Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt aðsetur Skrifstofa Samvinnulífeyrissjóðsins hefur verið flutt úr Húsi verslunarinnar að Stórhöfða 31 í Reykjavík. Hún er opin virka daga kl. 8:00-16:00. Samvinnulífeyrissjóðurinn Stórhöfða 31, 110 Reykjavík Sími 520 5500 - Fax 581 3642 Í RÆÐU sinni á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gær sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að það væri þreyttasta klisja íslenskra stjórnvalda þegar flokkar héldu því fram að þeir gengju óbundnir til kosninga. „Það eru nú meiri ósköpin hvað framsóknarflokkurinn er óbundinn um þessar mundir,“ bætti hann við. Flokksráðsfundurinn markar upphafið að und- irbúningi VG fyrir alþingiskosningarnar næsta vetur. Í gær var m.a. rætt um hvað hefði tekist vel og hvað miður í sveitarstjórnarkosningunum og hvaða lærdóm mætti draga af því. Ræða for- mannsins var þó tvímælalaust hápunktur dags- ins. Steingrímur sagði að VG hefði einföld og skýr markmið; skipta yrði um ríkisstjórn og um stjórnarstefnu. Stjórnarand- staðan stæði nú frammi fyrir tveimur valkostum; ann- aðhvort myndi hún stilla sam- an strengi sína og bjóða upp á sjálfa sig sem skýran valkost eða kosningarnar gætu snúist um hvaða flokkur fengi að vera með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Það væri sjálfsagður og eðlilegur metnaður hjá stjórn- arandstöðu að vilja taka við stjórnartaumunum og það þætti víðast hið sjálf- sagðasta mál. Hann benti á að í næstsíðustu þingkosningum í Danmörku hefði þarlendur miðjuflokkur reynt að halda því fram að hann gengi óbundinn til kosninga. Þetta hefði Dönum þótt hlægilegt og á endanum hafi flokkurinn neyðst til að gefa skýr svör. Ekki sameiginlegt framboð Steingrímur ítrekaði að flokkurinn réði því að sjálfsögðu ekki einn hvernig hugsanlegri sam- stillingu yrði háttað og auðvitað væri heilmikið svigrúm í því hversu langt menn gætu gengið í sambandi við málefnalega samstillingu eða yf- irlýsingar um samstarf. „Meira verður það auð- vitað ekki. Það er mjög mikilvægt að menn séu ekki með einhvern ruglanda í þeim efnum. Það stendur ekkert til að menn reyni að bjóða fram saman eða eitthvað í þeim dúr.“ Uppgjör við stjórnarstefnuna Í ræðu sinni sagði Steingrímur að næstu kosn- ingar yrðu númer eitt og á undan öllu öðru að snúast um umhverfismál. Kosningarnar yrðu að vera uppgjör við „landdrekkingarstefnu“ Fram- sóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar í umhverf- ismálum. Kosningarnar yrðu einnig að snúast um Kárahnjúkavirkjun, ekki bara um fram- kvæmdina sjálfa heldur einnig þau ólýðræðislegu og ófaglegu vinnubrögð sem hefðu verið stunduð við undirbúning hennar. Það yrði að rifja upp að Kárahnjúkavirkjun féll í umhverfismati og að um sama leyti og Alþingi fjallaði um málið á út- mánuðum 2002 hefðu stjórnvöld legið á bráða- birgðaniðurstöðum rammaáætlunar sem kolfelldi Kárahnjúkavirkjun með þeim orðum að hún væri ein versta virkjun sem hægt væri að ráðast í. Kosningarnar yrðu líka að snúast um stór- aukna misskiptingu í valdatíð ríkisstjórnarinnar, um utanríkisstefnu sem nú einkenndist af al- gjörri fylgispekt við Bandaríkin og við grodda- lega atvinnu- og byggðastefnu ríkisstjórnarinnar sem tryði á „risaverksmiðjuhlussur“ sem væri komið fyrir á einum og einum stað. Steingrímur sagði að VG yrði að vera tilbúin til viðræðna við aðra flokka um hvernig koma mætti ríkisstjórn- inni frá völdum og að kjósendur yrðu að geta kosið hvort þeir vildi græna velferðarstefnu og algjör umskipti við stjórn landsins. Nú væri brýnna en nokkru sinni fyrr að koma stjórninni frá völdum, þó ekki væri fyrir annað en til að stöðva það sem væri í pípunum í stóriðjumál- unum. Gagnrýndi Davíð Oddsson Steingrímur vék orðum sínum að ummælum Davíðs Oddssonar um umræðuna um grein- argerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðing um Kárahnjúkavirkjun. Steingrímur sagði að það hefði verið tímabært að leiðrétta þann misskiln- ing að Davíð væri hættur í pólitík. Hann teldi það reyndar einsdæmi, a.m.k. svona vestarlega á hnettinum, að seðlabankastjóri væri ekki aðeins fyrrverandi stjórnmálamaður sem hefði verið ráðinn til Seðlabankans á pólitískum forsendum heldur væri hann, eftir allt saman, enn starfandi stjórnmálamaður og það þrátt fyrir að í lögum um Seðlabankann væri kveðið á um að bankinn ætti að vera algjörlega óháður stjórnvöldum. Bauð útvarpsstjóra í kappræðu Í ræðu sinni gagnrýndi Steingrímur Rík- isútvarpið harðlega fyrir að hafa leyft Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, að bola sér út úr Kastljósinu í vikunni þegar ræða átti greinargerð Gríms Björnssonar. Ritstjóri Kastljóssins hefði reynt að vera málefnalegur í sínum svörum en Páll Magnússon hefði hreytt í sig skætingi. „Og ég ætla að nota tækifærið og bjóða Páli Magnússyni upp á kappræður, í Kast- ljósinu ef svo ber undir, um þetta mál. Hvort að það sé eðlilegt að Ríkisútvarpið okkar allra lúti svona valdinu. En kannski vill Páll vera einn og þá það,“ sagði Steingrímur og uppskar hlátur úr salnum. Steingrímur skaut einnig föstum skeytum að Morgunblaðinu og sagði hann m.a. að blaðið væri helsta stoðtæki Sjálfstæðisflokksins. Blaðið rembdist við að skrifa um íslensk stjórnmál þannig að þau snerust um hvaða flokkar gætu starfað með Sjálfstæðisflokknum og síðan hamp- aði blaðið stjórnmálamönnum eða hirti, allt eftir því hvort blaðinu sýndist að þeir væru verðugir til samstarfs við „stóra bróður“ þ.e. Sjálfstæð- isflokkinn „Óbundnir til kosninga“ er þreyttasta klisjan Steingrímur J. Sigfússon Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlusta Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi og Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður hlustuðu grannt á ræðu formannsins á flokksráðsfundinum sem hófst á Grand Hóteli Reykjavík í gær. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ER GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður um ummæli Stein- gríms J. Sigfússonar, á fundi flokksráðs VG, sagði hann að flokkurinn hefði ekki tekið neina formlega af- stöðu til banda- lagsmyndunar með Vinstri grænum. „Þeg- ar Ingibjörg var spurð um málið sagðist hún myndi bjóða okkur í kaffi. Ég mun þiggja kaffiboðið enda er ég alltaf til í að spjalla við fólk um stjórnmál,“ segir Guðjón og aftekur ekki að hann myndi einnig þiggja slíkt kaffiboð með forystumönnum stjórnarflokkanna. „Ég myndi spjalla við þá ef þeir bæðu mig um að tala við sig,“ segir hann. Guðjón telur hins vegar að stjórnarandstöðunni beri skylda til að ræða saman um stjórn- armyndun ef að henni tekst að fella ríkisstjórnina úr sessi. „Flóknara er það nú ekki,“ segir Guðjón. Um viðræður fram að kosn- ingum segir hann hins vegar að margt geti gerst. „Það eru marg- ir dagar til kosninga og flokk- arnir eiga eftir að gera stefnu- skrá og eflaust ræða eitthvað saman til að bera saman mál sín,“ segir Guðjón. Steingrímur hefur fullt málfrelsi Spurður að því hvort hann telji Steingrím fara oft geyst í um- ræðu um samstarf telur hann svo ekki vera. „Steingrímur hefur fullt málfrelsi og má tala eins og honum sýnist á fundi hjá eigin flokki. Hann orðar líka hlutina oft skemmtilega,“ segir hann. Spurður hvort Frjálslyndi flokkurinn eigi margt sameig- inlegt með Samfylkingu og Vinstri grænum annað en að vera með þeim í stjórnarandstöðu seg- ir hann að flokkarnir hafi oft verið samstiga á undanförnum tveimur til þremur árum og nefn- ir hann sem dæmi velferðarmál og skattamál. „Hins vegar þarf kannski að ræða fleiri mál en þessi og kannski leggjum við ein- hver mál fram sameiginlega, en það kemur bara í ljós,“ segir Guðjón að lokum. „Ég mun þiggja kaffiboðið“ Guðjón A. Kristjánsson „MÉR finnst þessi hugmynd Stein- gríms um kosningabandalag athygl- isverð í ljósi þess að árið 1999 ákváðu Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Kvennalisti að snúa bökum saman og stofna kosningabandalag sem heitir Samfylkingin. Með því töldu menn á þessum væng stjórnmálanna að þeir væru að láta gamlan draum rætast. Þá ákvað Steingrímur að taka ekki þátt í kosningabandalaginu,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, en bætir við að menn geti samt alltaf haft sinnaskipti. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar til að taka á þeim ójöfnuði sem hefur fengið að viðgangast í tíð núverandi stjórnar, til að koma á stöðugleika í efnahagsmálum og breyta atvinnustefnunni með því að leggja af þá stór- iðjustefnu sem hefur verið ríkjandi. Þetta er ég tilbúin að ræða við Steingrím. Mér finnst hann hins vegar fara full bratt af stað og er hrædd um að leiðin til samstarfs liggi ekki í gegnum svona fjölmiðlaleikrit,“ segir Ingi- björg Sólrún sem telur þó flokk sinn eiga ákveðna mál- efnalega samleið með Vinstri grænum. „Á ýmsum svið- um höfum við fulla samleið. Ásamt Frjálslynda flokknum erum við samstiga í því að berjast gegn ójöfnuðinum sem er að þróast. Svo viljum við sjá öðruvísi atvinnustefnu og eigum ákveðna samleið í umhverfismálum,“ segir Ingi- björg Sólrún en tekur svo fram að aðrir málaflokkar greini flokkana að. „Það má nefna afstöðuna til Evrópu- sambandsins og landbúnaðarstefnunnar auk ýmissa at- riða sem lúta að opinberum rekstri,“ segir hún. Spurð um gagnrýni Steingríms á flokka sem lýsa því ávallt yfir að þeir gangi óbundnir til kosninga segir Ingi- björg Sólrún að Framsóknarflokkurinn hafi gefið út slík- ar yfirlýsingar undanfarnar kosningar en endi svo alltaf í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. „Það má segja að þeir hafi gert hugtakið innihaldslaust. Það er þjóðin sem tal- ar og hún sendir ákveðin skilaboð. Hún hefur margoft sent þau skilaboð að það sé tími til fyrir Framsókn- arflokkinn að taka sér hlé, en samt situr flokkurinn við stjórnvölinn sama hvort maður lítur til borgarinnar eða landsstjórnarinnar,“ segir hún. Spurð að því hvort hún telji flokki sínum ókleift að ná fram stefnumarkmiðum sínum í samstarfi við stjórn- arflokkana segir Ingibjörg að það hafi ekkert á það reynt. „Flokkarnir tveir líma sig æ fastar saman og það eru engin teikn á lofti um annað en að þeir vilji vera áfram í samstarfi. Út frá þessu hljótum við að vinna. Það er því mjög eðlilegt að stjórnarandstaðan láti á það reyna hvort vilji sé fyrir samstarfi ef ríkisstjórnin fellur. Þá hafa kjósendur einfaldlega sent okkur þau skilaboð,“ segir Ingibjörg Sólrún. Spurð að því hvort slíkar við- ræður muni fara fram fyrir kosningar segir hún að menn eigi ekki að fara of bratt í umræðuna en að Stein- grími og Guðjóni Arnari, formanni Frjálslynda flokks- ins, verði boðið í kaffi til sín á næstunni. Athyglisverð hugmynd Steingríms Ingibjörg Sólrún Gísladóttir »Steingrímur J. Sigfússon segist hafa lagttil samstillingu stjórnarandstöðunnar fyrir alþingiskosningarnar 2003 en þá hefði hugmyndin hlotið dræmar undirtektir hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem þá var forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. »Flokksráð er skipað stjórn VG og vara-stjórn, þingmönnum og varaþingmönn- um, fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum, formanni Ungra vinstri grænna, formönnum kjördæmisráða og svæðisfélaga auk 30 full- trúa kjörinna beinni kosningu á landsfundi. »Fyrir fundinum liggur tillaga um að flýtanæsta landsfundi og halda hann í mars á næsta ári. »Fundurinn mun einnig taka afstöðu tilþriggja ályktana; um frestun á fyllingu Hálslóns, um aukna misskiptingu í valdatíð ríkisstjórnarinnar og um möguleika á líf- rænni framleiðslu. Í HNOTSKURN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.