Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 19 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ALLT var upp í loft í gær á heims- meistaramótinu í skák milli Rússans Víktor Kramníks og Búlgarans Ve- selin Topalovs og alls ekki víst, að því yrði haldið áfram. Var ástæðan sú, að Topalov og aðstoðarmenn hans báru fram formlega kvörtun vegna tíðra klósettferða Kramníks meðan á skákunum stóð, allt að 50 í hverri skák, en á salernunum eru engar eftirlitsmyndavélar. Höfðu stórmeistararnir báðir í hótunum um að hætta einvíginu. Einvígi þeirra Kramníks og Topa- lovs fer fram í Elista, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmýkíu, og hafa fyrstu fjórar skákirnar farið þannig, að Kramník hefur sigrað í tveimur og tveimur lauk með jafntefli. Í gær átti að taka til við fimmtu skákina af alls 12 en það dróst vegna kvörtunar Topalovs og aðstoðarmanna hans til áfrýjun- arnefndar FIDE, Alþjóðaskáksam- bandsins. Í því segir meðal annars: „Eftir hvern leik fer Kramník í hvíldarherbergi sitt og þaðan á kló- settið. Í hverri skák til þessa hefur hann farið 25 sinnum í hvíldarher- bergið og 50 sinnum á klósettið. Þar eru engar eftirlitsmyndavélar. Sam- bærilegar tölur fyrir Topalev eru átta sinnum í hvíldarherbergið og fjórum sinnum á klósettið. Tökum dæmi úr þriðju skákinni: 15.54 – Kramník leikur 15. leik 15.55 – Fer á klósettið 15.56 – Kemur af klósettinu 15.57 – Fer á klósettið 15.59 – Kemur af klósettinu 16.03 – Fer á klósettið 16.04 – Kemur af klósettinu 16.07 – Kemur og leikur 16. leik. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig í öllum skákunum og því er eðli- legt að spyrja: Hve oft þarf að fara á klósettið í venjulegri skák? Svarið er í mesta lagi 5 til 10 sinnum, ekki 50 sinnum.“ Í bréfinu segir Topalov eða fulltrúi hans, að þessar tíðu klósett- ferðir Kramníks séu ekki bara und- arlegar, heldur beinlínis grunsam- legar, og þess er krafist, að skákmönnunum verði bannað að nota klósettin í hvíldarherbergjun- um. Þess í stað noti þeir almennings- salerni í húsinu og verði fylgt þangað í hvert skipti. Keppendur noti sama klósettið Áfrýjunarnefnd FIDE tók kvört- unina fyrir í gær og komst að þeirri niðurstöðu, að klósettferðir Kram- níks væru að vísu eitthvað orðum auknar en samþykkti samt að banna skákmönnunum að nota klósettin í hvíldarherbergjunum. Skyldu þeir fara á almenningssalernið, sem yrði þá frátekið fyrir þá eina. Topalov og hans menn voru ekki ánægðir með þennan úrskurð og bentu á, að samkvæmt honum gæti Kramník farið eftirlitslaus á nýja klósettið svo oft sem hann vildi. Lág- markskrafa væri, að skákmönnun- um yrði fylgt á klósettið hverju sinni. Topalov tók fram, að yrði tryggt, að engum brögðum væri beitt, væri hann tilbúinn til að halda einvíginu áfram en hann myndi hins vegar ekki taka í hönd Kramník fyrir leiki. Viðbrögð Kramníks og aðstoðar- manna hans við kvörtun Topalovs og úrskurði áfrýjunarnefndarinnar voru afar hörð. Segir Kramník, að um sé að ræða freklega móðgun við persónu sína og minnir á, að um nú- verandi aðstöðu hafi verið sérstak- lega samið við FIDE. Ástæðan fyrir tíðum klósettferðum sé sú, að honum finnist gott að ganga um er hann hugsar um skákina. Hvíldarherberg- ið sé lítið og því gangi hann fram og aftur um það og klósettið líka. Hættur nema allt verði óbreytt Kramník og aðstoðarmenn hans segja, að Topalov hafi í sínu liði dul- sálfræðing og fleira fólk, sem virðist ekki hafa annað hlutverk en að trufla og móðga Kramník og alveg sérstak- lega vegna þess, að honum hafi gengið betur en Topalov til þessa. Segir Kramník, að þetta gangi þvert gegn siðareglum FIDE og hann sak- ar áfrýjunarnefndina um að ganga erinda Topalovs. Vegna þess sé henni ekki treystandi og skipta verði nú þegar um alla nefndarmennina. Kramník sagði að síðustu, að hann myndi ekki tefla meira fyrr en búið væri að tryggja, að staðið yrði við umsamda skilmála, það er að segja, að hann fengi að nota klósettið í hvíldarherbergi sínu þegar honum þóknaðist. Þannig stóðu leikar í gær og blés þá ekki byrlega fyrir því markmiði með einvíginu að binda enda á klofn- inginn, sem verið hefur innan skák- heimsins frá 1993. Bindur deila um klósettferðir Kramníks enda á skákeinvígið? Sagður fara allt að 50 sinnum eftirlitslaust á klósettið í hverri skák AP Tilraun til sátta Veselin Topalov (t.h.) og Vladímír Kramník tefldu fyrstu skákina í einvígi sínu 23. september sl. Þeir eru báðir 31 árs að aldri. Í HNOTSKURN » Skákheimurinn hefur ver-ið klofinn frá því Garrí Kasparov sagði skilið við FIDE árið 1993. » Síðan hafa heimsmeist-ararnir verið tveir en markmiðið með einvíginu var að binda enda á klofninginn og sameina titlana. » Búlgarski stórmeistarinnTopalov er stigahæsti skákmaður í heimi og margir spáðu honum sigri í einvíginu. Kramník gekk þó betur í fyrstu fjórum skákunum. London. AFP. | Yfirvöld í Grant- ham, heimabæ Margaret Thatc- her, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, eru andvíg því, að komið verði upp styttu af „Járn- frúnni“. Það var óháður bæjarfulltrúi í Grantham, sem átti hugmyndina um að heiðra Thatcher með þess- um hætti, og lagði hann jafnframt til, að styttunni yrði komið fyrir á miðju hringtorgi. Það er nú ein- mitt það, sem mönnum líst ekki á, en margir óttast, að styttan á þessum stað og gláp á hana geti valdið stórslysum. Þá benda þeir líka á, að Thatcher sjálf vilji ekki styttu af sér og hafi lagt til, að sín yrði best minnst með einhverju nytsamlegu, til dæmis bókasafni. Varað við Thatcher-styttu Vínarborg s: 570 2790www.baendaferdir.is 30. nóvember - 3. desember Vínarborg er mikil tónlistarborg og skartar sínu fegursta á aðventunni, enda eru jólamarkaðir á mörgum stöðum í borginni sem er nokkuð óvenjulegt. Í þessari ferð ætlum við að fara í skoðunarferð um borgina, þar sem sagan og tónlistin eru í fyrirrúmi. Skoðum Stefánsdómkirkjuna og förum í hina stórkostlegu höll Schönbrunn þar sem m.a. keisaraynjan Sisi bjó á sínum tíma. Hægt er að komast á Vínartónleika þar sem tónlist eftir Mozart og Strauss er spiluð. Gist á hinu glæsilega Radisson SAS Palais Hótel. Lúxusferð til fallegrar borgar sem hefur upp á margt að bjóða! Fararstjóri: Hin eina sanna Diddú Verð: 98.860 kr. á mann í tvíbýli. A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r Lúxus- Jólaferð Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Í REYKJAVÍK S Æ T IÐ Guðlaugur Þór www.gudlaugurthor.is gudlaugurthor@gudlaugurthor.is Opnum sunnudaginn 1. okt. kosningaskrifstofu Gu›laugs fiórs a› Lágmúla 9 Kl. 14.00-17.00: Létt tónlist leikin fyrir gesti. Sýnt úr leikritinu Hafið bláa fyrir börnin. Allir velkomnir - kaffi og veitingar. Stuðningsfólk Kraftur til framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.