Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 46
Staðurstund Opnunarmynd alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar fjallar um El- ísabetu II og fær fjórar stjörnur frá gagnrýnanda. » 48 kvikmynd Platan Romm Tomm Tomm kemur út í dag en hún hefur að geyma frumsamda tónlist Tóm- asar R. Einarssonar. » 48 tónlist Nýja platan frá hljómsveitinni Reykjavík! fær fimm stjörnur, fullt hús, hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins. » 50 tónlist Flóki Guðmundsson fjallar um kasakska sjónvarpsmanninn Borat sem ekki er allur þar sem hann er séður. » 51 af listum Madonna kemst í nýjasta hefti Heimsmetabókar Guiness sem tekjuhæsta söngkona í heimi og tekur við af Britney Spears. » 50 fólk |laugardagur|30. 9. 2006| mbl.is Heljarinnar Queen-hátíð erhaldin nú um helgina áskemmtistaðnum Pla-yers í Kópavogi. Það er að sjálfsögðu aðdáendaklúbbur Queen hér á landi sem stendur að baki hátíðinni en klúbburinn heldur um þessar mundir bæði upp á 10 ára afmæli sitt og 60 ára afmæli Freddys Mercurys, fyrrverandi söngvara Queen, sem lést úr eyðni árið 1991. Aðalsprauta Queen-klúbbsins er Sigurður Sigurgeirsson en hann varð undireins aðdáandi Queen þegar hann heyrði lagið „Bohemian Rhap- sody“ aðeins 13 ára gamall árið 1976. „Queen hefur fylgt mér allar götur síðan. Ég hef gifst, eignast börn og gengið í gegnum fjölmargar breyt- ingar á lífsleiðinni en Queen hefur alltaf verið til staðar. Mér tókst mjög fljótlega að smita systur mína og mág af Queen-áhuganum og svo ákváðum við sumarið 1996 að stofna klúbbinn – sama ár og Freddy Merc- ury hefði orðið fimmtugur.“ Féll eins og alki við fyrsta lag Hvað er það við Queen sem heillar þig? „Ég veit það eiginlega ekki. Það var bara eitthvað sem gerðist. Ætli þetta sé ekki eins og með alkana sem falla við fyrsta sopa, ég féll við fyrsta lag og kemst ekki út úr þessu.“ Hver er besta Queenplatan? „Þær eru náttúrlega allar mjög góðar en meistarastykkið er að sjálf- sögðu A Night at the Opera. Svo held ég mikið upp á A Kind of Magic.“ En það er ekki bara tónlistin sem heillar, tískan og áran í kringum bandið heillar líka, ekki satt? „Jú, tískan spilar stóra rullu og þar er Freddy Mercury kannski áhrifamestur. Maður tekur til dæmis eftir því núna þegar við erum að halda þessa hátíð að þeir sem klæða sig upp (og það gera þónokkrir) leita oftast í fataskáp Freddys Mercurys. Ég veit til dæmis um nokkra sem voru á dögunum í Taílandi og notuðu tækifærið til að láta sérsníða á sig búning.“ Brian May veit af klúbbnum Vita eftirlifandi meðlimir Queen að það er aðdáendaklúbbur hér á landi? „Brian May [gítarleikari] veit það alla vega. Ég fór á tónleika með Queen og Paul Rodgers í fyrrasumar og hitti þá Brian May baksviðs. Ég kynnti mig og sagði honum frá klúbbnum og honum þótti þetta allt mjög merkilegt. Hann skrifaði svo fyrir mig kveðju til klúbbsins sem við geymum eins og gull,“ segir Sig- urður og hlær. Afmælishátíðin hófst formlega í gær þegar hollenska Queen-bandið Miracle lék á Players en í dag fer að- aldagskrá hátíðarinnar fram. Með- limir klúbbsins hittast þá yfir tónlist og myndböndum hljómsveitarinnar en um kvöldið verður síðan blásið til tónleika þar sem Miracle stígur aftur á svið ásamt Freddy Mercury Ís- lands, sjálfum Eiríki Haukssyni. Dansleikurinn er öllum opinn. Queen-arar sameinist Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmælisbörn Stofnmeðlimir Queen-klúbbsins sem fagnar tvöföldu afmæli. Sigurður Sigurgeirsson, Vilborg Hjaltested, Margrét Sigurgeirsdóttir og Tómas Jóhannesson. Queen-hátíð verður á Players um helgina. BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur gengið frá samningum um útgáfu á nýrri glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Grikk- landi og Póllandi. Fyrir utan heimalönd for- laganna verður bókin m.a. sett á markað í Ástralíu, Austurríki, Indlandi, Kanada og allri rómönsku Ameríku þar eð víðtækur söluréttur er tryggður í sumum samning- anna. HarperCollins gefur bókina út í Bandaríkjunum og Kanada Yrsa leggur um þessar mundir lokahönd á nýju bókina sem er önnur glæpasaga henn- ar. Sú fyrsta, Þriðja táknið, varð ein sölu- hæsta bók ársins 2005 hérlendis og fer nú á markað á 24 tungumálum í yfir eitt hundrað löndum í öllum byggðum heimsálfum Það er forlagið Santillana sem gefur hina óútgefnu bók út á Spáni. Santillana er einn- ig með dótturfélög í öllum löndum hins spænskumælandi heims. Í fyrstu verður glæpasagan gefin út á þess vegum í Mexíkó, Kólumbíu, Argentínu og Chile en hin löndin þrettán munu fylgja í kjölfarið. Það var næststærsta bókaútgáfa Bret- lands sem tryggði sér í fyrra réttinn að út- gáfunni þarlendis, Hodder Headline. Fær útgáfurisinn einnig útgáfu- og sölurétt á bókum Yrsu í gjörvöllu breska heimsveld- inu. Í Bandaríkjunum og Kanada er það Har- perCollins sem gefur söguna út, eins og reyndar Þriðja táknið, forlagið Sperling & Kupfer hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Ítalíu og Fischer-forlagið í Þýskalandi. Þriðja táknið kemur út á Ítölsku í lok októ- ber og nýja bókin að ári. Nýja bókin er væntanleg í verslanir á Ís- landi í nóvember. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Veröld fjallar hún um óhugnanlegt morð sem er framið á nýju heilsuhóteli á Snæfellsnesi sumarið 2006. Þar sem hótelið stendur var áður bóndabær og kemur í ljós að hann á sér forsögu reim- leika. Grunur fellur á eiganda hótelsins og ræð- ur hann Þóru Guðmundsdóttur sem lög- mann, en hana þekkja lesendur Þriðja táknsins. Eftirgrennslanir Þóru leiða í ljós að fyrir mörgum áratugum áttu sér stað hörmulegir atburðir á bænum er hafa alla tíð legið í þagnargildi. Bókmenntir | Útgáfurétturinn að óútgefinni glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur selst vel Samningar tryggja dreifingu bókarinnar um víða veröld Morgunblaðið/Einar Falur Lesin um allan heim Óútkomin glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur verður þýdd á ýmis tungumál og dreift um veröld víða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.