Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 31 ns lands. t frá því unni til, s og a breyt- unu menn eið frá r til skip- nýja ssonar, apríl nd til að öryggis- rslu í ið föstu, r sé TO né arn- ndaríkj- gar taki gum. varð sam- ndanna með því var er og tek- Banda- var ís- mars breyt- rsamn- henni, fur verið andi brott r í dag. rnarsam- amanna á ið tals- ds og mræmi tt sæta raun ekki æði ís- við vild- il eilífð- daríkin. Nú hefur þessi málflutningur gengið sér til húðar eins og svo margt annað, sem andstæðingar þessa farsæla friðarsamstarfs hafa sagt. Meðal málsvara varnarsam- starfsins hefur ekki alltaf ríkt sam- staða um stefnuna gagnvart Bandaríkjastjórn. Sumir í okkar hópi vildu, að Bandaríkjamenn greiddu leigu fyrir aðstöðu sína hér. Við, sem vorum ósammála „aronskunni“ eins og þessi stefna var kölluð, þótti ekki sæmandi að gera öryggi þjóðarinnar að féþúfu, auk þess sem við töldum, að með of miklum efnahagslegum tengslum yrði erfiðara en ella að sjá á bak varnarliðinu, þegar það hyrfi af landi brott. Efnahagur íslensku þjóðarinnar hefur batnað jafnt og þétt, frá því varnarliðið kom og Íslendingar voru meðal þeirra þjóða, sem fengu hvað mestan fjárhagslegan stuðning undir merkjum Marshall- aðstoðarinnar. Raunar má segja, að með tilliti til efnahagsáhrifa af brottför varnarliðsins hefði ekki verið unnt að velja heppilegri tíma en þá, sem við nú lifum. IV. Á tímum kalda stríðsins byggð- ist varnarstefna Vesturlanda á framvörnum. Herafla var skipað þannig, að með skömmu viðbragði væri unnt að bregast við árás og síðan mundu átök stigmagnast, þar til gripið yrði til kjarnorkvopna, ef í nauðir ræki. Í samræmi við þessa stefnu var óvígur her í Vestur- Þýskalandi og lagt höfuðkapp á að snúast gegn sókn af Kólaskaga út á Norður-Atlantshaf eins norð- arlega og fært þótti. Nú byggist varnarstefna Vest- urlanda á því að unnt sé að bregð- ast við hættu, sem getur verið af margvíslegum toga og er herafl- anum skipað samkvæmt því, hann er sveigjanlegur og hreyfanlegur. Hið nýja samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um framkvæmd varnarsamningsins tekur mið af þessu nýja hættumati. Hluta hins hreyfanlega herafla er ætlað það sérstaka hlutverk að gæta öryggis Íslands og um það liggja fyrir áætlanir, sem hafa verið kynntar íslenskum stjórnvöldum. Að mínu mati er þetta viðunandi niðurstaða á langvinnum við- ræðum fulltrúa þjóðanna um fram- kvæmd varnarsamningsins. Ákvæði um reglulegt samráð bæði stjórnmálamanna og embættis- manna í hinu nýja samkomulagi er mikilvægur liður í að tryggja kynningu á íslenskum sjón- armiðum gagnvart hinum aðila samningsins. Í öllu samstarfi er mikilvægt að leggja rækt við slíka þætti. Þá er það mikilvægur liður í þessu samkomulagi við Banda- ríkjamenn, að þar er veitt afdrátt- arlaust pólitískt umboð til sam- starfs lögreglustofnana landanna og landhelgisgæslu og strand- gæslu. Þetta samstarf verið fyrir hendi um langt árabil en nú er það rammað inn í samkomulag, sem ríkisstjórnir landanna gera. V. Samkomulagið við Bandaríkja- stjórn lýtur aðeins að hluta þess, sem hafa þarf í huga, þegar brugð- ist er við hættu nú á tímum og þeg- ar stjórnvöld gera ráðstafanir til að tryggja öryggi borgara sinna. Hættan um þessar mundir felst ekki í því, að ríki hafi uppi áform um að beita herafla sínum til að færa út landamæri sín í Evrópu. Hættan stendur hinum almenna borgara mun nær og felst í því, að innan einstakra ríkja kunna að leynast einstaklingar eða hópar manna, sem vilja vinna sam- borgum sínum tjón. Franska ríkisstjórnin gaf nýlega út skýrslu um öryggisráðstafanir gegn hryðjuverkum í Frakklandi. Þar er hættan greind á þann veg, að Frakkar geti búist við viðvar- andi hættu af ofbeldisverkum, sem undirbúin séu með leynd og unnin af einstaklingum eða samtökum þeirra en ekki af fulltrúum ein- hverra ríkja og þess vegna sé erf- iðara en ella að sjá þau fyrir. Ódæðismennirnir stjórnist af hug- myndafræði í þágu alþjóðlegs mál- staðar, sem eigi sér sögulegar ræt- ur. Eitt af markmiðum þeirra sé að drepa eins marga franska borgara – eða útlendinga í Frakklandi – og kostur sé. Allar árasir þjóni mál- staðnum. Mestu skipti, að þær hafi sem þyngst sálræn áhrif á rík- isvaldið og allan almenning. Í tilefni af lyktum viðræðnanna við Bandaríkin gaf íslenska rík- isstjórnin út yfirlýsingu um að- gerðir, sem hún mun vinna að í því skyni að treysta og efla öryggi þjóðarinnar. Við endurskoðun laga um al- mannavarnir verður hugað að því að koma á fót miðstöð, þar sem tengdir verði saman allir aðilar sem koma að öryggismálum innan- lands, hvort heldur vegna nátt- úruhamfara eða vegna hættu af mannavöldum. Samstarf lögreglu, landhelg- isgæslu, slökkviliða og björg- unarsveita verður aukið, þannig að tryggja megi þátttöku varaliðs hvarvetna þar sem þess kann að verða þörf í landinu. Á vettvangi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur verið farið yfir hugmyndir um skipulag og skipan slíks vara- liðs, en án lagaheimilda verður ekki ráðist í að koma því á fót. Tryggt verður að íslensk yf- irvöld hafi lögheimildir til náins samstarfs við stjórnvöld og al- þjóðastofnanir, þar sem skipst er á trúnaðarupplýsingum. Hér er um það að ræða, að hér á landi starfi öryggis- og greiningarþjónusta innan embættis ríkislögreglu- stjóra, sem hafi ótvíræðar heim- ildir til samstarfs við sambæri- legar stofnanir annarra landa. Án upplýsinga af því tagi, sem slíkar stofnanir afla, er tómt mál að tala um nægilega burði íslenskra yf- irvalda til að standa undir þeim kröfum, sem til þeirra ber að gera. Unnið verður að því að koma á öflugu, öruggu fjarskiptakerfi, Tetra kerfi, sem nær til landsins alls. Þetta kerfi er nú nýtt á höf- uðborgarsvæðinu og í rúmlega 200 km radíus frá því, á Ísafirði og Ak- ureyri. Markmiðið er að sendum verði fjölgað nægilega til að kerfið nýtist sem öryggistæki fyrir alla landsmenn. Innan skamms fær Landhelg- isgæsla Íslands þriðju þyrluna og undir lok október hina fjórðu. Nú er verið að skoða tilboð í smíði nýs varðskips og leitað hefur verið til- boða í nýja flugvél fyrir landhelg- isgæsluna. Stefnt er að því að efna hinn 2. nóvember næstkomandi til alþjóðlegrar ráðstefnu sérfræð- inga til að ræða áhrif þeirra breyt- inga, sem verða vegna sífellt fleiri ferða risaolíuskipa og gasflutn- ingaskipa frá Barentshafi til Norð- ur-Ameríku, á öryggi á Norður- Atlantshafi og þar með verkefni landhelgisgæslunnar. VI. Hér hefur saga varnarsam- starfsins verið rakin í stuttu máli, lýst hefur verið megininntaki sam- komulags Íslands og Bandaríkj- anna um fyrirkomulag varnarmála við brotthvarf varnarliðsins og lýst auknum verkefnum íslenskra stofnana á sviði öryggismála. Á tímum kalda stríðsins og raun- ar allt fram á þennan dag hafa um- ræður um íslensk öryggis- og varn- armál öðrum þræði tekið mið af þeirri trú sumra stjórnmálamanna, að önnur lögmál í öryggismálum gildi um Ísland en önnur lönd. Hér þurfi ekki að gera sambærilegar ráðstafanir á þessu sviði og gerðar eru í öðrum löndum. Ég hef jafnan andmælt þessum sjónarmiðum og talið þau byggjast á óskhyggju en ekki raunsæju mati á stað- reyndum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft sögulegu forystuhlutverki að gegna við mótun og framkvæmd ábyrgrar íslenskrar stefnu í utan- ríkis- og öryggismálum. Sjálfstæð- isflokknum má enn treysta til þess- arar forystu eins og góður árangur í þessum áfanga sýnir. Brýnt er, að á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og undir forystu hans verði áfram hugað að farsælli stefnu um stöðu Íslands í alþjóðasamstarfi og bestu og skynsamlegustu leiðum til að tryggja öryggi þjóðarinnar. ryggið ber að tryggja » Brýnt er, að á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og undir forystu hans verði áfram hugað að farsælli stefnu um stöðu Íslands í alþjóðasamstarfi … Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. g að nd- koma u að fi fólk lokks- n þar að al- m yngri st allar frá m í sím- g það ð að kkinn. ór r hann nnum mið m sjálf- ja árás i verið pi. rvöll óð- a í mörg- ki róað- und rna tillt gginn, um ta vel u fyrir ð þeim ra lþing- a dag rr en kki dómsmálaráðherrans vopnuð bareflum og með hjálma á höfði ruddist út úr þinghúsinu og tók að berja hvern þann sem fyrir varð í sama mund og lögreglan kastaði táragasi á mannfjöldann. Þá tóku ýmsir á móti og voru sumir dæmdir fyrir það. Þetta er vert að rifja upp í til- efni að skrifum Þórs um vopna- búr kommúnista. Þær víðtæku persónunjósnir með símahlerunum og skrásetn- ingu á skoðunum og lífshlaupi hundraða ef ekki þúsunda manna, sem Þór gerir grein fyrir og virð- ist stoltur af, voru stundaðar ára- tugum saman eins og nú hefur verið upplýst og prófessorinn staðfestir. Frumkvæðið hafði sjálfur dómsmálaráðherrann og sérvaldir trúnaðarmenn hans inn- an lögreglunnar unnu verkið. Að sögn Þórs var það ekki aðeins ráðherrann sem fékk í hendur upplýsingar er þannig var aflað heldur líka sendiráð Bandaríkj- anna við Laufásveg. Lýsingin sem Þór gefur á allri þessari starfsemi minnir helst á ástandið í Bandaríkjunum á McCarthy tímanum þegar stjórn- völd þar vestra sáu kommúnista í hverju horni og spöruðu ekki of- sóknir á hendur öllum sem þau höfðu grunaða um vafasamar skoðanir. Það var þá sem varn- armálaráðherra Bandaríkjanna hrópaði: „Rússarnir koma, Rúss- arnir koma,“ stökk síðan út um glugga og framdi þannig sjálfs- morð. Allri skýrslugerð snuðr- aranna fyrir bandaríska sendi- ráðið mætti einnig líkja við persónunjósnir STASI í Austur- Þýskalandi á sínum tíma. En hver varð eftirtekjan hér af öllum þessum símahlerunum og langvarandi persónunjósnum? Leiddu þær í ljós að menn væru að safna að sér vopnum eða ógn- uðu með öðrum hætti öryggi rík- isins? Sýndi sig að einhverjir sem hlerað var hjá sinntu njósna- starfsemi fyrir Rússa? Svarið við öllum slíkum spurn- ingum er nei og aftur nei. Eða dettur nokkrum í hug að dóms- málaráðherrann og „öryggisþjón- ustan“ í lögreglustöðinni hefðu stungið þvílíkum upplýsingum undir stól og látið vera að nota annan eins hvalreka á pólitíska andstæðinga sína? Hjákátlegastur er svo lokakafl- inn í þessu sorglega leikriti, það að öll gögnin hafi verið brennd árið 1976 af því að helsti trún- aðarmaður dómsmálaráðherrans hjá lögreglunni hélt sig vera að verða hæstaréttardómara. Fari Þór Whitehead rétt með hvað þetta varðar sýnir það svo ekki verður um villst að spæjararnir töldu sér ekki henta að leyni- skýrslur þeirra yrðu dregnar fram í dagsljósið. En er eðlilegt að einn lög- reglustjóri láti kveikja í gögnum embættis síns, sem varða meintar ógnir við öryggi ríkisins, af því hann heldur sig vera að hverfa úr starfi og nýr maður að taka við? Svo er að sjálfsögðu ekki. Brenn- an sýnir að hið mikla leynd- arskjalasafn var hvorki eign lög- reglustjóraembættisins né íslenska ríkisins heldur einkaeign örfárra útvalinna vina dóms- málaráðherrans. Íslensk tunga á mörg orð yfir slíkan hóp en ég veigra mér við að nota þau vegna þess að ég tel að nú skipti mestu máli að hófsamir menn í öllum stjórnmálaflokkum taki höndum saman um að leggja á borðið það sem enn er þó eftir af gögnum um hleranirnar og sameinist um að forða því í bráð og lengd að þau ósköp sem Þór Whitehead lýsir verði endurtekin. ead ft- öll- er- ndi Höfundur er fyrrverandi ritstjóri og fyrrverandi alþingismaður. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, opnaði í gær nýjan ör- tæknikjarna í HÍ, sem er sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Um er að ræða 200 m² rannsóknaraðstöðu í húsi verkfræði- og raunvís- indadeildar (VR III) við Suðurgötu. Í þessu rými hefur m.a. verið inn- réttað 50 m² hreinherbergi, en það er aðstaða þar sem rykmengun í andrúmslofti er haldið í lágmarki. Þetta er nauðsynlegt þegar fram- leiða á hluti sem eru jafn stórir eða minni en einstök rykkorn. Stærstu áfangarnir byggja á þekkingu á hinu smæsta Við opnunina minnti Kristín á að í al- þjóðlega rannsóknarumhverfinu væri nú búist við því að stærstu áfangarnir byggist í vaxandi mæli á aukinni þekkingu á hinu smæsta. „Nanótækni eða örtækni er ört vax- andi þekkingarsvið um allan heim,“ sagði Kristín og benti á að smætt- unarforskeytið „nanó“ væri ættað úr grísku, en gríska orðið „nanos“ þýð- ir dvergur. „En þótt tæknin sé kennd við dvergstærðir eru vænt- ingar okkar um árangur risavaxn- ar,“ sagði Kristín Benti hún á að í upphafi hefði nanótæknin að mestu verið bundin við eðlisfræði og efnavísindi, en hefði nú einnig rutt sig til rúms í heilbrigðis- og lífvísindum. „Hagnýt- ing örtækninnar byggir þannig í auknum mæli á þverfræðilegu sam- starfi og samvinnu milli háskóla, stofnana og fyrirtækja.“ Að sögn Kristjáns Leóssonar, vís- indamanns við Raunvísindastofnun HÍ, markar opnun kjarnans áfanga í umfangsmikilli tækjauppbyggingu í örtækni (míkró- og nanótækni) á Ís- landi sem staðið hefur frá árinu 2004, með þátttöku stjórnvalda, HÍ, Raunvísindastofnunar Háskólans, Iðntæknistofnunar, Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins og Háskólans í Reykjavík. Segir hann tækjakosti hafa verið deilt á tvo ör- tæknikjarna og er annar þeirra í HÍ en hinn á Iðntæknistofnun. Morgunblaðið/Ásdís Vígsla Kristín Ingólfsdóttir rektor klippti á þar til gerðan borða og vígði með því hinn nýja örtæknikjarna HÍ. Við hlið hennar er Kristján Leósson, vísindamaður hjá Raunvísindastofnun HÍ og umsjónarmaður hreinherbergisins. Ört vaxandi þekkingarsvið Í HNOTSKURN »Örtæknikjarninn mun nýt-ast í rannsóknum í eðl- isfræði, efnafræði, verkfræði og lífvísindum. »Þegar hafa nokkur íslensksprotafyrirtæki lýst áhuga á samstarfi við örtæknikjarn- ann. »Ráðgert er að heildar-fjárfesting í tækjabúnaði fyrir örtæknikjarna annars vegar í HÍ og hins vegar á Iðn- tæknistofnun fyrir árin 2004– 2007 muni nema um 150 millj- ónum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.