Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ DagbjörtTorfadóttir fæddist á Drangs- nesi í Strandasýslu 18. febrúar 1934. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 25. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Dag- bjartar voru Torfi Guðmundsson, verkstjóri frysti- húss kaupfélagsins á Drangsnesi, f. 1.1. 1906, d. 12.9. 1990, og kona hans, Ása Áskels- dóttir húsmóðir, f. 14.1. 1915, d. 17.9. 1994. Systkini Dagbjartar eru Guðmundur, f. 4.7. 1935, Haukur, f. 2.2. 1937, Áslaug, f. 3.1. 1939, Gunnar, f. 3.9. 1941, Guðjón, f. 30.4. 1944, Þórdís, f. 30.12. 1945, og Anna, f. 10.11. 1953. Dagbjört giftist 7. ágúst 1959 Guðmundi Halldórssyni skip- stjóra frá Ísafirði, f. 21.1. 1933. Hann er sonur Halldórs Jóns- sonar, sjómanns og verkamanns, f. 28.4.1890, d. 5.11. 1981, og konu hans, Kristínar Svanhildar dóttir, f. 13.1. 1965. Börn þeirra eru Sóley Dögg, f. 26.11. 1986, Teitur, f. 5.2. 1992, og Lísa, f. 23.5. 2003. 5) Ólafur Bjarni, f. 27.3. 1966, kona hans er Sonja Kristín Jakobsdóttir, f. 25.8. 1969. Börn þeirra eru Arnaldur, f. 29.12. 1999, og Egill Hrafn, f. 13.10. 2002. 6) Halldóra, f. 29.4. 1975. Dagbjört ólst upp á Drangsnesi og lauk skyldunámi þar. Hún starfaði á unglingsárunum lengst af í frystihúsi staðarins en starf- aði sem kokkur á fiskibát er kynni hennar og Guðmundar hóf- ust. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu þau í Reykjavík en fluttust þaðan til Drangsness er togskipið Stein- grímur Trölli kom nýtt til Hólmavíkur. Árið 1962 fluttust þau til Bolungarvíkur þar sem þau bjuggu síðan að und- anskildum árunum 1980–1985 er þau bjuggu í Ólafsvík. Dagbjört var lengst af húsmóðir en vann um árabil hjá Íshúsfélagi Bolung- arvíkur og öðrum sjávarútvegs- fyrirtækjum í Bolungarvík. Útför Dagbjartar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðfinnsdóttur hús- móður, f. 6.12. 1907, d. 16.5. 1982. Börn Guðmundar og Dag- bjartar eru: 1) Krist- ín Svanhildur, f. 22.5. 1954. Maður hennar er Björn Kristjánsson, f. 3.5. 1950. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Halldór, f. 3.9. 1974, sambýliskona Íris Huld Hall- dórsdóttir, f. 2.10. 1979, dóttir þeirra Tara Sól, f. 11.8. 2005. b) Dreng- ur, f. 11.1. 1977, d. 19.1. 1977. c) Guðný, f. 21.2. 1989. d) Jón Arn- ar, f. 9.7. 1995. 2) Torfi, f. 11.3. 1957, sambýliskona var Elín Mar- row Theódórsdóttir. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Dag- björt, f. 12.12. 1987, og Kolbrún Lilja, f. 8.6. 1989. 3) Ása María, f. 10.4. 1961, maður hennar Örn Smári Gíslason, f. 9.2. 1964. Börn þeirra eru Hildur Dagbjört, f. 1.5. 1987, Arna María, f. 29.10. 1994, og Aron Óli, f. 22.5. 1996. 4) Guðbjörn, f. 5.12. 1962, kona hans er Fanney Ósk Hallgríms- Elsku mamma, við minnumst þín sem stöðugleika í lífi okkar. Fyrir ári síðan veiktist þú af ill- vígum sjúkdómi og þurftir þess vegna að fara til Reykjavíkur til meðferðar. Pabbi stóð við hlið þér allan tímann og þú sagðir okkur hvað það hafði verið mikils virði að hafa hann eins og klett hjá þér. Líkami þinn var orðinn mjög lasburða þegar þetta uppgötvaðist. Svo kom tíminn að þú varst flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, þegar þú varst búin að gangast undir geislameðferð sem reyndi mjög mikið á þinn veika líkama. Þegar þú varst tilbúin komstu heim á heimili þitt í Bolungarvík og við hjálpuðumst að við að ann- ast þig, þú varst ekki tilbúin að gefa upp vonina þótt þú værir mik- ið veik, tókst lífinu eins og það kom fyrir. Þótt þú þyrftir stuðning til að ganga og aðstoð til sinna dagleg- um þörfum, þá var ósjaldan gleði á heimilinu og ekki að sjá að dauð- inn væri á næsta leyti. Mamma, hvað þú gafst okkur mikið á þessum tíma, og hvað við systurnar og þú glöddumst yfir þessum litlu sigrum sem unnust á þessum degi. Þessi tími sýndi lífs- viljann og baráttuandann sem í þér bjó. Við vissum sannleikann, að ekki væru nema mjög litlar líkur á að þú myndir lifa af þetta illvíga krabbamein. En þegar allt virtist á uppleið og miklir smásigrar unnust á hverjum degi þá veiktist þú hastarlega. Þú sem varst á uppleið fórst hratt niður á við, þér hrakaði og þú lagðist inn á sjúkrahúsið aftur, og læknarnir sögðu að leiðin væri á enda. Þá tókst þú því með sama æðru- leysinu og áður. Við munum hvað þú varst þakk- lát fyrir allar bænirnar og hlýhug- inn sem margir sýndu þér, eins hjúkrunarfólkið sem kom heim og annaðist þig, hvað þú varst ánægð og talaðir um hvað þær væru ynd- islegar og hvað þú varst fegin að hafa þegið þessa aðstoð, þótt þú hefðir ekki verið viss í upphafi. Þegar þú skildir við, mamma, þá var það heilög stund. Að lokum minnumst við þess hlý- hugar sem mamma bar til lækna og hjúkrunarfólks á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði. Minning þín er ljós í lífi okkar. Kveðja, Svanhildur og Ása. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Það var svo gott að vera nálægt þér, þú varst alltaf svo róleg og afslöppuð. Mér þykir alltaf svo vænt um þegar mér er sagt að ég líkist þér, bæði í hegðun og útliti. Þú varst góð fyrirmynd. Þú varst svo ánægð með að ég væri með Halldóru, ég sá það á þér í hvert skipti sem þú sást okkur saman. Hafðu engar áhyggjur, ég skal passa Halldóru vel. Þú hefur alltaf kunnað að meta allt sem ég geri, jafnvel föndur úr leikskólanum, og geymdir allt eins og gull. Þér fannst jafnvel gaman að hlusta á mig æfa mig á gítarinn, sagðir að það væri svo róandi. Það var sorglegt að sjá þig fara en ég veit að þér líður betur þar sem þú ert nú. Það var yndislegt að hafa þig og ég mun ylja mér við minningarnar alla ævi. Þitt barnabarn Hildur Dagbjört Arnardóttir. Það var föstudaginn 25. ágúst sem íslenski fáninn blakti snemma morguns við Valhöll í Tungudal, að þessu sinni í hálfa stöng. Þetta var í fyrsta skipti eftir endurreisn þessa gamalfræga skátaskála sem menn sáu íslenska fánann þar. Nú blakti hann til heiðurs mágkonu minni Dagbjörtu Torfadóttur frá Drangsnesi í Steingrímsfirði, sem kvaddi okkur laust eftir miðnætti þennan dag eftir hetjulega en ofur erfiða baráttu við þann sjúkdóm sem háþróuð læknavísindi verða því miður oft að lúta í lægra haldi fyrir. Hver var svo þessi kona? Fyrstu kynni okkar af henni var bréf sem hún sendi foreldrum mín- um frá Drangsnesi árið 1955 þar sem hún kynnti sig og fjölskyldu sína og fyrsta barn hennar og Guð- mundar bróður míns, Kristínu Svanhildi, sem ber nafn móður okkur. Vafalaust hefur móðir okkar svarað þessu bréfi hlýlega því skömmu síðar barst svohljóðandi skeyti frá Drangsnesi: „Kem í næstu viku með Skjaldbreið með Kristínu Svanhildi. Kær kveðja Dagbjört.“ Þannig var Dæja eins og hún var oftast kölluð. Engar óþarfa málalengingar. Skjaldbreið var þá eina tenging Ísafjarðar við Strandasýslu og allir vissu hvenær skipið var væntanlegt. Það var gott að kynnast þeirri konu sem átti eftir að verða lífs- förunautur bróður míns Guðmund- ar Halldórssonar í rösklega hálfa öld. Dæja var af miklu sómafólki komin, hjónunum Ásu Áskelsdóttur og Torfa Guðmundssyni, sem lengst af var verkstjóri í frystihús- inu á Drangsnesi. Hún var elst í hópi átta systkina og þurfti því snemma að temja sér tillitssemi við aðra. Stuttleg lýsing á henni væri að hún var trygglynd svo af bar, ekki margskiptin og því frekar kona verka en orða. Það var hins vegar sómi af hennar verkum eins og þeir sem best til þekkja vita. Heimili þeirra Guðmundar urðu nokkur á sameiginlegri vegferð. Þau bjuggu í Reykjavík, á Drangn- esi, Ísafirði, Ólafsvík en lengst af og síðustu áratugina í Bolungarvík. Heimilið réðist einkum af heima- höfn þeirra fiskiskipa þar sem Guð- mundur var í skiprúmi. Dæju beið því hlutverk sjómannskonunnar sem er í raun uppeldi barna og annast oftast ein rekstur heimilis þegar heimilisfaðirinn er víðs fjarri. Þessu til viðbótar voru áhyggjur af sjómanninum þegar veður voru válynd. Þegar börnin uxu úr grasi fór Dæja út á vinnumarkaðinn í Bol- ungarvík og átti langan og farsæl- an feril við verðmætasköpun sem frá upphafi vega hefur verið öflug í Bolungarvík, elstu verstöð lands- ins. Dæja aðhafðist fleira. Hið fal- Dagbjört Torfadóttir ✝ Jón Ólafur Her-mannsson fædd- ist í Flatey á Skjálf- anda 12. apríl 1918. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga 26. ágúst síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Sig- urveigar Ólafs- dóttur ljósmóður, f. 12. júlí 1894, d. 24. september 1986, og Hermanns Jóns- sonar, útvegsbónda í Flatey, f. 11. ágúst 1895, d. 11. mars 1982. Systkini Jóns eru Ragnar, Hildur, Ásta (lát- in), Bára og Unnur. Jón kvæntist hinn 1. júní 1947 Stefaníu Jóhannesdóttur, f. 8. nóv- ember 1926, frá Kaðalstöðum í Fjörðum, dóttur hjónanna Sig- urbjargar Guðlaugsdóttur, f. 2. október 1899, d. 11. mars 1993, og Jóhannesar Kristinssonar, f. 10. október 1898, d. 18. nóvember 1957. Þau bjuggu á Bergi í Flatey til 1967. Þar stundaði Jón sjó- mennsku. Árið 1967 fluttu þau til 1970. c) Heiða, f. 9. september 1977, gift Snorra Guðjóni Sigurðs- syni, f. 6. maí 1969, sonur þeirra er Styrmir Franz. d) Sigríður, f. 14. júní 1984, í sambúð með Pétri B. Árnasyni, f. 27. apríl 1983. e) Sig- urður Óli, f. 5. júní 1987, í sambúð með Audrey Freyju Clark, f. 13. desember 1987. 3) Sölvi, f. 25. jan- úar 1954, kvæntur Kristínu H. Guðmundsdóttur, f. 21. september 1954. Börn þeirra eru: a) Arnhild- ur Eyja, f. 15. janúar 1980, í sam- búð með Ólafi Guðmundssyni, f. 25. október 1979. b) Borghildur Ína, f. 7. mars 1984, gift Guðlaugi Rúnari Jónssyni, f. 17. febrúar 1981. c) Gunnar Óli, f. 1 nóvember 1986, í sambúð með Írisi Hólm Jónsdóttur, f. 2. júní 1989. 4) Eyþór, f. 22. apríl 1961, í sambúð með Brynju Sverr- isdóttur, f. 5. október 1968. Börn Eyþórs með fyrri konu sinni, Báru Sævaldsdóttur, eru: a) Sævaldur Þór, f. 11. október 1994, og b) Ragnhildur Stefanía, f. 28. nóv. 1996. Útför Jóns verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Húsavíkur. Þar stundaði Jón sjó- mennsku fyrstu árin en síðan fiskvinnslu í landi allt til sjötíu og fjögurra ára aldurs. Börn Jóns og Stef- aníu eru: 1) Hermann Jóhannes, f. 30. sept- ember 1946, kvæntur Hildi Gunnarsdóttur, f. 15. júlí 1946. Börn Hermanns Jóhann- esar með fyrri konu sinni, Ragnheiði Torfadóttur, eru: a) Katrín, f. 28. nóvember 1975, gift Guðbrandi Þorkelssyni, f. 18. apríl 1976, dætur þeirra eru Magna Þór- ey, Salka Fríður, Þula Glóð og Ynja Mist. b) Jón Heiðar, f. 7. mars 1984. 2) Sigurveig, f. 30 janúar 1949, gift Guðmundi Sigurðssyni, f. 22. maí 1939. Börn þeirra eru: a) Guðný, f. 14. júní 1970, gift Gunn- ari Þór Gestssyni, f. 11. febrúar 1971, dætur þeirra eru Pála Mar- grét, Sigurveig Anna og Bryndís Heiða. b) Stefanía, f. 20. júlí 1973, gift Eggerti Thorlacius, f. 1. júlí Haustið 1967 óku þrír jeppar norður um Flateyjardalsheiði og að sjó á Flateyjardal. Í þeim var fólk sem bjó á eða nærri skólasetrinu á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Ætlun þess var að fara í kynnisferð út í Flatey á Skjálfanda en vitað var að þetta haust mundi ljúka fastri búsetu fólks úti í eyjunni. Ungt fólk þaðan hafði um áratugaskeið sótt sér menntun í héraðsskólann og húsmæðraskólann á Laugum og kynni ferðalanganna af því voru kveikjan að þessu ferðalagi. Frá Flatey komu bátar með fólk þaðan sem notaði tækifærið og nýtti sér hin ágætu berjalönd á Flateyj- ardal. Jón Hermannsson var einn þeirra og við hjónin ásamt dætrum okkar tveimur fengum far í báti hans út í eyjuna. Hitt ferðafólkið fékk á sama hátt far þangað með öðrum bátum. Í Bergi, íbúðarhúsi Jóns og Stef- aníu, fengum við rausnarlegar mót- tökur og að þeim loknum fór Her- mann, faðir Jóns, með okkur í gönguferð um eyjuna og kynnti okkur bústaði fólks og örnefni. Jafnframt hinum alúðlegu mót- tökum fundum við greinilega fyrir söknuði fólksins að hverfa frá átt- högum sínum og láta þar eftir eignir sem voru ávöxtur af ævistarfi þess. Kom það sérstaklega fram hjá Jóni sem fannst að með einhverju móti hefði verið hægt að tryggja veru fólksins áfram í heimahögum. Á þessum tíma var aðgangur að auðlindum sjávarins ennþá öllum frjáls og þær höfðu eyjarskeggjar notfært sér auk landbúnaðar. Al- gengt var að á heimilum væri bæði sauðfé – sem nýtti sumarhaga uppi á fastalandinu – og kýr til að sjá heim- ilisfólki fyrir matföngum. Sjósóknin var þó eðlilega stórum gjöfulli tekjulind og almennt var álit- ið að efnahagur eyjarskeggja stæði traustum fótum. Flestir þeirra kusu sér Húsavík til búsetu og virtist svo sem flestir kæmust vel frá því að festa sér þar íbúðarhúsnæði þótt ekkert hefðu þeir fengið fyrir fast- eignir sínar í eyjunni. Jón og Stefanía voru í þeim hópi og um árabil stundaði hann áfram sjóinn eftir bústaðaskiptin og nýtti þá aðstöðu sem hann átti úti í eyju. Sjálfur fékk ég fyrir einum þremur áratugum að fljóta með honum einn sumardag á handfæri úti á Skjálf- anda. Veður var hið fegursta en afla- brögðin, a.m.k. hvað mig varðaði, í litlu samræmi við það. Ferðin haustið 1967 kom á var- anlegum tengslum milli fjölskyldna okkar beggja hjónanna. Þarna sá Sölvi Jónsson í fyrsta sinn jafnöldru sína, Kristínu Hólmfríði, dóttur okk- ar hjóna, og segist þá þegar hafa séð þar verðandi eiginkonu sína sem og gekk eftir. Þau fylgdust að í skóla- göngu í Reykjavík eftir að skyldu- námi lauk, hún í menntaskóla og Tækniskólanum, hann í Vélskólan- um. Að námi loknu stuðlaði áhrifa- maður í bæjarstjórn Húsavíkur að því að þau settust þar að, hann sem vélfræðingur en hún sem meina- tæknir, eða svo nýtt heiti sé notað, lífeindafræðingur, við sjúkrahús og heilsugæslu staðarins. Af sjálfu leiðir að mikil samskipti hafa verið milli fjölskyldnanna, okk- ar eldri og þeirra yngri hjónanna. Á vissan hátt var það hindrun í vegi þess að við hefðum samskipti við þau foreldra Sölva. Hugur okkar beind- ist að dóttur og tengdasyni, að leggja þeim lið ef þurfti, eiga með þeim sameiginlegar stundir á ferða- lögum og við hátíðir. Nú er of seint um að fást. Að lok- um skulu Jóni helgaðar þakkir fyrir þær stundir sem við áttum með hon- um og Stefaníu vottuð samúð á sorg- arstundu. Guðmundur Gunnarsson. Hjörtu okkar eru full af góðum minningum um þig, elsku afi. Þær stundir sem við áttum með ykkur ömmu í Flatey voru góðar. Eyjan var paradísin þín og þar vildirðu dvelja. Yfir vetrartímann bjugguð þið amma á Húsavík en hugurinn var alltaf í Flatey. Þú yngdist upp um mörg ár um leið og þú komst nið- ur á bryggju og ekki skemmdi fyrir að veðrið var alltaf best í Flatey. Það var gaman að fara með þér í göngu- ferðir og fræðast um lífið í eynni. Á Hjarðarhól var gott að koma. Þú varst duglegur að leika við okkur þegar við vorum lítil og gerðum við margt skemmtilegt þó að boltaleik- urinn í stiganum standi upp úr. Þú varst svo kátur og ljúfur og dugleg- ur að gantast við okkur. Þú heilsaðir okkur og kvaddir ávallt með faðm- lagi og þremur kossum á vangann. Gaman var að fylgjast með þér stríða ömmu og það gerðirðu ósjald- an og blikkaðir okkur í leiðinni með stríðnisblik í augum. Margar notalegar stundir áttum við í eldhúsinu. Veitingar voru góðar og miklar og þið amma lögðuð hart að okkur að við fengjum okkur meira á diskana. Alltaf hlustaðir þú á fréttirnar og þegar heyrnin dapr- aðist fannst þér ástæðulaust að nota heyrnartæki, hækkaðir bara í út- varpinu. Allt sem tilheyrði hafinu var þér hjartfólgið og átti í þér sterk ítök. Þú tókst það nærri þér þegar þú þurftir sökum aldurs að hætta að vinna. Þú sem hafðir frá blautu barnsbeini unnið hörðum höndum. Það átti ekki við þig og á þessum erfiðu tímum var amma stoð þín og stytta. Þó sorgin sé þung og söknuðurinn mikill þá er það huggun að nú líður Jón Ólafur Hermannsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.