Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞEIR SEGJA AÐ ÞESSI MYND SÉ SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VIÐ ERUM FJÖLSKYLDA ER ÞAÐ EKKI? JÁ, Á MJÖG RANGAN OG SORGLEGAN HÁTT AÐ VERA MEÐ BARNA- PÍU HEFUR GERT MIG AÐ ÖÐRUM MANNI ÞÉR FINNST ÞAÐ BARA KALLI... ÞÚ ERT NEFNILEGA ALLTAF AÐ LEITA EFTIR STÖÐUTÁKNUM... ÞÚ VILT BARA EITTHVAÐ SEM LÆTUR KRAKKANA Í HVERFINU LÍTA UPP TIL ÞÍN ÞÉR HEFÐI GENGIÐ BETUR MEÐ ÁRITUÐUM HAFNABOLTA KALVIN, VEISTU HVAÐA DAGUR ER? NEI, HVAÐA DAGUR ER Í DAG? MJÖG MERKILEGUR DAGUR VÁ, Í ALVÖRUNNI! SEGÐU MÉR! VILTU AÐ ÉG SEGI ÞÉR? SEGÐU MÉR! SEGÐU MÉR! GERÐU ÞAÐ !!! ÉG DAG ER DAGURINN SEM ÞÚ FERÐ Í BAÐ! SUMT GAMALT FÓLK ER ALLTAF AÐ VÆLA YFIR ÞVÍ AÐ KRAKKARNIR ÞEIRRA KOMI ALDREI AÐ HEIMSÆKJA ÞAU. ÞETTA FÓLK FÆR MIG BARA TIL ÞESS AÐ HLÆJA MÉR VAR SAGT AÐ EF ÉG VILDI EIGA FARSÆLT HJÓNABAND ÞÁ ÞYRFTI ÉG AÐ VINNA Í ÞVÍ... OG TRÚÐU MÉR... ÉG HEF EKKI GERT ANNAÐ Í ÞESSU HJÓNABANDI EN AÐ VINNA! ÉG ER AÐ FARA FRÁ ÞÉR CLARK! OG Á MEÐAN ÉG MAN... NÆRBUXURNAR EIGA AÐ VERA UNDIR BUXUNUM! ÉG ÞORI EKKI AÐ FARA Í VINNUNA Á MORGUN. HVAÐ ÆTLI FÓLK SEGI EIGINLEGA UM HÁRIÐ Á MÉR? EKKI LÁTA SVONA, ÞAÐ ER EKKERT AÐ HÁRINU Á ÞÉR ÞÉR FINNST ÞAÐ BARA VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT KARL- MAÐUR. ÉG VIL BARA AÐ ÞÚ SETJIR ÞIG Í ÞETTA HLUTVERK JÆJA HÆ ADDA, ROSALEGA ER FÍNT Á ÞÉR HÁRIÐ TAKK, MIG LANGAÐI BARA AÐ BREYTA TIL ÉG GET EKKI HÆTT ÁN KÓNGULÓARMANNSINS ER ENGIN MYND... ...OG LEIKFERILLINN ÞINN FER Í VASKINN EF ÞÚ HELDUR AÐ HANN SKIPTI MIG MEIRA MÁLI EN ÞÚ... ÞÁ ÞEKKIRÐU MIG EKKI NÓGU VEL, ÞRÁTT FYRIR AÐ HAFA VERIÐ GIFTUR MÉR Í NOKKUR ÁR Sveitasöngvarinn Keith Urbanhefur lýst því yfir að hann og kvikmyndaleikkonan Nicole Kid- man hafi fengið bakþanka nokkrum vikum fyrir brúðkaup sitt í júní. „Við þurftum að takast á við spurninguna: Erum við að gera það rétta? segir hann í viðtali við breska blaðið Daily Mirror. Hann segir þau þó hamingjusamari en nokkru sinni fyrr og að hann hafi getað veitt Kidman umhverfi sem hún geti blómstrað í. Fólk folk@mbl.is Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Hverjir bjuggu í skálanum? Verkefnið fólst í því að kynn-ast högum íslenskrafræðimanna sem búa ogstarfa erlendis, og varpa ljósi á hvernig starfsferill þeirra hef- ur þróast og ekki síst hvaða áhrifa- þættir stýra vali þeirra á búsetu- landi,“ segir Páll Rafnar Þorsteinsson um nýja rannsókn þar sem grafist er fyrir um ástæður þess að Íslendingar með dokt- orsmenntun snúa ekki aftur til Ís- lands að námi loknu. Rannís stóð að rannsókninni sem hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Páll mun kynna skýrslu sína um verkefnið í Reykja- víkurAkademíunni í JL-húsinu á mánudag kl. 12.30. Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Rannís, stjórnar umræðum. Rannsóknin fór þannig fram að tekin voru viðtöl við fjölbreyttan hóp Íslendinga sem lokið hafa dokt- orsmenntun og lifa og starfa erlend- is: „Í hámenntuðum Íslendingum er- lendis býr mikill mannauður sem ekki er nýttur á Íslandi, en með rannsókninni var leitast við að kom- ast að því með hvaða hætti mætti virkja þekkingu þessa fólks til hags- bóta fyrir íslenskt samfélag.“ Páll nefnir að umræðan um menntamannaflótta (e. brain drain) hafi verið áberandi erlendis und- anfarin ár og að einhverju leyti bor- ið á góma hérlendis líka: „Ljóst er að tækifærin eru harla fá á Íslandi í samanburði við það sem gerist víða erlendis. Það skýrir vissulega hvers vegna margir fræðimenn kjósa að freista gæfunnar annars staðar en hér.“ Í rannsókninni var litið til fjölda þátta sem haft geta áhrif á það hvort fólk snýr aftur til Íslands að loknu námi eður ei: „Við litum meðal ann- ars til þess hvaða augum þetta fólk lítur Ísland og hver tengsl þess eru við íslenskt vísindasamfélag. Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að flestir sem við var rætt höfðu áhuga á að hafa betri fagleg tengsl við Ísland, en margir töldu sig ekki hafa forsendur til þess af ýmsum sökum, s.s. vegna þess að hér skorti viðunandi starfsaðstöðu eða hrein- lega að á Íslandi séu ekki stundaðar rannsóknir á þeirra sérsviði,“ út- skýrir Páll. „Það vekur strax upp þá spurningu hvort ekki sé ástæða til að efla samstarf við íslenska fræði- menn erlendis og um leið auðga ís- lenskt vísindaumhverfi.“ Páll nefnir að félags- og menning- arlegir þættir virðist skipta máli varðandi val fólks á búsetustað og starfsvettvangi. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að viðmælendur Páls bera sterk tilfinningaleg tengsl til Íslands: „Það eru umfram allt þessi tilfinningalegu tengsl sem verða til þess að fólk vill helst hafa a.m.k. annan fótinn á Íslandi en fagleg sjónarmið standa oft í vegi fyrir því.“ I ljósi niðurstaðna rannsókn- arinnar segir Páll áhugavert að skoða möguleika á því að virkja ís- lenska fræðimenn erlendis til þátt- töku í íslensku fræðasamfélagi án þess að þeir þurfi að flytjast hingað til lands: „Þeir gætu til dæmis stundað einhverjar rannsóknir við stofnanir hérlendis eða sinnt kennslu í skemmri tíma, en haldið stöðum sínum erlendis þar sem er betri aðstaða til að stunda rann- sóknir og þar sem fræðimennirnir búa ekki síður að góðu tengslaneti við kollega sína, sem um leið getur verið arðvænlegt að auka aðgang ís- lensks fræðasamfélags að.“ Menntun | Rannsókn á ástæðum þess að íslenskir doktorsnemar ílengjast erlendis Íslenskur mann- auður erlendis  Páll Rafnar Þorsteinsson fæddist í Reykja- vík 1977. Hann lauk stúdents- prófi frá MH 1998, BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 2002 og meist- araprófi í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics 2003. Hann leggur nú stund á dokt- orsnám við Cambridge-háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.