Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju KIRKJULEG sveifla verður í Bústaðakirkju á sunnudag kl. 14. Um árabil hefur Bústaðakirkja staðið fyrir fjöl- breyttu helgihaldi. Kirkjulega sveifla er hluti af þeirri fjölbreytni. Innan hennar rúmast ýmsir stílar tónlistar- innar. Næstkomandi sunnudag kl. 14 kemur fram Kór Bú- staðakirkju og stjórnandi hans, Guðmundur Sigurðsson, ásamt hljómsveit hússins. Hljómsveitina skipa Sigurgeir Sigmundsson, gítar, Birgir Bragason, kontrabassi, og Guðmundur Steingrímsson, trommur. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Í sveiflunni er áhersla lögð á nýjar út- setningar ýmissa fjörugra laga í bland við annað efni. Fólk er hvatt til að fjölmenna í Kirkjulega sveiflu í Bú- staðakirkju nk. sunnudag kl. 14. sem jafnframt er Kirkju- dagur Súgfirðingafélagsins sem annast ritningalestra. Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð í léttmessu í Árbæjarkirkju HJÓNIN Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð koma í léttmessu í Árbæjarkirkju á sunnudag kl. 20 og sjá um tónlistina. Þetta er fyrsta léttmessa vetrarins, en þær eru orðnar fastur liður í Árbæjarkirkju. Meðal laga sem þau munu flytja eru: Litla barn með lipran fót, Ég geng til sigurs og Ég storminn hef í fangið, sem öll eru samin af Valgeiri. Sr. Sigrún Óskarsdóttir og Erna Björk Harðardóttir, háskólanemi og starfsmaður kirkjunnar, munu leiða stundina ásamt því að flytja hugvekju. Eftir messuna verður boðið upp á léttar veitingar og gott samfélag í safnaðarheimilinu. Stór dagur í Garðaprestakalli SUNNUDAGINN 1. október kl. 14 mun biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson vígja tvo þjóna til starfa við Vinaleið í grunnskólum í Garðabæ og Álftanesi. Hans Guðberg Al- freðsson verður vígður prestur og Jóhanna Guðrún Ólafs- dóttir vígð djákni. Fjölskylduguðsþjónusta verður í Vídalínskirkju kl. 11 þennan sama dag þar sem Hans Guðberg Alfreðsson og Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir þjóna ásamt Hjördísi Rós Jónsdóttur sunnudagaskólaleiðtoga og Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Barnakór Hofstaðaskóla leiðir lofgjörðina. Kl. 14 verður messa í Garðakirkju þar sem sr. Svanhildur Blöndal þjónar, en hún er starfandi prestur við Hrafnistu og Vífilsstaði. Jóhann Baldvinsson organisti og kór Vídal- ínskirkju leiða lofgjörðina. Allir velkomnir. Sjá www.gardasokn.is. Kvenfélagsmessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði VIÐ guðsþjónustu á sunnudaginn í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði verður starf Kvenfélags Fríkirkjunnar kynnt sér- staklega og minnt á mikilvægt framlag kvenfélagsins um áratugaskeið. Ef litið er á sögu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði má ljóst vera að hlutur kvenfélagsins hefur verið gríðarlega mik- ilvægur. Allt frá upphafi hefur kvenfélagið fært kirkjunni sinni stórar gjafir og stutt við starfið á allan hátt. Má geta þess að kvenfélagið átti frumkvæðið að því á 7. áratugn- um að hefja barnastarf við kirkjuna á sunnudags- morgnum. Hefur kvenfélagið alltaf lagt mikið metnað í það að styðja allt starf fyrir börn og unglinga. Auk þess að standa fyrir skemmtilegu starfi fyrir sínar félagskonur. Guðsþjónusta á sunnudaginn hefst kl. 13. Gospelkvöldmessa og fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju GOSPELKVÖLDMESSA verður í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag kl. 20. Gospelsveit á vegum Fíladelfíu syngur og leikur undir stjórn Óskars Einarssonar. Einsöngvarar verða Hrönn Svansdóttir og Edgar Smári. Óskar Ein- arsson leikur á píanó og Símon Hjaltason á gítar. Gosp- elsöngvar eru hrífandi og fjörugir og glæða lífs og trúar- gleði. Prestar eru sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Kjartan Jónsson. Fyrr um daginn kl. 11 fer fjölskylduhátíð sunnudaga- skólanna fram í kirkjunni. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Lofts- dóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á góðgæti í safnaðarheimilinu Strandbergi. Bangsadagur og vöfflukaffi í Fríkirkjunni í Reykjavík BARNAGUÐSÞJÓNUSTA kl. 14. Börnin eru sérstaklega hvött til að koma með uppáhalds bangsann sinn eða jafn- vel dúkku í guðsþjónustuna, því Engilráð og hinir fugl- arnir eru spennt að hitta fleiri mjúk dýr! Ása Björk, Nanda og Pétur leiða stundina. Eftir guðsþjónustuna fjöl- mennum við í vöfflukaffi til hennar Lovísu í safn- aðarheimilinu á Laufásvegi 13. Allir velkomnir að næra bæði hug og líkama. Máttur bænarinnar í Fríkirkjunni í Reykjavík KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA kl. 20. Þema guðsþjónust- unnar er „máttur bænarinnar“. Bænin er samtal okkar við Guð. Anna Sigga, Carl Möller og Fríkirkjukórinn leiða almennan safnaðarsöng, en Ása Björk þjónar fyrir altari. Boðið er upp á persónulega fyrirbæn uppi við altarið auk þess sem beðið verður fyrir mönnum og málefnum sam- eiginlega. Bænakerti tendrast á nýja fagra ljósastand- inum. Leikmannamessa í Selfosskirkju SUNGIN verður messa í Selfosskirkju á sunnudag kl. 11. Félag eldri borgara á Selfossi kemur að athöfninni, svo sem venja er við upphaf blómlegs vetrarstarfs þess. For- maður Félags eldri borgara á Selfossi er Hjörtur Þór- arinsson. Kirkjukór Selfoss syngur undir stjórn organist- ans, Jörg E. Sondermann. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Kjartan T. Ólafsson frá Látrum í Aðalvík. Lesarar eru Auður Thoroddsen, Björn Júlíusson, Ingibjörg Kristjánsdóttir og Óskar H. Ólafsson. Að athöfninni lokinni verður framreiddur léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. Landsvirkjun fræðir í Laugarneskirkju Í FRAMHALDI af stólræðu sr. Hildar Eirar Bolladóttur sl. sunnudag, þar sem málefni Kárahnjúkavirkjunar voru gerð að umtalsefni, hefur Bjarni Bjarnason, fram- kvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar, boðist til að greina frá skoðunum sínum og fyrirtækisins varðandi virkjunarmálin á vettvangi Laugarnessafnaðar. Það boð er þegið með þökkum og er því efnt til opins fundar í trúfræðslutíma safnaðarins þar sem Bjarni mun flytja sitt mál og svara fyrirspurnum úr sal þriðjudags- kvöldið 3. október kl. 20:30. Að venju er kvöldsöngur kirkjunnar kl. 20 þar sem tón- listarmennirnir Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Gunn- arsson leiða safnaðarsöng og sr. Bjarni Karlsson sókn- arprestur flytur Guðs orð og bæn. En kl. 20:30 er gengið yfir í safnaðarheimilið þar sem trúfræðslan er jafnan í boði. Er ástæða til að hvetja fólk til þátttöku á þessum fundi, sem ekki mun einkennast af karpi og deilum heldur heið- arlegri tilraun til að skýra málstað og greina ólíkar hug- myndir. Lindasókn – Messa og gospelsöngur Í LINDASÓKN í Kópavogi verður messað í Salaskóla kl. 11 auk þess sem sunnudagaskólinn mun fara fram þar á sama tíma. Nýlega var söfnuðinum færð að gjöf kaleikur og patína sem tekin verða í notkun í messunni. Kór Linda- kirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Keiths Reed. Söng- konan Díana Lind Monzon mun auk þess syngja nokkra sí- gilda gospelsálma. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Allir velkomnir. Afmæliskaffi Safnaðarfélags Áskirkju SAFNAÐARFÉLAG Áskirkju í Reykjavík er 30 ára um þessar mundir. Af því tilefni býður félagið til afmæl- iskaffidrykkju í Safnaðarheimili Áskirkju að lokinni guðs- þjónustu í kirkjunni kl. 14 á sunnudaginn kemur, 1. októ- ber. Safnaðarfélagið, sem er opið öllum velunnurum Ás- kirkju, hefur helgað krafta sína safnaðarstarfi Áskirkju alla tíð, og verið því mikilvægur bakhjarl. Félagið hvetur alla sem komið hafa að starfinu fyrr og síðar, svo og safn- aðarfólk Áskirkju, til að fjölmenna til guðsþjónustu á sunnudaginn, og njóta ánægjulegra samvista á þessum tímamótum. Grafarvogskirkja – Að búa einn/ein NÁMSKEIÐIÐ „Að búa einn/ein“ er ætlað þeim sem gengið hafa í gegnum skilnað nýlega og er markmið þess að koma til móts við þessa einstaklinga, gefa þeim vett- vang og tækifæri til að vinna úr erfiðum tilfinningum sem upp koma við skilnað. Námskeiðið verður næstu átta vikur á þriðjudögum kl. 20. Við lítum svo á að námskeiðið sé leið sálgæslu fyrir þennan hóp fólks, því ljóst er að skilnaður hefur afleið- ingar sem geta sett mark sitt á sálir þeirra sem ganga í gegnum þá sáru reynslu. Allar nánari upplýsingar eru veittar í Grafarvogs- kirkju, sími 587 9070. Guðrún Ásmundsdóttir á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju FRÆÐSLUMORGNAR kl. 10 á sunnudögum í Hallgríms- kirkju hafa verið fastur liður í fullorðinsfræðslu safnaðar- ins í á annan áratug. Á sunnudag, 1. október, hefst ný fyrirlestraröð með er- indinu „Tukthúsið og Tobbukot“. Það er Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona sem segir sögur af íbúunum á Skólavörðustíg 9 og 11, Sigurði Jónssyni fangaverði og Þorbjörgu Sveinsdóttur embættisljósmóður, en Þorbjörg var fyrsta konan sem lét til sín taka á mannfundum í Reykjavík. Áður hefur Guðrún haldið erindi um Ólafíu Jó- hannsdóttur, sem var systur- og fósturdóttir Þorbjargar, og nú gefst tækifæri til að skyggnast inn í það umhverfi sem mótaði þá merku konu. Fræðslumorgnar eru átta sunnudagsmorgna í október og nóvember og eru haldnir í Suðursal Hallgrímskirkju í Reykjavík. Sr. María Ágústsdóttir hefur umsjá með fræðslumorgnunum fyrir hönd Hallgrímskirkju. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Jim Smart FRÉTTIR HÚMOR að hausti, nefnist sam- koma sem Karlakór Eyjafjarðar stendur fyrir í Súlnasal Hótel Sögu í dag, laugardaginn 30. september. Þar koma fram auk karlakórsins landskunnir hagyrðingar sem eru þekktir fyrir kunnáttu og eru skot- harðir í skeytum sínum. Þeir eru Björn Ingólfsson, Einar Kolbeins- son, Pétur Pétursson og Reynir Hjartarson. Þeim stjórnar Birgir Sveinbjörnsson sem þekktur er fyr- ir útvarpsþætti sína og er enginn fremri honum að halda uppi fjöri við hagyrðingaborðið, segir í fréttatilkynningu frá kórnum. „Karlakór Eyjafjarðar er ungur kór, tíu ára gamall. Hann hefur allt- af verið á léttu nótunum og oft flutt lög sem ekki eru sungin af öðrum kórum, segir í fréttinni. „Félagar hafa verið í kringum 40 og vel skip- að í hverja rödd. Stjórnandi kórsins er Petra Björk Pálsdóttir. Karlakór Eyjafjarðar fylgir hljómsveit sem í þessari ferð er skipuð Daníel Þor- steinssyni, Birgi Karlsyni, Hauk Ingólfssyni og Rafni Sveinssyni. Hljómsveitin Sex ý sveit, er skip- uð kórfélögum og heldur uppi miklu stuði fyrir dansfima og söng- glaða gesti.“ Spaugað Frá hagyrðingakvöldi á Akureyri. Pétur Pétursson, Björn Ing- ólfsson, Birgir Sveinbjörnsson stjórnandi og Einar Kolbeinsson. Húmor að hausti OSTADAGAR verða haldnir í Vetr- argarðinum í Smáralind um helgina. Á sýningunni verður ým- islegt um að vera, m.a. verða nýj- ungar í fjölskrúðugri ostaflórunni kynntar til sögunnar, auk þess sem hægt verður að smakka á úrvali ís- lenskra osta. Ostameistari ársins verður krýndur og niðurstöður ostadóma kynntar. Landslið matreiðslu- manna stillir upp keppnisborði sínu og ný matreiðslubók „Ostar – það besta úr osti og smjöri“ verður kynnt. Ostadagar eru haldnir annað hvert ár. Ostadagar í Smáralind FINNAR hafa á undanförnum árum vakið heimsathygli fyrir mikinn ár- angur á mörgum sviðum, m.a. í sam- keppnishæfni, árangri í menntun og nýsköpun og í samanburði ESB á framleiðni í opinberum rekstri hefur Finnland mælst með bestan árangur. Hinn 6. október nk. kl. 8.15–10.30 standa Stofnun stjórnsýslufræða og Félag forstöðumanna ríkisstofnana fyrir málþingi á Grand hóteli, sem byggist á reynslu Finna af aðferðum við að auka framleiðni/afurðir og áhrif/útkomu í opinberri stjórnsýslu. Þar verður horft til reynslu þeirra af verkefninu „Government Producti- vity Action 2003–2007“. Fyrirlestra mun halda einn þeirra fremstu sér- fræðinga á þessu sviði, Heikki Jousti, aðstoðarforstöðumaður deildar finnska fjármálaráðuneytisins um op- inbera stjórnsýslu, og er hann er tal- inn meðal fremstu sérfræðinga Finna á þessu sviði, segir í fréttatilkynn- ingu. Hann hefur verið einn stjórn- enda verkefnisins „Government Pro- ductivity Action“ fyrir hönd ráðuneytisins og hefur í alls 35 ár starfað sem stjórnandi og ráðgjafi við umbætur í opinberri stjórnsýslu. Í fyrirlestrinum mun Heikki fara stuttlega yfir vaxandi kröfur almennt um aukna framleiðni í opinberum rekstri, en síðan ítarlega í aðgerðir finnsku ríkisstjórnarinnar á árunum 2003–2007 til að auka og bæta með samræmdum og mælanlegum hætti framleiðni í allri opinberri stjórnun og þjónustu í Finnlandi. Að loknum hans fyrirlestrum og fyrirspurnum til hans munu íslenskir stjórnendur og sérfræðingar ræða í panel um það hvernig bæta megi framleiðni í íslenskri stjórnsýslu, þ.á m. árangursstjórnun og eftir- fylgni hennar hér á landi með hliðsjón af aðferðum og reynslu Finna. Málþinginu stýrir dr. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna- og upplýsinga hjá LSH, en panelumræðum, sem verða á ís- lensku, stýrir Óli Jón Jónsson, skrif- stofustjóri stjórnsýslusviðs Ríkisend- urskoðunar. Meðal þátttakenda í pallborði verða Arnar Þór Másson frá fjármálaráðuneytinu og fulltrúi frá ís- lenskri stofnun sem nýtt hefur árang- ursstjórnunarsamninga með virkum hætti. Skráning fer fram á veffanginu: http://stjornsyslustofnun.hi.is/page/ framleidnieða netfanginu stjornsysla- ogstjornmal@hi.is Þátttökugjald með morgunverði er 3.800 kr. Aukin framleiðni og gæði í opin- berum rekstri Fyrirlestur Heikki Jousti, aðstoð- arforstöðumaður deildar finnska fjármálaráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.