Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 27 Tek að mér leiðsögn um Kaupmannahöfn. Gengið um miðborg- ina þar sem mikil- vægir atburðir í sögu Íslands hafa átt sér stað. Kynnist þannig Kaupmannahöfn á skemmtilegan og auðveldan hátt. Sigrún Gísladóttir, fyrrv. skólastjóri. sigrungisl@simnet.is – sími 0045 39274580 Leiðsögn um Kaupmannahöfn Stjórnendur Reykjanesbæjar hafa unnið að því að breyta ímynd bæj- arins. Liður í því er að nota heiti sveitarfélagsins sem víðast, í stað gömlu bæjarnafnanna. Hefur þeim orðið ágætlega ágengt. Þegar maður spyr fólk hvar það búi er orðið al- gengt að það segi „í Reykjanesbæ“ þegar fyrir 3 til 4 árum þótti sjálf- sagt að segja „í Keflavík“ eða „í Njarðvík“. Enn er svarið þó oft, „í Kef. …, ég meina í Reykjanesbæ“.    Nýjasta framtak bæjaryfirvalda er að reyna að fá fyrirtæki til að breyta auglýsingum sínum og koma með því Reykjanesbæ „á kortið“. For- svarsmönnum fyrirtækja og stofn- ana, sem notað hafa Reykjanesbæj- arnafnið í auglýsingum, er heitið möguleikum á verðlaunum.    Íbúar Reykjanesbæjar hafa fram undir þetta ávallt verið kenndir við sína gömlu bæi, verið Keflvíkingar, Njarðvíkingar eða Hafnamenn. Erf- itt var að kenna sig við Reykjanes- bæ, nema nota fleiri orð, því orðið Reykjanesbæingur er ekki aðlað- andi þótt reynt hafi verið að nota það um tíma. Ekki er langt síðan það fór að heyrast að menn væru Reyknes- ingar. Einhverjum snjöllum manni á bæjarskrifstofunni hefur áreið- anlega dottið í hug að prófa þetta og það virðist virka.    Pistlahöfundur hefur reynt að halda sig sem mest við gömlu örnefnin í skrifum og fengið bæði hrós og skammir fyrir. Ljóst er að þessi stefna fer að teljast sérviska af verstu sort, ef hún er ekki þegar orðin það.    Íbúar byggðarlaganna á Suður- nesjum eru ekkert mikið að æsa sig yfir brottför varnarliðsins af Kefla- víkurflugvelli. Þeir hafa fylgst með þeim mikla samdrætti sem verið hef- ur á vellinum í mörg ár og vita hvað mikið hefur breyst á einum og hálf- um áratug. Tilkoma og uppbygging varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafði miklar sviptingar í för með sér á sínum tíma. Bæirnir byggðust hratt upp. Mikil og góð vinna var í boði og þarna ríkti því hálfgert gull- grafaraæði sem hefur loðað við svæðið fram á allra síðustu ár. Íbú- arnir eru vanir svona sviptingum og þar gæti verið að leita skýringanna á því hvers vegna íbúarnir sofa svona rólega í þeim sviptingum sem nú eru. Auðvitað hefur brottför hersins mikil áhrif á líf starfsmanna hans. Þeim hefur gengið ágætlega að fá vinnu en röskunin er mikil. Þá virð- ist ekki eiga að gera sérstakar ráð- stafanir fyrir eldri starfsmenn svo þeir geti hætt með reisn.    Áhrif hersins á daglegt líf íbúanna virðast hafa verið fremur lítil á síð- ustu árum. Menn hafa lítið séð er- lent starfsfólk hersins á götum bæj- arins. Að undanförnu hafa meira að segja litlar fréttir borist af slags- málum Íslendinga og hermanna við eða á skemmtistöðunum í Keflavík. Þetta allt er mikil breyting frá því sem var þegar bandarísk áhrif gegn- sýrðu samfélagið.    Vegna þessara breytinga og fram- faramála sem unnið hefur verið að á síðustu árum hefur ímynd Reykja- nesbæjar og allra Suðurnesja áreið- anlega breyst. Herinn og Bandarík- in koma ekki lengur fyrst upp í hugann þegar minnst er á Keflavík eða Njarðvík. Kannski frekar Ljósa- nótt og menning, Árni Sigfússon og uppbygging og íþróttir, svo nokkuð sé nefnt, en upplifun fólks er auðvit- að mismunandi. Klettarnir í hafinu eru þó rokktónlistin og Rúnar Júlíusson sem áfram verða minnis- varðar um amerísk áhrif. REYKJANESBÆR Helgi Bjarnason Norðlendingar ælta að troðaupp á Hótel Sögu í kvöld kl. 21, þar sem Karlakór Eyfirðinga syngur og hagyrðingarnir Pétur Pétursson, Björn Ingólfsson og Einar Kolbeinsson koma fram. En Birgir Stefánsson yrkir um Jöklu: Flutti af drullu djöfuls magn drekkti landi og mönnum; þegar hún loksins gerir gagn gráta menn sigra í hrönnum. Atli Harðarson veltir vöngum yfir því að Ómar Ragnarsson vilji bæta úr því sem aflaga hafi farið í virkjanamálum fyrir austan með því að láta Kárahnjúkavirkjun standa ónotaða, byggja strax aðra virkjun og láta hana kynda bræðslukerin á Reyðarfirði. „Þetta er óneitanlega dálítið broslegt,“ segir hann og yrkir: Sé einni virkjun ofaukið á Austurlandi þá vill Ómar bæta um betur og byggja aðra strax í vetur. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Jöklu og drullu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.