Morgunblaðið - 02.09.2006, Side 28
H
elgi Eiríksson lýsing-
arhönnuður og ábú-
andi á Kolsstöðum í
Hvítársíðu er áhuga-
maður um það, að fólk
sjái og upplifi hlutina í öðru ljósi.
Bæði í eiginlegri og óeiginlegri merk-
ingu.
Helgi festi kaup á Kolsstöðum fyrir
sex árum og segir að fjölskyldan hafi
verið búin að leita lengi og skoða víða
þegar jörðin kom til sögunnar. „Við
tókum aðstöðuna formlega í notkun í
sumar og höfum haldið okkur til hlés
til þessa, enda vil ég ekki að fólk haldi
að þessi staður sé eitthvað annað en
hann er,“ segir hann.
Á jörðinni er til reiðu þúsund fer-
metra rými, sem hefur verið end-
urbyggt af vísindalegri nákvæmni og
í afar sérstökum tilgangi. „Við festum
kaup á þessum stað með það fyrir
augum að breyta honum í ljósmenn-
ingarhús. Okkar fag er lýsing-
arhönnun og við styrkjum listir og
menningu og hérna fer fram bæði
rannsóknastarfsemi og tilraunastarf-
semi af okkar hendi og sprota-
starfsemi þar sem við styrkjum ungt
listafólk. Við leyfum fólki að koma
hingað og vinna eða búa til vinnu-
smiðju. Oft eru það útlendingar en
líka Íslendingar; ungar hljómsveitir,
nemendur í Listaháskólanum sem
vinna verkefni hérna á vorin, dans-
arar og íþróttafélög, svo eitthvað sé
nefnt. Í stuttu máli sagt byggist hug-
myndin á okkar þekkingu á lýsingu
og birtu og þeirri tilraun að tengja
hana og listsköpun saman.“
Á Kolsstöðum er gríðarlegur ljósa-
gangur, eins og Helgi segir sjálfur, til
dæmis norðurljós á veturna, og þar
fyrir utan allsherjar veisla blæbrigð-
anna. „Við okkur blasa fimm jöklar og
við erum sífellt að upplifa eitthvað
nýtt í lýsingu og birtu og dagsljósi.
Þetta er einstakt fyrir mann sem hef-
ur vit á þessu og hægt að læra heil-
mikið af sjónarspili náttúrunnar.
Listamenn vinna margir með birtu og
upplifa þetta sama. Fyrirtæki okkar,
Lumex, er að reyna að þróa sig áfram
út í lýsingu í miklu víðara samhengi
en fólk á að venjast, ekki bara lýsingu
tengda rafmagni heldur líka nátt-
úrulega birtu í bland við manngerða
lýsingu svo við höfum nægilega þekk-
ingu á því hvernig það fer saman.“
1.500 gestir
Frá árinu 2000 hafa um það bil
1.500 manns staldrað við á Kols-
stöðum til lengri eða skemmri tíma og
í gestabók Helga og fjölskyldu gefur
að líta polaroid-myndir af öllum sem
koma í heimsókn í fyrsta skipti,
ásamt undirskriftum. Og nú hefur
skipulag hátt í 20 hektara landsins
verið markað til framtíðar, með fleiri
húsum og kirkju. „Hér ætlum við líka
að byggja kirkju ljóssins sem hönnuð
verður út frá ljósi, hljóði og mynd og
byggð samkvæmt hefðum íslenska
torfkofans með rekaviði og hleðslu-
grjóti, en í nýtískustíl.“
Hleðsla og bygging kirkjunnar
hefst á næsta ári og vann Helgi hug-
myndina ásamt arkitektum frá
Glámu/Kími. „Á Kolsstöðum reynum
við að byggja upp með íslenskum að-
ferðum og ég er með ungan þrítugan
mann í vinnu, Unnstein Elíasson, sem
lærði grjóthleðslu af afa sínum. Hann
byrjaði að vinna hjá mér á sumrin 26
ára gamall og afi hans, sem er níræð-
ur, var að útskrifa hann. Nú var ég að
enda við að ráða hann til 15 ára til
þess að byggja kirkjuna og halda
grjóthleðslunum hérna við. Það er
gaman að kynnast manni sem hefur
svona brennandi áhuga og ég hef ver-
ið í nánu samstarfi við hann við út-
færsluna á landinu í kringum húsin.“
Mikil uppbygging er fyrir dyrum á
Kolstöðum næstu tíu árin, og húsin
sem þegar er komin mynd á, eru knú-
in áfram af hátækni sem stýrir ljósi,
hljóði og mynd. „Ljósi og litum er
blandað sjálfvirkt í gegnum tölvu,
þannig að ef haldin er veisla í fjóra
klukkutíma er húsið lifandi á meðan
án þess að mannshöndin komi þar
nærri,“ nefnir hann sem dæmi
Húsin fjögur sem þegar eru risin
eiga það sammerkt að vera byggð ut-
an um eldri byggingar. Fjárhúsið er
aðal ljósmenningarhúsið í augnablik-
inu og það er sérstaklega hljóð-
hannað og mikið lagt í það, þótt það
sé byggt utan um gamalt fjárhús og
hlöðu. Þar er meðal annars söngloft
fyrir bakraddir og aðstaða fyrir gróf-
ari vinnu í fjölnota verkstæði í gömlu
hlöðunni. Við hliðina á því er skálinn,
gamalt gróðurhús sem flutt var á
staðinn og styrkt og í gámi sem
byggt hefur verið utan um er nú
steingólf, setustofa fyrir andrými og
sánabað.
Inni í gróðurhúsinu er grjótlaug
með heitu vatni og ef sólin skín án af-
láts er hægt að galopna það út á pall
Víðsýni Bæjarstæðið á Kolsstöðum er eitt hið hæsta á landinu og þaðan gefur að líta fimm jökla; Okið, Þórisjökul, Geitlandsjökul, Langjökul og Eiríksjökul.
Eyðibýli verður
ljósmenningarhús
Á Kolsstöðum í Borgarfirði var eyðibýli, sem byggt
hefur verið upp á undanförnum sex árum með það
fyrir augum að búa til ljósmenningarhús. Nú er það
tilbúið til afnota fyrir listafólk af öllu tagi og einu
skepnurnar sem verða á vegi manns eru tvær rosknar
skjaldbökur og kind í sneiðum uppi á fjárhúsvegg.
Ábúandinn Helgi Eiríksson menningarbóndi á Kolsstöðum.
Ljósmenning Glerfjöll í japansk-íslenskum garði eftir Brynhildi Þorgeirs-
dóttur segja í einni svipan hvað ljósmenningarhús merkja. Lýsing er undir
verkinu og birtan sem fellur á það síbreytileg. Á kvöldin speglast fjöllin svo
upplýst í gluggunum á skálanum. Til hægri: Eina rollan í fjárhúsinu er í
sneiðum; gras, ull, blóðið í skinninu, vömb, horn, leggir og lambaspörð.
Varðveisla Ljósmenningarhúsið er byggt utan um gamalt fjárhús og hlöðu og klætt með aski og bárujárni.
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur
helga@mbl.is
innlit
28 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ