Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rannveig Eiðs-dóttir fæddist í Pálsgerði í Höfða- hverfi þann 21. maí 1919. Hún lést á Svalbarðseyri 11. september 2006. Rannveig var elst sex systkina. For- eldrar hennar voru Birna Guðnadóttir, f. 16. september 1896, d. 31. maí 1993 og Eiður Árnason, f. 30. des- ember 1890, d 14. desember 1935. Systkini Rannveigar eru Þóra, f. 6. mars 1924, d. 3. des 1980. Einar, f. 26. mars 1927, d. 14. nóvember 1986, Hildur, f. 19. febrúar 1930, Hreinn, f. 17. októ- ber 1932, d. 11. febrúar 1939 og Eiður, f. 17. desember 1935. Rannveig giftist 21. desember 1941 Gunnlaugi Karlssyni, f. 15. apríl 1915, d. 3. júlí 1979. Börn þeirra eru 1) Karl Ágúst, f. 2. júní 1945. Kona hans er Oktavía Jó- hannesdóttir, f. 1958. Dætur þeirra eru María, f. 1981, Kol- brún, f. 1984 og Súsanna, f. 1988. Karl var áður giftur Sigurlínu Hreiðarsdóttur. Börn þeirra eru Rannveig, f. 1969 og Hreinn 3) Hreinn, f. 22. október 1954. Kona hans er Elsa Valdimars- dóttir, f. 20. mars 1957. Dóttir þeirra er Ingunn Elísabet, f. 1990. Synir Elsu eru Valdimar, f. 1978 og Helgi, f. 1979. Hreinn var áður giftur Valbjörgu Bergland Fjólmundsdóttur. Börn þeirra eru Indíana Ása, f. 1977, sam- býlismaður hennar er Stefán Freyr Jóhannsson, og Karl Guðni, f. 1980. Börn Helga og Brynju Möller sambýliskonu hans eru Lotta Karen og Jóhann Orri. Dætur Valdimars og Hrannar Kristinsdóttur sambýliskonu hans eru Elsa Sóllilja, Sara og Sigrún. 4) Eiður, f. 12. mars 1957. Kona Eiðs er Sigríður Sigtryggsdóttir, f. 1954. Börn þeirra eru Gunn- laugur, f. 1979, Sigríður Þóra, f. 1981 og Helga Sif, f. 1985. Dætur Gunnlaugs og Halldóru Rögnu Einarsdóttur eru Katrín Día, f. 2004 og Elín Birna, f. 2006. Rannveig bjó fyrstu árin í Páls- gerði og Sæbóli í Höfðahverfi en fluttist svo á Svalbarðsseyri þar sem hún bjó til æviloka. Hún starfaði í fjölda ára sem matráðs- kona hjá vegavinnunni og sem ráðskona hjá KSÞ. Rannveig gekk í Húsmæðraskólann á Laug- um og starfaði í síld en síðustu vinnuárin var hún í Kjarnafæði. Útför Rannveigar verður gerð frá Svalbarðskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Októ, f. 1972. Börn Rannveigar og eig- inmanns hennar Valdemars Vals- sonar eru Sara Gná, f. 1998 og Ágúst Gígjar 2001. Synir Hreins Októs og sambýliskonu hans Fanneyjar Rúnars- dóttur eru Októ, f. 2001 og Harri, f. 2004. 2) Birna, f. 10. september 1947. Maður hennar er Stefán Páll Einarsson, f. 1947 og dóttir þeirra Þóra f. 1986. Birna var áður gift Jan Hansen. Dætur þeirra eru Grete Tove Hansen, f. 1969, Rannveig Birna, f. 1972 og Maríanna f. 1975. Dætur Stefáns Páls af fyrra hjónabandi eru Stef- anía Hóm, f. 1968 og Árný Hólm, f. 1969. Dætur Grete Tove og eig- inmanns hennar Aðalsteins Sig- urðssonar eru Sveinbjörg Jana, f. 1990, Birna Karitas, f. 1994 og Marta Bríet, f. 2002. Börn Rann- veigar Birnu og eiginmanns hennar Leifs Jónssonar eru Jón Októ, f. 1995 og Lovísa Gréta, f. 1999. Sonur Maríönnu og sam- býlismanns hennar Hrafns Krist- jánssonar er Mikael Máni, f. 2004. Eftir lát ömmu eru það samveru- stundirnar við eldhúsborðið sem ég sakna mest. Að eiga aldrei framar eftir að sitja með rúgbrauð og dauft kaffi og spjalla við hana um alla heima og geima. En minningar hennar eru að nokkru leyti orðnar mínar. Ég man hvernig hún lýsti áfallinu sem hún varð fyrir ung að árum við dauða föður og bróður með stuttu millibili. Frásagnir af dugnaði lang- ömmu sem vann myrkranna á milli til að þurfa ekki að vera upp á neinn kominn og hvernig þau systkinin reyndu að leggja henni lið. Ég man lýsingar af Hótel Gullfossi, sögur úr síldinni á Siglufirði, vinnu á Árskógs- sandi, Hrísey og Eskifirði. Sögur úr húsmæðraskólanum á Laugum, af vegavinnu þar sem þau afi bjuggu í tjaldi og hún sá um matinn fyrir vinnuflokkinn. Einnig sögur af systkinum hennar og frændfólki, en oft hneykslaðist hún á mér fyrir að muna ekki eftir fólki sem dó mörgum árum áður en ég fæddist. Lifandi lýsingar á vinnunni í sláturhúsinu á Svalbarðseyri og af störfum hennar sem ráðskona í mötuneyti kaup- félagsins. Ég man líka frásagnir af tilhugalífi hennar og afa, gönguferð- um, dansleikjum og dularfullum draumförum. Áhugasvið ömmu var vítt og við gátum rætt blómarækt, framhalds- líf, fyrirboða, myrkfælni, matargerð- ,uppeldi, bækur, sjúkdóma, að ógleymdum stjórnmálum enda amma alla tíð vinstri sinnuð og stolt af því. Það eina sem við slepptum var slúður, því kjaftagang þoldi hún allt- af illa. Hvöss tilsvörin eru hins vegar ógleymanleg sem og dagskipulagið hennar og stundvísin. Þrátt fyrir mikla vinnu las amma alltaf töluvert og hlustaði mikið á út- varp. Allt fram á dánardag hafði hún ljóð á hraðbergi og krossgátur voru henni leikur einn. Útivera var henni að skapi og minningar úr ferðalögum stórfjölskyldunnar um landið og til Færeyja okkur báðum kærar. Við matargerð var hún snillingur enda mjög að hennar skapi að búa til mikið úr litlu. Ég er löngu búin að sætta mig við að komast ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana á því sviði en áhugann á mat fékk ég vissulega í arf eins og fleiri í fjöl- skyldunni. Í spjalli við ömmu var eins gott að vera alltaf viðbúinn spurningum um íslenskt mál og síðustu ár skemmti hún sér konunglega ef einhver slys- aðist í heimsókn þegar þátturinn Orð skulu standa var á dagskrá og hún gat fengið gestina til að taka þátt með sér. Stundum finnst mér það sjálfs- elska að syrgja ömmu en söknuður- inn þýðir að ég eigi góðar minningar. Þessi lokaða og hlédræga kona var tilbúin að kveðja enda samræmdist það ekki skapferli hennar að þiggja hjálp við daglegar athafnir. Ég er þakklát fyrir samverustundir okkar og gleðst yfir að hún fékk síðustu óskir sínar uppfylltar. Rannveig Karlsdóttir. Í æsku gisti ég oft hjá ömmu og afa. Þar var fyrsta heimili okkar elstu barnabarnanna og síðar átti ég eftir að búa lengi hjá henni. Aldrei fannst ömmu neitt mál að ganga úr rúmi fyrir mig þegar ég vildi fá að kúra við hlið afa. Á daginn elti ég afa eins og skugginn en til ömmu sótti ég öryggið. Í veikindum afa og eftir andlát hans dvaldi ég meira og minna hjá henni. Ömmu þótti vænt um félagsskapinn og mér fannst gott að vera hjá henni. Þá eyddum við kvöldunum í ró. Rás eitt hljómaði lágt, amma sat við lestur og aðstoðaði mig við að sauma. Nákvæmni og stundvísi voru henni í blóð borin. Ömmu var mik- ilvægt að hafa allt í röð og reglu og fannst nauðsynlegt að gera allt í réttri röð. Á því sviði skildum við hvor aðra vel. Fyrir hver jól bakaði hún alltaf sömu sortirnar, jólatréð skreyttum við saman á Þorláksmessu og hún kenndi mér að verka og steikja rjúp- ur. Öllum afkomendum sínum kenndi hún að skera laufabrauðið út fríhendis og eftir laufabrauðsgerðina var alltaf boðið upp á hangikjöt. Til fjölda ára var jólagjöfin frá þeim afa opnuð snemma á aðfangadag en þar leyndust alltaf falleg spariföt. Fjölmargir stigu sín fyrstu skref út í lífið í kjallaranum hjá ömmu. Sautján ára að aldri fluttum við tvær frænkurnar á neðri hæðina í Borg- arhóli. Aldrei skammaðist hún yfir látunum í okkur og gestum okkar. Frekar bauð hún fólki upp, gaf því að borða og spjallaði við það. Helst fann hún að því ef við sváfum of lengi fram eftir um helgar, vildi frekar njóta fé- lagsskapar okkar með morgun- kaffinu. Amma hafði mikinn áhuga á mat- argerð og trúði á mátt heilnæmrar fæðu. Í hvert sinn sem ég veiktist gaf hún mér fjallagrasaysting og allir í fjölskyldunni muna eftir eplaediks- drykknum sem gefinn var við kvefi. Mér þykir vænt um uppskriftirnar sem við skrifuðum niður í samein- ingu og ég nota óspart enda áttum við mataráhugann sameiginlegan. Reglulegar haustferðirnar í berjamó eru ógleymanlegar enda var amma mikið náttúrubarn og naut sín aldrei betur en úti við. Nestið var alltaf svo ríkulegt að það minnti á veisluborð að setjast að snæðingi. Alltaf gat ég treyst á liðsinni henn- ar í erfiðleikum. Hún reyndist mér og fleirum sem önnur móðir. Á yf- irborðinu var amma hrjúf en vænt- umþykjan skein úr gerðum hennar. Þegar ég kom heim til hennar með mitt fyrsta barn var hún búin að baka og þrífa eins og von væri á kon- unglegri heimsókn. Það var ómetan- legt að stíga fyrstu skrefin sem ný- bökuð móðir undir hennar handleiðslu. Alla tíð var hún vakin og sofin yfir velferð okkar. Nú er hún farin til fundar við afa og aðra gengna ástvini. Stórt skarð er höggvið í fjölskylduna við brott- hvarf hennar en minningin mun lifa áfram í hjarta okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma. Grete Tove Hansen. Þótt aldur og heilsa hafi bent til þess að ævi ömmu væri senn á enda fylgir dauðanum alltaf jafn mikil sorg. Það er skrýtið til þess að hugsa að það verði ekki fleiri jól haldin í Borgarhóli. Allavega ekki með henni. Þótt ég sakni hennar get ég bros- að yfir mörgum minningum og jafn- vel hlegið. Hún var sérstök kona og lét engan segja sér eitt eða neitt. Það breyttist ekkert síðustu árin þegar fjölskyldan hugsaði um hana. Þegar ég flutti norður reyndi ég að heim- sækja hana reglulega og hjálpa henni eitthvað. Lengi vel fannst henni ég ekki vita neitt, ég setti sokkana á vitlausan stað og sneri skónum öfugum. Við gátum hlegið að þessu saman, að fávisku minni og sérvisku hennar. Við deildum líka áhuga okkar á krossgátum en það var varla til það orð sem hún þekkti ekki. Þegar ég stend á gati í kross- gátu í dag hugsa ég til hennar og hvað það væri gott að geta hringt í hana og fengið smá hjálp. Þegar aldurinn færist yfir breyt- ast hlutverkaskiptin. Þeir ungu sjá um þá gömlu. Sjálfstæðri konu þykir líklega ekkert þægilegt að láta aðra stjana í kringum sig en maður reyndi að segja henni að hún hefði þegar gert svo margt fyrir okkur. Nú væri röðin komin að henni að njóta. Mörg okkar barnabarnanna bjuggum hjá henni um tíma. Ég í eitt ár þegar ég var líklega um sex ára. Þá var það hún sem kenndi mér að lesa og hugsaði um mig. Ég minnti hana á þetta þegar hún sagði „and- skotinn er að vera svona“ og vitnaði þá í ástand sitt og þá staðreynd að hún þyrfti á hjálp annarra að halda. Þrátt fyrir að vera vel að sér í ís- lenskri tungu kunni hún alveg að blóta. Mest sé ég eftir að hafa ekki hlustað betur á hana þegar hún tal- aði um æsku sína og forfeður okkar og eins að hafa ekki lært aðferðir hennar í eldhúsinu. Maður heldur bara alltaf að tíminn sé nægur. Indíana Hreinsdóttir. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Víð áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Elsku amma, nú er þinn tími hér með okkur á enda og annað tekið við. Ég veit að þú hefur það gott og ert með þeim sem hafa beðið eftir þér. Þú ert frjáls úr hömlum líkamans og getur gert það sem þú óskar. Að mér leita ótal minningar, minn- ingar um þig og mig. Þú kenndir mér svo margt, að baka skonsur og randabrauð, elda fiskibollur og gera hræring. Þú kenndir mér að pússa silfrið, þrífa þröskulda og skipta á blómum. Þú hafðir fyrir mig ógrynni af vísum og er þessi mér sérstaklega minnisstæð, enda ræddum við oft hvað þetta væri góð vísa: Unga smáa auðalín að því skaltu gæta að láta ei æskuárin þín ellidaga græta. Ég veit að þú munt fylgjast með mér áfram, þú varst alltaf svo áhuga- söm um það sem ég var að gera. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, elsku amma mín. Hvíl í friði, þín, Þóra. Amma mín var með fallegt kast- aníubrúnt hár og blá augu. Hún hafði stór og stæðileg gleraugu sem henni þótti afar vænt um. Amma hafði líka fallegar hvítar tennur, það er örugg- lega vegna þess hve hún var dugleg að borða hollan mat öll þessi ár. Sætabrauð át hún ekki, heldur suss- aði hún á þau sem það átu. Hún borð- aði heldur aldrei kjúkling, því hún átti hænsnabú fyrir nokkrum árum og þótti vænt um pútturnar sínar. Hún var lagin við matargerð og kenndi mörgum konum í ættinni að elda og baka. Hún amma var mjög sjálfstæð, vildi gera allt sjálf og hreinskilin var hún. Einnig var hún mjög dugleg, byrjaði að vinna á unga aldri. Hún missti föður sinn aðeins 16 ára, þá hjálpaði hún móður sinni, sem var barnshafandi, við húsverkin og að passa systkini sín. Ömmu fannst gaman að gera krossgátur, hún elskaði að fara í berjamó, henni fannst haustlitirnir svo fallegir, og henni fannst gott að fara í sund en gat það ekki síðustu árin vegna heilsubrests. En ekki má nú gleyma því að amma kunni óend- anlega mikið af vísum og talaði hún góða íslensku. Einu sinni var ég að segja henni að ég væri að fara að læra frönsku í skólanum, en hún sagðist bara kunna þýsku og þá sagði hún við mig Ich liebe dich“. En í minningunni man ég eftir henni sitjandi við eldhúsborðið, með mjólkurfernuna sína og sveskjurnar, hlustandi á útvarpið og fara með vís- ur. Ég held að henni hafi liðið mjög vel. Þótt söknuður sé mikill þá er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með henni. Ég er pottþétt á því að amma muni fylgjast með okkur. ,,Þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgöng- una.“ Ingunn Elísabet. Okkur systrum langar að kveðja kæra föðursystur okkar Rannveigu Eiðsdóttur hér með nokkrum orðum. Ranna var frænkan að norðan sem kom við og við til Reykjavíkur meðan heilsa leyfði og dvaldi þá hjá okkur. Þetta voru skemmtilegar heimsókn- ir og oft var mikið hlegið enda hafði frænka okkar gott skopskyn og sagði skemmtilega en ákveðið frá. Eitt sinn hitti það á að Ranna var í bænum í desember og smellti sér þá í það stórvirki að kenna okkur Sunn- lendingum að baka laufabrauð við mikinn fögnuð pabba sem saknað hafði þessa góða norðlenska siðs. Alltaf er hugsað til Rönnu ár hvert þegar laufabrauð er skorið og farið er að hennar reglum í einu og öllu. Ekki var síður gaman að koma til hennar á Svalbarðseyri þegar við fjölskyldan lögðum land undir fót og heimsóttum Norðurland. Við eldhús- borðið í Borgarhól var borðað af öll- um sortum og norðlenska soðna brauðinu gerð góð skil. Frænka okkar átti góða að enda átti hún marga afkomendur. Stór- huga hópur ber glöggt merki upp- runa síns – kraftmikillar konu sem gustaði af. Hvíldu í friði, frænka, Sigríður, Birna og Ellen María Einarsdætur. Fyrir skömmu var ég í Nepal og slóst í hóp með nokkrum öðrum til að fá nasaþef af fjöllum, sem gera þau íslensku að hálfgerðum þúfum. Leið- sögumaður hópsins var þrítug tveggja barna móðir og ekkja eftir mann sem týndi lífinu í þeim hild- arleik sem hrjáð hefur þetta fátæka land árum saman. Hún er fædd og uppalin í fjöllunum og virtist þekkja þau betur en ég handarbökin á mér. Hún talaði þokkalega ensku og var óspar á upplýsingarnar um leið og hún notaði tækifærið til að fræðast af okkur, í senn örlátur kennari og fróðleiksþyrstur nemandi. Þegar ég svo spurði hana hvaða menntun hún hefði, kom í ljós að bróðir hennar hafði kennt henni að lesa þegar hún var komin á unglingsaldur. Það var öll skólagangan. Eftir að hún missti manninn sinn hafði hún verið svo heppin að velgerðarfélag bauð henni stutt námskeið í fjallaleiðsögn fyrir útlendinga svo hún gæti unnið fyrir sér og börnunum. Þegar hún fór í fyrstu ferðina sagðist hún hafa kunn- að um tuttugu orð í ensku, en þau hefðu líklega verið orðin fjörutíu þegar ferðinni lauk. Og þegar við Rannveig Eiðsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.