk í 50 leikjum. Healy segir í viðtali við The Belfast Telegraph að Eiður Smári sé langhættulegasti leikmaður íslenska liðsins og sé kallaður hinn „ljóshærði Maradona“ í heimalandi sínu. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir mig að hafa skorað flest lands- liðsmörk fyrir N-Íra. Ég er ekki í vafa um að Eiður Smári stefnir að sama markmiðinu og eflaust ætlar hann sér að bæta metið hér í Belfast,“ segir Healy. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Berjast Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari gefur Hermanni Hreiðarssyni góð ráð eftir lokaæfingu landsliðsins í gær. Norður-Írar telja Íslendinga sigurstranglega Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Belfast seth@mbl.is GYLFI Einarsson atvinnumaður hjá enska 1. deildarliðinu Leeds United þarf að gangast undir aðgerð á mjöðm. Hann hef- ur lítið sem ekk- ert getað æft síð- ustu vikur vegna meiðslanna og hefur þar af leið- andi ekki verið í leikmannahópi liðsins í fyrstu leikjum þess í deildinni. „Ég kann ekki alveg að útskýra þetta en í ljós kom af röntgenmyndum sem teknar voru af mjöðminni að það þarf að fjar- lægja einhvern skít í mjöðminni. Það er erfitt að segja til um það hvað ég verð lengi frá æfingum en ég vonast til að geta farið í aðgerðina sem allra fyrst,“ sagði Gylfi við Morgunblaðið í gær. Gylfi segir að þessi meiðsli í mjöðminni hafi verið að plaga sig í langan tíma. „Ég fann fyrir þessu í fyrra en nú er þetta komið á það stig að það verður að gera eitthvað. Ég er ánægður að nú verður ráðin bót á þessu því það gengur ekki að fá sprautur endalaust og hjakka á meiðslunum. Auðvitað er svekkjandi að lenda í þessu núna í upphafi tíma- bilsins. Mér gekk vel á undirbún- ingstímabilinu og spilaði mikið en þá fór ég að finna fyrir verkjum og stirðleika í mjöðminni.“ Gylfi er samningsbundinn Leeds út næsta tímabil en hann gekk í raðir liðsins frá Lilleström í Noregi fyrir tveimur árum. ,,Það stendur ekkert annað til hjá mér en að vera hjá Leeds áfram. Mér er sagt að ef ég væri heill þá væri ég í byrjunarliðinu svo nú er aðalmálið að fá sig góðan af meiðslunum sem allra fyrst og koma sér í gott stand.“ Gylfi Einarsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Gylfi í aðgerð á mjöðm EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyr- irliði íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, á von á mjög erfiðum leik gegn N-Írum á Windsor Park í dag. Hann telur að N-Írarnir hafi bætt leik sinn mjög mikið og sjálfstraust liðsins sé meira en áður. „Við ætlum okkur alltaf að ná stigi og í raun setjum við allt- af markið hærra en það. Við er- um 11 og þeir verða 11 – það er því alltaf möguleiki.“ Spurður um hvort hann ætli sér að bæta markamet Ríkharðs Jónsonar sagði Eiður. „Það met fellur fyrr eða síðar.“ Eiður hefur skorað 16 mörk en þarf að skora eitt til viðbótar til þess að jafna við Ríkharð sem skoraði 17 mörk. „Ég vil nú ekkert lofa því að ég bæti metið hér í Belfast. Ef ég bæti markametið þá yrði það kærkomið. Ef ég held heilsu og verð áfram valinn í landsliðið þá vona ég að ég bæti markametið hans Ríkharðs sem fyrst. Það gæfi mér sjálfstraust og þau mörk sem ég skora fyrir íslenska landsliðið koma liðinu alltaf til góða. Í leiknum hérna í Belfast verður ekki mikið hugsað um sóknarleikinn. Vörnin verður að- almálið. Það skiptir ekki máli hvort ég skora eða einhver ann- ar. Ef liðið vinnur þá er mark- miðinu náð. Ég er viss um að skora einhver mörk í þessari keppni og því er ljóst að marka- metið fellur fyrr eða síðar.“ Eiður ætlar að bæta markamet Ríkharðs Eiður Smári Guðjohnsen Ríkharður Jónsson Laugardagur 2. 9. 2006 81. árg. lesbók HVER DRAP DAGBLÖÐIN? „FÓLK VILL FREKAR LESA SÉR TIL UM HVERNIG HÆGT SÉ AÐ VERÐA RÍKARI OG HVAÐ ÞAÐ EIGI AÐ GERA Í KVÖLD.“ Áttu íbúð sem þú notar lítið sem ekki neitt og er hentug til að hugsa í? » 11 B úlgarski píanóleik- arinn Vesselin Stan- ev heldur opn- unartónleika TÍBRÁR í Salnum í Kópavogi fimmtu- dagskvöldið 7. september nk. Á efn- isskránni eru verk eftir Domenico Scarlatti, Robert Schumann, Alex- ander Skrjabín og Franz Liszt. Koma Stanevs til Íslands ætti að gleðja alla unnendur píanóleiks, því að hann er framúrskarandi virtúó- sapíanisti af rússneska skólanum og hefur undanfarin ár hlotið sífellt meiri athygli fyrir leik sinn og túlk- un. Stanev fæddist í Varna í Búlg- aríu árið 1964 og hóf píanónám þar 10 ára gamall. Hann nam við Tónlist- arakademíuna í Sofiu um tveggja ára skeið en hélt þá til Moskvu, þar sem hann lærði við Tsjajkovskíj- tónlistarháskólann hjá hinum fræga píanóvirtúós Dmitri Bashkirov. Hann lauk námi við skólann 1988 en sótti einkatíma í tvö ár til viðbótar hjá Alexis Weissenberg í París. Með- an á náminu stóð tók Stanev þátt í Tsjajkovskíj-píanókeppninni og vann til sérstakra verðlauna fyrir flutning á verkum tónskáldsins. Þá vann hann til verðlauna í Marguerite Long-keppninni 1986. Árið 1991 vakti Stanev fyrst at- hygli heimspressunnar með flutningi sínum á tónlistarhátíð í Vínarborg og hefur síðan leikið í mörgum helstu tónleikasölum Evrópu, m.a. Wig- more Hall í Lundúnum, óperuhúsinu í Frankfurt, Gewandhaus í Leipzig og Salle Gaveau í París. Frá árinu 2000 hefur hann haldið tónleika í Rakmaninoff-salnum í Moskvu á hverju ári við stormandi undirtektir viðstaddra. Stanev hefur hljóðritað sex hljómdiska fyrir búlgarska út- gáfufyrirtækið Gega, með tónlist eft- ir Brahms, Chopin og Schumann. Hann skrifaði nýverið undir útgáfu- samning við Sony Classical og er diskur með píanóverkum Skrjabíns væntanlegur á markað á næstunni. Gagnrýnendur hafa sagt leik Stanevs standast samanburð við Vladimir Sofronitskí og Svjatoslav Richter og er þá mikið sagt enda eru þeir síðarnefndu einhverjir mestu risar rússnesku píanóhefðarinnar fyrr og síðar. Harold Schoenberg, gagnrýnandi New York Times, sagði Stanev vera „virtúós í anda Horo- witz. Leikur hans er kraftmikill og tæknin takmarkalaus“. Schoenberg sagði einnig að flutningi Stanevs á Gaspard de la nuit eftir Maurice Ravel mætti „jafna við mestu meist- ara hljómborðsins, m.a. Mörtu Ar- gerich“. Gagnrýnandi Musical Op- inion sagði um Wigmore Hall-tónleika Stanevs að „fram- úrskarandi túlkun“ hans hefði verið útfærð af „sterkum persónuleika, næmi fyrir smáatriðum og tilfinn- ingu fyrir innra samhengi verkanna“ sem heyrist sjaldan á tónleikapöllum Lundúna. Hljómdiskar Stanevs sanna að hér fer kraftmikill virtúós sem leikur með orku og skapofsa þegar þess þarf með. Skalar og brotnir hljómar í prelúdíum Chopins glitra eins og perlur á bandi, og í hinum þrælerfiðu Paganini-tilbrigðum Brahms fer hann hreinlega í loftköstum eftir hljómborðinu endilöngu. Þetta er áhættupíanismi eins og hann gerist bestur, enda engin furða að gagn- rýnandi ítalska dagblaðsins Corriere della Sera hafi kallað Stanev „loft- fimleikamann án nets“ eftir flutning hans á Ungverskum rapsódíum nr. 11 og 12 eftir Liszt, sem verða ein- mitt á efnisskránni í Salnum nk. fimmtudagskvöld. En spilamennska Stanevs er ekki eingöngu tæknisýn- ing heldur býr hann yfir hlýjum tóni og er gæddur skáldlegri æð, eins og má t.d. heyra í flutningi hans á ljúf- sárum fantasíum Johannesar Brahms. Gagnrýnendur virðast þó sam- mála um að leikur Stanevs sé laus við alla sýndarmennsku. Í viðtölum kemur hann fyrir sem hógvær lista- maður sem starfar að hugðarefnum sínum í kyrrð og ró. Stanev er lestr- arhestur og hefur gaman af útivist og fjallgöngum, en annars kveðst hann hvergi njóta sín betur en fyrir framan flygilinn. „Ég er mikill róm- antíker í mér,“ sagði Stanev í viðtali við rússneskt dagblað í fyrravetur. „Mér finnst við lifa of hratt í nútím- anum. Við flýjum tilfinningar okkar og erum yfirbuguð af streitu. Lík- lega hefði það farið mér betur að vera uppi á 19. öldinni!“ Búlgarskt píanóljón Eftir Árna Heimi Ingólfsson arniheimir@lhi.is Höfundur er kennari í tónlistar- fræðum við Listaháskóla Íslands.Stanev Er hann betri en Richter? Morgunblaðið/Eyþór Ragnheiður Gröndal Stóra breikið kom með Ást. » 4 B andaríski leikstjórinn Oliver Stone hefur sakað kvikmynda- iðnaðinn í Hollywood um að gefa hug- myndum um stríðs- brölt Bandaríkjanna jákvæðan byr undir báða vængi. Stone er staddur í Feneyjum um þessar mundir vegna sýninga á nýjustu mynd hans, World Trade Center, á árlegri kvik- myndahátíð þar í borg. Í ræðu sem hann hélt af því tilefni tók Stone myndirnar Pearl Harbor og Black Hawk Down sérstaklega fyrir sem dæmi um myndir sem „dýrkuðu stríðsrekstur“ og bætti því við að of- beldi væri „menningarlegt vanda- mál“ í heimalandi sínu. Stone sagði að seint á tíunda ára- tugnum hefðu stríðsmyndir tekið við að lofsyngja stríð á nýjan leik, ólíkt t.d. Víetnam-myndum hans sjálfs, Platoon og Born on the Fourth of July. Hann sagði þó jafnframt að World Trade Center bæri með sér anda vonar ólíkt dökkum myndum hans um Víetnam. „Afleiðingar 11. september eru mun verri en dagurinn sjálfur,“ bætti Stone við gagnrýninn. „Ein- hver spurði mig hvort það væri of snemmt að sýna þessa mynd. Ég held að að mörgu leyti sé það of seint. Við þurfum að vakna.“ Stone gagnrýnir Hollywood Beittur Oliver Stone fer hörðum orðum um Hollywood-stríðsmyndir. Segir myndir úr draumasmiðjunni geta af sér ranghug- myndir um stríð laugardagur 2. 9. 2006 börn FERMINGAR FRAMUNDAN FERMINGIN ER STÓR STUND UNGLINGAR VELTA FYRIR SÉR SPURNINGUM UM GUÐ OG TILVERUNA Fermingarbörn tekin tali » 3 Mundu að skila inn örsögum í keppnina fyrir 8. september. Örsögur eru stuttar sögur. Sendu hana til okkar. Barnablaðið – Örsögukeppni Morgunblaðið Hádegismóum 2 110 Reykjavík eða barn@mbl.is Vegleg bókaverðlaun eru í boði. Mundu örsögukeppnina Nú er fermingarfræðslan hafin í kirkjum landsins. Fermingarárið er sérstakt ár í huga allra sem ferm- ast. Í gamla daga var talið að eftir fermingu væru krakkarnir orðnir fullorðnir. Margir fóru því að vinna og sjá fyrir sér eftir fermingu. Nú eru breyttir tímar en fermingin gegnir enn stórtu hlutverk í lífi unglinga. Allir muna eftir ferming- ardeginum sínum. Prófaðu að spyrja ömmu og afa hvernig ferm- ingu þeirra hafi verið háttað. Tekin í fullorðinna manna tölu Sungið Fermingarbörn í Árbæjarkirkju taka lagið. Sumir syngja af fullum krafti en aðrir láta hugann reika. Presturinn: „Hvað hef ég sagt þér oft að fara úr skónum áður en þú kemur hér inn til að fara í ferming- arfræðsluna?“ Gunni: „36 sinnum. Af hverju spyrðu?“ Einn góður … Stundum þegar horft er yfir varðeld virðast hlutirnir skrýtnir í laginu. Það er út af því að ljósið beygir. Þegar loftið hreyfist beygir ljósið Y f i r l i t Í dag Staksteinar 8 Minningar 38/45 Veður 8 Messur 46/47 Sigmund 8 Kirkjustarf 46/47 Fréttaskýring 11 Staðurstund 52 Viðskipti 16 Af listum 53 Erlent 18/19 Leikhús 54 Listir 20/21 Myndasögur 56 Akureyri 22 Dægradvöl 57 Suðurnes 22 Bíó 58/61 Árborg 23 Dagbók 60 Daglegt líf 24/31 Velvakandi 60 Forystugrein 32 Víkverji 60 Umræðan 34/37 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Formaður Vinstri grænna telur að stjórnarandstöðuflokkarnir þurfi að stilla saman strengi sína fyrir komandi alþingiskosningar til að þeir geti boðið upp á skýran valkost til mótvægis við hægri stjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann leggur þó ekki til sameiginlegt framboð. » 6  Heilbrigðisráðherra segir mjög líklegt að komið verði til móts við hallarekstur LSH með fjár- aukalögum en hallinn var 477 millj- ónir á fyrri helmingi ársins og er það mesti hallarekstur LSH til þessa. Hún gat ekki svarað því í gær hvort þjónusta á LSH yrði skert í kjölfarið en það verði rætt á næstunni. » 10  Skipulagsstofnun telur að báðir þeir kostir til hreinsunar útblásturs frá álveri Alcoa-Fjarðaáls sem lagðir eru fram í matsskýrslu á umhverfis- áhrifum álversins, þ.e. þurrhreinsun eingöngu eða þurrhreinsun að við- bættri vothreinsun, séu fullnægjandi til að halda loftmengun innan marka. »14 Erlent  Losun manna á koldíoxíði út í andrúmsloftið mun hafa alvarleg áhrif á heimshöfin, valda hlýnun í loftinu en einnig hærra sýrustigi í sjónum, segir í nýrri skýrslu sér- stakrar ráðgjafanefndar þýskra stjórnvalda. »19  Einstök ríki og stofnanir ákváðu í gær að styðja Palestínumenn með 35 milljörðum ísl. kr. og er sá stuðn- ingur raunar meiri en Sameinuðu þjóðirnar höfðu farið fram á. Var þetta samþykkt á sérstakri ráð- stefnu, sem efnt var til í Stokkhólmi um Líbanon. » 18 Viðskipti  Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hyggst svara tilboði Actavis í samheitalyfjafyrirtækið Pliva fyrir 8. september en þar með halda Act- avis og Barr áfram í tilboðsstríði sínu. » 16                                   ! " # $ %         &         '() * +,,,                        STARFSEMI varnarliðsins á Ís- landi verður opinberlega lögð nið- ur frá og með 1. október nk. og í gær var af því tilefni efnt til at- hafnar á Keflavíkurflugvelli í gær. Fór yfirmaður varnarliðsins, Craig Croxton ofursti, og Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkj- anna, yfir farinn veg að við- stöddum liðsmönnum varnarliðsins og gestum. Fækkað hefur jafnt og þétt í varnarliðinu í sumar frá því að ákvörðun var tekin um brottför þess í vor og fara síðustu 150 varnarliðsmennirnir héðan af landi brott á tveimur síðustu vik- um septembermánaðar. Ljósmynd/Daniel Richardson Brottför varnarliðsins Carol van Voorst sendiherra og Craig Croxton ofursti ganga frá einkennisfánanum. Táknræn kveðjuathöfn Fjöltækniskólinn hefur keypt Flugskóla Íslands FJÖLTÆKNISKÓLI Íslands hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en samningur þess efnis var undirrit- aður í gær. Fjöltækniskólinn fyr- irhugar að reka Flugskóla Íslands áfram sem sjálfstæða rekstrarein- ingu en flytja starfsemi skólans í núverandi húsnæði Fjöltækniskól- ans og samnýta rekstrarúrræði eft- ir því sem kostur er. Fjöltækniskóli Íslands er einka- rekinn skóli sem byggður er á grunni Vélskóla Íslands og Stýri- mannaskólans í Reykjavík sam- kvæmt þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið frá 1. ágúst 2003. Flugskóli Íslands var stofnaður sumarið 1998 og hefur markmið hans frá upphafi verið að kenna, samkvæmt Evrópureglum JAA og síðar EASA, flug frá grunni með einkaflugmannsréttindum til at- vinnuflugmannsréttinda ásamt því að sjá um endurmenntun flug- manna. Í tilkynningu um kaupin í gær segir að fyrirhugað sé að breyta samþykktum Flugskóla Íslands til samræmis við samþykktir Fjöl- tækniskóla Íslands en þær gera ráð fyrir því að skólinn sé rekinn í anda sjálfseignarstofnunar og hugsanleg- ur arður af rekstri hans verði nýtt- ur til uppbyggingar skólans en ekki greiddur til eigenda. LÖGREGLUMENN tóku 70 kanna- bisplöntur við húsleit í Kópavogi í fyrrinótt og handtóku einn mann. Leitin var gerð í fíkniefnaeftirliti lögreglunnar í Kópavogi og Hafn- arfirði og voru plönturnar vel þroskaðar. Þær átti að senda tækni- deild lögreglunnar í Reykjavík. Sá sem handtekinn var hefur komið við sögu lögreglunnar, en var sleppt eftir yfirheyrslu. Málið verður sent ákæruvaldi til ákvörð- unar um hvort ákæra verði gefin út. 70 kannabis- plöntur teknar TVÖ útköll bárust slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins um klukkan átta í gærkvöldi. Í öðru tilfellinu hafði verið kveikt í bílhræi við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi en í hinu var tilkynnt um reyk sem barst frá íbúð á annarri hæð í Teigaseli. Eldur kom upp í eldhúsi en íbúum hafði tekist að slökkva hann með aðstoð nágranna er slökkvilið kom á vettvang. Tvö útköll á höfuð- borgarsvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.