Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 29
með því að renna glerflekum á fram- hliðinni til hliðar. „Þetta hús er hugs- að þannig að norðurljósin sem dansa um himininn að vetrarlagi njóti sín þegar maður situr innandyra.“ Í vetur verður smávegis uppákoma í skálanum, segir Helgi, en þá munu 20 Japanir liggja þar á dýnum og horfa á norðurljósin úr svefnpok- unum sínum. Þar, eins og víðar á Kolsstöðum, eru listaverk frá Páli Guðmundssyni á Húsafelli, en þeir Helgi hafa verið nánir samstarfs- menn. Bæði eru fiskar höggnir í stein í tjörnum inni í húsinu og varanleg sýning á verkum Páls, þar sem helstu kennileitum og merkismönnum sveit- arinnar eru gerð skil, er á veggjum. Horfa bara á húsin sín „Byggingarnar hérna eru ekki dýrar, en þeim mun meira lagt í pæl- ingarnar. Þær eru hugsaðar alveg til enda. Skálinn er ætlaður til þess að lengja sumarið. Hér kemur hiti um leið og sólin byrjar að skína í apríl, en það er allt of lítið gert af því hér á landi að nýta sólina og birtuna og losa okkur við vindinn. Helsti galli margra arkitekta, að mínu mati, er að þeir horfa bara á húsin sín, ekki um- hverfið. Það er lykilatriði þegar mað- ur setur hús inn í landslag, að það falli vel að því.“ Helgi kveðst hafa lært margt um staðsetningu húsa af bandarískum prófessor við Cornell-háskóla, sem var einn af þeim fyrstu sem gistu í húsunum á Kolsstöðum. Og fleiri sér- fræðinga hefur borið að garði í ár- anna rás. „Það er hægt að byggja án þess að skemma umhverfið og kannski sýnir það að við erum á réttri leið hvernig fólk við fáum til okkar, því margt af því er með áratuga- reynslu og miðlar þekkingu sinni og það sem við höfum borið úr býtum jafnast á við margra ára háskólanám. Ef ég gerði þetta bara fyrir peninga væri stemmningin allt önnur. Fólk kemur hingað til þess að gera eitt- hvað og það er ekki þannig að ég vilji fá listaverk í staðinn fyrir hverja heimsókn, það er af og frá. Ég vil bara sjá árangur af því sem gert er og að sköpunin sem býr í okkur öllum fái útrás. Ef ég mætti ráða yrðu allir skyldaðir í listnám frá unga aldri, maður sér það á krökkunum sem koma úr þannig umhverfi. Skynjunin er allt önnur. Ef verkfræðingar stjórna of miklu vantar listrænu tenginguna sem allir þurfa á að halda.“ Mikið af tónlistarfólki hefur lagt leið sína að Kolsstöðum og segir Helgi það hafa æxlast svo, aðstaðan henti því augljóslega vel. „Fólk er hérna frá einum degi upp í hálfan mánuð og það er ekkert kerfi á þessu eða skipulagning. Ég fer ekki í mann- greinarálit, annars er þetta dauða- dæmt. Ef þekkt fólk kemur hingað, styrkir það vissulega staðinn, en ljós- menningarhúsin eru ætluð þeim sem eru með sniðugar hugmyndir og ástríðu fyrir einhverju og langar til að koma einhverju í verk. Ég hef ekk- ert gaman af því að eiga svona stað og hanga hérna einn. Ánægjan af því að byggja upp er mun meiri og það hefur verið yndislegt að kynnast öll- um þeim sem hingað hafa komið, ekki síst sveitungunum.“ Morgunblaðið/Ásdís Hrynjandi Skálinn sem byggður var yfir gamalt gróðurhús fellur vel inn í hraunið og landslagið. Hljóðhönnun Pílárarnir í loftinu eru misþykkir sem varpar hljóðinu á mis- munandi ómtíma í rýminu. Lýsingin vinnur með hljóðinu líka. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.