Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Asparfell 4, 205-1794, Reykjavík, þingl. eig. Bryndís Jónsdóttir og Ágúst Þorgeirsson, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 6. september 2006 kl. 14:30. Eyjabakki 18, 204-7462, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Einar Júlíus Óskarsson, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., miðvikudaginn 6. september 2006 kl. 13:30. Grýtubakki 22, 204-7747, Reykjavík, þingl. eig. Ásta Aðalheiður Ing- ólfsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., mið- vikudaginn 6. september 2006 kl. 14:00. Teigasel 7, 205-4571, Reykjavík, þingl. eig. Jónas Haukur Arngríms- son, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 6. september 2006 kl. 11:00. Völvufell 21, 205-2208, Reykjavík, þingl. eig. Alexander Hafþórsson, gerðarbeiðendur Gildi -lífeyrissjóður, Innheimtustofnun sveitarfé- laga, Tollstjóraembættið og Vörður Íslandstrygging hf., miðvikudag- inn 6. september 2006 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 1. september 2006. Uppboð Framhald uppboðs á Steinunni Finnbogadóttir, RE-325 (áður BA-325), skipaskrárnúmer 245, þingl. eig. Skip ehf., gerðarbeiðendur: Þorbjörn tálkni ehf., Sýslumaðurinn á Patreksfirði, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Olíufélagið ehf., verður háð fimmtudaginn 7. september 2006 kl. 10:30, á skrifstofu Sýslumannsins í Reykjavík. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 1. september 2006. Unglingakór Hallgrímskirkju Æfingar hefjast aftur þriðjudaginn 5. september. Æfingatími: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15.45-17.15. Kórinn er fyrir 10 ára og eldri. Barnakór Austurbæjar- skóla og Hallgrímskirkju (7-9 ára krakkar) Kóræfingar hefjast aftur miðvikudaginn 6. september. Æfingatími: Miðvikudaga kl. 15.00-16.00 í Hallgrímskirkju. Kórinn er fyrir alla söngelska krakka frá 7-9 ára. Kennsla Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Langholtsvegur 80, 202-0261, Reykjavík, þingl. eig. Birgir Kjartans- son, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf., útibú 528, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib. og Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 7. september 2006 kl. 13:30. Rauðagerði 8, 203-5394, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Sveinn Krist- inn Hjálmarsson, gerðarbeiðandi Dagsbrún hf., fimmtudaginn 7. september 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 1. september 2006. Raðauglýsingar 569 1100 Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Lundur 2, Borgarfjarðarsveit, fnr. 210-7154, þingl. eig. Brynjólfur O. Einarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn í Borgarnesi, miðvikudaginn 6. september 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 1. september 2006. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Raðauglýsingar augl@mbl.is Í SEPTEMBER og október mun forsætisráðuneytið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, bjóða í þriðja skipti sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslu- rétt fyrir þá starfsmenn ríkisins sem koma að meðferð mála og und- irbúningi ákvarðana í stjórnsýsl- unni. Þótt námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðum, getur það einnig nýst lögfræðingum til upp- rifjunar. Nemendur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum, lesa kennslurit og vinna heimaverk- efni. Umsjónarmaður er Páll Hreinsson, lagaprófessor við HÍ. Kennarar auk hans verða þeir Róbert R. Spanó, dósent við HÍ, Trausti Fannar Valsson cand. jur., stundakenn- ari við lagadeild HÍ og í opinberri stjórnsýslu MPA-námi og doktorsnemi í sveit- arstjórnarrétti við lagadeild Há- skóla Íslands og Tryggvi Gunnars- son, umboðsmaður Alþingis. Kennt verður í alls 36 klukku- stundir, þriðjudaga og föstudaga kl. 13.15–16.00. Námskeiðið hefst 19. september og lýkur 27. október. Þátttökugjald er kr. 39.000. Skrán- ing fer fram til og með 15. sept- ember á netinu: http://www.stjorn- syslustofnun.hi.is/page/stjornsyslu- rettur. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét S. Björnsdóttir í síma 525 4254 eða í tölvupósti: msb@hi.is Á námskeiðinu verður farið yfir málsmeðferðarreglur sem notaðar eru við töku stjórnvaldsákvarðana á fyrsta stjórnsýslustigi. Helstu lög sem kennd verða eru: Stjórnsýslu- lög nr. 37/1993, Upplýsingalög nr. 50/1996, lög nr. 77/2000 um persónu- vernd og meðferð persónuupplýs- inga, lög nr. 21/1993 um upplýsinga- miðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál og óskráðar meg- inreglur stjórnsýsluréttarins. Boðið upp á námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt Páll Hreinsson FRÉTTIR Texti féll niður Í UMFJÖLLUN Daglegs lífs ný- lega um hundabæli féll niður hluti af texta þar sem fram kom hvar bælin væru fáanleg. Nokkrar gerðir af þessum handgerðu hundasófum er hægt að fá í versluninni Nóru við Lyngháls 4 og kosta þeir 18.900 kr. LEIÐRÉTT Morgunblaðið/Árni Sæberg BORGARHOLTSSKÓLI fagnar 10. ára afmæli sínu í dag, laugardaginn 2. september. Í tilefni afmælisins ætlar skólinn að halda upp á afmæl- ið með nokkrum viðburðum. Fyrsti viðburður afmælisins verður stór veisla þar sem ráðamönnum þjóð- arinnar, velunnurum, starfs- mönnum og góðum vinum er boðið. Veislan verður í sal skólans v/ Mosaveg í Grafarvogi. Hátíðardag- skráin byrjar kl. 14, þar sem Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri Mosfellsbæjar, flytja ávarp ásamt fleirum. Fagna tíu ára afmæli Í TILEFNI af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verður opið hús sunnudaginn 3. september. Boðið verður upp á skoðunarferðir um ál- verið undir leiðsögn starfsmanna, skemmtun fyrir börn og fullorðna, menningu og fræðslu af ýmsum toga. Ýmislegt verður í boði fyrir gesti, meðal skemmtikrafta má nefna Gunna og Felix, Óperukór Hafn- arfjarðar og söngvarana Friðrik Ómar og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Kassabílarall og hlaup verður m.a. fyrir börnin og myndlistasýningin „Hin blíðu hraun“ í Straumsvík verður sett upp á staðnum í sam- vinnu við Hafnarborg. Sýnd verða sérhæfð vinnutæki og boðið upp á fyrirlestra um hugs- anlega stækkun álversins og um- hverfismál fyrirtækisins. Veitingar verða í boði og kaffibarþjónar frá Kaffitári sjá um að gestir fái ferskt kaffi. Nánar uppl. á www.alcan.is. Til að lágmarka umferð einkabíla verður boðið upp á rútuferðir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarð- arkaupa við Bæjarhraun í Hafn- arfirði á heila og hálfa tímanum, frá kl. 11 en dagskránni lýkur kl. 17. Opið hús Alcan í Straumsvík KIA-umboðið efnir til bílasýningar um helgina og verður nýr KIA Sorento bíll frumsýndur en hann var næst söluhæsti jeppinn hér á landi á síðasta ári. Helstu breyt- ingar á nýjum Sorento eru þær að nú fæst hann með enn öflugri dís- ilvél sem skilar 170 hestöflum, auk þess sem staðalbúnaður Sorento er orðinn meiri og innrétting ný. ESP- stöðugleikastýring er einnig viðbót við öryggisbúnað bílsins. Í tilefni frumsýningarinnar verða sýningartilboð á öðrum KIA teg- undunum, auk þess sem KIA eig- endum verður boðið upp á þrif á bílum sínum í dag, laugardaginn 2. september. Sýningin er í sýning- arsal KIA að Laugavegi 172 og verður opin í dag, laugardag kl. 12- 17 og á morgun, sunnudag kl. 12- 16. Nýi Sorento jeppinn verður einn- ig frumsýndur hjá söluumboðum á Selfossi, Reyðarfirði, Ísafirði, hjá Höldi á Akureyri og í Vest- mannaeyjum í dag kl. 12 -17. Bílasýning hjá KIA-umboðinu BRIMBORG frumsýnir í dag, laug- ardaginn 2. september, kl. 12–16, nýjan og breyttan pallbíl; Ford Explorer Sport Trac. Segir í fréttatilkynningu að bíll- inn hafi upp á að bjóða góða akst- urseiginleika, þægindi, afl og getu til aksturs á torfærum vegum. Þessi nýi pallbíll er talsvert breyttur frá fyrri útgáfum, bæði hvað varðar ytri og innri hönnun. T.d. hefur gír- skiptingin verið færð frá stýri til gólfs auk þess sem pallurinn hefur verið stækkaður um rúmlega fjórð- ung. Pallbíllinn er búinn nýrri sjálf- stæðri fjöðrun og er yfirbygging hans nú stífari en áður, sem bætt hefur aksturseiginleika hans til meiri mýktar í akstri. Meðal stað- albúnaðar má nefna AdvanceTrac- stöðugleikastýrikerfi, einnig ISS- skynvætt öryggiskerfi, ABS- hemlakerfi, aksturstölvu með úti- hitamæli og áttavita, hraðastilli, loftkælingu, loftþrýstimæli fyrir hjólbarða o.fl. Pallbíllinn er með 210 hestafla, fjögurra lítra vél og tölvustýrðu háu og lágu drifi. Fyrir þá sem vilja er hann einnig fáanlegur með enn öflugri 292 hestafla 4,6 lítra V8 vél og sex gíra sjálfskiptingu. Nýr Ford Explor- er frumsýndur Hobby 720 ukfe 2006. Alde hita- kerfi, gólfhiti, 4 m markísa, álfelg- ur, tv-loftnet, kojur, svefnpl. f. 7. Verð 3,3 m. Uppl. í s. 699 8901. Húsbílar Tilbúinn í ferðalagið! Mercedes Benz 307D árg. 1983. Ek. 218 þús. km. Verð 600 þ. Vaskur, helluborð og svefnpláss fyrir 3-4. Ný topp- lúga, rafgeymir, demparar o.fl. Skoðaður '06. Nánari uppl. í síma 661 0222, Ármann. Móðuhreinsun glerja Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ., s. 897 9809. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, bifhjól, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '05 892 4449/557 2940. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Bókhald fyrir þig. Ég er að leita að bókhaldsverkefnum/-hluta- störfum. Ég tek 1.600 kr. á tímann. Sími 659 5031. Þjónusta Hjólhýsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.