Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NIÐURSTÖÐUR athugana Vega- gerðarinnar á mögulegum kostum á vegabótum á veginum um Óshlíð til Bolungarvíkur munu liggja fyrir í lok október og verður þá hægt að taka afstöðu til þeirra kosta sem fyrir hendi eru og kostnaðar við þá. Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, sagði að unnið væri að rannsóknum og tillögu- gerð um jarðgöng. Rannsóknirnar væru langt komnar og þess að vænta að niðurstöður lægju fyrir í þessum efnum í lok október. Þá væri hægt að gera samanburð á þeim kostum sem fyrir hendi væru og á grundvelli þess taka ákvörðun um hvaða leið yrði far- in. Gísli sagði að fyrir áramótin hefði samgönguráðherra og ríkisstjórn ákveðið að veita fé til framkvæmda vegna einna stuttra ganga, sem hefðu ekki verið fullnaðarlausn á vegabót- um þarna, en hefðu getað verið hluti af boðlegri framtíðarlausn. Þeirri framkvæmd hefði síðan verið frestað og ákveðið að fara í frekari rannsókn- ir, en þau göng hefðu verið um 1,2 kílómetrar að lengd. Gísli bætti því við að ein möguleg lausn í þessum efnum væri að gera tvenn gögn af þessari lengd ásamt frekari vegabótum. Auk þess væri einnig verið að skoða möguleika á göngum sem væru um fjórir kíló- metrar að lengd og þriðji möguleik- inn væri göng sem væru um sex kíló- metrar að lengd. 700 milljónir hver kílómetri Gísli sagðist hafa trú á því að farið yrði fljótlega í framkvæmdir í þess- um efnum þegar niðurstaða rann- sóknanna lægi fyrir og tekin hefði verið afstaða til þeirra valkosta sem fyrir hendi væru. Gera mætti ráð fyr- ir að framkvæmdatími gæti verið 3–5 ár að því gefnu að fjárveiting fengist til framkvæmdanna, en gróflega mætti áætla að hver kílómetri í jarð- göngum kostaði um 700 milljónir króna. Þrír kostir skoðaðir varðandi jarðgöng Niðurstaðna rannsókna að vænta í lok október         ! "# $  %                                                           »Grjót hefur margsinnishrunið úr Óshlíðinni og vegfarendum iðulega stafað mikil hætta af því. »Bolvíkingar fjölmenntu umÓshlíðina í vikunni til þess að krefjast úrbóta í samgöngu- málum. Í HNOTSKURN LIÐIN voru 100 ár frá reisugildi Ráðherrabústaðarins í Reykjavík í gær og af því tilefni var efnt til hátíðarhalda á Sólbakka á Flat- eyri í gærdag. Ráðherrabústað- urinn stóð upphaflega á Sólbakka á Flateyri og var íbúðarhús norska hvalfangarans Hans Ell- efsens. Gaf Ellefsen þá húsið vini sínum Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, og var húsið flutt og reist við Tjörnina í Reykjavík 1906. Níu Norðmenn á landinu í tilefni hátíðarhaldanna Bústaðurinn hafði staðið í 14 ár á Sólbakka en húsið kom tilsniðið frá Stokke í Noregi – fæðingarbæ hvalfangarans. Í tilefni af hátíðarhöldunum komu til landsins níu Norðmenn frá Stokke og Vestfoldfylki og munu dvelja hér á landi til 3. september í góðu yfirlæti í boði Önfirðingafélagsins. Í hópi Norð- mannanna er fólk úr fæðingarbæ Ellefsens, menn frá hvalveiðisafni í Sandefjord ásamt tveimur af- komendum Ellefsens. Að sögn Björns Inga Björns- sonar, formanns félagsins, hefur ferðin gengið vel og þegar Morg- unblaðið náði tali af honum var hópurinn að koma af slóðum hvalfangara í Dýrafirði. Skoð- aðar voru minjar um hvalveiðar, s.s. kirkjan á Mýrum og hval- beinið í hliðinu að þjóðgarðinum Skrúð. „Svæðið skartar sínu feg- ursta, smá gola og sól. Reyndar var smá stormur í nótt en við segjum bara að það hafi verið náttúran að minna á Hannes Haf- stein og hans glæsilega ljóð, Ég elska þig stormur,“ segir Björn Ingi. Hans Ellefsen reisti húsið sem glæsilega forstjórahöll á Sól- bakka þar sem hann var með hvalveiðistöð sína frá 1889 til 1902. Á þeim tíma var stöðin stærsta atvinnufyrirtæki á Ís- landi, þar sem um 200 manns störfuðu. „Við lítum á [bústaðinn] sem frægasta brottflutta Önfirðing- inn,“ segir Björn Ingi. „Hann var kominn á fermingaraldur þegar hann flutti að heiman, búinn að standa hér í fjórtán ár,“ segir Björn Ingi. „Frægasti brottflutti Önfirðingurinn“ Hundrað ár frá reisugildi Ráðherrabústaðarins í Reykjavík Íbúðarhús hvalfangara Ráðherrabústaðurinn stóð upphaflega á Sólbakka á Flateyri og var íbúðarhús norska hvalfangarans Hans Ellefsens. FJALLGÖNGUMENNIRNIR Hall- grímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson komust í gær í 5.600 metra hæð á Leníntindi í Pamir- fjallgarðinum í Kyrgyzstan. Tind- urinn er í 7.134 metra hæð og tekur ferðin frá grunnbúðum um 22 daga. Slæmt ástand var í tjaldbúðunum í gærmorgun vegna torkennilegrar eitrunar og lögðust flestallir leið- angursmenn veikir. Gripið var til þess ráðs að hella öllu vatninu sem þeir höfðu soðið daginn áður og sjóða nýtt í staðinn. Þeir félagar vonast til að hækka sig í 6.400 metra hæð í dag, laug- ardag, en þeir verða héðan í frá með mjög þunga bakpoka svo gangan verður erfið. „Við erum með vistir til fjögurra daga og gæt- um alveg þraukað lengur,“ sögðu þeir á vef Útiveru sem fjallar um leiðangurinn á vefsvæðinu utivera.is. Ljósmynd/Björn Ólafsson Komnir í 5.600 metra hæð FYLGI Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur aukist um 2% samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Gallup og er fylgi flokksins nú 22%. Fylgi Samfylk- ingarinnar stendur hins vegar í stað og er 25%. Þá sögðust 53% aðspurðra í könnuninni styðja ríkisstjórnina. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú 41% samkvæmt könnuninni og hef- ur minnkað um 2% frá fyrri könnun og fylgi Framsóknarflokksins er 9% og hefur minnkað um 1%. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist nú 3%. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rík- isútvarpsins. Fylgi Vinstri grænna mælist 22% LÖGREGLAN á Akranesi hefur upplýst tvær af fjórum íkveikjum á Akranesi í sumar. Upplýst er að ungir drengir voru að verki í tveimur brunum, þegar kveikt var í áhaldahúsi vinnuskóla bæj- arins annars vegar og hins vegar í húsi Síldarmjölsverksmiðjunnar. Lögreglan segir að um óvitaskap hafi verið að ræða hjá drengj- unum sem ekki hafi gert sér grein fyrir alvarleika málsins. Lögreglan segir drengina langt undir sakhæfisaldri og því sé málið nú alfarið í höndum barna- verndaryfirvalda. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki í tveimur öðrum íkveikjum, þ.e. við Sementsverk- smiðjuna og birgðageymslu Olís. Tvær íkveikjur upplýstar BÍLSTJÓRI ók út af þjóðvegi 1 við afleggjarann þar sem farið er inn á þjóðveg 60 að Bröttubrekku á fimmta tímanum í gær til að forðast árekstur. Maðurinn var á norð- urleið og ætlaði hann að taka fram úr tveimur bílum en lenti í vand- ræðum þegar þeir beygðu báðir inn á afleggjarann og í veg fyrir hann. Maðurinn slapp ómeiddur. Mikil og hröð umferð var í umdæmi lögregl- unnar á Hólmavík í gær og voru bílar m.a. mældir á 110–142 km hraða. Ók út af í Bröttubrekku RANNSÓKN fíkniefnamálsins á Litla-Hrauni í síðustu viku er að mestu lokið og hefur fangavörður þar játað að hafa átta sinnum flutt fíkniefni inn í fangelsið gegn pen- ingagreiðslum. Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi á þriðju- daginn. Gæsluvarðahaldi hefur sömuleiðis verið aflétt af refsiföng- unum tveimur sem sátu í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Lögreglan í Árnessýslu hefur yf- irheyrt fimm manns sem hafa allir viðurkennt að hafa afhent fanga- verðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Aðilar þessir hafa allir komið við sögu fíkniefnamála áður og þrír þeirra eru fyrrverandi refsi- fangar í fangelsinu. Þegar fanga- vörðurinn var handtekinn sl. laugar- dag var hann með um 250 grömm af ætluðu hassi og um 35 grömm af ætl- uðu amfetamíni. Lögreglan segist ekki að svo stöddu gefa upplýsingar um magn fíkniefna í hverri hinna ferðanna. Lagt var hald á tiltekna peningaupphæð á sérstökum banka- reikningi fangavarðarins. Lögreglan segir að ekkert hafi komið fram við rannsókn lögreglu, sem styðji fullyrðingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að fanga- vörðurinn hafi einnig afhent föngum síma til notkunar innan fangelsisins. Lögregla tilkynnti í gærkvöldi að refsifangarnir tveir sem voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til klukk- an 16 í dag hefðu verið leystir undan því þar sem rannsóknarhagsmunir kröfðust þess ekki lengur. Málið verður sent ákæruvaldinu til meðferðar innan tíðar. Viðurkenndi átta ferðir með fíkniefni inn í fangelsið Morgunblaðið/Ómar Smyglmál Í tengslum við smyglmál fangavarðarins á Litla-Hrauni hefur verið lagt hald á peninga á sérstökum bankareikningi hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.