Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ?!VERÐLAUN RANNÍS FYRIR FRAMLAG TIL VÍSINDAMIÐLUNARTILNEFNA HVERN VILT ÞÚ ? Dómnefnd skipa: Edda Lilja Sveinsdóttir frá vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, Viðar Hreinsson framkvæmdarstjóri ReykjavíkurAkademíunnar og Hjördís Hendriksdóttir sviðsstjóri alþjóðasviðs RANNÍS. Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS eru veitt einstaklingi fyrir sérstakt framlag til vísindamiðlunar. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi vísindamiðlunar fyrir samfélagið sem felst m.a. í því að auka skilning almennings á vísindum, tækniþróun og nýsköpun. Verðlaunin eru 500 þúsund krónur og verða afhent á árlegum degi evrópskra vísindamanna sem verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 22. september. RANNÍS óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er. Með framlagi til vísindamiðlunar er átt við sérstakt framtak sem miðar að því að auka skilning og áhuga almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi. Við val á verðlaunahafa verður lagt mat á brautryðjendastarf, frumleika og þann árangur sem viðkomandi einstaklingur hefur skilað til vísindamiðlunar. Frestur til að skila inn tilnefningum er til 15. september 2006. Tilnefningum má skila inn til RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti til rannis@rannis.is merkt Vísindamiðlunarverðlaun. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HEILDARHALLI á rekstri Land- spítala – háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins nam 477 millj- ónum króna, sem er 3,1% af tekjum spítalans, og er mesti halli sem sést hefur í hálfsársuppgjöri í seinni tíð. Óhagfelld gengisþróun og þensla í efnahagslífinu eru meginástæður hins mikla halla en engar meirihátt- ar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi LSH á milli ára. Jóhannes M. Gunnarsson lækn- ingaforstjóri gerði fjölmiðlum grein fyrir uppgjörinu í gærdag. Hann sagði enn of snemmt að segja til um hvernig yrði brugðist við hinum mikla halla. „Þetta er vandi þess eðl- is og af þeirri stærðargráðu að það verður ekki gert nema í fullu sam- ráði og samvinnu við heilbrigðisyf- irvöld,“ sagði Jóhannes sem telur að hagræðingaraðgerðir dugi ekki til. „Hagræðing er langtímaverkefni og verður ekki beitt í áhlaupum, auk þess eru hagræðingaraðgerðir stöð- ugt á dagskrá hjá okkur.“ Jóhannes segir tvennt koma til greina þegar um svo stórar upphæð- ir er að ræða. „Annaðhvort að það komi með einhverju lagi meira fé inn í reksturinn eða úr kostnaði verði dregið, og það mun óhjákvæmilega verða af þeirri stærðargráðu að það komi verulega við þjónustuna og verður því ekki gert nema í fullu samráði við yfirvöld.“ Launagjöld eru sem fyrr stærsti kostnaðarliðurinn og eru um 68% kostnaðar af reglulegri starfsemi. Launagjöld voru 403 milljónum króna umfram fjárhagsáætlun sem nemur 3,9% og er það skýrt fyrst og fremst með því álagi sem verið hefur á starfsemi LSH. Aukinni eftirspurn eftir þjónustu hefur þurft að mæta með meiri vinnu starfsfólks og fleira starfsfólki. Þar sem töluverð vöntun hefur verið á starfsfólki, sérstaklega í hjúkrun, hefur spítalinn þurft að kaupa meiri yfirvinnu en á sama tíma hefur lokun deilda yfir sumar- tímann verið mun minni en áður. Einnig hafa verið tekin saman veikindi starfsfólks og sést m.a. að vegna vöntunar starfsfólks í hjúkrun hefur það þýtt meiri yfirvinnu fyrir þá sem eftir eru. Verður það til þess að starfsfólk ofkeyrir sig í vinnu og verður í kjölfarið lengur frá vinnu vegna veikinda – með tilheyrandi kostnaði. Einnig hefur þurft að kaupa þjón- ustu verktaka í hjúkrun og nam kostnaður við kaupin 77 milljónum króna á fyrstu sex mánuðunum mið- að við 41 milljón króna á síðasta ári. Mest hefur þurft að fjölga starfsfólki á slysa- og bráðasviði en það svið kom langverst út úr uppgjörinu og var 15% yfir fjárhagsáætlun. Margrét Hallgrímsson hjúkrunar- framkvæmdastjóri skýrir aukna eft- irspurn eftir þjónustu spítalans með- al annars með óvenju hraðri fjölgun íbúa. „Íbúafjöldinn hefur aukist mun hraðar en spár hafa gert ráð fyrir og íbúarnir eru gjarnan af erlendu bergi brotnir. Oft eru það einstak- lingar sem koma frá löndum þar sem heilbrigðiskerfið er ekki eins gott og hér og þessir einstaklingar sækja þjónustu hingað. Þetta eru einstak- lingar sem tala oft ekki íslensku og þurfa þjónustu túlka og þetta er allt kostnaður,“ segir Margrét en vísar auk þess á mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands sem einnig sækja þjónustu á LSH. Útistandandi kröfur yfir 800 milljónir króna Greiðslustaða LSH er ákaflega erfið og eru töluverðar fjárhæðir bundnar í birgðum sem ekki er hægt að komast hjá að hafa. Auk þess er gríðarlega mikið fé bundið í úti- standandi viðskiptakröfum eða tæp- ar 840 milljónir króna. Þar af á spít- alinn um 120 milljónir króna inni hjá sjúklingum vegna komugjalda og 240 milljónir króna hjá öðrum heil- brigðisstofnunum, sem veldur nokkrum vandræðum þar sem lítið af þeim kröfum er greitt, en spítalinn heldur áfram að veita stofnununum þjónustu. Jóhannes segir að starfsemi LSH hafi gengið vel á margan hátt en allt- af megi gera betur og nefnir hann sem ástæður fyrir halla í starfsem- inni m.a. úrræðaskort í vistun sjúk- linga. „Áfram eru sömu vandræði með sjúklinga sem taldir eru vera fullmeðhöndlaðir á spítala að þeir komast ekki í nægilega miklum mæli í þá vistun sem þeir þurfa á að halda. Það kemur vel fram í tölum ef rýnt er í þær að legudögum fjölgar og legutíminn lengist umtalsvert allt í einu, sem eru umskipti frá því sem hefur verið á undanförnum árum. Það má rekja að mestu til þessara vandræða með útskriftir sjúklinga sem þurfa önnur vistunarúrræði,“ segir Jóhannes sem auk þess bendir á að S-merkt lyf hafi hækkað um 12% á milli ára en það er m.a. vegna aukinnar notkunar á lyfjum sem lof- að hafa góðu, s.s. lyfjum fyrir gigt- arsjúklinga sem hafa valdið gríðar- legum umbótum í þeirra meðferð. Ekki útlit fyrir bjartari tíma Jóhannes segir ekki margt benda til þess að ástandið lagist á síðari hluta ársins þrátt fyrir að aðeins hafi slaknað á gengisþróuninni. „Við í sjálfu sér búum við þá launagerð sem við erum með í augnablikinu og það er ekki að sjá að hún breytist mikið. Aðeins hefur slaknað á gengisþróun- inni eftir júnílok sem við vorum að glíma við í mars, apríl, maí og júní. Hvað verður vitum við ekki en það er alveg ljóst að rekstrarkostnaðurinn hefur þegar hækkað verulega út af gengisþróuninni. Við erum að kljást við þetta og við verðum að miða það sem gerist eftir þetta við að þessi þróun haldi áfram,“ segir Jóhannes. Niðurstaðan hefur verið kynnt í heilbrigðisráðuneytinu en engar formlegar umræður hafa farið fram um uppgjörið. Verkefni næstu mán- aða er að ráða fram úr þessu vanda- máli með aðstoð stjórnenda landsins. Tæplega hálfs milljarðs króna halli á rekstri LSH á fyrstu sex mánuðum ársins Gengisþróun og þensla valda vanda »Launagjöld LSH voru 403milljónir króna umfram fjárhagsáætlun, sem nemur 3,9%. »Rekstrargjöld spítalansvoru um 222 milljónir króna umfram áætlun, fyrst og fremst vegna afar óhagstæðrar geng- isþróunar. »Heildarhalli spítalans áfyrstu sex mánuðum ársins nemur 477 miljónum króna, eða 3,1% af tekjum, en inni í þeirri tölu eru 55 milljónir vegna framkvæmda við BUGL. » Í lok júní átti LSH kröfu ásjúklinga upp á um 120 milljónir króna í komugjöld. Í HNOTSKURN Morgunblaðið/ÞÖK Dökkt yfir Of snemmt er að segja til um hvernig brugðist verður við gríðarlegum halla á rekstri LSH á fyrstu sex mánuðum ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.