Morgunblaðið - 30.09.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.09.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag laugardagur 30. 9. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Bikarbarátta KR og Keflavíkur á Laugardalsvellinum >> D2 EVRÓPUORRUSTA FRAMARAR MÆTA ÍSLENDINGALIÐINU GUMMERS- BACH Í MEISTARADEILD EVRÓPU Í HÖLLINNI » 4 KR-ingar hafa þeg- ar tryggt sér sæti í UEFA-keppninni á næstu leiktíð, en baráttan um hitt UEFA-sætið stend- ur á milli Keflvík- inga og Vals- manna. Takist Keflavík að leggja KR að velli í úr- slitaleiknum í VISA-bikarnum í dag fer Suð- urnesjaliðið í UEFA-keppnina og þá kæmi í hlut Valsmanna að taka þátt í Intertoto- keppninni. Fari svo að KR- ingar fari með sig- ur af hólmi í úr- slitaleiknum tryggja þeir Vals- mönnum UEFA- sætið og þá færu Keflvíkingar í Int- ertoto-keppnina. Töluverðir fjár- munir eru í húfi fyrir Keflavík og Val. Þátttaka í UEFA-keppninni skilar nokkrum milljónum í kass- ann en liðin sem hafa tekið þátt í Intertoto- keppninni hafa komið út á sléttu fjárhagslega. Kefla- vík eða Valur í UEFA- keppn- ina HEIÐAR Davíð Bragason, úr Kili Mos- fellsbæ, lék gríðarlega vel á lokakeppnisdegi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í gær en hann fékk 7 fugla og lék á 65 höggum. Heiðar Davíð endaði í 8.–10. sæti mótsins og kemst því í gegnum fyrsta úr- tökumótið. Keppir hann því á Spáni í byrjun nóvember á 2. stig úrtökumótsins. Heiðar lék hringina fjóra á 9 höggum undir pari sam- tals en hann lék á 70, 75 og 69 höggum fyrstu þrjá keppnisdagana en mótið fór fram á Ítalíu. „Tímabilið er allavega ekki búið hjá mér og ég er gríðarlega ánægður með að hafa komist í gegnum 1. stigið með því að leika svona vel á lokadeginum,“ sagði Heiðar við Morgunblaðið í gær. „Ég var með 9 einpútt á hringnum og þá skorar maður vel. Reynslan sem ég hef fengið af sænsku mótaröðinni í ár skilaði sér að mínu mati vel. Ég hefði aldrei getað leikið við svipaðar aðstæður á Íslandi og ég hef verið að gera í Svíþjóð. Í gær hugs- aði ég með mér að ég hefði ekki átt mögu- leika á þessu móti ef ég hefði ekki verið að leika í Svíþjóð. Þetta er bara allt annað golf sem við erum að leika hérna úti. Flatirnar eru hraðar og allt, allt öðruvísi en við eigum að venjast heima,“ sagði Heiðar. Hann mun leika á Spáni á 2. stigi úrtökumótsins 1.–4. nóvember og hefur hann hug á að sækja um að keppa á Costa Ballena-vellinum. „Ég þekki þann völl ágætlega og þar eru íslenskir hópar oft að leika. Ég var ekki bú- inn að skipuleggja næstu skref í þessu dæmi hjá mér enda aldrei að vita hvernig þetta hefði getað farið. Ég ætla að koma heim til Íslands og hvíla mig aðeins en síðan verð ég líklega að fara niður til Spánar og æfa mig fyrir næsta mót.“ Heiðar hefur einu sinni áður reynt að komast í gegnum 1. stig úrtökumótsins en það var árið 2004 er hann var áhugakylf- ingur. „Sigurpáll Geir Sveinsson fór með mér í það mót og við lentum í miklu hvassviðri. Við náðum okkur ekki á strik og það var því auð- veldara að skora vel hérna á Ítalíu í logn- inu,“ sagði Heiðar Davíð. Í gær fékk Heiðar Davíð 7 fugla eins og áður segir en hann notaði aðeins 27 pútt, hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda og í upphafshöggunum hitti hann 13 brautir. Frábær endasprettur Heiðars Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is EYJÓLFUR Sverrisson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í gær 20 manna hóp fyrir leikina gegn Lettum og Svíum í undankeppni EM. Fjórar breytingar eru á hópnum frá leiknum við Dani fyrr á mánuðinum. Pétur Hafliði Marteinsson, Marel Jóhann Baldvinsson, Emil Hallfreðsson og Daði Lárusson koma inn í hópinn í staðinn fyrir Heiðar Helguson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Ólaf Örn Bjarnason og Kristján Finn- bogason, sem hljóp í skarðið fyrir Daða eftir að hann meiddist á æfingu fyrir leik- inn gegn N-Írum í Belfast. Persónulegar ástæður hjá Heiðari ,,Gunnar Heiðar og Ólafur Örn hafa báðir verið meiddir en ég ákvað að gefa Heiðari frí. Það var samkomulag okkar á milli að hann tæki ekki þátt í þessu verk- efni af persónulegum ástæðum. Það er engin kergja eða neitt svoleiðis heldur er það út af hans persónulegum málum sem hann er ekki með okkur. Ég hefði að sjálf- ögðu viljað hafa Heiðar í hópnum þar sem Gunnar Heiðar er meiddur,“ sagði Eyjólf- ur við Morgunblaðið í gær. Um valið á Pétri Hafliða, Emil og Marel sagði Eyjólfur; ,,Pétur er búinn að spila vel fyrir Hammarby og átti til að mynda glimrandi leik á móti AIK í vikunni. Ég taldi rétt að taka hann inn þar sem Jó- hannes Karl og Brynjar Björn eru báðir með gult spjald. Emil er okkar framtíð- armaður og hefur spilað vel í síðustu leikj- um fyrir Malmö og þar sem bæði Gunnar Heiðar og Heiðar eru ekki með þá ákvað ég að velja Marel. Hann hefur staðið sig vel síðan hann kom til Molde og hann var líka heitur hér heima,“ sagði Eyjólfur. Margir af landsliðsmönnunum hafa ekki spilað mikið með liðum sínum á leiktíðinni og var Eyjólfur spurður hvort það valdi honum ekki áhyggjum; ,,Jú. Það er erfitt fyrir okkur að hafa ekki alla leikmenn í topp leikformi og óneitanlega setur þetta strik í reikninginn. Það getur reynst erfitt fyrir menn að spila tvo leiki í 90 mínútur með stuttu millibili sem ekki hafa verið að spila mikið á undanförnum vikum.“ Landsliðshópurinn kemur saman í Riga á miðvikudag og mætir Lettum á Skonto Stadium á laugardaginn. Hópurinn er þannig skipaður, leikir í sviga: Árni Gautur Arason, Vålerenga (54) Daði Lárusson, FH (2) Hermann Hreiðarsson, Charlton (68) Brynjar B. Gunnarsson, Reading (57) Arnar Þór Viðarsson, Twente (46) Eiður S. Guðjohnsen, Barcelona (42) Pétur H. Marteinsson, Hammarby (36) Indriði Sigurðsson, Lyn (34) Jóhannes Guðjónsson, AZ Alkmaar (28) Ívar Ingimarsson, Reading (20) Kristján Örn Sigurðsson, Brann (18) Grétar R. Steinsson, AZ Alkmaar (14) Marel J. Baldvinsson, Molde (14) Stefán Gíslason, Lyn (14) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk (14) Hjálmar Jónsson, Gautaborg (12) Kári Árnason, Djurgården (11) Hannes Þ. Sigurðsson, Bröndby (7) Helgi Valur Daníelsson, Öster (5) Emil Hallfreðsson, Malmö (2)  Eyjólfur reiknar með mjög erfiðum leik gegn Lettum, sem hafa lokið einum leik – töpuðu, 0:1, á heimavelli fyrir Svíum. ,,Lettarnir eru með mjög samhent lið. Leikmennirnir hafa spilað lengi saman og það má alveg líkja því við félagslið. Ég hef séð leik þeirra á móti Svíum og þeir voru óheppnir að tapa þeim leik. Við eigum í vændum mjög erfiðan leik.“ Morgunblaðið/RAX Fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen í landsleik gegn Dönum á Laugardalsvellinum. Heiðar ekki í baráttunni Með landsliðinu gegn Lettum og Svíum laugardagur 30. 9. 2006 íþróttir mbl.is FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 enski boltinn Campbell slakasti varnarmaður deildarinnar? » 4 RAUÐA AKURLILJAN ARSENE WENGER HELDUR UPP Á TÍU ÁRA STARFSAFMÆLI HJÁ ARSENAL Í LONDON » 2 DAVID Dean, varaforseti Arsenal, hefur lofað Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóra félagsins, starfi til lífs- tíðar hjá Arsenal. „Við viljum hafa Wenger hjá félaginu til æviloka og höfum gert honum tilboð þess efnis. Þegar kemur að því að Wenger vill hætta sem knattspyrnustjóri þá rým- um við til fyrir hann í stjórn félagsins þar sem hann getur orðið tæknilegur ráðgjafi,“ segir Dein en í vikunni voru tíu ár frá því að Wenger tók við knatt- spyrnustjórn hjá Lundúnafélaginu. Wenger segist ekki vera á þeim buxunum að hætta starfi sínu enda sé framundan skemmtilegir tíma. „Við höfum ungt og spennandi lið í hönd- unum og mig langar til þess að halda áfram við að móta það. Það veitti okk- ur mikið sjálfstraust að komast í úr- slit meistaradeildar Evrópu í vor þannig að ég sé fullt að tækifærum framundan,“ segir Wenger sem ekk- ert hefur gefið út á tilboð félagsins um æviráðningu. Undir stjórn franska hagfræðings- ins hefur Arsenal í þrígang orðið enskur meistari, fjórum sinnum unn- ið bikarkeppnina. Tvö þeirra ára sem liðið hefur orðið meistari undir hans stjórn hefur það einnig unnið bikar- keppnina sama vorið. Þá flutti félagið sig á nýjan, glæsilegri og stærri heimavöll í sumar sem tekur 60.000 áhorfendur í sæti. „Nýi leikvangur- inn er skýrt dæmi um að við erum að færast fram á við sem félag,“ segir Wenger. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, sem marga glím- una hefur tekið við leikmenn Arsenal á síðustu árum segir Wenger hafa unnið frábært starf hjá Arsenal hafi hvergi slakað á kröfunum, það hafi best sést á viðureign Manchester United og Arsenal fyrir skömmu. „Wenger lifir klárlega fyrir knatt- spyrnuna enda segir árangur hans með Arsenal best til um það,“ sagði Keane. Arsene Wenger til lífstíðar hjá Arsenal Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Ég get ekki verið annað en kátur, bæði með eigin frammistöðu og ekki síst liðsins. Við höfum farið vel af stað og þessi byrjun lofar góðu,“ sagði Ívar við Morgunblaðið. Ívar átti mjög góðan leik um síðustu helgi þegar Reading náði óvænt jafntefli á móti Manchester United. Hann hélt Wayne Rooney í heljargreipum nær allan tímann og þótti einn af bestu mönnum Reading í leiknum. ,,Við þurfum að vera á tánum. Við eigum erfiðan útileik á móti West Ham á sunnudaginn og eftir lands- leikina er heimaleikur á móti Chelsea og síðan taka við útileikir við Arsenal og Portsmouth. Það yrði því ansi gott að taka þrjú stig á móti West Ham fyrir þessa törn.“ Ívar segir að fyrir tímabilið hafi hann ver- ið bjartsýnn á að Reading gæti staðið sig í deild þeirra bestu. Hef bætt mig á hverju ári ,,Það var ansi gott fyrir sjálfs- traustið að ná að vinna fyrsta leikinn og við höfum náð að bæta okkur síð- an þá. Jafnteflið á móti Manchester United voru ljómandi góð úrslit og þau sýndu að með góðum leik þá get- um við náð hagstæðum úrslitum á móti hvaða liði sem er.“ Finnst þér þú vera á hátindi þíns ferils núna? ,,Nei, það ætla ég rétt að vona ekki,“ segir Ívar sem er 29 ára og hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 1999. Hann hefur leikið í öllum deildunum á Englandi með Torquay, Brentford, Wolves, Brighton og Reading, sem hann gekk til liðs við fyrir þremur árum. ,,Sem betur fer þá hefur mér fund- ist ég vera að bæta mig alltaf á hverju einasta ári frá því ég kom út. Flest árin hef ég spilað bara ljóm- andi vel en ég hef metnað fyrir því að bæta mig meira,“ segir Ívar. Finnur þú ekki fyrir töluverðum mun að spila í úrvalsdeildinni? ,,Jú, auðvitað. Ég vissi áður en ég fór í úrvalsdeildina að maður yrði að geta lyft sér upp á næsta stig. Ef ekki þá tæki einhver annar leik- maður stöðuna. Ég hef alltaf haft trú á að geta staðið í mig í þessari deild og eins og er þá lofar það góðu og ég mun leggja mikið á mig til að halda því áfram. Ég lít á það sem meiri- háttar tækifæri að spila í úrvals- deildinni og maður vill ekki láta það framhjá sér fara. Ég er búinn að spila í öllum deildunum á Englandi og það er ekki hægt að segja að ég hafi farið stutta leið til að komast þar sem ég er. Að fara upp í úrvalsdeild- ina með Reading er draumi líkast og ég ætla að reyna að nýta mér það í botn.“ Líkar vel og vill taka þátt í uppgangi félagsins Ívar gerði nýjan samning við Reading í október í fyrra og er samn- ingsbundinn félaginu til 2008. Sögu- sagnir hafa verið í gangi í enskum fjölmiðlum um að Reading sé að und- irbúa að bjóða Ívari nýjan samning. ,,Það er ekki búið að bjóða mér nýjan samning. Ég hef séð eitthvað um þetta í blöðunum en ég reikna frekar með því að Reading ræði við þá leikmenn sem hafa spilað vel og endurnýi samninga við þá. Ég vona að ég verði í þeim hópi. Ég bíð róleg- ur um sinn en vonandi fer eitthvað að gerast fyrir áramót.“ Blundar í þér að komast til ein- hvers af ,,stærri“ liðunum? ,,Það vilja allir fara til stærri og betri félaga ef möguleiki er á því. Eins og staðan er líkar mér mjög vel hjá Reading og ég get sannarlega hugsað mér að taka þátt í uppgang- inum sem hefur verið hjá félaginu. Svo skiptir það miklu máli að fjöl- skyldunni líður vel þar sem við er- um.“ Auðvelt að nefna Chelsea Ívar verður á sínum stað í vörn Reading á morgun þegar liðið sækir West Ham heim á Upton Park. ,,Þetta verður stórleikur. Alan Pardew sem stýrir West Ham var stjóri hjá Reading og margir leik- manna Reading í dag voru undir Um líklega meistara í vor segir Ív- ar; ,,Það er auðvelt að nefna Chelsea. Það var rosalega gott í fyrra og hefur bætt við sig frábærum leikmönnum. Ég held samt að Manchester United og Arsenal veiti Chelsea harðari keppni en á síðustu leiktíð.“ Morgunblaðið/Kristinn Góðir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson hafa gert það gott með Reading en nýliðarnir hafa komið á óvart í upphafi leiktíðarinnar. Meiriháttar tækifæri Segir Ívar Ingimarsson hjá Reading sem hefur átt frábæra leiki með nýliðunum – Nýr samningur á teikniborðinu? hans stjórn. Það gekk mikið á þegar hann fór frá félaginu og eftir það hef- ur verið mikil stemning í kringum þessa leiki. Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá West Ham en ég er viss um að Pardew reynir að rífa sína menn upp fyrir leikinn gegn okkur.“ ÍVAR Ingimarsson hefur svo sann- arlega slegið í gegn með nýliðum Reading í ensku úrvalsdeildinni. Ív- ar hefur vart stigið feilspor í hjarta varnarinnar og hefur frammistaða hans vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur til að mynda tvívegis verið valinn í lið vikunnar hjá sparkspekingum Sky og var maður leiksins í sigri Reading á Manchest- er City á dögunum en Ívar skoraði sigurmarkið í þeim leik. Yf ir l i t                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Umræðan 32/41 Staksteinar 8 Bréf 34 Veður 8 Kirkjustarf 42 Viðskipti 14/15 Minningar 43 Erlent 18/19 Menning 46/51 Árborg 22 Myndasögur 52 Akureyri 25 Dagbók 52/56 Landið 26 Víkverji 52 Árborg 26 Staður og stund 54 Suðurnes 23 Velvakandi 56 Daglegt líf 24/29 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, var ræðu- maður á ráðstefnu í tilefni 100 ára afmælis Símans. Giuliani varð þjóð- hetja í Bandaríkjunum eftir hryðju- verkaárásirnar 11. september 2001. „Bandaríkjamenn eru óþolinmóðir og ágengir. Þeir vildu ekki bíða næstu árásar, heldur leita hryðju- verkamennina uppi,“ segir Giuliani við Morgunblaðið. » 10  Kvikmyndaborgin Reykjavík var yfirskrift málþings sem haldið var í Ráðhúsinu i gær. Á þinginu til- kynntu borgaryfirvöld að þau hefðu sett af stað verkefni til að stuðla að því að Reykjavík verði áhugaverður kostur fyrir erlend kvikmyndafyr- irtæki. Í ræðu á þinginu sagði Björn Ingi Hrafnsson, formaður borg- arráðs, mikilvægt að innan borg- arinnar starfaði hópur sem hefði það að meginmarkmiði að þjónusta er- lend kvikmyndafyrirtæki. » 60  FL Group og KB banka ber ekki saman um hvernig verðleggja eigi Icelandair. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins setja aðaleigendur FL Group upp lágmarksverð 40 milljarða króna fyrir Icelandair, en KB banki telur sanngjart verð fyrir félagið vera á bilinu 25 til 30 millj- arðar króna. Það er því með öllu óvíst hvort af samningum verður um kaup KB banka á Icelandair. » 1 Erlent  Heimsmeistaramótið í skák er í uppnámi vegna deilu um klósett- ferðir og í gær varð ekkert af fimmtu skákinni í einvígi Rússans Víktors Kramníks og Búlgarans Veselins Topalovs í Elista, höf- uðborg rússneska sjálfstjórn- arlýðveldisins Kalmýkíu. » 19  Spenna milli Georgíu og Rúss- lands náði nýjum hæðum í gær þeg- ar Rússar svöruðu handtöku fjög- urra meintra njósnara í Tbilisi fyrr í vikunni með því að hóta að draga herlið sitt ekki á brott úr landinu fyrir árslok 2008. » 1 Viðskipti  Heimsferðir, fjórða stærsta ferðaskrifstofan á Norðurlöndum, fengu í gær afhenta flugvél af gerð- inni Boeing 737-800 sem félagið hef- ur tekið á langtímaleigu af Austrian Airlines. Flugvélin mun fljúga undir merkjum Heimsferða og er fyrsta vélin af fjórum sem félagið hyggst nota til að fljúga með farþega fé- lagsins. » 14 LJÓST er að sú 4% launahækkun sem ófaglærðir starfsmenn á hjúkr- unarheimilum eiga að fá 1. október, skv. yfirlýsingu samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) frá í vor, kemur ekki öll til greiðslu um mán- aðamótin. Starfsmennirnir lögðu nið- ur vinnu sl. vor vegna óánægju með kjörin en leyst var úr deilunni þegar SFH gaf út yfirlýsingu um að laun yrðu hækkuð til samræmis við laun fyrir sambærileg störf hjá Reykja- víkurborg. Hækkunin átti að koma í áföngum og gekk fyrsta hækkunin eftir, skv. upplýsingum stéttarfélagsins Efling- ar, en þar var um að ræða fjögurra launaflokka hækkun sem samsvarar um 12,6% hækkun. Nú um mánaða- mótin áttu laun síðan að hækka um 4% og um áramótin næstu á því markmiði að vera náð að jafna kjörin til samræmis við launakjör borgar- innar. Ekki hefur fengist nægilegt fjármagn frá ríkinu til að standa að fullu við hækkunina 1. október og skv. upplýsingum Kristjáns Sigurðs- sonar, formanns launanefndar SFH, vantar um eitt prósent þar upp á. Hann segir að fjárveiting hafi fengist til að hjúkrunarheimilin geti staðið við launaleiðréttingarnar en ekki hafi fengist útskýringar á hvernig þær komi til og séu hugsaðar hjá ein- stökum stofnunum. „Við erum því að bíða með ákveðna leiðréttingu á laun- unum þangað til við höfum fengið nánari skýringar og upplýsingar,“ segir hann. Kristján tekur fram að fullur hugur sé til að standa við þess- ar launabreytingar þótt það muni eitthvað dragast en málin hljóti að skýrast í fjárlagafrumvarpinu. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar stéttarfélags, segir að málið sé á borði rekstraraðila heimilanna, sem hafi gefið starfsmönnunum loforð um launaleiðréttingar en telji sig ekki hafa fengið fjármuni til þess frá rík- inu. „Vonandi ljúka þeir þessu máli gagnvart fjármálaráðuneytinu en það er mjög sérkennilegt að það skuli vera fjármálaráðuneytið sem er að stoppa þetta mál af, vegna þess að ég veit ekki annað en að það hafi leyst sambærileg mál gagnvart t.d. Land- spítalanum,“ segir hann. Launahækkun á hjúkrunar- heimilum ekki öll greidd Formaður launanefndar SFH segist bíða útskýringa ríkisins vegna fjárveitingar Í HNOTSKURN »Fjögurra launaflokkahækkun starfsmanna á hjúkrunarheimilum hefur gengið eftir en 1. október munu laun hækka um 3% en ekki 4% eins og lofað var. »Um næstu áramót á þaðmarkmið að hafa náðst að jafna kjörin til samræmis við launakjör Reykjavíkurborgar. »Ófaglært starfsfólk áhjúkrunar- og dvalarheim- ilum fór í tveggja sólarhringa setuverkfall í apríl sl. LEIKRITIÐ Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Verk- ið byggist að einhverju leyti á æsku Guðrúnar, sem ólst upp í 10 systk- ina hópi á Blómsturvöllum í Hafn- arfirði. Á frumsýninguna mættu átta systkini Guðrúnar (sitjandi fyrir miðju); Viðar (t.v.), Ingólfur, Gerða, Jóhanna, Unnur, Leifur, Gísli og Arnar; en eitt systkinið er látið. Morgunblaðið/Golli Frumsýning á Sitji guðs englar Morgunblaðið/Golli LÖGREGLAN í Reykjavík hefur komið upp um vændi sem tvær pólskar konur um tvítugt stunduðu hérlendis nú í haust og leitar lög- reglan nú þeirra sem taldir eru hafa skipulagt komu kvennanna og starf- semi þeirra. Konurnar eru farnar úr landi eftir skýrslutökur lögreglu sem telur sig hafa vissar vísbendingar um skipuleggjandann en þar liggur hið meinta brot sem varðar við hegn- ingarlög. Lögreglan fékk ábendingu um að hugsanlegt vændi væri aug- lýst á netinu og hafði uppi á kon- unum. Voru grunsemdirnar á rökum reistar með því að þær höfðu gagn- gert komið til landsins í vændisferð. Í samráði við konurnar var ákveðið að þær færu úr landi. Upplýst er að konurnar voru ekki hérlendis gegn vilja sínum. Stöðvuðu vændið Konurnar ekki nauðugar á landinu Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is KJARTAN Ólafsson, fyrrverandi al- þingismaður, hefur sent mennta- málaráðherra stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar þjóð- skjalavarðar að synja honum um að- gang að gögnum um símhleranir á árunum 1949–1968 og krafist þess að sú ákvörðun verði felld úr gildi. Kjartan sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann vildi láta reyna á þessa leið frekar en fara beint með málið fyrir dómstóla. Hann teldi það eðlilegt að menntamálaráðherra, sem æðsti yfirmaður Þjóðskjala- safnsins, ætti kost á að fella form- legan úrskurð í málinu. Þetta væri einfaldari leið en fara með málið fyr- ir dómstóla. Hann gæti hins vegar ekki, samvisku sinnar og réttarvit- undar vegna, skirrst við að fara með málið fyrir dóm yrði niðurstaðan af stjórnsýslukærunni ekki viðunandi. Í stjórnsýslukærunni er bent á að Þjóðskjalasafn hafi veitt Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi aðgang að umræddum gögnum. Kjartan sé einnig sagnfræðingur og eigi að lág- marki rétt á sama aðgangi og Guðni af þeirri ástæðu einni. „Þjóðskjala- safn hefur mismunað umbjóðanda mínum andstætt ákvæðum 65. grein- ar stjórnarskrárinnar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án mismununar. Slík mismunun verður ekki byggð á óbirtum innri starfsreglum Þjóð- skjalasafns Íslands.“ Síðan segir: „Vakin er athygli á því að Þjóðskjalasafn Íslands hefur haldið leyndum þeim skilyrðum eða skilmálum, sem það segir að Guðni Th. Jóhannesson hafi undirgengist áður eða í tengslum við þann aðgang sem hann fékk að gögnunum. Þá er jafnframt vakin athygli á að Þjóð- skjalasafnið veitti honum ekki ein- ungis aðgang að þeim gögnum sem voru í vörslu safnsins er hann leitaði til þess, heldur fór þess beinlínis á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að dómstóllinn sendi safninu hlerunar- gögn sem þar voru í því skyni að veita sagnfræðingnum aðgang að þeim. Þarf að rýmka lagaheimildir á fyrstu dögum haustþings Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum Sjónvarpsins í gær að nú hefði hafið störf nefnd sem ætti að fara yfir upplýsingar sem ættu rætur að rekja til atburða í kalda stríðinu, eins og samþykkt var á vor- þinginu. „Það þarf að veita henni rýmri lagaheimildir, og við vonumst til þess að það verði unnt að gera það strax á fyrstu dögum [haust]þings- ins, í góðu samkomulagi, þannig að hún geti skoðað þessi gögn, hún geti beitt sér fyrir reglum um aðgang að þeim,“ sagði Geir. Stjórnsýslukæra vegna gagna um símhleranirLEIÐ MIÐJU GRÆNNA Laugardagur 30. 9. 2006 81. árg. lesbók VERKEFNI Í UMHVERFIS- OG NÁTTÚRUVERNDARMÁLUM MEGA EKKI STRANDA Á RÉTTTRÚNAÐI TIL HÆGRI EÐA VINSTRI. Engin innistæða er fyrir sjálfumgleði eða andvaraleysi af Íslendinga hálfu » 7 Eftir Aðalstein Ingólfsson adalart@thjodminjasafn.is Um þessar mundir eru liðinsjötíu ár síðan fjórir hug-umstórir einstaklingar ífinnska hönnunargeir- anum opnuðu verslunina Artek í hjarta Helsinki. Þarna voru á ferð listgagnrýnandinn Nils-Gustav Hahl (1904–1941), sterkefnuð og smekkvís kona að nafni Maire Gullichsen (1907–1990) og arkitektahjónin Aino Marsio-Aalto (1894–1949) og Alvar Aalto (1898–1976). Árið áður, 1935, höfðu þessir fjór- menningar stofnað félag undir sama nafni í því augnamiði að tengja sam- an sjónlistir og tæknihyggju, „art“ plús „tek“. Það markmið var mjög í anda alþjóðlegs módernisma og þess finnsk-sænska líberalisma sem þau voru fulltrúar fyrir, en hvorutveggja gekk út á að laga framsækna list- sköpun að þörfum almennings. Eða eins og segir í metnaðarfullu „maní- festi“ þeirra: „Að hefja til vegs fram- sækna lifnaðarhætti og menningu“. Artek-versluninni var öðru frem- ur ætlað að markaðssetja húsbúnað þeirra Alvars og Aino konu hans og veita brautargengi nýjum hug- myndum í arkitektúr og húsainn- réttingum, auk þess að hafa á boð- stólum húsgögn eftir innlenda og erlenda hönnuði sem aðhylltust ný viðhorf. Velgengni fyrirtækisins fyrsta áratuginn má ekki síst þakka því hve samhentir þessir fjórir ólíku ein- staklingar voru. Alvar Aalto var frjór listamaður og um leið útsjón- arsamur þegar kom að tæknilegri framkvæmd hlutanna. Þótt hann hafi ekki fundið upp formbeygingu á trjáviði einn og óstuddur – stundum gleymist að Otto Korhonen og smíðaverkstæði hans komu þar einnig við sögu – þá var það Aalto sem gerði sér grein fyrir helstu notkunarmöguleikum formbeyg- ingar. Aalto var einnig öflugur tals- maður nýrra viðhorfa í arkitektúr og hönnun við opinber tækifæri og ötull „networker“, fljótur að setja sig í samband við alla þá sem gátu komið fyrirtæki hans og finnskri hönnun að gagni. Við upphaf þriðja áratugarins höfðu Aalto-hjónin komið sér upp tengslaneti þar sem var m.a. að finna arkitektana Walter Gropius og Le Corbusier og fjöllistamanninn Lazló Moholy-Nagy. Á þriðja og fjórða áratugnum var líka til þess tekið hve Aalto hjónin voru dugleg að fljúga vítt og breitt um Evrópu á kaupstefnur og ráð- stefnur, meðan flestir aðrir ferð- uðust með bílum eða lestum. Þau hjón voru einnig fjölmiðlavæn, eins og það heitir í dag; myndir af þeim birtust bæði á samkvæmissíðum og fréttasíðum finnskra blaða, auk þess sem Alvar skrifaði reglulega frá- sagnir af skoðunarferðum þeirra ut- anlands og sendi dagblöðum. Aino Aalto tryggði þeim hjónum síðan jarðsamband á heimaslóðum, ef svo má segja, með hagkvæmri, einfaldri og stílhreinni hönnun sinni á nytja- hlutum. » 3 Artek og Aalto Sjötíu ár liðin síðan Artek-verslunin var opnuð í hjarta Helsinki Alvar Aalto Hér á áttunda áratugnum, orðinn heimsþekktur arkitekt. Reuters Ekki fangi „Mér hefur aldrei liðið eins og fanga“ segir Aung San Suu Kyi sem hefur verið í stofufangelsi í Burma sl. 16 ár vegna skoðanna sinna. » 4 Hvernig veit maður hvaðer list og hvað er ekkilist? Hér áður fyrrtöldu menn sig geta skilgreint eðli listarinnar, en það virðist ekki lengur hægt. Það er orðið sjálfsagt mál að ekkert sem varðar listina er lengur sjálfsagt eins og þýski heimspekingurinn Theodor Adorno orðaði það. Höf- um við þá engin viðmið lengur til að vita hvað er list og hvað ekki? Er listin kannski bara eitthvað sem stofnanir eins og listheimurinn, söfn, gallerí og listaverkasalar ákveða að sé list og markaðssetja sem slíka? Er listin kannski dauð vegna þess að hún getur verið hvað sem er? Georg W. Bertram er þýskur heimspekingur sem reynir að bregðast við vandanum við að skil- greina list og vakti nýleg bók hans um list athygli í heimalandi hans. Í hádeginu á mánudag heldur Bert- ram fyrirlestur við Háskóla Ís- lands, í Aðalbyggingu, stofu 207, um hvernig hægt sé að skilja list. Hans skoðun er sú að það sé ein- mitt hið listræna við listina að hún sé ill skilgreinanleg. Það er ástæð- an fyrir því að listaverk feli jafnan í sér staðhæfingu um hvað sé list. Hins vegar telur Bertram ekki rétt að spyrja hvað list sé í þeim til- gangi að finna viðmið til að ákvarða hvað geti talist listaverk og hvað ekki. Honum finnst nær- tækar að spyrja hvaða gildi listin hafi fyrir okkur. Út frá þeirri spurningu er hægt að sýna fram á að hægt er að skilja list sem sjálfs- þekkingu, sem tilraun til að skilja okkur sjálf og heiminn betur. Hvað er list? Þýski heimspekingurinn Georg W. Bertram flytur fyrirlestur í HÍ Georg Bretram Spyr hvaða gildi listin hafi fyrir okkur. Spenna og gleði ríkti hjá verðlaunahöfum í Teiknimyndasamkeppni sem Rannís efndi til í til-efni Vísindavöku en verðlaunin voru afhent 22. september. Á þriðja hundrað krakkar á aldr-inum 9-11 ára sendu inn myndir í keppnina sem hengdar voru upp í Listasafni Reykjavíkur íHafnarhúsi þar sem gestir gátu skoðað þær. Tíu krakkar hlutu viðurkenningar og tvær bækur frá Eddu útgáfu; Atlas unga fólksins og Dýraríkið. Verðlaunahafar voru: FríðaTheodórsdóttir – Náttúrulegustu vísindamennirnir Þórir Pétur Pétursson – Frumlegasti vísindamaðurinn Matthías Jensen – Glaðasti vísindamaðurinn Andrea Sif Sigurðardóttir – Einbeittasti vísindamaðurinn Glódís Ýr Jóhannsdóttir – Skrýtnasti vísindamaðurinn Snædís Inga Rúnarsdóttir – Niðursokknasti vísindamaðurinn Alexander Freyr Óskarsson – Upplýstasti vísindamaðurinn Gréta Arnarsdóttir – Sérvitrasti vísindamaðurinn Bergljót Sunna Elíasdóttir – Frægasti vísindamaðurinn Ásdís Margrét Ólafsdóttir – Efnilegasti vísindamaðurinn Teiknimyndasamkeppni Morgunblaðið/Ásdís Náttúrulegustu vísindamennirnir eftir Fríðu Theodórsdóttur.Upplýstasti vísindamaðurinn eftir Alexander Frey Óskarsson. Frumlegasti vísindamaðurinn eftir Þóri Pétur Pétursson Sérvitrasti vísindamaðurinn Tíu myndir hlutu verðlaun í teiknimyndasamkeppni Rannís. laugardagur 30. 9. 2006 börn HRESSIR VÍSINDAMENN FJÖLBREYTTUR HEIMUR VÍSINDANNA ENDURSPEGLAST Í TEIKNINGUM BARNANNA „Ég var svolítið spennt,“ segir Snædís » 3 Einbeittasti vísindamaðurinn eftir Andreu Sif Sigurðardóttur. – Er konan þín listhneigð? – Já, það er hún. Henni er algjörlega sama um hvernig kök- urnar hennar eru á bragðið svo framarlega sem þær séu fal- legar. Einn góður …

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.