Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég átti þess kost sem landbúnað- arráðherra að veita hjónunum í Keldudal landbúnaðarverðlaunin 2001, en verðlaunin eru veitt þeim að- ilum sem á einn eða annan máta eru til fyrirmyndar í íslenskum landbún- aði. Þar fékk lífsstarf Leifs og fjöl- skyldu hans m.a. eftirfarandi viður- kenningarorð: „Hjónin Kristín Bára Ólafsdóttir og Leifur Þórarinsson frá Ríp hófu búskap á jörðinni árið 1962 og efldu þar fljótlega alhliða búfjárhald með mikilli og góðri jarðrækt og heima- afla úrvals fóðurs – því búskaparlagi er enn viðhaldið. Fjárbúskapur í Keldudal varð landsþekktur á áttunda áratugnum, þegar þaðan komu í áraraðir vænstu sláturlömb á landinu. Í byrjun ní- unda áratugarins hófst þar mark- visst fjárræktarstarf til að mæta breyttum markaðskröfum. Í Keldu- dal er nú afurðamikið fé, og einn þekktasti stofn kjötsöfnunarfjár sem finna má. Kúabúið, sem einkum naut sívak- andi umhyggju Kristínar, stóð sauð- fjárræktinni að sínu leyti ekki að baki. Enn er þess að geta að hrossarækt Leifs og hestamennska hefur vakið landsathygli. Hross frá Keldudal hafa tíðum staðið í fremstu röð á sýn- ingum og eru traust og hæfileikarík. Leifur hefur í þessu sem öðru lagt meiri áherslu á gæðin en magnið, átt frekar færri hross en þeim mun betri.“ Leifur í Keldudal kom víða við í sínu héraði og studdi af heilum hug það mikla félagshyggjustarf sem ríkt hefur lengur og betur í Skagafirði en flestum öðrum héruðum landsins, bæði í búnaðarsambandi og einstak- lega öflugu kaupfélagi, sem stendur vel að atvinnulífi og verslun til sjávar og sveita og lætur arðinn af starfi sínu renna til uppbyggingar og starfs í menntastofnunum héraðsins. Leif- ur var alinn upp við það að menn ættu að bjargast af dugnaði sínum og veita samhjálp þeim sem höllum fæti stæðu í lífinu; gæta hófs; heimta ekki daglaun að kveldi, eiga borð fyrir báru, vera sanngjarn í allri kröfu- gerð. Leifur taldi það skyldu sína að taka þátt í að efla menningarlíf Skag- firðinga sem stendur í miklum blóma. Hann sótti fundi og spurði stundum hvasst og vildi hreinskiptin svör. Þannig var hann, hreinlyndur og stefnufastur og oft gefandi í sinni sýn á lífið. Ég átti Leif að sem góðan vin og aldrei skorti hvatningarorð lægi eitthvað við. Sá uppgangur og sú framþróun sem einkennt hefur sveit- irnar síðustu árin gladdi hann og þar fylgdust þeir feðgar í Keldudal vel með öllu sem til framfara horfði. Leifur var sannur íslenskur bóndi sem markaði spor og horfði óhikað inn í framtíðina, en vissi sem var að íslenskir stjórnmálamenn verða að standa fast um sinn landbúnað eins og svo margir aðrir og flestar þjóðir gera í dag. Það getum við sannarlega gert með stolti eins og mál hafa þróast í okkar hágæða landbúnaðar- framleiðslu. Erlendur sendiherra á Íslandi sagði fyrir nokkrum árum við mig, að íslenska sveitafólkið væri gott og heiðarlegt fólk, það samein- aði þetta tvennt sem er svo mikið- vægt, að vera hvort tveggja í senn þjóðernissinnar og heimsborgarar. Þetta finnst mér eiga við um Leif og hans sanngjörnu og kappsömu við- horf, í besta skilningi þessara miklu orða. Þegar ég, staddur erlendis, hugsa heim í Keldudal á kveðjustund, þá veit ég að það er bæði íslenskur höfð- ingi og heiðursmaður sem hverfur nú í þá mold sem hann unni svo heitt. Leifur í Keldudal var mikill og góður hestamaður, ræktandi og reiðmaður. Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að síðasti skeiðspretturinn á þeim bleikálótta, með fjúkandi man- ir, yrði snarpur og hratt riðið í hlað. Þannig kveður íslenskur bóndi sem lét verkin tala í lífinu og lá alltaf nokkuð á að komast leiðar sinnar. Kæra Kristín. Við Margrét vottum þér og þinni fjölskyldu djúpa samúð. Minningarnar lifa og lyfta nýjum degi til sigurs í anda Leifs Þórarins- sonar. Blessuð sé minning hans. Guðni Ágústsson. Fallinn er fyrir aldur fram merk- isbóndinn Leifur Þórarinsson í Keldudal í Hegranesi. Hann hafði barist við vanheilsu af ýmsu tagi um árabil en risið á fætur enn einu sinni og stóð uppréttur, þegar kallið kom. Það var eftirminnilegt og gefandi fyrir mig að kynnast Leifi í Keldudal. Það gerðist, þegar barátta gegn al- varlegum smitsjúkdómum í sauðfé hófst í Skagafirði. Aldrei bilaði stuðn- ingur Leifs við þær aðgerðir, þótt langan tíma tækju og misjafnlega gengi og á ýmsu ylti með aðra. Ég dáðist að þessum dugmikla bónda og myndarskapnum í öllum greinum á búi hans og það er gleðilegt hve son- ur hans Þórarinn og Guðrún kona hans halda uppi merkinu glæsilega í búskapnum í Keldudal. Ég kynntist Leifi og Keldudals- heimilinu enn betur, eftir að yngsti sonur minn Sölvi og Álfhildur yngsta dóttir Leifs kynntust og settu saman bú. Þá komst ég að því, hve vel Leifur var kvæntur og hve samstillt fjöl- skyldan er. Þau Kristín og Leifur nutu barnaláns, lífsgleði og lífsham- ingju í ríkum mæli, þrátt fyrir erf- iðleika með heilsufar um langt skeið. Með sívakandi umhyggju og áhuga fylgdist Leifur með öllum stórum og smáum í fjölskyldunni og í sveitinni. Stjórnaði öllu í kring um sig og reyndar lengra til úr hásæti sínu í eldhúsinu hjá Kristínu konu sinni. Hann var sannkallaður miðpunkt- ur fjölskyldunnar, glaðsinna, skyldu- rækinn, metnaðarfullur, kappsfullur og kröfuharður fyrir eigin hönd, fjöl- skyldu sinnar, frændliðs og sveit- unga. Og hann var nógu einarður til að nefna það vafningalaust en í full- kominni vinsemd við hvern sem var ef honum fannst ástæða til að bæta viðkomandi og auka sóma hans. Hann þoldi ekki slóðaskap eða kæru- leysi hjá neinum og hann stóð eins og veggur og barðist af kappi, en af drengskap, þegar mikið lá við til að verja fólk sitt, land og fénað. Kristín húsfreyja í Keldudal er lífshetja, sem hefur einnig átt við erf- ið veikindi að stríða en staðið af sér allt með glæsibrag. Þau hjón hafa rekið ferðaþjónustu bænda um langa hríð, en starfið hvílt á herðum Krist- ínar að miklu leyti. Enginn sá nokk- urn tíma, að of mikið væri að gera hjá henni, þótt húsið væri fullt af stórri fjölskyldu og mörgum gestum. Faðmurinn stóð opinn og út- breiddur við öllum, sem komu að Keldudal. Ég og fjölskylda mín höf- um margoft notið gestrisni Keldu- dalshjóna. Þetta þökkum við Ólöf Erla Halldórsdóttir elskan mín og vottum Kristínu og fjölskyldunni allri innilega samúð okkar. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Þegar ég sest niður og hugsa um hvað ég eigi segja um Leif vin minn í Keldudal kemur svo margt upp í hugann að það gæti fyllt heila bók. Í mínum huga var Leifur bóndi af ástríðu, glöggur ræktunarmaður hvort sem um var að ræða hross, sauðfé eða kýr, og metnaðurinn óbil- andi. Ég á eftir að sakna símtalanna frá Leifi, hvort heldur var að kvöldi dags eða snemma á sunnudags- morgni þar sem við ræddum hross og málefni tengd hestamennsku, sauð- fjárrækt, túnrækt, kornrækt og svo margt, margt annað sem Leifur hafði áhuga á. Ég velti því fyrir mér hver segir mér nú sögur úr Skagafirðinum fyrst Leifur er fallinn frá, sennilega verð ég að gerast áskrifandi að hér- aðsfréttablaðinu Feyki sem verður þó vafalaust ekki eins ítarlegt og samræðurnar við Leif! Leifur var líka svo stórhuga og framkvæmdaglaður að hann hvatti mann óafvitandi til dáða og hafði svo óbilandi sjálfstraust að það hvarflaði aldrei að honum að hann gæti ekki framkvæmt það sem hann ætlaði sér að gera. Slíkir menn veita manni inn- blástur. Ég veit að minn söknuður er ekk- ert á við söknuð fjölskyldunnar, Stínu og barnanna, en við heimilis- fólkið á Efri-Brúnavöllum I vottum ykkur okkar dýpstu samúð við fráfall þessa góða vinar. Hermann Þór Karlsson. Við erum sífellt minnt á það hversu lífið er hverfult. Manni bregður í brún þegar kraftmiklir samferða- menn hverfa skyndilega af sjónar- sviðinu. Sunnudaginn 25. ágúst bárust mér þau tíðindi að vinur minn Leifur í Keldudal hefði orðið fyrir áfalli. Hann hafði áður mætt miklum áföll- um en tókst með sínum einstaka bar- áttuvilja að sigrast á þeim. En nú var baráttunni lokið. Kynni mín af Leifi og Stínu hófust í kringum 1970. Upphafið var að ég hafði frétt af feiknafljótum gráum stökkhesti sem bóndinn í Keldudal ætti. Ég heimsótti bóndann, Leif Þórarinsson, og hitti á hann úti við fjós þar sem hann var að koma frá mjöltum. Ég kynnti mig og bar upp erindið. Ég hefði áhuga á að kaupa af honum þann gráa. Gengum við upp með túnfætinum þar sem hesturinn var á beit. Leifur tjáði mér að hest- urinn væri ekki falur en að sjálfsögðu væri hann tilbúinn að hlusta hvað ég hefði fram að bjóða. Svo fór að við handsöluðum viðskiptin og ég eign- aðist þann gráa. Upp frá þessu tókst náin vinátta milli fjölskyldna okkar. Á þessum árum voru Leifur og Stína að byggja upp búskapinn í Keldudal jafnframt því sem barna- hópurinn stækkaði ört. Á milli okkar Leifs ríkti trúnaður og áttum við far- sæla samvinnu með Keldudalshross- in. Þar sem þeir feðgar undirbjuggu hrossin, en ég ýmist keypti af honum hross eða þjálfaði, sýndi og tamdi. Og þeir voru margir gæðingarnir sem komu frá Keldudal. Efstur er mér í minni skeiðsnillingurinn Leist- ur frá Keldudal. Mér hlaust sá heiður að hafa hann undir höndum sem keppnishest en Leistur er einn far- sælasti skeiðhestur í sögu íslenskra kappreiða. Leistur setti tvívegis Ís- lands- og heimsmet í 150 og 250 m skeiði og stóðu þessi met í nær tvo áratugi. Glöggskyggni Leifs á skeiðhesta sem og annan búfénað var með ein- dæmum. Ég tel óhætt að fullyrða að engin önnur eins skeiðhestaræktun hafi verið til á neinu ræktunarbúi í Íslandshestaheiminum. Hvert af- rekshrossið af öðru kom fram á sjón- arsviðið frá Keldudal og gerir enn. Enginn íslenskur hrossaræktandi getur státað af því að hafa komið upp þremur heiðursverðlaunahryssum. Það eru þær Nös, dóttir hennar Hrund og dótturdóttirin Ísold. Leifur var einstakur maður og sterkur persónuleiki, hreinskiptinn og talaði enga tæpitungu. Hann hafði skoðanir á flestu sem var að gerast í kringum hann og lá ekkert á þeim. Það áttu ekki allir auðvelt með að líða en hjá Leifi var enginn munur gerður á Jóni og séra Jóni. Leifur var framsóknarmaður af Guðs náð. Sjálfum fannst mér fram- sóknarstefnan vera honum nánast sem trúarbrögð. Það vissu þeir sem til þekktu að Keldudalur var engin blómajörð í byrjun. En með sínum einstaka dugnaði og krafti sem einkenndi heiðurshjónin í Keldudal græddu þau upp og byggðu jörðina og gerðu að stórbýli. Þegar bændur í sveitinni voru að slá hána í seinni slætti þá var Leifur að slá í þriðja sinn. Þráfald- lega átti Keldudalsbúið vænstu dilk- ana í sláturtíðinni yfir allt landið. Nytin úr mjólkurkúnum var meiri en annars staðar tíðkaðist og ending kúnna betri. Það draup smjör af hverju strái í Keldudal. Systkinahóp- urinn óx úr grasi í faðmi fjölskyld- unnar í hlýju og öryggi, drottning- arnar fimm og svo erfðaprinsinn Tóti. Oft hafði Leifur orð á því hvílíkt barnalán þau Stína byggju við og hversu mikil lukka væri yfir þessum glæsilega barnahópi þeirra. Leifur hafði einstakt lag á að laða allt það besta fram, í mönnum jafnt sem málleysingjum. Þó að barn- margt væri í Keldudal veigruðu hjón- in sér ekki við að taka til sín aðkomu- börn yfir sumartímann. Umburðarlyndið og hlýjan á Keldu- dalsheimilinu var með slíkum hætti að leitun er að öðru eins. Þeir sem komust að með börnin sín í Keldudal voru virkilega hólpnir og bundust þeim hjónum sterkum böndum. Börnin litu á Stínu sem aðra mömmu og Leif sem verkstjóra pabba. Því var þannig farið með Leif að hann hafði einstaka hæfileika til að nýta starfskrafta allra sem í kringum hann voru. Þeir eru ófáir sem notið hafa gest- risni hjónanna í Keldudal. Það þurfti ekki mikið tilefni til að slegið yrði upp veislu fyrir gesti og gangandi eins og frægt er. Það hefur komið í hlut Tóta, sonar þeirra, að halda áfram með uppbyggingu bússins og sannast þar vel að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ég sakna þess að eiga ekki eftir að fá fleiri símtöl frá Keldudalsbóndan- um. Hann þurfti ýmist að segja frétt- ir eða inna eftir þeim. Nú þegar ég lít yfir farinn veg og minnist höfðingjans, Leifs í Keldu- dal, þá finn ég fyrir söknuði. Mig langar að trúa því að Leifur sé í góðra vina hópi, þar sem Nös, Leistur og aðrir snillingar úr hesthúsinu í Keldudal, kumra eins og á dögum áð- ur, þegar Leifur birtist í gættinni, með ilmandi tugguna. Missir fjölskyldunnar er mikill en góðar minningar milda tregann. Stína mín og fjölskylda, við Fríða og börnin færum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Sigurbjörn Bárðarson. Það var árið 1974 að leiðir okkar Leifs Þórarinssonar í Keldudal lágu fyrst saman er ég var þar með hrúta- sýningu. Ég fann strax að Leifur hafði gaman af skepnum og var mjög glöggur og hafði góðan smekk fyrir útliti þeirra eins og árangur hans sannar í hrossa- og sauðfjárrækt í dag. Það vakti strax athygli mína er ég kom þá í Keldudal þessi mikli myndarskapur og reglusemi sem var þar á öllum hlutum og hefur það haldist í því horfi til þessa dags eins og dæmin sanna, þar sem Keldu- dalsbúið var valið myndarlegasta býli Skagafjarðar og hlaut umhverf- isverðlaunin sumarið 2005. Leifur var forystumaður í notkun á fóðurkáli hér í héraðinu enda stóð árangurinn ekki á sér, hann var með hæstu meðalviktina og þyngsta dilk- inn í sláturhúsinu haust eftir haust og þyngsti dilkurinn hans á þessum árum var 39,5 kg. Í þá daga var féð gróft og þungt. Í dag er það ennþá mjög vænt en byggingarlagið er breytt samkvæmt nútímakröfum, vöðvamikið og fitulítið. Þetta dæmi sýnir vel hve mikill bóndi Leifur var, því hann lagaði framleiðsluna strax eftir kröfum tímans, hann leit alltaf á búskapinn sem fyrirtæki sem bæri að reka með fyllstu afurðum á öllum sviðum þess. Rómantísk hugsjón um búskap var fjarri hans hugmyndum, arðsemin varðandi búskapinn var ávallt í fyrirrúmi. Einu sinni sem oft- ar var ég staddur í Keldudal að dæma lömb og hrúta. Þá var Þórar- inn faðir Leifs staddur þar og fékk far með mér að Ríp. Á leiðinni fór ég að ræða við hann um búskap í Skaga- firði og spyrja hvort hann væri ekki stoltur af því að eiga þrjá syni sem rækju búskap í héraðinu og væru all- ir í fremstu röð bænda. Ég sagði að mér fyndist þó Leifur skara fram úr þeim, því það væri ekki bara þessi feikna góða afurðasemi af öllu búfé og jarðargróðri, heldur væri mynd- arskapurinn í allri umgengni úti sem inni óvenjulegur hér um slóðir. Þór- arinn svaraði því til að hann væri stoltur af börnum sínum, en hvort Leifur væri þeirra fremstur léti hann ósagt, „en þú skalt ekki gleyma verk- um Kristínar í þessu dæmi“. Kristín væri óvanalega mikil búkona, hagsýn og stjórnsöm og myndarskapurinn í Keldudal væri ekki síður hennar verk og svo hversu samtaka þau hjón væru við búreksturinn. Þau tíu ár sem ég var ráðunautur störfuðum við mikið saman, einkum í sauðfjár- og hrossarækt, og var Leif- ur þá formaður Hrossaræktardeildar Sauðárkróks og Rípurhrepps og var starfsemi deildarinnar mjög öflug, sú besta í Skagafirði og hefur starfsem- in þar aldrei stigið hærra en í hans stjórnartíð. Alls staðar þar sem Leif- ur var í stjórn var hann virkur og fylgdi fast eftir hagsmunum bænda og fylgdist vel með öllu verðlagi sem kom bændum til góða og var ófeim- inn að láta afurðastöðvarnar heyra það ef þær stóðu sig ekki eins og hon- um líkaði. Hann var duglegur að sækja alla mannfundi um málefni héraðsins og lá þar ekki á skoðunum sínum og verður sjónarsviptir að fjarveru hans þar sem annars staðar. Þar kom að þau Kristín létu bú- reksturinn í hendur Þórarni syni sín- um og Guðrúnu konu hans en voru áfram þátttakendur. Leifur sagði mér oft hvað hann væri þakklátur fyrir að getað starfað áfram við bú- skapinn eins og heilsa hans leyfði og alveg fram á hinsta dag var sami eld- móðurinn í honum að fylgjast með búskapnum. Þá var Leifur mjög duglegur að hafa samband við fólk um allt land og ræða við það um sín áhugamál hvort sem var pólitík, sveitarstjórnarmál, hrossarækt, búskapur eða hvað ann- að, honum var ekkert mannlegt óvið- komandi. Með Leifi er genginn einn af bestu bændum þessa lands, sem hefur af- rekað það í sínum búskap að vera ávallt á toppnum með afurðir af búfé, þrátt fyrir að hefja búskap á einni landminnstu jörðinni í hreppnum en breytti henni í stórbýli í sinni bú- skapartíð. Að leiðarlokum þakka fjölskyld- urnar á Syðra-Skörðugili Leifi vin- áttu og góð samskipti á liðnum árum og votta Kristínu og fjölskyldu dýpstu samúð. Einar E. Gíslason. Leifur og Ísold. Leifur Þórarinsson  Fleiri minningargreinar um Leif Þórarinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Þorgeir Örlygsson; Guðmundur Birkir Þorsteinsson; Merete Rabølle; Jón Kristófer Sigmarsson og fjölskylda; Ólafur Sigurgeirsson og Sigríður Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.