Morgunblaðið - 02.09.2006, Side 55

Morgunblaðið - 02.09.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 55 menning H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 ÞÚ ERT MEIRA VIRÐI EN ÞÚSUND HNÍFAR. Töfrar í áskrift nýtt starfsár sinfóníuhljómsveitar íslands er að hefjast og þér býðst að koma með í ferðalag um töfraheim sinfóníunnar. EF ÞÚ VELUR ÁSKRIFT AÐ TÓNLEIKARÖÐ ÞÁ TRYGGIR ÞÚ ÞÉR BETRA VERÐ OG ÖRUGGT SÆTI. en þú getur einnig keypt staka miða strax og tryggt tónleikana þína í vetur. HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR? mozart, penderecki, chaplin eða pink floyd? HRINGDU Í SÍMA 545 2500 og leyfðu okkur að aðstoða þig við valið. við erum við símann í dag frá 11-16. Margir og góðir kostir. Hver hentar þér best? F í t o n / S Í A F I 0 1 8 4 9 8 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS kristallinn Nýjung starfsársins er kammertónleikaröð á laugardögum í Listasafni Íslands. Listamenn úr hljómsveitinni fara víða og flytja einstök verk í fallegu umhverfi. MIÐAVERÐ: 1.500 KR. 6 TÓNLEIKAR: 7.650 KR. regnboginn Veldu 4-12 tónleika af allri efnisskránni* sem höfða til þín og þú tryggir þér góðan afslátt og öruggt sæti. } VERÐDÆMI FYRIR 4 TÓNLEIKA: Almennt kort 9.600 KR. 17–25 ára 6.400 KR. 16 ára og yngri 4.800 KR. *Gildir eingöngu á tónleika í Háskólabíói    Ungt fólk 30%-50% afsláttur efti r aldri REGNBOGI NN Áskriftaraðir tryggja þér öruggt sæti á frábæra tónleika og betra verð. Heimsþekktir einleikarar og stórbrotin hljómsveitarverk. Nánari upplýsingar um starfsár Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands 2006-7 eru á www.sinfonia.is. Enn ítarlegri upplýsingar eru í veglegri bók um starfsárið sem allir geta fengið að kostnaðarlausu. } tónsprotinn Chaplin bíótónleikar, söngleikir og ævintýri og hinir sívinsælu jólatónleikar. – tónleikaröð fjölskyldunnar VERÐ FYRIR FERNA TÓNLEIKA: Börn 4.080 KR. 16 ára og eldri 5.440 KR. gulur, rauður eða grænn GUL EÐA RAUÐ ÁSKRIFTARRÖÐ (7 TÓNLEIKAR) FRÁ 15.470 KR. GRÆN ÁSKRIFTARRÖÐ (5 TÓNLEIKAR) FRÁ 12.325 KR. aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands ýmsar getgátur á lofti um dularfullt hvarf móður sinnar, sem hefur ekki sést frá því hún hvarf, daginn sem foreldrar Raimundu brunnu inni. Fleiri kjarnakonur koma við sögu en karlarnir eru ódámar, gam- alkunnugt stef í myndum leikstjór- ans. Almodóvar heiðrar jákvæða, kvenlega eiginleika á borð við sam- stöðu, ráðsnilld og djarfar ákvarð- anatökur. Mannkostirnir eru bundnir við kvenkynið, karlarnir eru málaðir dökkum litum og þeir fá makleg málagjöld sem verða ekki rakin nánar, frekar en efnisþráð- urinn, til að skemma ekki fyrir væntanlegum áhorfendum sem ættu að flykkjast á Volver. Hún er e.t.v. ekki besta mynd leikstjórans, en í órahæðum yfir voru daglega bíó- brauði. Almodóvar, sem er eitt ef ekki fremsta kvikmyndaskáld (handritshöfundur og leikstjóri) Evrópu í dag, dregur upp ljóta mynd af karlrembu og karlaveldi, kynjamisrétti og öðru félagslegu óréttlæti. Framsetningin er vissu- lega ýkt en það er kryddið ásamt gálgahúmornum, öðrum kunnum þætti úr Almodóvarmyndum. Með- ulin sem handritshöfundurinn notar eru vissulega þríkrossuð en ásætt- anleg eins og sakir standa. Sem fyrr segir eru aðalpersón- urnar kvenkyns og leiknar af sex traustum leikkonum og er sér- staklega ánægjulegt að sjá aft- urkomu Almodóvarstjörnunnar Carmen Maura, sem síðast prýddi kreditlista leikstjórans árið 1988 í höfuðverkinu Mujeres al borde de un ataque de nervios. Hún sýnir einkar skilningsríkan leik og ber ásamt Portillo nokkuð af hópnum, sem er sterklega samvalinn í einni af aðgengilegri og tilfinningaríkari síðari myndum hins magnaða Almo- dóvars. Ein smákvörtun í lokin, hún teng- ist ekki myndinni heldur íslenska textanum, sem birtist annaðhvort ekki eða í gusum. KONUR og örvænting eru til grundvallar í myndum spánska merkisleikstjórans Pedros Almo- dóvars, Volver er engin undantekn- ing. Að þessu sinni eru þær frænk- ur og mæðgur frá La Mancha flestar fluttar til höfuðborgarinnar. Ástæðan tengist körlunum í La Mancha, þeir eru með þungan syndabagga á öxlunum og konurnar grípa til sinna ráða, dálítið grodda- legra, en duga til að losna við óvær- una. Miðpunktur myndarinnar er Rai- munda (Cruz), sem býr með Paulu (Cobo), dóttur sinni á gelgjuskeiði, og fjölþreifinni eiginmannsnefnu (Antonio de la Torres), og er honum fljótlega komið fyrir kattarnef. Fjölmargt plagar fjölskyldulífið, Sole (Dueñas), eldri systir Rai- mundu, er fráskilin og í tilvist- arkreppu, Irene (Maura), móðir þeirra, fórst fyrir fáeinum árum í eldsvoða. Systurnar halda til gamla heimaþorpsins til að heimsækja aldna móðursystur, og komast að því að þar ganga kviksögur um að Irene vafri um göturnar, aft- urgengin. Agustina (Portillo), frænka þeirra og náinn vinur, grein- ist með krabbamein. Hún er með Almodóvar „Hún er e.t.v. ekki besta mynd leikstjórans, en í órahæðum yfir voru daglega bíóbrauði,“ segir Sæbjörn Valdimarsson. Konurnar frá La Mancha KVIKMYNDIR IIFF 2006: Regnboginn Leikstjóri: Pedro Almodóvar. Aðalleik- arar: Penélope Cruz, Carmen Maura, Lola Dueñas, Blanca Portillo, Yohana Cobo. 95 mín. Spánn 2006. Volver  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.